Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 43. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Harum Scarum Um helgina koma góðir gestir þar sem fer kvennapönksveit | Fólk Ástartákn allra tíma Fyrir þá sem hugsa lengra 2004 LAKHDAR Brahimi, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, lýsti í gær yfir stuðningi við kröfu helsta trúar- leiðtoga sjía- múslíma í Írak, Ajatollah Ali al- Sistani, þess efnis að haldnar verði kosningar í land- inu. Ekki kom hins vegar fram í máli hans hvenær hann teldi hægt að halda kosn- ingar en Sistani vill að það verði gert áður en Banda- ríkjamenn framselja völd sín í Írak í hendur heimamönnum 1. júlí nk. Brahimi hitti Sistani í gær og ræddu þeir saman í tvær klukku- stundir. Að loknum fundinum sagði Brahimi að klerkurinn héldi fast við fyrri afstöðu, en embættismenn bandarísku bráðabirgðastjórn- arinnar í Írak telja ekki mögulegt að skipuleggja allsherjar kosningar í landinu með svo skömmum fyr- irvara. Brahimi sagðist á sama máli og Sistani, án frjálsra kosninga gæti Írak ekki tekið skref fram á við. En Brahimi bætti síðan við: „Við erum líka sammála Sistani hvað það varð- ar að kosningarnar verða að vera vel skipulagðar til að sú niðurstaða fáist sem hann og íraska þjóðin hef- ur kallað eftir.“ SÞ vilja kosn- ingar í Írak Lakhdar Brahimi Najaf. AFP. KEN og Barbie eru skilin að skipt- um eftir að hafa átt í fjögurra ára- tuga ástarsambandi. Talsmenn Mattel, leik- fangaframleið- andans sem framleiðir brúð- urnar frægu, til- kynntu þetta í gær. Ken og Barbie hefðu ákveðið að „kom- inn væri tími til að þau héldu hvort sína leið“. Salan á Barbie- og Ken-dúkkum hefur farið minnkandi undanfarið og sögðu ýmsir í gær að tilkynning Mattel um sambandsslitin væri ekk- ert nema auglýsingabrella. Ken og Barbie hætt saman Barbie New York. AFP. HAGUR Johns Kerrys vænkaðist enn í gærkvöldi þegar fréttist að Wesley Clark, fyrrverandi hers- höfðingi, hygðist lýsa yfir stuðningi við hann í baráttunni um útnefn- ingu sem forsetaefni Demókrata- flokksins í kosningum sem fara fram í Bandaríkjunum í haust. Full- yrt var að Clark myndi í dag koma fram á fundi með Kerry í Wisconsin en þar fara fram forkosningar nk. þriðjudag. Demókratar í Nevada og Washington DC ganga að kjörborð- inu á morgun, laugardag. Clark dró sig sjálfur í hlé í kapphlaupinu um útnefninguna í fyrradag. Clark styður Kerry Washington. AFP. ENGAR kafbáta- og skipaeftirlits- flugvélar eru hér á landi á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli nú, en í síðustu viku héldu P-3 Orion-eftirlitsflugvélar, sem flug- sveitir Bandaríkjaflota skiptast á um að leggja varnarliðinu til, af landi brott til bækistöðva sinna í Bandaríkjunum að loknum venju- bundnum sex mánaða starfstíma. Nýjar vélar hafa ekki verið sendar í stað þeirra sem fóru. Utanrík- isráðuneytið frétti fyrst af þessu í gær og hefur óskað eftir skýr- ingum frá Bandaríkjunum. Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins, segir að eng- in ákvörðun hafi verið tekin um framtíðarskipulag eftirlitsflugs Bandaríkjaflota á vegum varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Ráðuneytið frétti fyrst af liðsflutningunum í gær Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra var í flugvél á leið til landsins í gærkvöldi en Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður ráð- herra, segir að ráðuneytið hafi fyrst frétt af þessum liðsflutning- um í gær og að þessar flugvélar væru farnar af landi brott. Þá hafi verið óskað eftir skýringum af hálfu Bandaríkjanna. „Ég get staðfest að við höfum heyrt af þessu, en við höfum ekki fengið neina formlega staðfestingu á því að það hafi orðið breyting á staðsetningu sveitarinnar og bíð- um frekari skýringa frá Banda- ríkjamönnum. Við