Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 4
ÍÞRÓTTIR
4 B MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
RONALDO, brasilíski framherj-
inn í liði Real Madrid, sagði í blaða-
viðtali á Spáni um helgina að hann
vildi helst ljúka ferli sínum hjá
Madridarliðinu en samningur hans
við félagið rennur út árið 2006. Ron-
aldo hefur ítrekað verið orðaður við
Chelsea en hann segist ákaflega
ánægður með dvölina hjá Madrid og
vilji vera þar áfram.
FRAKKINN Zinedine Zidane, fé-
lagi Ronaldos hjá Real Madrid, íhug-
ar að keppa ekki með Frökkum á
HM í Þýskalandi árið 2006. „Í augna-
blikinu er ég að stíla inn á að ljúka
ferli mínum með landsliðinu á Evr-
ópumótinu í Portúgal í sumar,“ segir
Zidane við franska blaðið Le Paris
um helgina. Zidane er samnings-
bundinn Real Madrid til ársins 2006.
ARSENE Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, segir í viðtali við
enska fjölmiðla um helgina að hann
hafi neitað Real Madrid um að taka
við þjálfun liðsins á síðasta sumri eft-
ir að ákveðið var að reka Vicente Del
Bosque frá störfum. Þegar Wenger
hafði gefið forráðamönnum Madrid-
arliðsins afsvar leituðu þeir til Carl-
osar Queiroz, fyrrum aðstoðarþjálf-
ara Manchester United, sem ákvað
að taka starfið að sér.
BRASILÍSKI knattspyrnumaður-
inn Rivaldo hefur sagt skilið við
brasilíska liðið Cruzeiro eftir að fé-
lagið rak þjálfarann Vanderley Lux-
emburgo. Rivaldo hefur leikið með
Cruzeiro undanfarna tvo mánuði eða
eftir að hann fékk sig lausan frá Evr-
ópumeisturum AC Milan. Hann lék
10 leiki með Cruzeiro og skoraði að-
eins tvö mörk í einum og þau í einum
og sama leiknum.
TÉKKINN Tomas Rocisky, miðju-
maðurinn snjalli hjá Dortmund, varð
fyrir því óláni að handarbrotna í leik
Dortmund við Werder Bremen í
þýsku Bundesligunni á laugardag-
inn. Hann verður því frá æfingum og
keppni næstu vikurnar og ekki er
það til að bæta ástandið hjá Dort-
mund en meiðsli hafa leikið liðið
grátt á leiktíðinni.
DAVID Beckham, fyrirliði enska
landsliðsins, vill fá Alan Sherarer,
framherja Newcastle, inn í landslið-
ið á nýjan leik en Sherarer ákvað að
segja skilið við enska landsliðið eftir
Evrópumótið fyrir fjórum árum.
„Hann yrði enska landsliðinu mikill
fengur enda frábær leikmaður í alla
staði. Hann hefur sýnt og sannað að
hann er ennþá framherji í fremstu
röð,“ segir Beckham.
SVEN Göran Eriksson, hinn
sænski landsliðsþjálfari Englend-
inga, neitaði um helgina þrálátum
orðrómi um að hann ætlaði að taka
við Chelsea í sumar. Sagan segir að
hann sé búinn að fá Pavel Nedved til
að skipta frá Juventus í Chelsea.
FÓLK
Arsenal gerði út um leikinn gegnCharlton á fjórum fyrstu mín-
útunum. Frakkarnir Robert Pires
og Thierry Henry skoruðu tvívegis á
þessum kafla, Pires sitt 50. fyrir fé-
lagið, og liðsmenn Charlton fengu
svo sannarlega óblíðar móttökur hjá
grönnum sínum. Arsenal réð lögum
og lofum í fyrri hálfleik en leikurinn
jafnaðist í þeim síðari. Daninn Claus
Jensen minnkaði muninn með marki
beint úr aukaspyrnu um miðjan síð-
ari hálfleik og undir lokin munaði
minnstu að Finnanum Jonatan Joh-
anssyni tækist að jafna en skot hans
eftir bakfallsspyrnu small í stöng
Arsenalmarksins. Liðsmenn Arsen-
al fögnuðu 20 sigrinum í úrvalsdeild-
inni í vetur og liðið er enn taplaust í
27 leikjum í úrvalsdeildinni á tíma-
bilinu og 29 í það heila en Arsenal
tapaði ekki síðustu tveimur leikjum
sínum á síðustu leiktíð.
Ekki búið ennþá
„Ég neita því ekki að staða okkar
er góð en þetta er samt langt frá því
að vera búið. Fyrir sjö leikjum vor-
um við þremur stigum á eftir Man-
chester United en það eru enn 11
leikir eftir. Það eru snúnir útileikir
eftir hjá okkur, eins og við Fulham,
Tottenham, Newcastle og Black-
burn, og það getur enn ýmislegt
gerst,“ sagði Arsene Wenger, stjóri
Arsenal.
Rangstöðumörk?
„Ég vil ekki hljóma eins og ég sé
tapsár en ég set spurningarmerki vð
bæði mörk Arsenal í leiknum. Ég er
alveg sannfærður um að Pires var
ekki réttstæður í fyrsta markinu eft-
ir að hafa séð atvikið í sjónvarpi og í
því síðara var Henry langt fyrir inn-
an okkar vörn þegar boltanum var
spyrnt til Vieira,“ sagði Alan
Curbishley, stjóri Charlton.
