Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 56

Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 56
ÍÞRÓTTIR 56 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Fram FFR verður haldinn í Framhöllinni föstudaginn 20. febrúar kl. 17:00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning stjórnar Stjórn Fram FFR FYRIR áratug skráði Kúbumaður- inn Javier Sotomayor nafn sitt á spjöld sögunnar er hann vippaði sér fyrstur allra yfir 2,45 metra í há- stökki karla og frá þeim tíma hefur met hans vart verið í mikilli hættu. En Kúbumaðurinn hefur nú hasl- að sér völl á nýjum vettvangi eftir að hástökksferill hans var á enda og nú er hann aðalmaðurinn í 12 manna stórhljómsveit sem leikur salsatónlist. Hljómsveitin heitir Salsa Mayor og leikur einu sinni í viku á virtasta skemmtistað Ha- vana. Sotomayor segir við Reuters- fréttastofuna að hann sé guðfaðir hljómsveitarinnar og að hann hafi notað fjármuni sína til þess að kaupa hljóðfæri handa hljómsveit- armeðlimum. Sotomayor hyggur ekki á frama sem tónlistarmaður, en hann lítur á tónlistina sem áhuga- mál en samningur við hljómplötu- útgáfu sé ekki í seilingarfjarlægð. Sotomayor er 36 ára gamall og hætti keppni árið 2001 en tveimur árum þar á undan hafði hann fallið á lyfjaprófi á Ameríkuleikunum sem fram fóru það ár í Winnipeg í Kan- ada. Þar reyndist Sotomayor hafa notað kókaín en leiðtogi Kúbu, Fidel Castro, hefur alla tíð staðið þétt við bakið á Sotomayor. Þess má geta að ólympíumetið í hástökki karla er í eigu Bandaríkja- mannsins Charles Austin, 2,39 metr- ar, sett í Atlanta árið 1996. Javier Sotomayor í nýrri salsasveiflu á Kúbu  KRISTJÁN Uni Óskarsson frá Ólafsfirði varð í 49. sæti í risasvigi á heimsmeistaramóti unglinga í alpa- greinum sem fram fór í Maribor í Slóveníu í gær. Hann kom í mark 3,14 sekúndum á eftir sigurvegaran- um – Hans Olsson frá Svíþjóð. Krist- inn Ingi Valsson frá Dalvík lauk ekki keppni.  ALFREÐ Gíslason og lærisveinar hans hjá Magdeburg drógust gegn HSV Hamburg í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknatt- leik og nágrannaliðin Flensburg og Kiel mætast. Undanúrslitaleikirnir verða í Hamborg laugardaginn 1. maí og úrslitaleikurinn fer fram þar í borg daginn eftir. Flensburg vann bikarkeppnina í fyrra.  BJARNI Skúlason, júdómaður úr Ármanni, er á leið til Ungverjalands ásamt þjálfara sínum, Sævari Sigur- steinssyni. Hann tekur þátt í stiga- móti, sem er liður í A-mótaröð evr- ópska júdósambandsins – eitt af stigamótunum fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Bjarni keppti í Frakklandi um sl. helgi þar sem hann lagði Bandaríkjamann í fyrstu umferð, en tapaði fyrir Pólverja í annarri og datt út. Hann hefur svo verið í æf- ingabúðum í Frakklandi.  JOE Kinnear, nýráðinn knatt- spyrnustjóri Nottingham Forest, hefur fengið Alan Rogers og And- rew Impey að láni frá Leicester. FÓLK  FRAMHERJI NBA-liðsins Boston Celtics, Vin Baker, mun að öllum lík- indum verða leystur undan samningi sínum við félagið vegna áfengis- vandamála hans. Baker fór í áfeng- ismeðferð sl. sumar og byrjaði tíma- bilið gríðarlega vel en undanfarnar vikur hefur hallað undan fæti hjá Baker á ný.  