Morgunblaðið - 30.01.2004, Side 24

Morgunblaðið - 30.01.2004, Side 24
DAGLEGT LÍF 24 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Iðnaðarmenn af öllum stærðum og gerðum 1 4 4 4 Bjóðum mötuneyti Sjálfsbjargar velkomið í hóp viðskiptavina okkar. Þeir hugsa vel um sitt fólk. Hvað hentar þér: fyrir þá sem hugsa um heilsuna Fæst í heilsubúðum www.xylitol.is Hollt Ekki fi tandi Verndar tennur Allir geta notað í stað sykurs Xylitol 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Flestir Íslendingar telja sigtala mjög góða ensku. Slíktsjálfsmat er þó oft fjarri því að stemma við raunverulega getu í málinu. Mikill munur er á því að geta bjargað sér í tungumáli og að tala svo vel að enginn hugsi um hvernig það hljómar, heldur geti einbeitt sér að því sem talað er um. Í alþjóðlegu samstarfi verða tungumál sífellt mikilvægari og meiri kröfur eru gerðar um færni í þeim. Evrópusambandið leggur til að allir geti talað vel tvö erlend tungumál og almenningsálitið hef- ur breyst í þá veru að í dag er góð tungumálakunnátta talin sem hluti af góðri almennri menntun. Við því eru menntastofnanir að bregðast. Tungumálatengt viðskiptanám Alþjóðasamskipti eru eitt af leið- arljósum Háskólans í Reykjavík, en til að árangur náist á því sviði er tungumálaþekking nauðsynleg. Haustið 2004 hefst í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík tungu- málatengt viðskiptanám sem dr. Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur við HR, hefur umsjón með. Alls verða þrjátíu nemendur teknir inn í spænsku og þrjátíu í ensku. Þannig geta stúdentar sem velja tungumálatengt viðskiptanám sérhæft sig í ensku eða spænsku og bætt þar með 30 einingum við námið. Tungumálasérhæfingin þarf þó ekki nauðsynlega að lengja námið, því nemendur geta valið á milli þess að leggja hart að sér í námi og ljúka 120 eininga námi á 3 árum eða taka námið á eðlilegum námshraða og ljúka á 4 árum. Samkeppnishæfari á vinnumarkaði Margrét kallar þessa tungu- málaþjálfun virðisauka við venju- legt viðskiptafræðinám sem gerir nemendur samkeppnishæfari á at- vinnumarkaði. Námið er hugsað þannig að nemendur taka eitt þriggja eininga tungumála- námskeið á misseri ofan á almennt viðskiptafræðinám en þar sem geymsluþol tungumálakunnáttu er lítið er mikilvægt að vera í stöð- ugri þjálfun. Til að ná 30 einingum í tungu- máli dvelja nemendur erlendis eitt eða tvö sumur og ljúka þar 12 ein- ingum í námskeiðum. Þeir nem- endur sem velja að dvelja erlendis tvö sumur verða einnig í starfs- þjálfun hjá fyrirtækjum og sam- eina því viðskiptafræðinám og tungumálanám. Sem gæðastimpill á námið taka nemendur alþjóðleg próf sem bera tungumálakunnáttu þeirra vitni. Í spænsku ljúka nem- endur námi með því að taka ýmist diploma superior eða básico og í ensku taka nemendur Certificate of Advanced English eða Certif- icate of Proficiency in English. Slíkt er í samræmi við auknar kröfur um að námsgráður séu gagnsæjar. Hægt verður að sækja um námið strax í febrúar á heima- síðu skólans: www.ru.is og lesa nánar um það á heimasíðu spænsk- unnar. Menningarlæsi lykilatriði Margrét segir að menningarlæsi sé lykilatriði til að ná árangri í við- skiptum á alþjóðavettvangi. Hún segir að það sé ekki nóg að vera góður í tungumálum heldur þurfi nemendur að hafa yfirsýn yfir menningu þeirra landa sem þeir sérhæfa sig í. Það sé markmiðið með náminu í HR. Alþjóðlegu prófin eru það sem koma skal og nú þegar er farið að krefja þá sem sækja um vinnu er- lendis um að sýna fram á alþjóð- legan árangur í tungumálanámi enda oft ekki ljóst af próf- skírteinum hver raunveruleg geta fólks er. Ekki er því nóg fyrir nemendur að kunna viðskiptaorða- forða heldur verða þeir að hafa