Sir Alex Ferguson gerði talsverð-
ar breytingar á liði sínu gegn Ful-
ham og það kom flestum á óvart að
hann setti Tim Howard, Ruud Van
Nistelrooy og Ryan Giggs á bekk-
inn. Louis Saha kom United yfir á
14. mínútu með góðu marki gegn
fyrri félögum sínum en Luis Boa
Morte jafnaði á 65. mínútu og þar
við sat. Undir lok leiksins átti sér
stað mjög umdeilt atvik. Saha féll í
teignum eftir viðskipti við Edwin
van der Saar, markvörð Fulham, og
ekki varð betur séð en United hefði
átt að fá dæmda vítaspyrnu. Dómari
leiksins sá hins vegar ekkert athuga-
vert.
Á brattann að sækja
„Það sjá allir að það verður veru-
lega á brattann að sækja fyrir okkur
ef við eigum að verja meistaratitilinn
en ég hef alls ekki gefist upp. Við
getum enn komist á sigurbraut og
það er einmitt það sem við þurfum á
að halda. Það hjálpar ekki þegar
dómarar sleppa augljósu víti. Saha
var greinilega felldur og ég skil ekki
hvernig dómarinn gat litið framhjá
því. Þeir voru gerðir að atvinnu-
mönnum í faginu en ég get ekki séð
að það hafi hjálpað til,“ sagði Fergu-
son.
Chelsea stal sigrinum
Mark Eiðs Smára Guðjohnsens
átta mínútum fyrir leikslok tryggði
Chelsea 1:0 sigur á móti Manchester
City. Eiður vippaði knettinum lag-
lega yfir David James, landsliðs-
markvörð Englendinga, en þeir eiga
væntanlega eftir að mætast aftur á
Manchester Stadium vellinum í júní
þegar Íslendingar mæta Englend-
ingum í æfingaleik. City-menn voru
miklu betri og þótti sigur Lundúna-
liðsins hálfgert rán.
„Claudio kom til mín eftir leikinn
og sagði: Þið lékuð frábærlega en við
illa. Þið töpuðuð en við unnum og
svona getur fótboltinn verið brjál-
æðislegur,“ sagði Kevin Keegan,
stjóri City, en hans menn réðu lög-
um og lofum á vellinum stóran hluta
leiksins.
„Þetta var besti leikur okkar á
tímabilinu og grátlegt að við skyld-
um tapa honum. Við sköpuðum okk-
ur fullt af færum en heppnin var
ekki á okkar bandi frekar en oft áður
í vetur,“ sagði Keegan ennfremur.
„Það sat greinilega þreyta í mín-
um mönnum eftir Evrópuleikinn við
Stuttgart. Við lékum ekki vel en
leikmenn mínir börðust hins vegar
hetjulega og sýndu mikinn sigur-
vilja,“ sagði Ranieri en Chelsea hef-
ur ekki tapað útileik á móti Man-
chester City í 13 ár.
Arsenal færist nær
meistaratitlinum
ARSENAL steig stórt skref í átt að enska meistaratitlinum með 2:1
sigri á Charlton á sama tíma og meistararar Manchester United
náðu aðeins jafntefli gegn Fulham. Eiður Smári Guðjohnsen tryggði
Chelsea sigurinn á Manchester City en þegar 11 umferðum er ólok-
ið í deildinni hefur Arsenal níu stiga forskot á Chelsea og United.
Reuters
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar sigurmarki sínu gegn City ásamt Wayne Bridge og Crespo.
BARNSLEY, lið Guðjóns
Þórðarsonar, beið sinn
versta ósigur í deildarkeppni
á Englandi frá upphafi þeg-
ar liðið steinlá, 6:1, fyrir
Grimsby í ensku 2. deildinni.
Ekkert hefur gengið upp
hjá lærisveinum Guðjóns á
nýju ári. Liðið var um tíma í
toppsæti deildarinnar en eft-
ir ósigurinn gegn Grimsby
er Barnsley komið niður í 9.
sæti deildarinnar, 18 stigum
á eftir toppliði Plymouth.
Guðjón var eins og gefur
að skilja ekki ánægður með
leik liðsins og þá einkum og
sér í lagi varnarmeikinn.
Leikmenn Barnsley fá
tækifæri annað kvöld til að
hysja upp um sig en Barnsl-
ey tekur þá á móti Pet-
erbrough.
Barnsley
steinlá í
Grimsby
EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði
tólfta mark sitt á leiktíðinni þegar
hann tryggði Chelsea sigurinn á
Manchester City á Manchester
Stadium á laugardaginn. Eiður
Smári skipti við Jimmy Floyd Hass-
elbaink um miðjan síðari hálfleik og
átta mínútum fyrir leikslok skoraði
hann markið sem réði úrslitum. Eið-
ur fékk laglega sendingu frá bak-
verðinum Wayne Bridge inn fyrir
vörn Manchester City og skoraði
með því að vippa knettinum laglega
yfir enska landsliðsmarkvörðinn
David James sem kom út á móti Eiði.
Eiður Smári og James eiga vænt-
anlega eftir að mætast aftur á þess-
um sama velli í júní þegar íslenska
landsliðið mætir Englendingum á
æfingamóti í Manchester og vonandi
leikur þá Eiður saman leikinn.
Af mörkunum tólf sem Eiður hef-
ur skorað á leiktíðinni eru 6 í úrvals-
deildinni, 2 í bikarkeppninni, 2 í
deildabikarkeppninni og 2 í meist-
aradeildinni. Eiður er annar marka-
hæsti leikmaður Chelsea á leiktíð-
inni með 12 mörk en Jimmy Floyd
Hasselbaink er markahæstur með
13. Frank Lampard og Adrian Mutu
koma næstir með 10 mörk.
Tólfta mark Eiðs Smára
Eiður Smári vippar
knettinum yfir James.
■ Úrslit/B10
■ Staðan/B10