Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 11
ÚRSLIT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 B 11 Grindvíkingar unnu öruggan sigurá ÍR-ingum, 69:88, í Seljaskóla í gærkvöldi. Gestirnir skoruðu fyrstu tíu stigin og um mið- bik fyrsta leikhluta var staðan 3:18 og dagsljóst hvernig leikurinn myndi þróast. Í hálfleik var staðan 35:51. Grindavík er enn í öðru sæti deild- arinnar, tveim stigum á eftir Snæfelli fyrir síðustu umferðina. Páll Axel Vil- bergsson, fyrirliði Grindavíkur, átti stórleik, skoraði 40 stig – þar af átta þriggja stiga körfur – og helsta skemmtunin var að fylgjast með til- þrifum hans. Jackie Rogers kom næstur með 16 stig. „Við byrjuðum mjög vel, náðum strax tíu stiga forystu og hleyptum þeim aldrei inn í leikinn. ÍR-ingar hafa að engu að keppa og því var spilamennska þeirra kannski skilj- anleg, þeir voru alltaf á eftir og sig- urinn aldrei í hættu. Palli hitti vel, naut góðs af því að hinir leikmenn- irnir voru að mata hann,“ sagði Frið- rik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grinda- víkur. ÍR-liðið átti vægast sagt slæman dag og voru þeir á köflum jafn daufir og stigataflan í Seljaskóla en hún virkaði ekki í síðari hálfleik. Liðið hafði fyrir leikinn engu að keppa að, getur hvorki fallið né komist í úrslita- keppnina og gæti það skýrt áhuga- leysi leikmanna. Eggert Maríuson, þjálfari liðsins, var ekki sáttur í leiks- lok. „Við vorum ömurlegir og þetta var leiðinlegasti leikur okkar í vetur. Við byrjuðum mjög illa, ekkert gekk upp og áhugaleysið var algjört. Ég kem ekki höndum yfir þetta – hörmung. Ég ætla bara að vona að við ljúkum tímabilinu með sæmd og látum þetta ekki endurtaka sig,“ sagði Eggert. Langþráður sigur Hamars Hamar skellti sér upp að hlið KRmeð 20 stig, er liðið lagði þá síð- arnefndu 78:75 í jöfnum og æsispenn- andi leik í Hvera- gerði í gærkvöldi. Jafnt var á með lið- unum nánast allan leikinn, en þó höfðu heimamenn jafnan frumkvæðið. Hamar hafði fyrir leikinn í gær tapað fjórum leikjum í röð en KR-ingar töp- uðu nú sínum fimmta leik í röð. „Þetta var langþráður sigur en fyr- ir kvöldið vorum við búnir að tapa nokkrum leikjum í röð og sjálfs- traustið því kannski ekki upp á marga fiska en vonandi batnaði það við þetta. Nú stefnum við bara á úrslita- keppnina og við ætlum auðvitað að láta taka til okkar þar. Ég var ánægð- ur með baráttuna í mönnum í kvöld og nú fórum við að vinna saman og það er kannski breyting frá því í síð- ustu leikjum,“ sagði Pétur Ingvars- son, þjálfari Hamars, en hann var á skýrslu þar sem Chris Dade gat ekki verið með sökum veikinda. Pétur kom þó ekkert við sögu inni á vellinum en stjórnaði með harðri hendi frá bekkn- um. Barátta Hamarsmanna í upphafi leiks virtist koma gestunum í opna skjöldu og virtist sem nokkuð ráða- og öryggisleysi væri í leik KR framan af. Hamar náði mest 10 stiga forystu í byrjun en KR-ingar fóru svo að sýna klærnar og komust yfir, 50:52 þegar um 4 mínútur voru eftir af þriðja leik- hluta. Hamar gaf þó ekkert eftir og náði aftur forystunni. Aftur jafnaði KR í fjórða leikhluta, 64:64, þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum, en lengra komust þeir ekki. Vörn Hamars var ágæt og velflest- ir lausir boltar lentu þeirra megin, auk þess sem skotin duttu ofan í