Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 56
ÍÞRÓTTIR 56 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Fram FFR verður haldinn í Framhöllinni föstudaginn 20. febrúar kl. 17:00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning stjórnar Stjórn Fram FFR FYRIR áratug skráði Kúbumaður- inn Javier Sotomayor nafn sitt á spjöld sögunnar er hann vippaði sér fyrstur allra yfir 2,45 metra í há- stökki karla og frá þeim tíma hefur met hans vart verið í mikilli hættu. En Kúbumaðurinn hefur nú hasl- að sér völl á nýjum vettvangi eftir að hástökksferill hans var á enda og nú er hann aðalmaðurinn í 12 manna stórhljómsveit sem leikur salsatónlist. Hljómsveitin heitir Salsa Mayor og leikur einu sinni í viku á virtasta skemmtistað Ha- vana. Sotomayor segir við Reuters- fréttastofuna að hann sé guðfaðir hljómsveitarinnar og að hann hafi notað fjármuni sína til þess að kaupa hljóðfæri handa hljómsveit- armeðlimum. Sotomayor hyggur ekki á frama sem tónlistarmaður, en hann lítur á tónlistina sem áhuga- mál en samningur við hljómplötu- útgáfu sé ekki í seilingarfjarlægð. Sotomayor er 36 ára gamall og hætti keppni árið 2001 en tveimur árum þar á undan hafði hann fallið á lyfjaprófi á Ameríkuleikunum sem fram fóru það ár í Winnipeg í Kan- ada. Þar reyndist Sotomayor hafa notað kókaín en leiðtogi Kúbu, Fidel Castro, hefur alla tíð staðið þétt við bakið á Sotomayor. Þess má geta að ólympíumetið í hástökki karla er í eigu Bandaríkja- mannsins Charles Austin, 2,39 metr- ar, sett í Atlanta árið 1996. Javier Sotomayor í nýrri salsasveiflu á Kúbu  KRISTJÁN Uni Óskarsson frá Ólafsfirði varð í 49. sæti í risasvigi á heimsmeistaramóti unglinga í alpa- greinum sem fram fór í Maribor í Slóveníu í gær. Hann kom í mark 3,14 sekúndum á eftir sigurvegaran- um – Hans Olsson frá Svíþjóð. Krist- inn Ingi Valsson frá Dalvík lauk ekki keppni.  ALFREÐ Gíslason og lærisveinar hans hjá Magdeburg drógust gegn HSV Hamburg í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknatt- leik og nágrannaliðin Flensburg og Kiel mætast. Undanúrslitaleikirnir verða í Hamborg laugardaginn 1. maí og úrslitaleikurinn fer fram þar í borg daginn eftir. Flensburg vann bikarkeppnina í fyrra.  BJARNI Skúlason, júdómaður úr Ármanni, er á leið til Ungverjalands ásamt þjálfara sínum, Sævari Sigur- steinssyni. Hann tekur þátt í stiga- móti, sem er liður í A-mótaröð evr- ópska júdósambandsins – eitt af stigamótunum fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Bjarni keppti í Frakklandi um sl. helgi þar sem hann lagði Bandaríkjamann í fyrstu umferð, en tapaði fyrir Pólverja í annarri og datt út. Hann hefur svo verið í æf- ingabúðum í Frakklandi.  JOE Kinnear, nýráðinn knatt- spyrnustjóri Nottingham Forest, hefur fengið Alan Rogers og And- rew Impey að láni frá Leicester. FÓLK  FRAMHERJI NBA-liðsins Boston Celtics, Vin Baker, mun að öllum lík- indum verða leystur undan samningi sínum við félagið vegna áfengis- vandamála hans. Baker fór í áfeng- ismeðferð sl. sumar og byrjaði tíma- bilið gríðarlega vel en undanfarnar vikur hefur hallað undan fæti hjá Baker á ný.  