Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 53 BENGT Johansson, landsliðsþjálf- ari Svía í handknattleik, lætur af störfum eftir 16 ára starf eftir tvo vináttuleiki við Dani í lok mars. Þetta varð ljóst eftir tap Svía gegn Dönum á Evrópumótinu í fyrra- kvöld. Hugsanlegt er þó að Bengt stýri Svíum í leikjunum tveimur í undankeppni HM sem fram fara í lok maí og byrjun júní en sænska handknattleikssambandið hefur hafið leitina að eftirmanni Johans- sons. Ósigurinn fyrir Dönum gerði ólympíudraum þeirra bláu og gulu að engu en í Aþenu ætlaði Johans- son að kveðja og ljúka farsælum ferli sínum með ólympíugulli, eina gullinu sem hann vantar í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Endalokin á ferli „Bengans“ eru ekki þau sem hann óskaði sér en 13. sæti á HM í Portúgal í fyrra og sú niðurstaða að Svíar leika ekki um verðlaunasæti á EM í Slóveníu þýð- ir að sænska handboltastórveldið er fallið af efsta tindi og fyrirséð að miklar breytingar verða á liðinu enda margir leikmenn komnir til ára sinna. Frá því Bengt tók við landsliðs- þjálfarastarfinu 1988, eftir ÓL í Seoul – þar sem hann sat á skalla- bekk með sænska liðinu, hefur upp- skeran hjá Svíum verið eftirfar- andi: HM-gull: 1990, 1999. HM-silfur: 1997, 2001. HM-brons: 1993, 1995. EM-gull: 1994, 1998, 2000, 2002. ÓL-silfur: 1992, 1996, 2000. Bengt Johansson hættir eftir 16 ára starf STAFFAN „Faxi“ Olsson leikur sinn síðasta landsleik fyrir Svía um helgina, Magnus Wislander hættir í sumar og markverðirnir Tomas Svensson og Peter Gentzel hug- leiða að leggja landsliðsskóna á hilluna. Þessar staðreyndir blasa við eftir hrun sænska handboltaris- ans á tveimur síðustu stórmótum, HM í Portúgal í fyrra og á EM sem nú stendur yfir í Slóveníu. Staffan, sem verður fertugur í mars, tilkynnti ákvörðun sína eftir ósigurinn fyrir Dönum í fyrrakvöld en þessi litríki leikmaður, sem tryggði Svíum Evrópumeistaratitil- inn fyrir tveimur árum, hefur verið stoð og stytta í sænska landsliðinu undanfarin 20 ár og leikirnir sem hann hefur tekið þátt í fyrir þjóð sína eru orðnir 355. Jafnaldri Staff- ans, Magnus Wislander, sem á að baki 381 landsleik og hefur eins og Staffan reynst Svíum ómetanlegur í glæstri handboltasögu þeirra, vill ekki kveðja liðið alveg strax. Hann ætlar að gefa kost á sér í leikina í undankeppni HM í sumar og skilja við félaga sína með farseðil til Tún- is í höndunum þar sem HM veður haldið 2005. Markverðirnir Tomas Svensson og Peter Gentzel, sem báðir verða 36 ára gamlir á árinu og hafa um árabil verið taldir í hópi bestu markvarða heims, eru í sömu hugleiðingum og Wislander. Þeir segjast reiðubúnir að gefa kost á sér í leikina í undankeppni HM en eftir þá segja þeir daga sína líklega talda með landsliðinu. Gömlu brýnin segja skilið við „gulllið“ Svía VILHELM Gauti Bergsveinsson, fyrirliði handknattleiksliðs HK, leikur ekki meira með Kópavogsfélaginu á þessu tímabili. Vilhelm Gauti þarf að gangast undir uppskurð á öxl í næsta mánuði en samkvæmt frétt á vef HK kom í ljós þegar hann fór í speglun fyrir skömmu að öxlin er illa farin. Þetta er mikið áfall fyrir liðið en Vilhelm Gauti hefur verið sérstaklega mikilvægur hlekkur í varnarleik þess. HK hafnaði í þriðja sæti suður- deildar Íslandsmótsins fyrir áramótin og leikur í úrvalsdeildinni sem hefst 6. febrúar en þá tekur HK á móti Haukum í fyrstu umferðinni. Vilhelm Gauti úr leik Jón Pétur Róbertsson, fram-kvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Keflavíkur, hefur haft veg og vanda af því að koma mótinu á lagg- irnar, en hann starfaði sem ung- lingaþjálfari hjá Örgryte um nokk- urra ára skeið. „Það tók mig ekki langan tíma að fá forráðamenn Örgryte til að sam- þykkja að koma hingað og taka þátt í mótinu. Þeim þykir mikill heiður að því að vera með í þessu fyrsta al- þjóðlega knattspyrnumóti hér á landi og þá hefur lengi dreymt um að koma til Íslands. Þeir hafa alltaf hugsað hlýtt til Íslands enda hafa margir íslenskir leikmenn verið í