á mikilvægum augnablikum. Greinilegt var að KR saknaði Murray í sókninni, en sóknarleikurinn háði gestunum nokkuð. „Þetta var hinn ekta KR-Hamar leikur en ég er óánægður með að við börðumst ekki úti á vellinum. Ég bjóst svo sem ekki við að Elvin Mims myndi breyta miklu þar sem hann lenti í morgun en ég bjóst heldur ekki við þessu hugarfari. Við spiluðum leikinn nákvæmlega eins og Hamar vildi og öll 50/50 fráköst lentu þeirra megin. Elvin átti ekki að spila í kvöld en mig vantar leik til að koma honum inn í okkar leik fyrir úrslitakeppnina. Baráttan um sætin er engin og Murray verður með í næsta leik, okk- ur vantaði hann í kvöld enda er hann okkar aðalstigaskorari. Það er samt sem áður ljós framundan sem við er- um að horfa á. Undirbúningur liðsins er búinn að vera mjög góður og æf- ingar hafa verið góðar. Mig grunar samt að menn hafi horft eitthvað lengra í kvöld en á þennan leik,“ sagði Ingi Steinþórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Hjá heimamönnum var það Lárus Jónsson sem var besti maður liðsins með 19 stig og 9 stoðsendingar. Mar- vin Valdimarsson sýndi úr hverju hann er gerður og átti góðan dag með 15 stig og spilaði vel í vörn. Lavell Owens var einnig góður og sýndi að þar er góður leikmaður á ferðinni. Velflestir leikmenn Hamars komu við sögu í leiknum og sýndu mikla bar- áttu. Hjá KR var það Baldur Ólafsson sem fór fyrir sínum mönnum í vörn og sókn, með 19 stig og 6 fráköst. Skarp- héðinn Ingason virtist einnig kunna vel við sig á sínum gamla heimavelli, skoraði 16 stig. Þá var Ólafur Már Ægisson með 12 stig, allt úr þriggja stiga skotum. Gaman verður að sjá til Elvin Mims þegar hann kemst inn í leik KR en hann var þó nokkuð stirður, enda ekki furða þar sem hann lenti á landinu fyrr um morguninn. Tindastóll hafði betur Breiðablik var engin hindrun fyrirTindastól þegar liðin mættust í Smáranum í gærkvöldi. Gestirnir voru reyndar lengi í gang og um tíma leit út fyrir að Breiða- bliki tækist að ná í sjaldséð stig. Það varð þó ekki og Tindastóll vann með 15 stiga mun, 74:89. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað. Ljóst var að heimamenn ætluðu sér ekki að láta fjarveru Pálma Freys Sigurgeirssonar hafa áhrif á sig, en hann meiddist illa í leik gegn KFÍ í vikunni er hann sleit liðband í hné og verður ekki meira með Blikunum á leiktíðinni. Breiðablik hafði forystuna lengst af leiks og höfðu yfir 39:32 í leikhléi og náðu mest 15 stiga forskoti 55:40 í þriðja leikhluta. Þá var eins og leikmenn Tindastóls vöknuðu af værum blundi, skoruðu 14 stig í röð og sneru leiknum smám saman sér í vil. Tindastóll hafði síðan öll völd í fjórða og síðasta leikhluta þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar og máttu sætta sig við tap, 74:89. „Þetta var leikur sem við vildum og ætluðum að vinna. Liðin eru að reyna að raða sér í stöðu fyrir úrslitakeppn- ina og þetta var leikur sem við urðum að vinna. Að sama skapi var eins og við værum ekki komnir hingað til að sækja sigur í fyrri hálfleiknum. Við sýndum síðan mjög góðan karakter í síðari hluta þriðja leikhluta og loksins small þetta saman, en það er helvíti hart að það þurfi þrjá leikhluta til að liðið fari að spila körfubolta,“ sagði Kári Maríasson, þjálfari Tindastóls, og var sáttur við sigurinn en ekki nógu