Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 5
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 B 5
PÉTUR Hafliði Marteinsson og
félagar hans í sænska liðinu
Hammarby báru sigur úr býtum á
fjögurra liða knattspyrnumóti sem
haldið var í Örebro í Svíþjóð um
helgina. Hammarby lagði Örebro,
2:1, í úrslitaleiknum og lék Pétur
allan leikinn á miðju Hammarby.
PÉTUR skoraði eitt þriggja
marka Hammarby sem sigraði
Gautaborg í undanúrslitunum, 3:0.
Pétur skoraði þriðja markið úr
vítaspyrnu en hann þótti besti mað-
ur liðsins. Hjálmar Jónsson var í
byrjunarliði Gautaborgar en fékk
ekki að leika allan tímann þar sem
honum var vísað af velli á 78. mín-
útu leiksins.
ÓLAFUR Örn Bjarnason lék
báða leiki norska liðsins Brann á
mótinu. Brann tapaði fyrir Örebro,
2:0, en hafði betur gegn Gauta-
borg, 4:2, í leik um þriðja sætið.
Hjálmar Jónsson var ekki í liði
Gautaborgar.
JÓHANN B. Guðmundsson var í
byrjunarliði Örgryte sem tapaði
fyrir brasilíska liðinu Atlético Min-
eiro, 2:0, í æfingaleik í Brasilíu í
gær. Atli Sveinn Þórarinsson kom
inn á sem varamaður en Tryggvi
Guðmundsson var ekki í leik-
mannahópi sænska liðsins.
ARNAR Þór Viðarsson og Rúnar
Kristinsson léku báðir allan leikinn
fyrir Lokeren sem steinlá fyrir
Westerlo, 7:3, í belgísku 1. deild-
inni. Marel Baldvinsson lék ekki
með Lokeren.
INDRIÐI Sigurðsson lék ekki
með Genk sem sigraði, Lierse, 2:0.
Genk er í fjórða sæti deildarinnar.
ZINIDINE Zidane skoraði tví-
vegis og þeir Ronaldo og Luis Figo
sitt markið hver þegar Real Madrid
bar sigurorð af Celta Vigo, 4:2, í
spænsku 1. deildinni í knattspyrnu
í gær. Madridarliðið náði með sigr-
inum átta stiga forskoti á toppi
deildarinnar þar sem Valencia beið
læri hlut fyrir Espanyol, 2:1.
BARCELONA vann góðan útisig-
ur á Deportivo La Coruna, 3:2, og
er smátt og smátt að ná takti í leik
sinn. Börsungar komust í 3:0 með
tveimur mörkum frá Brasilíumann-
inum Ronaldinho og Saviola skor-
aði eitt. Heimamenn hleyptu
spennu í leikinn í síðari hálfleik.
Walter Pandiani skoraði tvívegis
en nær komust þeir ekki.
EINAR Karl Hjartarson, há-
stökkvari úr ÍR, sigraði í hástökki á
frjálsíþróttamóti sem haldið var
innanhúss í Idaho í Bandaríkjunum
um helgina, stökk 2,21 metra sem
er sjö sentímetrum lægra en Ís-
landsmet hans innanhúss.
MASSIMO Ambrosini tryggði
AC Milan sigurinn á Lazio með
eina marki leiksins á 75. mínútu.
FÓLK
WERDER Bremen siglir hægt og
bítandi í átt að þýska meistaratitl-
inum í knattspyrnu en þegar tólf
umferðum er ólokið hafa Brim-
arbúar sjö stiga forskot á Bayern
München.
Bremen vann góðan sigur gegn
Dortmund, 2:0, og hefur nú leikið
13 leiki í röð án taps. Valerien
Ismael og Brasilíumaðurinn Ailton
skoruðu mörk Bremen í síðari
hálfleik. Þetta var 20. mark Ail-
tons í 22 leikjum og aðeins goð-
sögnin Gerd Müller státar af betri
árangri hvað markaskorun varðar
á þessum tíma keppnistímabilsins.
Bayern sigraði Wolfsburg á heima-
velli, 2:0, með mörkum frá Roy
McKaay og Bastian Schwein-
steiger.
