Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Rut Bergsteins-dóttir fæddist í
Reykjavík 25. sept-
ember 1957. Hún lést
á heimili sínu 27. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þórunn Andrésdótt-
ir, talsímavörður, f.
2. desember 1925, og
Bergsteinn Ólason,
húsasmíðameistari, f.
14. mars 1926. Hún
var einkabarn for-
eldra sinna.
Maki Rutar var
Kristján Kristjáns-
son, f. 6. september 1955. Þau
hófu sambúð 1990 og giftu sig 2.
febrúar 2002. Foreldar hans voru
Lars Kristján Sveinlaugsson, sím-
ritari, f. 11. september 1922, d. 19.
ágúst 1981, og Guðný Björnsdótt-
ir, húsmóðir, f. 20. júlí 1925. Rut
átti þrjú börn, Rán, f. 1. október
1986, með Einari Bachmann, og
tvö börn með Krist-
jáni, Steinunni, f. 18.
september 1993, og
Andrés Lars, f. 2.
mars 1995.
Rut lauk lands-
prófi frá Kvenna-
skólanum1973. Hún
fór einn vetur í
frönskunám til Aix
en Provence, varð
stúdent frá MR 1978,
starfaði hjá Talsam-
bandi við útlönd frá
1978–1981, fór þá
sem skiptinemi til
Ghana í Afríku og
dvaldi síðan eitt ár á Fílabeins-
ströndinni. Rut rak verslunina
Garn og gaman í nokkur ár. Hún
tók próf frá Kennaraháskólanum
1993. Frá 1999 var hún handa-
vinnukennari í Landakotsskóla.
Útför Rutar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku Rut mín, þá er víst komið að
kveðjustund eftir næstum 15 ár.
Karlmenn dansa ekki, en við döns-
uðum þó oft saman, en kannski sagði
ég ekki nógu oft hvað ég elskaði þig.
Þessi 15 ár voru ekki alltaf dans og
rauðar rósir, en alltaf náðum við sátt-
um. Því eins og þú sagðir var hvers-
dagslífið svo gott hjá okkur. Það er
svo skrítið að það síðasta sem ég
gerði fyrir þig var að fara út í búð og
kaupa sódavatn. Ósköp hversdags-
legt. Eftir sitjum við, ég þinn elsk-
andi eiginmaður, Rán, unglingurinn
sem næstum er fullorðin, kona með
skap. Steinunn, stúlkan sem strax er
búin að ákveða hvað hún ætlar að
verða þegar hún er orðin stór. Lassi,
grallarinn með freyjukoppana. Við
vitum að þú munt láta fylgjast með
okkur.
Fyrir næstum fimmtán árum
hittumst við á krá.
Saman við gengum út í lífið,
byrjaði brauðstritið þá.
Ár og dagar mega líða,
kannski full af kvíða og eftirsjá.
Ef til vill liggja leiðir okkar saman
aftur á einhverri krá.
Hvíl í friði.
Þinn eiginmaður og börn.
Elsku mamma. Ég trúi þessu varla
ennþá. Mig langar að vakna upp af
þessari martröð, ég klíp mig af og til
bara til að vera viss um að ég sé vak-
andi. Þegar þú sagðir bæ við mig um
morguninn datt mér engan veginn í
hug að þetta myndu vera síðustu orð
þín við mig. En mikið er ég fegin að
þú hafir sagt bæ, því á ákveðinn hátt
varstu búin að kveðja, þótt þú hafir
örugglega ekki vitað að það væri í síð-
asta sinn sem þú myndir hitta mig í
þessu lífi.
Um daginn hlustaði ég á lag sem
ég sýndi þér einhvern tímann. Meðan
ég hlustaði á lagið, sá ég þig svo
greinilega í huganum að það var eins
og þú værir hér syngjandi og dans-
andi með laginu. Eins og þú oft gerð-
ir, að dansa og syngja. Þetta var góð
minning en samt sársaukafull, því
eina sem ég gat hugsað um var
hversu mikið mig vantaði þig. Vant-
aði að faðma þig og tala við þig, þótt
það væri bara um hvað væri í matinn.
En eitt máttu vita að þú fórst með
reynslu í kistuna. Þú gerðir meira,
fórst meira en margur maðurinn á
eldri árum.
En það sem fæðist deyr og ein-
hvern daginn mun ég hitta þig aftur
og við munum eiga góða stund saman
þá. En þangað til skaltu hvíla í friði
svo þú verðir hress og kát eins og þú
varst alltaf, þegar við hittumst aftur.
Þín elsta dóttir,
Rán.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.“ (Úr Spámanninum.)