sáttur við leik sinna manna. Nick Boyd, leikmaður Tindastóls, var langbesti leikmaður vallarins og skoraði nánast að vild. Hjá Breiða- bliki bar mest á Kyle Williams, jafn- vel þó hann hafi meiðst lítillega í þriðja leikhluta og léki aðeins á öðr- um fæti það sem eftir lifði leiks. Miklir yfirburðir í Njarðvík Njarðvík sigraði daufa Ísfirðingamjög auðveldlega, 125:81, eftir að hafa verið 64:42 yfir í leikhléi. Leikurinn fór hratt af stað og allt virtist stefna í hörku- leik. Hann var jafn á nær öllum tölum í fyrsta leikhluta, en Njarðvíkingar tóku þá til þess ráðs að breyta yfir í pressuvörn um allan völl og gafst það mjög vel. Ísfirðingar áttu í miklum vanda við að koma boltanum upp völlinn og þeg- ar það tókst var mikill tími búinn á skotklukkunni og þeir náðu því ekki að setja upp sóknina eins og þeir vildu. Njarðvíkingar náðu fljótt þægi- legri forystu og staðan í leikhléi 64:42. Í seinni hálfleik voru heimamenn ekkert á því að gefa eftir og Ísfirð- ingar ekki líklegir til afreka. Sigurinn var í raun aldrei í hættu og spurn- ingin aðeins hversu stór sigurinn yrði. Bestu menn Njarðvíkur voru Páll Kristinsson og Brandon Woudstra. Hjá gestunum var það Troy Wiley sem mest bar á. „Þetta var í raun aldrei í hættu. Við lögðum leikinn þannig upp að spila pressuvörn um allan völl og keyra vel á þá. Það gekk bara mjög vel og von- andi er þett komið hjá okkur núna, en við erum búnir að tapa allt of mörgum leikjum í vetur. Við verðum að búa okkur vel undir leikinn við Tindastól á fimmtudaginn því sá leikur ræður úr- slitum um heimaleikjaréttinn í úr- slitakeppninni,“ sagði Páll Kristins- son, besti leikmaður Njarðvíkinga í gær. Páll Axel með 40 stig Morgunblaðið/Golli Páll Axel Vilbergsson var atkvæðamikill með Grindvíkingum í gær, gerði 40 stig af 88 stigum liðsins gegn ÍR. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Andri Karl skrifar Helgi Valberg skrifar Davíð Páll Viðarsson skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR Stigamót BSÍ Það var kínverski leikmaðurinn Shi Zhi Song sem sigraði í einliðaleik karla á stiga- móti Badmintonsambands Íslands, sem haldið var á Flúðum í gær, sunnudaginn 29. febrúar. Til úrslita lék hann á móti Helga Jóhannessyni, TBR, og lauk leiknum 15-8 og 15-4. Í undanúrslitum sigraði Kínverjinn Njörð Lúðvíksson, TBR, 15-8 og 15-9 en Helgi sigraði Magnús Inga Helgason í hörkuleik 15-4, 14-17 og 15-5.  Í einliðaleik kvenna sigraði Tinna Helga- dóttir, TBR, Halldóru Jóhannsdóttur, TBR, 11-0 og 11-4  Í tvíliðaleik karla sigraði gamla brýnið Broddi Kristjánsson ásamt Helga Jóhann- essyni – þá Njörð og Magnús Inga, 15-8 og 15-7  Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Halldóra og Tinna þær Vigdísi Ásgeirsdóttur og Þor- björgu Kristinsdóttur, allar úr TBR, 15-10 og 15-9.  Í tvenndarleik sigruðu systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn í hörku úrslita- leik, þau Orra Örn Árnason og Vigdísi Ás- geirsdóttur, 15-7, 13-15 og 15-14.  Í einliðaleik karla, A-flokki, sigraði Reynir Guðmundsson, UMFH, Bjarka Stefánsson TBR, 15-11 og 15-10. