Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 27 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Erum að taka upp fullt af nýjum vörum Útsalan stendur enn, verðhrun Stærðir 36—60 Sykurskertar - en sætar! Örfáar hitaeiningar fiú getur alltaf fengi› flér gómsæta kökusnei› úr sykurskerta bökunarduftinu frá - einfaldlega létt og gott! Au›vita› Kathi Allt á léttu nótunum Auðvelt að baka Engin rotvarnarefni Engin litarefni Söluaðilar: Verslanir Hagkaupa - Fræið, Fjarðarkaupum - Gripið og greitt - Vöruval, Vestmannaeyjum - Hlíðarkaup, Sauðárkróki - Nesbakki, Neskaupstað. Í tilefni vorkomunnar,Valentínusarmessu ogkonudagsins, aðógleymdum giftingum, sem fylgja hækkandi sól, hafa fjórir gullsmiðir, þær Tína Jez- orski hjá Jezorski, Ása Gunn- laugsdóttir og Guðbjörg Kr. Ingv- arsdóttir hjá Aurum og Sigríður Anna Sigurðardóttir hjá Siggu og Timo, tekið höndum saman og hannað hver sína útgáfuna af skartgripum, þar sem hjartað er meginþema. Eftir að þær komu heim frá námi í Finnlandi, Þýska- landi og Danmörku drekka þær stundum saman kaffi og ræða um verk sín og á einum slíkum fundi fæddist þessi hugmynd, að hanna skart í tilefni vorsins. Eins og sjá má leika þær sér með hjarta- formið á ýmsa vegu í hálsfestum, hálsmenum og hringum og jafnvel armböndum og er efnisval og meðferð vinkvennanna afar fjöl- breytt. Verð gripanna er frá 10.000 til 50.000 krónur og ræður efnið þar mestu. Hálsmen eftir þær Ásu og Guð- björgu í Aurum. Morgunblaðið/Þorkell Gullsmiðir: Tína Jezorski, Ása Gunnlaugsdóttir, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir og Sigríður Anna Sigurðardóttir hönnuðu skartgripi í tilefni vorkomunnar. Ástartákn allra tíma Hálsfesti: Skartið er eftir Tínu.  HÖNNUN Hjartahringur: Eftir Siggu hjá Siggu og Timo. Áður var talið að tvenns konarsálfræðileg próf þyrfti til aðmæla jafnólíka þætti og lík- legan árangur í starfi og líklegan ár- angur í námi. Bandarískir vís- indamenn hafa sýnt fram á að próf sem löngum hefur verið notað til að mæla námsframa gefst alveg jafnvel til að mæla frama í starfi. Goðsögnin kveður á um að dugn- aður einstaklings í skóla segi ekkert til um hvernig honum muni vegna í atvinnulífinu. Aðrar sálargáfur þurfi til að standa sig vel í vinnu, en í fræðasamfélagi. Miller Analogies Test eða MAT- prófið sem hannað var árið 1960 spá- ir fyrir um hvaða nemendur verði efnilegir háskólanemendur. Prófið hefur verið lagt fyrir bandaríska grunnskólanemendur allt frá árinu 1962 og hefur mælt almenna þekk- ingu þeirra í vísindum, bók- menntum, listum, sögu og tungu- máli, svo nokkuð sé nefnt, alls 18 þætti. Ástæðan fyrir goðsögninni Prófið sjálft var nú kannað í viða- mikilli gagnagreiningu til að skoða hvort það segði ef til vill fyrir um fleiri þætti en góða námshæfileika og líklegan frama í háskólasamfé- laginu. Niðurstöðurnar voru einnig settar í samhengi við önnur sál- fræðileg próf. Útkoman kom á óvart. Andstætt því sem oftast er talið, spá sömu þættirnir fyrir um árangur í háskólanámi og starfi. Þessir þættir eru eins og almennar námsgáfur, heilsusamlegt líferni, félagsleg færni, vinnusemi og sköpunargáfa. Tilgátan sem sífellt hefur verið klifað á; að að frami og árangur í skólastofunni byggist á öðrum hæfi- leikum og persónuleikaþáttum en frami og árangur í skóla lífsins – var þó ekki reist á vísindalegum mæl- ingum eða byggð á fræðilegum grunni. Ástæðan fyrir goðsögninni um að um tvenns konar hæfileika sé að ræða er sennilega falin í hefð- bundnum mælitækjum. Annars veg- ar eru mælitæki sem mæla náms- hæfileika, og hins vegar eru mælitæki sem mæla áhuga og hæfi- leika til starfa. Þeim sem mæla hug- kvæmdist ekki að rannsaka hvort samband væri þarna á milli. Svipaðar aðstæður á ólíkum vinnustöðum Í grein í Journal of Personality and Social Psychology (2204. Vol. 86. No. 1) gera, Nathan R. Kuncel og Sarah A. Hezlett kennarar við Há- skólanum Í Illinoi, og