FORRÁÐAMENN Celtics hafa lít- ið sagt um málið en vonast til þess að Baker nái sér á strik á ný. Í samningi hans eru ákvæði um að missi hann af 10 leikjum eða meira í vetur vegna áfengisvandamála verði hann leystur undan samningi. Þess má geta að Baker fær um 900 millj. kr. á ári í laun frá Celtics.  GRÍÐARSTÓR stytta af Ervin „Magic“ Johnson, fyrrum leikmanni NBA-liðsins Los Angeles Lakers, var afhjúpuð í gær af honum sjálfum en styttan er fyrir utan heimavöll liðsins, Staple Center. Meðal gesta voru fyrrum samherjar Johnson hjá Lakers, Kareem Abdul-Jabbar, James Worthy, borgarstjóri Los Angeles, Jim Hahn, og fram- kvæmdastjóri NBA-deildarinnar David Stern. Styttan er 3,66 metrar á hæð og gerð af listamanni frá Ísr- ael, Rotblatt Amrany, en sá hinn sami gerði styttu sem er af Michael Jordan, fyrir utan United Center í Chicago. FÓLK JACQUES Santini, þjálfari franska lands- liðsins í knattspyrnu, valdi ekki Nicolas Anelka í leikmannahóp sinn sem leikur gegn Belgum í vináttuleik hinn 18. febrúar. Fram- herjar liðsins verða þeir Louis Saha, Manchester United, Thierry Henry, Arsenal, David Trezeg- uet, Juventus, Sidney Govou og Peguy Luyindula frá Lyon. Það bendir því flest til þess að Santini muni ekki velja Anelka í leik- mannahópinn fyrir úrslitakeppni EM í Portúgal í sumar. Anelka hefur ekki leikið með franska landsliðinu frá því í apríl árið 2002 en hann hefur skorað 6 mörk í 28 landsleikjum. Franska liðið er þannig skipað: Markverðir: Fabien Barthez (Marseille), Gregory Coupet (Lyon) Varnarmenn: Jean-Alain Boumsong (Auxerre), Marcel Desailly (Chelsea), Mikael Silv- estre (Man. Utd.), Will- iam Gallas (Chelsea), Bixente Lizarazu (Bayern), Lilian Thuram (Juventus), Willy Sagnol (Bayern). Miðjumenn: Claude Makelele (Chelsea), Olivier Dacourt (Roma), Patrick Vieira (Arsenal), Robert Pir- es (Arsenal), Zinedine Zidane (Real Madrid), Jerome Rothen (Mónakó). Framherjar: Thierry Henry (Arsen- al), David Trezeguet (Juventus ), Sidney Govou (Lyon), Louis Saha (Man. Utd.), Peguy Luyindula (Lyon). Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björn Margeirsson fagnar sigri í 1.500 metra hlaupi á Smáþjóðaleikunum á Möltu fyrir rúmu ári. MIKLOS Feher, ungverski knattspyrnumaðurinn sem lést sviplega í leik með Ben- fica í Portúgal fyrir skömmu, reyndist vera með meðfæddan hjartagalla. Portúgalska dag- blaðið Jornal de Noticias hef- ur þetta eftir læknum sem stjórnuðu krufningu á líki Ungverjans. Læknarnir segja að fyrstu niðurstöður krufningarinnar leiði þetta í ljós en eftir sé að staðfesta þær og það muni líða nokkrar vikur þangað til það verði gert. Hjartagallinn kom ekki fram í þeim læknisrann- sóknum sem Feher hafði gengist undir á sínum ferli. Læknar Benfica segja að hann hafi gengist undir ítarlega læknisskoðun hjá félaginu mánuði áður en hann lést og þá hafi ekkert óeðlilegt komið í ljós. Feher, sem var aðeins 24 ára, hneig niður á lokamín- útum leiks Benfica og Guim- araes 25. janúar en leikurinn var sýndur í beinni sjónvarps- útsendingu. Í kjölfarið á dauða Fehers hefur verið talsverð umræða um að knattspyrnu- menn í efstu deildum séu und- ir of miklu álagi. Miklos Feher var með hjartagalla Anelka er enn úti í kuldanum Nicolas Anelka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.