Það er erfitt og sárt að ætla að
koma orðum á blað í minningu um
elskulega konu, sem hrifin var í burt í
miðri önn dagsins frá manni, börnum
og foreldrum. Þetta er allt svo óraun-
verulegt og sorglegt, en svo brjótast
fram minningarnar, allar svo ljúfar
og góðar um þessa elskulegu konu.
Það var í september 1957 að svil-
kona mín og mágur eignuðust dóttur.
Ég var þá nýlega komin inn í fjöl-
skylduna, gift Jóhanni bróður Berg-
steins. Þegar dóttirin var borin til
skírnar fékk ég það virðulega hlut-
verk að vera skírnarvottur, sem kall-
að er að vera guðmóðir, og oft var tal-
að um þær skyldur, sem þeirri
nafnbót fylgdu. Skyldurnar veittust
mér þó ekki erfiðar. Litla stúlkan
fékk nafnið Rut. Dafnaði hún og
þroskaðist vel og var sannkallaður
gleðigjafi í þessum litlu fjölskyldum.
Þegar Rut var tveggja ára þurfti
móðir hennar að fara í stóra aðgerð,
og fékk þá guðmóðirin að hjálpa til
við uppeldið í nokkra mánuði. Það var
mér til mikillar gleði, því hún var svo
einstaklega skýr og skemmtileg,
snemma sjálfstæð og dugleg. Mynd-
irnar koma upp í hugann hver af ann-
ari, Rut að fara á róló, að fara í skól-
ann, í skólagarðana, og þá hún kom
hún heim með fangið fullt af gulrót-
um, hafði lent á mynd hjá blaðaljós-
myndara, af því að gulræturnar fóru
svo vel við rauða hárið hennar.
Tólf ára gömul fór hún sem barn-
fóstra til Egilsstaða, þá fékk Gúa,
eins og hún kallaði mig, bréf og frétt-
ir að austan. Svo fór hún í Kvennó og
menntaskóla, alltaf glöð og hress, síð-
an til Frakklands og Afríku og þaðan
komu svo skemmtileg bréf, og allt var
svo gaman og Gúa fékk að fylgjast
með.
Árin liðu. Rut kom heim og setti
upp verslun og vann að hugðarefnum
sínum, hannyrðum, og hélt svo í nám í
Kennaraháskólanum til þess að verða
handavinnukennari. Það sem meðal
annars einkenndi Rut var vinnusemi
hennar, víðsýni og sköpunargleði,
enda lék allt í höndunum á henni.
Hún eignaðist fallegt heimili, mann
og þrjú elskuleg börn. Stundirnar til
að hittast urðu eðlilega strjálli, enda
nóg að starfa, en sambandið og vin-
áttan hélst óbreytt.
Að endingu þakka ég Rut minni
allar ánægjustundirnar.
Elsku Þórunn, Bergsteinn, Krist-
ján, Rán, Steinunn og Andrés Lars.
Við Guttormur vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Hugur okkar verður
hjá ykkur á kveðjustundinni.
Elsku Rut mín, ég trúi því að það
hafi verið tekið vel á móti þér á þeim
stað þar sem þú ert nú og bið þér
guðs blessunar.
Þín
Guðrún Guðbrandsdóttir (Gúa).
Rut mágkona okkar er dáin aðeins
46 ára gömul. Hún varð bráðkvödd á
heimili sínu 27. janúar sl., langt um
aldur fram. Kiddi bróðir og Rut hófu
sambúð 1990 og vorum við systkinin
ánægð þegar Kiddi festi loks ráð sitt
og flutti til Rutar og Ránar á Boða-
grandann. Ekki leið á löngu þar til
Steinunn og Lassi bættust í hópinn
sem kallaði á stærra húsnæði, fyrst á
Sólvallagötu og síðan í Rauðagerði.
Þegar Rut, einkabarnið, kynntist
Kidda og hóf sambúð með honum
hefur hún sjálfsagt ekki gert sér
grein fyrir að því fylgdi að kynnast
hópi sem Kiddi tilheyrði, fimm systk-
inum, þremur mágkonum og síðar
mági, svo ekki sé minnst á barnaskar-
ann. Það kom fljótt í ljós að þetta
verkefni óx ekki Rut yfir höfuð. Hún
aðlagaðist fljótt og var komin í viku-
legt sunnudagskaffi til mömmu fyrr
en varði. Því fylgdi síðan árlegar
sumarbústaðaferðir, jólaboð, bollu-
kaffi og fleira. Rut var fljót að komast
inn í hópinn. Hún hafði gaman af rök-
ræðum og lét sjaldnast í minni pok-
ann. Rut hélt fast við sína skoðun og
hafði ekkert á móti því ef henni tæk-
ist að fá aðra á þá skoðun. Bestu eig-
inleikar Rutar að öðrum ólöstuðum
voru frásagnarhæfileikar hennar.