heildarsýn yfir það menningar- samfélag sem þeir eiga í sam- skiptum við. Sá sem þekkir inn á framandi menningu á auðvelt með að ná árangri í alþjóðaviðskiptum. Margrét nefnir tvær alþjóðlegar ráðstefnur um tungumálakennslu á háskólastigi sem haldnar voru á liðnu ári. Sú fyrri nefndist: „The Role of Languages in the Europ- ean Educational Area“ og var í Ár- ósum á vegum Evrópusambands- ins. Síðari ráðstefnan nefndist: „Språkudbildning i Norden“ og var í Lundi, en Norræna ráðherra- nefndin stóð fyrir henni. Í samhengi við annað nám „Á báðum ráðstefnunum kom fram að framtíð tungumálakennslu á háskólastigi er björtust þar sem hún er fléttuð saman við annað nám eins og viðskiptafræði og lög- fræði,“ segir Margrét og einnig að háskólar þurfi að bregðast við því að kennsla í tungumálum í fram- haldsskólum hefur minnkað og því meiri þörf á henni á háskólastigi en áður. Eins sannar reynsla er- lendra háskóla að allt nám í tungu- málum verður að vera metið til eininga. Tungumálakennslan við Háskól- ann í Reykjavík verður fléttuð inn í viðskiptafræðinámið og er lesefni í beinu samhengi við áhugasvið nemenda. Þannig verður námið heildstætt og markmiðssækið. Hugmyndafræðin í tungumálanám- inu er sú að það er ekki slitið úr samhengi við annað akademískt nám og haldið er utan um það inn- an deildarinnar. Námið er hagnýtt sem merkir að það tilheyrir sömu veröld og viðskiptanámið. Einnig eru allir fjórir þættir námsins þjálfaðir: Að lesa, hlusta, skrifa og tala. Við hönnun námsins var litið til þess sem best á að gerast í við- skiptaháskólum erlendis. Námið einkennist af tvennu: „Námið er mælanlegt því alþjóðlegu prófin votta um getu nemenda í spænsku og viðskiptaspænsku. Námið er markmiðssækið því nemendur færa sig stöðugt upp um getustig,“ segir Margrét og „árangurinn er því ekki tilviljanakenndur heldur úthugsaður.“  MENNTUN|Tungumálatengt viðskiptanám verður í boði við Háskólann í Reykjavík Virðisauki við viðskiptafræðinám Næsta haust hefst í Háskólanum í Reykja- vík tungumálatengt viðskiptanám sem dr. Margrét Jónsdóttir hefur umsjón með. Hún segir að menningarlæsi sé lykilatriði til að ná árangri í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Morgunblaðið/Ásdís Margrét Jónsdóttir: Það nægir ekki að kunna viðskiptaorðaforða held- ur verða nemendur að hafa heild- arsýn yfir menningarsamfélagið sem þeir eiga í samskiptum við. guhe@mbl.is Könnun leiðir í ljós að há-skólanemar ofmeta tungu-málakunnáttu sína. Margrét Jónsdóttir kannaði sl. haust þekkingu og sjálfsmat nem- enda við Háskólann í Reykjavík varðandi tungumálanám. Leitað var til 897 stúdenta í viðskiptadeild og 170 í lagadeild. Alls svöruðu 38,54%. Nemendur voru spurðir 27 spurninga til að leggja mat á metn- að þeirra og kunnáttu í tungu- málanámi. Niðurstöðurnar leiða m.a. í ljós að nemendur eru ánægð- ir með tungumálakunnáttu sína. Margrét segir augljóst að margir nemendur ofmeti tungumálakunn- áttu sína en telur jafnframt mik- ilvægt að sjá hversu jákvæður kraftur býr í slíku sjálfsmati. „Nemandi sem álítur sig tala ensku eins og innfæddur er mjög líklegur til þess að sækjast eftir því að eiga í samskiptum á ensku og það er gott,“ segir hún. „Niðurstöðurnar fá okkur einnig til að staldra við og spyrja hversu áreiðanlegt rann- sóknartæki kannanir eru yfir höf- uð. Færa þær okkur sannleika?“  TUNGUMÁLAKUNNÁTTA|Könnun meðal nemenda HR Ofmeta tungumálakunnáttu sína                         ! "#" $ "%&" ' $ &"    '$()*)+ (! &     !     "  " #$% & ,  '() *+,   -.  '*/ 01 "2 .   3)$  "   )   & 4)) 3 $"$  / "          5  $$() 63$ 5$ -2 $ 3$ 78$ 9)$ 4 " : "$ )&() 4 " $$() ;   <"2 .   3)$  "  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.