Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 B 3 Útsalan heldur áfram 10- 40% afsláttur af fótboltaskóm. Nike - Adidas - Mitre Ármúla 36, 108 Reykjavík, sími 588 1560. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Umgjörð leikja í Stykkishólmi hefur verið til mikils sóma í vetur og þessar ungu stúlkur hafa séð um að skemmta áhorfendum þegar leikmenn liðsins taka sér örlitla hvíld frá erli leiksins. TIGER Woods tryggði sér í gær- kvöldi heimsmeistaratitilinn í holu- keppni í golfi þegar hann lagði Dav- is Love III í úrslitaleik 3–2, en þeir léku 34 holur. Woods var handhafi titilsins og náði því að verja hann. Leikur Woods og Love var spenn- andi. Love vann fyrstu holuna og hafði undirtökin á fyrri hring þó svo að Woods næði að jafna stöku sinn- um. Mest var forysta Love tvær hol- ur, bæði eftir tíundu holu og eins eftir þá sautjánu. Á síðari hringnum var það Woods sem hafði betur, jafnaði á 20. holunni og komst síðan yfir á þeirri 25 og vann tvær næstu holur einnig þannig að hann átti 3 holur eftir 27 fyrstu holurnar. Næstu sjö holur féllu þannig að kapparnir gátu hætt leik eftir 16. holuna því þá átti Woods enn þrjár holur og aðeins tvær eftir og því vonlaust fyrir Love að jafna metin. Woods heimsmeistari í holukeppni Reuters Tiger Woods hélt heimsmeistaratitlinum. Leikurinn var merkilegur fyrirþær sakir að áhorfendamet var slegið en aldrei fleiri hafa fylgst með kappleik í handknattleik. 19.154 áhorfendur voru í Kiel Arena-höllinni. „Þrátt fyrir allan þennan fjölda var ekki svo mikil stemning. Áhorf- endur eru svo langt frá vellinum og svo hitt að margir þeirra sem voru á leiknum voru ekki á bandi annars hvors liðsins heldur voru þetta al- mennir handboltaáhugamenn,“ sagði Sigfús. Sigfús sagðist hafa fengið úr litlu að moða á línunni enda hafi liðið ekki oft stillt upp í hefðbundinn sóknarleik. „Það var mikill hraði í leiknum og obbinn af mörkum okk- ar komu eftir hraðar sóknir. Við náðum ekki að spila okkar besta leik en sigruðum engu að síður og kræktum í dýrmæt stig. Það var okkar happ að Yoon var óskynsam- ur að skjóta í þessu færi en hann ætlaði greinilega að vera hetja sinna manna.“ Annað kvöld tekur Magdeburg á móti Flensburg í sannkölluðum toppslag og má með sanni segja að þetta sé einn af úrslitaleikjum mótsins. Þetta verður fyrsti leik- urinn af þremur sem þessi lið eigast við á skömmum tíma en þau dróg- ust saman í undanúrslitum Meist- aradeildarinnar. „Við verðum bara að vinna Flensburg ef við ætlum okkur að vinna deildina. Við eigum erfiða útileiki eftir við Kiel, Essen og Lemgo og því verðum við að vinna Flensburg á þriðjudaginn,“ sagði Sigfús. SIGFÚS Sigurðsson var hetja liðs Magdeburg þegar það lagði Gumm- ersbach, 34:33, frammi fyrir 19.154 áhorfendum, sem er met á hand- boltaleik í heiminum, í Köln Arena höllinni á laugardagskvöld. Sigfús skoraði sigurmark Magdeburg á lokasekúndu leiksins en það var hans eina mark í leiknum. Pólverj- inn Gregorz Tkaczyk og Christian Schöne skoruðu 7 mörk hvor fyrir Magdeburg og Joel Aabati 6 en hjá Gummersbach var s-kóreski risinn Kyung-Shin Yoon í aðalhlutverki en hann skoraði 15 mörk, en þess ber þó að geta að skotnýting hans var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Magdeburg er í þriðja sæti deild- arinnar með 35 stig. Flensburg er í toppsætinu með 38 stig og Lemgo er í öðru með 36 stig en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eiga leik til góða á toppliðin tvö.  Jalisky Garcia skoraði 7 mörk og var markahæstur í liði Göppingen sem tapaði fyrir meisturum Lemgo á útivelli, 29:23. Daniel Stephan skoraði flest mörk meistaranna, sex talsins. Göppingen er í mikilli fall- baráttu en liðið er í þriðja neðsta sæti.  Einar Örn Jónsson skoraði 3 mörk, þar af eitt úr vítakasti, en Rúnar Sigtryggsson komst ekki á blað þegar lið þeirra, Wallau Mass- enheim, beið lægri hlut fyrir Ham- burg á heimavelli, 25:23. Wallau er í 10. sætinu og siglir lygnan sjó í deildinni.  Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrr Wilhelmshavener í jafntefli liðsins, 25:25, gegn Eisenach.  Gunnar Berg Viktorsson skoraði 9 mörk fyrir Wetzlar, þar af þrjú úr vítakasti, og Róbert Sighvatsson 6 þegar lið þeira steinlá á heimavelli fyrir Kiel, 41:29.  Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir Grosswallstadt sem vann góðan útisigur á Nordhorn, 28:26.  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Essen í jafnteflisleik gegn Minden á útivelli, 24:24. Essen hefur valdið vonbrigðum og er að- eins í sjöunda sæti deildarinnar.  Danski landsliðsmaðurinn Lars Christiansen skoraði 9 mörk fyrir Flensburg sem vann auðveldan sig- ur á Stralsunder, 29:21. Flensburg er í efsta sæti en sækir Magdeburg heim annað kvöld í einum af úrslita- leikjum mótsins. Sigfús kom Magdeburg til bjargar „Sætt að skora sigurmarkið“ „ÞETTA var rosalega sætt og það var ekki leiðinlegt að skora sig- urmarkið,“ sagði Sigfús Sigurðsson við Morgunblaðið í gær en hann tryggði Magdeburg sigurinn á Gummersbach með marki á lokasekúndu leiksins. Skot Kóreumannsins Kyung-Shin Yoon sjö sekúndum fyrir leikslok lenti í höndum markvarðar Magdeburg eftir að vörn liðsins hafi hálfvarið skotið og Sigfús var fljótur að átta sig. Hann brunaði upp, fékk knöttinn og skoraði sigurmarkið rétt áður en leiktíminn var úti. Sigfús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.