Hún sagði mjög skemmtilega frá og
með miklum tilburðum svo nálægir
máttu vara sig að verða ekki fyrir.
Rut hafði ferðast mjög víða og upp-
lifað margt. Oft sátum við og ekki síð-
ur börnin heilluð þegar hún sagði
sögur frá Ghana og Fílabeinsströnd-
inni. Rut var listakona. Allt efni lék í
höndum hennar og skipti engu hvort
það var timbur, garn eða annað. Þá
skorti hana ekki hugmyndir. Hún var
snillingur að búa til ótrúlegustu hluti
úr engu. Það sem aðrir sáu sem ónýtt
efni eða drasl sá hún tækifæri og
möguleika. Hún hafði gaman að inn-
rétta híbýli sín og fór ekki troðnar
slóðir við þá hönnun. Rutar verður
sárt saknað en minningin lifir.
Elsku Kiddi bróðir, Rán, Steinunn,
Lassi, Þórunn og Bergsteinn, við,
fjölskyldur okkar og mamma, hugs-
um til ykkar á þessum erfiðu tímum
og biðjum Guð að gefa ykkur styrk.
Björn, Sveinlaugur,
Gunnar, Guðrún og María.
Þegar mamma hringdi í mig og
sagðist vera með sorgarfréttir, bjóst
ég auðvitað ekki við að það væri hún
Rut frænka mín sem væri farin,
svona ung kona og móðir í blóma lífs-
ins og full af lífsþrótti.
Okkar tímar lágu mest saman þeg-
ar við vorum litlar, svo að ég fer strax
aftur í tímann til æskustöðvanna, á
Dunhagann og í Álfheimana. Ég man
að þegar ég þorði fyrst að fara alein í
strætó þá var það á Dunhagann til
ykkar, mér leið alltaf svo yndislega
vel hjá ykkur. Við lékum okkur m.a. í
Barbie leik og ég man að þú varst
ekki mjög gömul þegar þú byrjaðir
að sauma og prjóna föt á Barbie, hug-
myndaflugið vantaði þig ekki, strax
þá. Okkur fannst báðum gaman að
gera handavinnu og saumuðum mikið
út, klukkustrengi, myndir og púða
(frá Evu Rosestand í Danm.) og vor-
um oft í kappi hver gæti komist
lengst. Það fengu allir útsaumaðar
jólagjafir frá okkur. Þegar við vorum
enn í barnaskóla vorum við sendar í
Málaskólann Mími til að læra ensku
og það var Breti sem kenndi okkur.
Hann var mjög skemmtilegur og spil-
aði stundum á gítar í tímum og söng.
Fjölskyldur okkar voru alltaf mikið
saman, og þegar mamma og pabbi
byggðu sumarbústaðinn við Elliða-
vatn var það svo heppilegt að það var
lítill sætur bústaður til sölu sem var
beint fyrir neðan okkar og þið keypt-
uð hann. Þá var stutt að hlaupa á milli
og voru margir rannsóknarleiðangr-
arnir farnir niður að vatni og í bústað-
ina í kring.
Síðar á unglingsárunum fórum við
sín í hvora áttina eins og gengur og
þú fórst síðan að kanna meira heim-
inn, fórst m.a. til Frakklands að læra
frönsku og til Afríku. Síðar réðstu í
að opna þína eigin garnverslun og
fluttir sjálf inn franskt garn og þar
nutu listhæfileikar þínir sín vel sem
ég hef alltaf dáðst að. Þegar þú eign-
aðist Rán, þá vildi svo vel til að ég gat
unnið hjá þér í búðinni. Þá áttum við
gott ár saman og prjónuðum margar
peysurnar.
Síðastliðið sumar heimsóttum við
mamma þig í sæta húsið ykkar í
Rauðagerðinu og við dáðumst að nýja
sólpallinum og öllu handverkinu þínu,
það var fátt sem þú réðst ekki í að
gera. Ég hef alltaf dáðst að dugnaði
þínum og krafti, elsku Rut frænka
mín. Ég man ekki eftir þér öðruvísi
en glaðlegri og þínum smitandi dill-
andi hlátri.
En nú ert þú farin langt fyrir aldur
fram yfir móðuna miklu og við sem
eftir erum verðum að læra að lifa með
því.
Ég kveð þig með söknuð í hjarta
með barnasálminum:
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
(Þýð. Steingr. Thorst.)
