Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 1
2004  MÁNUDAGUR 1. MARS BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A GENGUR EKKI AÐ GEFA ARSENAL FORGJÖF/B12 Mörgum leikmönnum sigurliðs-ins hefur Jóhannes stýrt upp í gegnum yngri flokkana, unnið með þeim sæta sigra og séð þá þroskast. Á laugardaginn sá hann þá leika eins og fullorðna og reynda leikmenn og hann kippti sér lítið upp við sigurinn. „Viljinn til þess að vinna bikarinn var alveg takmarkalaus,“ sagði Jó- hannes í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Ég hef haft það á til- finningunni alla vikuna, bæði á æf- ingum og á fundum, að erfiðasti þröskuldurinn væri sá að bíða eftir leiknum sjálfum. Undirbúningur okkar var afar góður og í raun vorum við reiðubúnir að leika þennan leik á fimmtudaginn,“ sagði Jóhannes og var stoltur af lærisveinum sínum. „Þetta var glansleikur hjá liðinu, með því betra sem það hefur sýnt í vetur. Það sem við höfðum lagt upp fyrir leikinn gekk allt eftir. Okkur tókst að loka á styrkleika Fram-liðs- ins og síðan sprengdum við það á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Ég er feikilega stoltur af strákun- um í liðinu og dáist að kjarki þeirra og öryggi sem þeir sýndu í leiknum. Það er að minnsta kosti meira en þjálfarinn hefur,“ sagði Jóhannes og var þar með hrifinn á brott af stuðn- ingsmanni KA-liðsins til að taka þátt í myndatökum og fögnuðu þar sem dansað var um gólf Laugardalsvall- ar. Feikilega stoltur af strákunum „ÞAÐ virðist ekki margt raska ró hins yfirvegaða þjálfara KA- liðsins, Jóhannesar Bjarnasonar, sem stýrði KA og fagnaði nú sín- um fyrsta stóra titli sem þjálfari meistaraflokks félagsins eftir að hafa unnið þá marga sem þjálfari yngri flokka félagsins. ■ Allt um leikinn/B6,B7 „ÞETTA var með hreinum ólík- indum fyrir mig sem fyrrverandi þjálfari KA og Fram, auk þess sem ég er Framari að upplagi. En hjarta mitt sló með KA í þessum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, fyrrverandi þjálfari og leikmaður KA og Fram og faðir Arnórs Atlason, leikmanns KA, eftir að sonur hans og sam- herjar fögnuðu sigri í bikarkeppn- inni á laugardaginn. Atli fylgdist með leiknum úr áhorfendastúkunni innan um stuðningsmenn KA og tók innilega þátt í leiknum frá þeim stað. „Ég var stressaður fyrir þennan leik en þegar á hólminn var komið stóðu KA-menn sig afar vel og úrslit- in eru alveg frábær.“ Sonur þinn átti stórleik, ekki satt? „Jú, hann lék stórvel, ég verð að viðurkenna það þótt hann sé sonur minn. Hann var tekinn úr umferð meirihluta leiksins en fór samt á kostum. Þá var öll umgjörð þessa leiks til fyrirmyndar. Það eina sem vantaði að mínu mati var það að landsliðsþjálfarinn væri meðal áhorfenda, mér finnst það mjög slæmt að hann skuli ekki hafa orðið vitni að þessum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, stoltur faðir og fyrrver- andi þjálfari og leikmaður KA og Fram. Hjarta Atla sló með KA Sigurbjörn Árni Arngrímsson, UMSS, varð tíundi í 3.000 metra hlaupi á 8.43,21 og Kári Steinn Karlsson, UMSS, tíu sætum þar fyrir aftan á 9.17,44 og bætti hann sitt eigið drengjamet um tæpar tvær sekúndur. Sverrir Guðmundsson, ÍR, keppti í stangarstökki og varð í 13. sæti með því að stökkva 4,50 metra. Sunna Gestsdóttir, UMSS, hljóp 200 metrana á 25,01 og komst í úr- slit en keppti ekki þar. Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, varð önnur í 3.000 metra hlaupi á 10.14,47 og Rakel Ingólfsdóttir, FH, sjötta á 11.02,06. Þórey Edda Elísdóttir keppti um helgina á móti í Frakklandi og hafn- aði þar í 3.–4. sæti ásamt Anastasiyu Ivanovu með 4,35 metra. Tatyana Polnova sigraði með því að stökkva 4,71 metra og Svetlana Feofanova varð önnur með 4,46 metra. BJÖRN Margeirsson úr FH bætti Ís- landsmetið í 800 metra hlaupi um helgina þegar hann skeiðaði í mark á 1.52,03 og varð fyrstur á opna danska meistaramótinu sem haldið var í Malmö. Bætti hann eigið met sem hann setti á sænska meist- aramótinu í Gautaborg um síðustu helgi um 9/100 úr sekúndu. Stefán Már Ágústsson, UMSS, varð í sjötta sæti í hlaupinu á 1.55,52 og Ólafur Margeirsson úr Breiða- bliki endaði í 15. sæti á 1.59,71. Sigurkarl Gústavsson, UMSB, hljóp 200 metrana á 22,59 sekúndum og setti Íslandsmet í flokki 19–20 ára og 20–22 ára. Magnús Valgeir Gíslason, Breiðabliki, setti met í flokki 17–18 ára þegar hann kom í mark í 200 metra hlaupinu á 23,30 sekúndum. Metið í öllum þessum flokkum átti Rafn Árnason og var það 23,57 sekúndur. Ljósmynd/Gordons Förlag Björn Margeirsson fagnar meti sínu í 800 m hlaupi í Malmö. Enn slær Björn met NÍNA Ósk Kristinsdóttir, framherji kvennaliðs Vals í knattspyrnu, er svo sannarlega á skotskón- um þessa dagana. Á dögunum gerði hún sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk þegar Valur burstaði Íslandsmeistara KR, 9:1, á Reykjavíkurmótinu. Nína, sem er 18 ára gömul, hélt uppteknum hætti um helgina þegar Valur sigraði ÍBV tvíveg- is á Reykjavíkurmótinu. Á laugardaginn skoraði hún tvö mörk í 4:2 sigri Vals og í gær gerði hún enn betur og skoraði sex mörk. Nína, sem gekk í raðir Vals frá Reyni Sandgerði í fyrra, hefur því skorað 15 mörk í þremur síðustu leikjum Valsl- iðsins og 20 mörk í fimm leikjum Vals á mótinu. „Ég hef verið sérlega markheppin og vonandi heldur það bara áfram,“ sagði Nína Ósk við Morgunblaðið. Með sigrunum á ÍBV nú um helgina tryggði Valur sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í knatt- spyrnu kvenna en þremur leikjum er nú ólokið í keppninni. Breiðablik og ÍBV eiga eftir að mæt- ast tvisvar og Valur og KR í seinni leik liðanna. Með sigri í þeim leik getur KR jafnað Val að stig- um en það munar 20 mörkum á markatölu lið- anna þar sem Valur hefur 18 mörk í plús en KR tvö mörk í mínus. Eru það nákvæmlega mörk markamaskínunnar Nínu Óskar Kristinsdóttur í keppninni. Nína með tuttugu mörk í fimm leikjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.