þeirra herbúðum í gegnum árin,“ sagði Jón Pétur þegar hann kynnti mótið á blaðamannafundi í vikunni. Ásamt Iceland Express eru Radis- son SAS og Iceland Excursions bak- hjarlar Keflvíkinga í mótshaldinu, sem Jón Pétur telur að kosti á bilinu 2–3 milljónir króna. Jóhann Birnir mætti á blaða- mannafundinn sem fulltrúi Örgryte en hann skrifaði á dögunum undir samning við Gautaborgarliðið og bætist þar með í hóp íslenskra leik- manna sem leikið hafa með liðinu frá því Eyjamaðurinn Örn Óskarsson reið á vaðið. Fyrir utan Örn hafa Sig- urður Björgvinsson, Rúnar Kristins- son og Brynjar Björn Gunnarsson leikið með Örgryte og í dag eru Atli Sveinn og Jóhann samningsbundnir liðinu. Jón Birnir segist mjög spenntur að spila með sínu nýja liði og hann segir félaga sína hjá Örgryte hlakka mikið til að skoða sig um á Íslandi fyrir utan þess að kljást við íslensku liðin. „Mér líst mjög vel á þetta framtak hjá Keflavík og það verður gaman að sjá hvernig íslensku liðunum gengur gegn okkur. Mótið er liður í undir- búningi okkar fyrir tímabilið og fyrir mig er það mjög mikilvægt enda er ég nýkominn til liðsins og þarf að sýna mig og sanna sem fyrst. Eftir mótið æfum við í Gautaborg í þrjár vikur en höldum svo til Brasilíu þar sem við verðum í æfingabúðum í þrjár vikur,“ sagði Jóhann B. við Morgunblaðið. Mótið hefst í Egilshöllinni í kvöld klukkan 18 með leik Keflvíkinga og Skagamanna og strax á eftir spila KR og Örgyte. Tapliðin leika um 3.–4. sætið í Reykjaneshöllinni klukkan 16 á morgun og sigurliðin til úrslita klukkan 18.15 á sama stað. Keflvíkingar í samvinnu við Ice- land Express stefna að því að halda árlega alþjóðlegt mót á þessum árs- tíma og á næsta ári er ætlunin að mótið verði stærra og erlendu liðin fleiri en eitt. Fjögurra liða knattspyrnumót í Egilshöll og Reykjaneshöll KR-ingar mæta Örgryte KEFLVÍKINGAR standa í dag og á morgun fyrir afar áhugaverðu framtaki í samvinnu við flugfélagið Iceland Express – halda al- þjóðlegt knattspyrnumót í Egilshöll og Reykjaneshöllinni með þátt- töku Íslandsmeistara KR, bikarmeistara ÍA, Keflavíkur og sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte. Með Örgryte leika tveir Íslendingar, Atli Sveinn Þórarinsson, sem verið hefur hjá liðinu undanfarin ár, og Jóhann Birnir Guðmundsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur- liðsins, sem gekk í raðir liðsins í síðustu viku frá Lyn. hafi yfir miklum hæfileikum að ráða. „Hraði hans með knöttinn gerir öll- um varnarmönnum lífið leitt. Hann hefur allt sem góður knattspyrnu- maður þarf að bera.“ Það er öllum ljóst að að kaup Wenger á Reyes er einn hlutur í púsluspili hans í að byggja upp mjög sterkan og sókndjarfan leikmanna- hóp hjá Arsenal sem er skipaður mörgum af bestu leikmönnum heims – ásamt mörgum ungum og stórefni- legum leikmönnum. Fæddur: 1. september 1983 í Utrera á Spáni.  1994: Gekk til liðs við Se- villa 10 ára og byrjaði að æfa og leika með unglingaliðum félagsins.  1998: Skrifaði undir sinn fyrsta samning við Sevilla, 15 ára.  2000: Lék sinn fyrsta leik með Sevilla 16 ára – á La Romareda gegn Zaragoza 30. janúar. Skrifaði undir samn- ing til ársins 2008.  2001: Lék sinn fyrsta 1. deildarleik með Sevilla gegn Barcelona, 17 ára. Skoraði sitt fyrsta deildarmark í sín- um öðrum leik – gegn Esp- anyol. Skoraði átta mörk og var markahæsti leikmaður Sevilla á sínu fyrsta keppn- istímabili. Lék bæði með 19 ára og 21 árs liði Spánverja  2002: Var byrjaður að leika lykilhlutverk með Se- villa og varð markakóngur liðsins með 9 mörk. Mörg fræg félög voru byrjuð að sýna honum áhuga.  2003: Var kallaður í lands- liðshóp Spánverja og lék sinn fyrsta leik gegn Portúgal, ný- orðinn 20 ára. Skoraði tvö mörk í Evrópuleik gegn Armeníu í október, eftir að hafa komið inná sem vara- maður á 29. mín.  2004: Ákvað að ganga til liðs við Arsenal 27. janúar. Skoraði fimm mörk fyrir Se- villa keppnistímabilið 2003– 2004. Jose Antonio Reyes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.