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Keflavík: Keflavík - Þór Þ.....................19.15 1. deild kvenna: Kennaraháskólinn: ÍS - Keflavík .........19.15 Í KVÖLD Heimsbikarkeppnin Kranjska Gora, Slóveníu: Stórsvig karla: Bode Miller, Bandar...........................2.13,01 Alberto Schieppati, Ítalíu ..................2.13,26 Fredrik Nyberg, Svíþjóð ...................2.13,61 Alexander Ploner, Ítalíu ....................2.13,61 Freddy Rech, Frakklandi..................2.13,75 Christoph Gruber, Austurríki...........2.13,91 Stephan Görgl, Austurríki.................2.13,99 Svig karla: Truls Ove Karlsen, Noregi ................1.42,72 Tom Stiansen, Noregi ........................1.42,80 Mario Matt, Austurríki ......................1.42,99 Akira Sasaki, Japan ...........................1.43,04 Andreas Schönfelder, Austurríki .....1.43,29 Drago Grubelink, Slóveníu................1.43,35 Kalle Palander, Finnlandi ................1.43,35 Levi, Finnlandi. Laugardagur: Svig kvenna: Tanja Poutiainen, Finnlandi .............1.49,12 Elisabeth Görgl, Austurríki ..............1.49,30 Maria Riesch, Þýskalandi..................1.49,45 Anja Person, Svíþjóð..........................1.49,50 Kristina Koznick, Bandaríkjunum ...1.50,60 Martina Ertl, Þýskalandi ..................1.50,87 Sarka Zahrobska, Tékklandi.............1.50,87 Sunnudagur: Svig kvenna: Maria Riesch, Þýskalandi..................1.43,75 Elisabeth Görgl, Austurríki ..............1.44,07 Martina Ertl, Þýskalandi ..................1.44,71 Kristina Koznick, Bandaríkjunum ...1.44,74 Monika Bergmann, Þýskalandi ........1.45,28 Tanja Poutiainen, Finnlandi .............1.45,61 Groningen – Waalwijk ..............................1:2 Utrecht – Ajax ...........................................1:0 Volendam – Den Haag..............................0:2 Willem II – Feyenoord .............................0:3 Nijmegen – Heerenveen ..........................1:2 PSV Eindhoven – Roda ............................1:2 Roosendaal – Breda ..................................1:1 Twente – Alkmaar.....................................4:1 Zwolle – Vitesse.........................................1:1 Staðan: Ajax 23 18 1 4 52:23 55 PSV Eindhoven 23 15 4 4 59:21 49 Alkmaar 23 13 3 7 44:26 42 Feyenoord 23 12 6 5 43:31 42 Heerenveen 23 12 4 7 34:28 40 Roda 23 10 7 6 39:26 37 Twente 23 11 2 10 42:36 35 Willem II 23 9 7 7 33:34 34 Breda 23 8 7 8 37:34 31 Roosendaal 23 8 7 8 26:29 31 Waalwijk 23 8 6 9 32:28 30 Utrecht 23 8 6 9 28:31 30 Groningen 23 7 6 10 29:35 27 Nijmegen 23 8 1 14 28:37 25 Den Haag 23 6 5 12 21:43 23 Vitesse 23 2 10 11 26:39 16 Volendam 23 4 4 15 20:59 16 Zwolle 23 2 6 15 14:47 12 Belgía Cercle Brugge – Mons ..............................0:1 Westerlo – Lokeren ..................................7:3 Genk – Lierse ............................................2:0 Gent – Germinal B.....................................1:1 La Louviere – Standard Liège ................3:2 St-Truiden – Charleroi .............................1:2 Beveren - Club Brügge............................ 