FORRÁÐAMENN Celtics hafa lít- ið sagt um málið en vonast til þess að Baker nái sér á strik á ný. Í samningi hans eru ákvæði um að missi hann af 10 leikjum eða meira í vetur vegna áfengisvandamála verði hann leystur undan samningi. Þess má geta að Baker fær um 900 millj. kr. á ári í laun frá Celtics.  GRÍÐARSTÓR stytta af Ervin „Magic“ Johnson, fyrrum leikmanni NBA-liðsins Los Angeles Lakers, var afhjúpuð í gær af honum sjálfum en styttan er fyrir utan heimavöll liðsins, Staple Center. Meðal gesta voru fyrrum samherjar Johnson hjá Lakers, Kareem Abdul-Jabbar, James Worthy, borgarstjóri Los Angeles, Jim Hahn, og fram- kvæmdastjóri NBA-deildarinnar David Stern. Styttan er 3,66 metrar á hæð og gerð af listamanni frá Ísr- ael, Rotblatt Amrany, en sá hinn sami gerði styttu sem er af Michael Jordan, fyrir utan United Center í Chicago. FÓLK JACQUES Santini, þjálfari franska lands- liðsins í knattspyrnu, valdi ekki Nicolas Anelka í leikmannahóp sinn sem leikur gegn Belgum í vináttuleik hinn 18. febrúar. Fram- herjar liðsins verða þeir Louis Saha, Manchester United, Thierry Henry, Arsenal, David Trezeg- uet, Juventus, Sidney Govou og Peguy Luyindula frá Lyon. Það bendir því flest til þess að Santini muni ekki velja Anelka í leik- mannahópinn fyrir úrslitakeppni EM í Portúgal í sumar. Anelka hefur ekki leikið með franska landsliðinu frá því í apríl árið 2002 en hann hefur skorað 6 mörk í 28 landsleikjum. Franska liðið er þannig skipað: Markverðir: Fabien Barthez (Marseille), Gregory Coupet (Lyon) Varnarmenn: Jean-Alain Boumsong (Auxerre), Marcel Desailly (Chelsea), Mikael Silv- estre (Man. Utd.), Will- iam Gallas (Chelsea), Bixente Lizarazu (Bayern), Lilian Thuram (Juventus), Willy Sagnol (Bayern). Miðjumenn: Claude Makelele (Chelsea), Olivier Dacourt (Roma), Patrick Vieira (Arsenal), Robert Pir- es (Arsenal), Zinedine Zidane (Real Madrid), Jerome Rothen (Mónakó). Framherjar: Thierry Henry (Arsen- al), David Trezeguet (Juventus ), Sidney Govou (Lyon), Louis Saha (Man. Utd.), Peguy Luyindula (Lyon). Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björn Margeirsson fagnar sigri í 1.500 metra hlaupi á Smáþjóðaleikunum á Möltu fyrir rúmu ári. MIKLOS Feher, ungverski knattspyrnumaðurinn sem lést sviplega í leik með Ben- fica í Portúgal fyrir skömmu, reyndist vera með meðfæddan hjartagalla. Portúgalska dag- blaðið Jornal de Noticias hef- ur þetta eftir læknum sem stjórnuðu krufningu á líki Ungverjans. Læknarnir segja að fyrstu niðurstöður krufningarinnar leiði þetta í ljós en eftir sé að staðfesta þær og það muni líða nokkrar vikur þangað til það verði gert. Hjartagallinn kom ekki fram í þeim læknisrann- sóknum sem Feher hafði gengist undir á sínum ferli. Læknar Benfica segja að hann hafi gengist undir ítarlega læknisskoðun hjá félaginu mánuði áður en hann lést og þá hafi ekkert óeðlilegt komið í ljós. Feher, sem var aðeins 24 ára, hneig niður á lokamín- útum leiks Benfica og Guim- araes 25. janúar en leikurinn var sýndur í beinni sjónvarps- útsendingu. Í kjölfarið á dauða Fehers hefur verið talsverð umræða um að knattspyrnu- menn í efstu deildum séu und- ir of miklu álagi. Miklos Feher var með hjartagalla Anelka er enn úti í kuldanum Nicolas Anelka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.