„Við bíðum eftir því að Werder
Bremen hlekkist á. Stuttgart
missti flugið og við vonum bara að
hið sama hendi Bremen,“ sagði
Michael Ballack, leikmaður Bæj-
ara, eftir leikinn. Oliver Kahn,
markvörður Bayern, fékk hlýjar
móttökur hjá stuðningsmönnum
liðsins sem höfðu útbúið stóran
borða með áletrun sem á stóð: „Ol-
lie, við höfum gleymt leiknum við
Real Madrid“. Kahn átti góðan leik
og bjargaði í þrígang meistaralega
eins og honum einum er lagið.
Stuttgart varð að láta sér lynda
markalaust jafntefli gegn Schalke
og hefur aðeins unnið einn af síð-
ustu tólf leikjum sínum og sem
fyrr gengur liðinu afleitlega að
finna netmöskvana.
„Við erum óöruggir þessa dag-
ana og okkur tekst ekki að finna
það form sem við vorum komnir í,“
sagði Felix Magath, þjálfari yngsta
liðs deildarinnar, Stuttgart.
Það var fyrrum leikmaður Leeds,Harry Kewell, sem kom Rauða
hernum yfir með glæsilegu marki eft-
ir rúmar tuttugu mínútur. Norðmað-
urinn Erik Bakke jafnaði skömmu
síðar og var þetta fyrsta mark hans í
eina fjórtán mánuði. Mark Viduka
kom heimamönnum síðan yfir á 34.
mínútu en Milan Baros jafnaði fyrir
gestina skömmu fyrir hálfleik og þar
við sat. Hvorugu liðinu tókst að skora
í síðari hálfleik eftir fjörugan fyrri
hálfleik.
Síðari hálfleikur var einnig ágæt
skemmtun og bæði lið freistuðu þess
að setja mörk, áttu meðal annars skot
í stangir mótherjanna.
Portsmouth tók á móti Newcastle
á sunnudaginn og lauk þeirri viður-
eign með 1:1 jafntefli. Craig Bellamy
kom gestunum yfir á 34. mínútu og
þar við sat alveg þar til rétt í blálokin
að Lua-Lua jafnaði, en hann lék með
Newcastle áður en hann gekk til liðs
við Portsmouth.
Tomas Radzinski og Thomas
Gravesen tryggðu Everton mikilvæg
þrjú stig í fallbaráttunni í 2:0 sigri
gegn Aston Villa á Goodison Park.
Mörkin komu á síðasta stundarfjórð-
ungi leiksins. „Þetta voru kærkomin
stig en við erum langt í frá sloppnir út
úr fallbaráttunni,“ sagði David Mo-
yes, knattspyrnustjóri Everton.
Markverðirnir Paul Jones hjá
Wolves og Ian Walker hjá Leicester
voru í aðalhlutverkum þegar liðin
gerðu markalaust jafntefli í sannköll-
uðum fallbaráttuslag á Walker Stadi-
um. Stigið dugði Úlfunum til að kom-
ast úr fallsæti. „Þetta var ekki
fallegur leikur sem ég hef séð en stig-
ið var dýrmætt og við það er ég sátt-
ur,“ sagði Dave Jones, stjóri Úlfanna.
Graeme Souness, stjóri Black-
burn, var æfur eftir leikinn en hann
taldi dómara leiksins hafa rænt sína
menn vítaspyrnu þegar Blackburn og
Southampton skildu jöfn, 1:1. Kevin
Phillips kom Southampton yfir í
leiknum en Andy Cole jafnaði fyrir
heimamenn. „Við fáum ekki dæmdar
vítaspyrnur bara vegna þess að við
erum ekkert stórlið. Við höfum ekki
fengið eitt einasta víti á allri leiktíð-
inni,“ sagði Souness.
Liverpool náði
ekki fjórða sætinu
LIVERPOOL tókst ekki að kom-
ast í fjórða sæti ensku deild-
arinnar, en það sæti er það síð-
asta sem gefur rétt til að keppa
í Evrópukeppninni. Liverpool
heimsótti Leeds í gær og hefði
með sigri komist í fjórða sætið.