1:3 Staðan: Anderlecht 23 19 3 1 57:19 60 Standard Liège 24 13 7 4 50:23 46 Club Brugge 24 14 4 6 51:25 46 Moeskroen 23 11 10 2 47:29 43 Genk 24 12 6 6 45:30 42 Westerlo 24 11 8 5 37:28 41 Germinal B. 23 8 8 7 22:25 32 St-Truiden 24 8 7 9 28:35 31 La Louviere 23 6 11 6 34:34 29 Beveren 24 9 2 13 34:41 29 Gent 24 5 11 8 23:28 26 Mons 24 5 9 10 23:32 24 Cercle Brugge 24 5 9 10 20:42 24 Lierse 24 4 11 9 22:32 23 Charleroi 24 5 7 12 23:32 22 Lokeren 24 5 7 12 29:42 22 Heusden-Zolder 23 4 6 13 22:41 18 Antwerpen 23 4 4 15 17:46 16 Frakkland Nantes - Strassburg..................................1:1 Gungamp - Metz.................................frestað Le Mans - Rennes .....................................2:2 Lens - Lyon................................................1:1 Montpellier - Lille .....................................0:2 Toulouse - Mónakó....................................1:1 Ajaccio - Bordeaux ....................................1:0 Nice - Marseille .........................................0:0 Sochaux - Bastia ........................................2:1 Auxerre - PSG ...........................................1:1 Staðan: Mónakó 26 16 7 3 44:18 55 Lyon 26 15 6 5 44:20 51 París SG 26 14 8 4 37:19 50 Sochaux 26 14 6 6 39:28 48 Auxerre 26 14 4 8 43:21 46 Marseille 26 13 4 9 33:26 43 Nantes 26 11 6 9 29:23 39 Nice 26 9 12 5 27:22 39 Bordeaux 26 10 7 9 26:27 37 Lens 26 11 4 11 23:37 37 Lille 26 9 6 11 28:29 33 Rennes 26 8 8 10 33:29 32 Strasbourg 26 8 7 11 37:37 31 Bastia 26 7 8 11 26:35 29 Ajaccio 26 8 5 13 24:37 29 Guingamp 25 8 2 15 21:38 26 Metz 25 6 6 13 17:27 24 Toulouse 26 5 7 14 19:34 22 Montpellier 26 6 4 16 29:52 22 Le Mans 26 4 9 13 20:40 21 Bikarglíma Íslands Karlar: Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK, 4 Stefán Geirsson, HSK, 3 Arngeir Friðriksson, HSÞ, 2 Snær Seljan Þóroddsson, UÍA, 1 Jón Smári Eyþórsson, HSÞ, 0 Konur: Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ, 3 Svana H. Jóhannsdóttir, GFD, 2,5 Eva Lind Lýðsdóttir, GFD, 0,5 Unglingar: Ólafur Gunnarsson, UÍA, 3,5 Magnús Þorri Jónsson, HSÞ, 3 Jón Ólafur Eiðsson, UÍA, 2,5 Þórður Guðmundsson, UÍA, 1 Atli Már Sigmarsson, UÍA, 0 Piltar 13-16 ára: Þór Kárason, HSÞ, 6 Pétur Þórir Gunnarsson, HSÞ, 5 Sindri Freyr Jónsson, UÍA, 3,5 Kjartan Bragi Valgeirsson, UÍA, 3 Stefán Ingi Björnsson, UÍA, 2,5 Magnús Karl Ásmundsson, UÍA, 1 Ævar Valgeirsson, UÍA, 0 Meyjar 13–16 ára: Elisabeth Patriarca, HSK, 6 Ragnheiður Jara Rúnarsdóttir, UÍA, 5 Gerður Rún Rúnarsdóttir, UÍA, 3 Guðný Sigfúsdóttir, UÍA, 3 Hjördís Helga Þóroddsdóttir, UÍA, 2,5 Ólöf Sara Garðarsdóttir, HSK, 1,5 Gréta María Dagbjartsdóttir, UÍA, 0 Bikarmót í frjálsum æfingum Liðakeppni karla: Gerpla .................................................174,000 Ármann...............................................172,420 Liðakeppni kvenna: Grótta ...................................................93.495 Gerpla ...................................................93,240 Einstaklingskeppni: Karlar, eldri: Rúnar Alexandersson, Gerplu ...........50,170 Viktor Kristmannsson, Gerplu ..........46,890 Jónas Valgeirsson, Ármanni ..............44,990 Karlar, yngri: Bjarki Ásgeirsson, Ármanni ..............40,620 Teitur P. Reynisson, Ármanni ...........38,270 Ólafur H. Gunnarsson, Gerplu...........33,480 Konur, eldri: Inga Rós Gunnarsdóttir, Gerplu........32,195 Sif Pálsdóttir, Gróttu ..........................31,800 Hera Jóhannesdóttir, Gróttu .............30,770 Konur, yngri: Kristjana S. Ólafsdóttir, Gerplu ........30,975 Harpa S. Hauksdóttir, Gróttu............30,925 Karitas H. Davíðsdóttir, Gerplu ........29,370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.