höfum ekki fengið neina tilkynningu um breyt- ingu á varnarviðbúnaði á Keflavík- urflugvelli. Það er allt of snemmt að fullyrða að ekki komi ný sveit,“ segir Björn Ingi og bætir við að svar Bandaríkjamanna hljóti að berast á næstu dögum. Engir Ís- lendingar hafa unnið við þjónustu við þetta eftirlitsflug en hluti af flugsveit sem starfaði í tengslum við flugið, alls á annað hundrað hermanna, hefur einnig yfirgefið Ísland. Ráðuneyti óskar skýringa Kafbáta- og skipa- eftirlitsflugvélar á vegum varnarliðsins fóru í síðustu viku LÖGREGLA leitar enn morðingja rúmlega fertugs manns sem fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í fyrradag. Tveir kafarar leituðu að vísbendingum og hugsanlegu morðvopni við bryggjuna seinnipartinn í gær. Mennirnir voru um klukkustund í kafi en komu tómhentir upp. Lögregla staðfesti síðar að ekkert hefði fund- ist í þessari ferð en ekki var búið að taka ákvörðun um hvort kafað yrði aftur í dag. Líkið var vafið í plast og voru bæði keðja og veið- arfæri notuð til að þyngja það. Meðal þess sem fest var við líkið var svart gúmmíhjól sem notað er á troll, en kar með slíkum hjólum er á bryggjunni þar sem líkið fannst. Að sögn starfsmanna í Netagerð Frið- riks Vilhjálmssonar, sem stendur við bryggjuna, gætu hlutirnir sem notaðir voru til að þyngja líkið allt eins verið komnir af lóðinni við bryggjuna. Þó hafi enginn saknað neins, enda ekki von til þess nema meira magn en það sem notað var hverfi. Gúmmíhjól af þessari gerð eru á bilinu 30 til 60 kg að þyngd./4 Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Kafarar leituðu að vísbendingum og hugsanlegu morðvopni við bryggjuna í Neskaupstað seinnipartinn í gær. Lögregla og tæknimenn hafa fín- kembt svæðið þar sem líkið fannst. Kafarar leita vísbendinga Meðal þess sem fest var við líkið var gúmmíhjól sem notað er á troll Fólkið í dag Kurt Nielsen Lífið í Sheffield Glíma Snjóbretti Erfitt líf Bækur/Geislaplötur/Leikir Fjórir gullsmiðir hanna hver sína út- gáfuna af skrautgripum | Daglegt líf Í NOREGI eiga um 1.600 skip að hafa búnað um borð svo unnt sé að gera yfirvöldum viðvart, verði þau fyrir hryðjuverkaárás. Æfa á áhafn- ir þeirra í að bregðast við undir þeim kringumstæðum og eftirlit með farþegum og farangri verður stórhert. Vegna þessara hertu reglna er viðbúið, að farþegar verði að mæta fyrr til skips en áður, enda eftirlitið með þeim hert eins og fyrr segir og einnig með farangri þeirra og farm- inum að öðru leyti. Líklega stefnir í, að eftirlit með skipsfarþegum verði ekki minna en með flugfarþegum. Eftirlitsreglurnar eru ekki enn fullbúnar en ljóst er, að það mun taka miklu lengri tíma en áður að skoða farangur og bíla. Í Bretlandi er eftirlit af þessu tagi komið til framkvæmda og er það raunar strangara en til stendur að taka upp í Noregi. Kom þetta fram í Aften- posten í gær. Neita má skipum, sem ekki upp- fylla þessar kröfur, um aðgang að norskum höfnum en þær taka einnig til hafnanna sjálfra, í Noregi og víða um heim. Standi þær ekki undir kröfunum má neita þeim um að taka við ýmsum skipum. Frestur til 1. júlí Fyrir útgerðirnar er að sjálfsögðu um aukinn kostnað að ræða og hafa eigendur þeirra af því miklar áhyggjur enda eru skipin í mikilli samkeppni við flutningafyrirtæki á landi. Nýju reglurnar taka þó ekki til skipa, sem aðeins sigla milli hafna innanlands. Reglurnar um hert eftirlit eiga að ganga í gildi 1. júlí næstkomandi og munu þá taka til um 40.000 skipa víða um heim. Í Noregi finnst mörg- um sem fresturinn sé allt of stuttur og óttast að lenda í einhverjum erf- iðleikum þess vegna, til dæmis í Bandaríkjunum. Auknar ráðstafanir gegn hryðjuverkum í Noregi Stórhert eftirlit í skipum og höfnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.