Elsku Kiddi, Rán, Steinunn og
Andrés Lars og Tóta og Steini, megi
góður Guð hugga ykkur í sorginni.
Ása Hildur.
Ég hefði frekar búist við að frosk-
um rigndi af himnum ofan en að
fregna andlát elsku Rutu minnar.
Daginn áður sátum við yfir kaffibolla
og spjölluðum og hún kenndi sér
einskis meins.Ég sé hana fyrir mér
sitjandi á eldhússtólnum alla á iði eins
og venjulega, veifandi höndum til að
leggja áherslu á orð sín og stikandi
um. Þannig var hún þessi sterka og
óvenjulega kona.
Við kynntumst á unglingsárum,
þegar Rut var í Kvennaskólanum
með æskuvinkonum mínum Þóru og
Svönu. Við vorum eins og aðrir ung-
lingar, ýmist í krampaköstum af
hlátri eða lesandi ljóð með upphöfn-
um svip, íhugandi hið kosmíska sam-
hengi allra hluta. Þar fór Rut fremst
meðal jafningja með sinn snarpa
húmor.
Leiðir skildu um tíma. Rut fór til
Frakklands til að jafna sig á náms-
leiða. Það gekk eftir, hún kom fílefld
heim og kláraði stúdentsprófið. Á ný
lagði hún af stað í ferðalag, í þetta
skiptið til Ghana sem skiptinemi,
framlengdi síðan dvöl sína og fékk
vinnu á Fílabeinsströndinni. Þegar
heim kom fannst okkur vinkonunum
hún bera öll merki heimskonu, þar
sem hún lá á parduspúðunum sínum
og sagði okkur ævintýralegar sögur
af dvöl sinni á framandi slóðum.
Mörgum fannst nánast óþarfi að lesa
Karen Blixen á eftir, hún virkaði eitt-
hvað svo hversdagsleg.
Rut var einstök smekkmanneskja
og vandaði vel til klæðaburðar síns.
Mér er minnisstætt tímabilið þegar
„leggings“ voru í tísku og allar konur,
sama hvernig þær voru í laginu,
gengu í leggings. Lagði ég það bara
einu sinni á vinkonu mína að koma að
mér í einum slíkum.
Rut var sérfræðingur í að safna að
sér gömlum hlutum, notuðum efnum
sem aðrir töldu hafa lokið hlutverki
sínu en í hennar meðförum öðluðust
líf og ekki ósjaldan listrænan tilgang.
Hana var gott heim að sækja og ber
heimili hennar og Kidda hagleiks-
höndum hennar fagurt vitni. Það er
ekki orðum aukið að segja að hún hafi
verið snillingur í prjóna- og sauma-
skap, nægir þar að benda á peysurn-
ar og púðana sem eftir hana liggja.
Það var ekki ónýtt að eiga Rut
mína að þegar ég flutti síðastliðið
sumar og mátti ég hafa mig alla við að
halda í við hana, slíkur dugnaðarfork-
ur var hún.
Margs er að minnast, margs er að
sakna.
Elsku Tóta, Steini, Kiddi, Rán
Steinunn og Lassi, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð. Minningin um
Rut mun lifa.
Svana.
Enginn lifir endalaust, bróðir minn,
og ekkert varir nema skamma stund.
Þess skalt þú fagnandi minnast.
(R. Tagore)
Enginn á sér tryggan morgundag,
hvorki ungur né gamall. Í dag kveðj-
um við góða vinkonu langt fyrir aldur
fram. Minningarnar hrannast upp,
allt sem hún kenndi okkur situr eftir.
Í hugum þeirra sem hana þekktu þá
var hún kennari af guðs náð. Það var
aðdáunarvert hvernig hún virtist
hafa náð þessu fullkomna jafnvægi á
milli sanngirni og aga í uppeldinu á
börnunum sínum. Í fyrrasumar vor-
um við stödd í sumarbústað á Flúðum
og börnin okkar voru saman í heita
pottinum, eitthvað slettist upp á vin-
skapinn og Rut gerði sér lítið fyrir og
trítlaði út í pottinn á milli þeirra í öll-
um fötunum. Rifrildi barnanna
gleymdist á stundinni og hún hafði at-
hygli þeirra óskipta. Þannig var Rut,
náði til þeirra strax og vissi alltaf
hvað passaði best. Hún var vinur
barnanna sinna og kom fram við þau
sem jafningja og þetta kenndi hún
öðrum. Við munum heldur aldrei
gleyma stundunum við eldhúsborðið
eða á sólpallinum í Rauðagerði, þegar
við í sameiningu leystum heimsmálin
og önnur mál. Rut kunni ráð við öllu.