Daniz S. Ones við Háskólann í Minnesota, grein fyrir rannsókn sinni á þessari goð- sögn. Í niðurstöðum þeirra kemur á daginn að mælingar á almennum gáfum einstaklinga geti spáð um lík- legan árangur þeirra hvort sem er við nám eða störf. Ekki þurfi að mæla sérgáfur á hvoru sviði fyrir sig. Góður árangur í MAT-prófinu spáir því fyrir um góðan mögulegan árangur á ýmsum ólíkum sviðum. Goðsögnin hefur átt þátt í því að þeir sem standa sig vel í vinnunni, hika við að reyna sig í skóla. Skóla- menn hika svo við að reyna sig á hin- um almenna vinnumarkaði sökum þessarar ranghugmyndar. Sterkt samband hefur ævinlega mælst milli almennra greindraþátta sem MAT- prófið mælir og árangurs í námi. En nú benda gögnin eindregið til þess að sambandið sé jafnsterkt milli þeirra og árangurs í vinnu. Úrtakið í rannsókninni er rúm- lega 20 þúsund einstaklingar sem tóku samtals þátt í 127 rannsóknum á síðustu öld.  MENNTUN|Sömu hæfileikar ráða árangri í skóla og starfi Fílabeinsturninn fellur Morgunblaðið/Kristján Rannsókn: Sömu þættir spá fyrir um árangur í starfi og námi. guhe@mbl.is TENGLAR ..................................................... http://www.apa.org/journals/psp/ press_releases/january_2004/ psp861148.pdf. EVRA er nafnið á nýrri tegund getnaðarvarna í plástursformi. Plásturinn gagnast sérstaklega þeim konum sem hafa átt í erf- iðleikum með að muna eftir p-pillunni sinni. Að sögn Krist- ínar And- ersen kvensjúk- dómalæknis virkar plást- urinn á sama hátt og pillan gerir. „Plásturinn inniheldur sama estró- genmagn og vægustu getnaðarvarnarpillurnar. Hann er límdur á líkamann og hafður á í viku. Svo er honum skipt út fyrir nýjan. Plásturinn er notaður í þrjár vikur í senn og þegar þriðji plásturinn er tekinn af tekur viðkomandi hvíld í eina viku. Þá koma blæðingar þann- ig að þetta virkar eins og pillan.“ Gleymi viðkomandi að skipta út plástrinum virkar efnið í honum í tvo daga til viðbótar. Hægt að fara í sund Plásturinn má setja á magann, rasskinnar, efri hluta líkamans að brjóstunum undanskildum og á ut- anverðan upphandlegg. Hann á að setja á hreina, þurra og hárlausa húð. „Það þarf að vera einhvers staðar þar sem hann límist vel,“ seg- ir Kristín. „Það eina sem konur þurfa að hafa í huga er að setja hann ekki á sig þegar þær eru nýkomnar úr baði og kannski búnar að bera á sig líkamskrem. Þá límist hann illa því húðin er feit. Sé hann hins vegar settur á þurra húð límist hann vel og það er t.d. vel hægt að fara með hann í sund.“ Kristín segir aðalverkunarmáta plástursins vera þann að hann komi í veg fyrir egglos. „Að auki verða breytingar á slími í leghálsinum þannig að sæðisfrumurnar eiga erf- itt með að komast í gegn en fyrst og fremst hindrar plásturinn egglos, rétt eins og pillurnar gera. Hvort tveggja er jafn örugg getnaðarvörn en maður á helst ekki að ávísa plástrinum á konur sem eru 90 kíló eða meira. Rannsóknir hafa sýnt að hættan á þungun er meiri hjá kon- um sem eru þetta þungar. Að öðru leyti gilda sömu frábendingar fyrir þennan plástur og fyrir pilluna.“ Þannig eru aukaverkanir plásturs- ins og pillunnar svipaðar, t.d. hætta á svolítilli þyngd- araukn- ingu, höf- uðverkjum, ógleði, blettablæð- ingum og brjósta- spennu. Að auki geta komið fram viðbrögð á plást- urstað. Al- gengast er að auka- verkananna verði vart í upphafi meðferðar. Sem fyrr segir er plásturinn ný- kominn á markað hér á landi og seg- ir Kristín hann hægt og rólega vera að sækja í sig veðrið. Hann er þó heldur dýrari en pillan þannig að enn sem komið er hentar hann kannski helst þeim sem eiga erfitt með að muna eftir pillunni. „En það er líka gott að hafa valmöguleik- ann,“ segir Kristín að lokum.  GETNAÐARVARNIR | Hugsanleg lausn fyrir þær sem stundum gleyma Plástur einu sinni í viku Líkamsrækt: Plásturinn má blotna og það má t.d. fara með hann í sund. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.