Liðin skildu hins vegar jöfn, 2:2,
og Liverpool sem fyrr í sjötta
sæti. Leedsarar eru enn í
neðsta sæti deildarinnar.
Reuters
Leikmenn Liverpoool fagna marki Harry Kewell – Sami Hyypia, Michael Owen, Kewell, Milan
Baros og Danny Murphy. Liverpoool gerði jafntefli við Leeds á Elland Road, 2:2.
DAVID Beckham, fyrirliði enska
landsliðsins í knattspyrnu, við-
urkennir í fyrsta sinn að hann sakni
Manchester United en Beckham
gekk í raðir spænska stórliðsins
Real Madrid síðastliðið sumar eftir
tíu ára dvöl hjá Manchester. Hol-
lenski markahrókurinn Ruud Van
Nistelrooy lét hafa eftir sér á dög-
unum að hann saknaði mjög Beck-
hams enda naut Hollendingurinn
sérlega góðs af þjónustu Beckhams
sem lagði upp ófá mörkin fyrir Nist-
elrooy.
„Ég hef heyrt um þessi ummæli
frá Nistelrooy og mér þótti vænt um
að heyra þau,“ sagði Beckham í við-
tali við enska blaðið Daily Mail.
„Ég sakna fólksins í Manchester
og sömuleiðis Ruud og fleiri leik-
manna í liði Manchester United,“
segir Beckham.
Spurður hvort rétt hefði verið hjá
Sir Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóra Manchester United, að láta
hann fara frá Old Trafford sagði
Beckham: „Þú verður að spyrja
hann um það en ég sakna Manchest-
er United, leikmannanna, vina og
stuðningsmannanna sem voru mér
svo kærir.“
Beckham segir í viðtali við frétta-
vef BBC að gæðin í spænsku 1. deild-
inni séu meiri en í ensku úrvalsdeild-
inni. „Til þessa þá finnst mér
spænska deildin sterkari. Enska úr-
valsdeildin er geysierfið deild en ég
held samt að sú spænska hafi örlítið
forskot. Hver einasti leikur er mjög
strembinn.“
David Beckham saknar
Manchester United
Bremen heldur sínu striki
MIDDLESBROUGH varð í gær
enskur deildabikarmeistari í knatt-
spyrnu þegar liði lagði Bolton 2:1 í
úrslitaleik í Cardiff. Þetta var fyrsti
stóri bikarinn sem félagið vinnur til
síðan það var stofnað árið 1875. Það
var því rík ástæða fyrir leikmenn og
stuðningsmenn að fagna, enda hafði
liði tapað þremur úrslitaleikjum, í
bikarnum 1997 og sama ár og árið á
eftir í deildabikarnum. Það má því
segja að orðatiltækið allt er þá
þrennt er eigi vel við í þessu tilviki
þar sem Boro hafði tapað tveimur
úrslitaleikjum í deildabikarnum.
Leikurinn var fjörugur og
skemmtilegur, bæði lið fengu fjöl-
mörg marktækifæri. Byrjunin var
ekki leiðinleg fyrir stuðningsmenn
Boro því liðið var komið í 2:0 eftir
aðeins sjö mínútna leik. Fyrst skor-
aði Joseph-Desire Job eftir aðeins
tvær mínútur og síðan Boudewijn
Zenden úr vítaspyrnu á sjöundu
mínútu. Vítið var dæmt þegar Emer-
son Thome felldi Job í vítateignum.
Vítaspyrna Zenden var þó ekki
glæsileg. Kappinn datt um leið og
hann spyrnti knettinum í mitt mark-
ið og sýna sjónvarpsupptökur að
hann snerti knöttinn tvívegis þegar
hann spyrnti.
Kevin Davis minnkaði muninn fyr-
ir Bolton með þokkalegu skoti utan
úr teignum hægra megin, en Mark
Schwarzer, markvörður Boro,
missti boltann í netið. Hann bætti þó
fyrir þessi mistök margsinnis það
sem eftir var leiks og átti stórleik í
markinu.
Sögulegur bikarsigur
hjá Middlesbrough
Reuters
Southgate, fyrirliði Middl-
esbrough, með bikarinn.