Það var alltaf stutt í hláturinn og létt-
leikann. Fyrir henni var lífið til þess
að skapa, njóta og hafa gaman af því
að vera til. Heimili hennar bar þess
vott, alltaf eitthvað að dytta að,
smíða, sauma, mála, bæta og breyta.
Þúsundþjalasmiður og skapari, þann-
ig var Rut, perla sem alla snerti. Allt
sem hún tók sér fyrir hendur ein-
kenndist af einlægni og því að vera
sjálfri sér samkvæm. Hún var eitt af
þessum jarðarblómum draumsjón-
anna. Hlý, brosmild, jákvæð og örlát.
Kær vinkona hefur nú lagt aftur aug-
un í hinsta sinn.
Elsku Rut við hittumst aftur fyrir
hinum megin.
Elsku Kiddi, Rán, Steinunn og
Andrés Lars, foreldrar Rutar, vanda-
menn, vinir, krakkarnir og kennarar í
Landakotsskóla, megi æðri máttur
styrkja alla í sorg sinni og söknuði.
Allt er gjört og fullkomnað í eilífð
himnanna.
En dauðinn er sá, sem heldur jarðarblómum
draumsjónanna ungum
að eilífu.
Þess skaltu bróðir minn, fagnandi minnast.
(R. Tagore)
Svanfríður A. Lárusdóttir,
Helga Guðmundsdóttir.
Við vorum svo lánsamar að vera
með Rut Bergsteinsdóttur í bekk í
Kennó og lágu leiðir okkar saman
haustið 1990. Næstu þremur náms-
árum eyddum við saman í blíðu og
stríðu í F-bekknum. Rut gerði líf okk-
ar allra auðugra með nærveru sinni
og hér verður aðeins fátt eitt talið af
því sem hún gaf okkur.
Í þessum bekk var samansafn
ólíkra einstaklinga sem flestir höfðu
valið sér list- og verkgrein sem sér-
grein og voru fæst okkar að koma í
háskólanám beint eftir stúdentspróf.
Fyrsta nafnið sem margir tóku eftir
var Rut. Rut var ófeimin og sagði
strax deili á sér, og okkur varð ljóst
um leið hversu litrík og óvenjuleg
hún var. Klingjandi risastórir antik-
skartgripir í bland við flóamarkaðs-
rafperlur óaðfinnanlega samansett,
handprjónaðar peysur úr alls kyns
framandlegu garni og öðru sem við
sumar kunnum ekki einu sinni að
nefna. Hún var listamaður yst sem
innst, frá toppi til táar.
Eftir því sem við kynntumst betur,
kom í ljós hversu fjölhæf, greind og
dugleg Rut var. Allt lék í höndunum á
henni hvort sem það var textíll, mál-
un, mósaík, eða að gera upp gömul
húsgögn svo fátt eitt sé nefnt. Í ný-
stárlegri efnissamsetningu, gömlu í
bland við nýtt og gamalt gert að nýju,
var Rut sérfræðingur. Hún gat tekið
gamlar gardínur eða náttbuxur og
breytt þeim í konungleg listaverk.
Rut bjó yfir fjölbreyttri lífsreynslu
sem hún hafði notað til að þroska
sjálfa sig. Hún virtist taka hverju því
sem lífið rétti henni og breyta því í já-
kvæðan lífsreynslumola sem hún
deildi með okkur hinum. Hún hafði
einstakt lag á að gera vandamál að
lausn og þar með að skemmtilegri
sögu. Þær eru ófáar sögurnar hennar
Rutar sem við eigum eftir að minnast
oft og lengi. Rut var algerlega for-
dómalaus og hafði til að bera um-
burðarlyndi gagnvart flestu því sem
tengist mannlegri tilveru og breysk-
leika. Hún var algjörlega hrein og
bein og skóf ekki utan af neinu. Hún
sagði frá eigin reynslu, sárri jafnt
sem fagurri, á hispurslausan hátt
þannig að manni fannst sem maður
hefði fengið hlutdeild í fjársjóði.
Með fordæmi sínu hvatti hún okk-
ur til víðsýni og fékk okkur einatt til
að sjá aðstæður og málefni í nýju
ljósi.
Rut kunni bæði vel þá list að hlusta
og að segja frá. Hún kunni að gefa
ráð og hafði lag á að segja manni til,
án þess að setja sig á háan hest. Hún
hafði upplifað svo margt og gat miðl-
að okkur fyrirhafnar- og yfirlætis-
laust af reynslu sinni. Það var alltaf
gaman að hitta Rut hvort sem kring-
RUT BERG-
STEINSDÓTTIR