Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 6
HANDKNATTLEIKUR
6 B MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„FYRIR leikinn sögðum við allir sem einn að okkur
langaði alveg örugglega meira í bikarmeistaratitilinn
en Fram,“ sagði Arnór Atlason, helsta tromp KA-
liðsins og markakóngur þess í úrslitaleiknum. „Margir í
liðinu hafa unnið allt sem hægt er að vinna frá sjötta
flokki og það eina sem vantaði í safnið var bikarmeist-
aratitill í meistaraflokki. Sú staðreynd hvatti okkur
áfram í leiknum.
Margir höfðu á orði fyrir leikinn að leikmenn Fram
hefðu meiri reynslu. Ég er ekki sammála því, held að
flestir í KA-liðinu hafi tekið þátt í fleiri úrslitaleikjum í
gegnum tíðina. Sú reynsla skilaði sér að þessu sinni.
Það er mikill sigurvilji í KA-liðinu og það er alveg
ljóst að við ætlum ekki að láta staðar numið núna held-
ur standa einnig uppi sem sigurvegarar á Íslands-
mótinu,“ sagði Arnór sem heldur utan til Þýskalands í
sumar þar sem hann hefur gert samning við stórlið
Magdeburg. Arnór segist vera staðráðinn í að verða Ís-
landsmeistari áður en hann heldur til Þýskalands, hann
hafi verið í KA-liðinu sem varð Íslandsmeistari fyrir
tveimur árum en verið meiddur og ekki getað tekið
þátt í úrslitarimmunni það árið.
„Ef við leikum eitthvað í líkingu við það sem við
gerðum í seinni hálfleik nú þá á ekkert lið möguleika
gegn okkur, það er alveg pottþétt. Ef við leikum okkar
leik þá erum við bestir.“
Arnór sagði að KA-liðið hefði vísað öllum vangavelt-
um um reynsluleysi, slaka vörn og markvörslu til
föðurhúsanna. „Við getum vel spilað góða vörn, þá var
markvarslan framúrskarandi. Þannig fengum við mörg
hraðaupphlaup sem eru meðal okkar sterkustu hliða.“
Þið voruð undir það búnir að þú væri tekinn úr um-
ferð?
„Við vorum vel undir það búnir, höfðum æft okkur
fyrir að ég yrði tekinn úr umferð. Þannig að það atriði
ásamt ýmsu öðru gekk eins vel og við vonuðumst til.
Það er bara svo yndislega gaman að vinna að ég trúi
ekki öðru en alla langi til að enda keppnistímabilið á
svipuðum nótum, það er með sigri á Íslandsmótinu,“
sagði Arnór Atlason, leikmaður KA.
Bikarmeistaratitillinn í meistaraflokki
sá eini sem vantaði hjá okkur
„ÞAÐ skein í gegn frá fyrstu mínútu að
við vorum hungraðri í sigur en Fram-
arar,“ sagði Jónatan Magnússon, fyrirliði
KA, eftir að hann hafði tekið við bikarn-
um úr höndum Steinþórs Skúlasonar, for-
stjóra SS, sem er styrktaraðili bikar-
keppni HSÍ.
„Við léku heimsklassa vörn og mark-
varslan var frábær hjá Hafþóri. Við þessu
áttu leikmenn Fram ekkert svar. Síðan
var sóknin góð hjá okkur að því undan-
skildu að við áttum í smávandræðum
fyrst eftir að Arnór [Atlason] var tekinn
úr umferð undir lok fyrri hálfleik. En við
jöfnuðum okkur á því í síðari hálfleik og
þá stóð ekki steinn yfir steini hjá Fröm-
urum.“
Jónatan segir að sökum þess að Fram-
liðið leiki frekar hægan sóknarleik þá
henti það þeim illa að þeim sé mætt með
framliggjandi ákveðinni vörn. „Þetta
virkaði fínt hjá okkur og síðan hjálpaði
Ætlum ok
hverju andliti, hraði sem Framarar
réðu aldrei við. KA-liðið er vel að
sigrinum komið og ljóst af þessum
leik að það er til alls líklega þegar
keppnin um Íslandsmeistaratitilinn
hefst af alvöru í apríl.
Fram-liðið var í hlutverki músar-
innar allan leikinn og í raun virtust
leikmenn aldrei hafa trú á því að þeir
gætu unnið. Hægur sóknarleikur
liðsins gegn framliggjandi og
grimmri vörn KA var hugmynda-
snauður. Þennan veikleika nýttu leik-
menn KA sér til fullnustu og skoruðu
rúmlega þriðjung marka sinna úr
hraðaupphlaupum og lögðu grunninn
að verðskulduðum sigri.
Fram hafði einfaldlega ekki að
þessu sinni nógu sterka sóknarmenn
til þess að standast KA snúning, það
er ekki nóg að mæta í úrslitaleik í bik-
arkeppninni með sterka vörn og góða
markvörslu þegar leikið er gegn jafn
spræku liði og KA. Til þess að vinna
norðanmenn í þeim ham sem þeir
voru í á laugardaginn þarf að hafa
jafnsterkari blöndu leikmanna en
Fram gat boðið upp á að þessu sinni.
Fimm mínútum fyrir leikslok stóðustuðningsmenn KA upp og hófu
að syngja sigursöngva. Laugardals-
höllinn lýstist upp
þegar gulklædd og
fjölmenn fylking
stuðningsmanna KA
hóf að gleðjast yfir
fengnum hlut, leikmenn KA höfðu
leikið eins þeir sem valdið höfðu frá
fyrstu mínútu og aðeins leyft Fröm-
urum að komast einu sinni yfir, 2:1.
Greinilegt var frá fyrstu mínútu
hvort liðanna væri klárt í slaginn,
baráttugleðin skein úr hverju andliti
leikmanna KA og út úr því mátti lesa
að þeir væru komnir til að sjá og
sigra, ekkert yrði gefið eftir, bikarinn
skyldi fara norður í höfuðstaðinn.
Framliggjandi 3/2/1 vörn KA var
nokkuð sem sóknarmenn Fram áttu
ekkert svar við. Sóknarleikur Fram
var hægur og hreinlega á köflum
staður, lítið var um innleysingar úr
hornum heldur var mest reynt að
hnoðast um á miðjunni þar sem vörn
KA var var föstust fyrir. Að baki
vörninni stóð Hafþór Einarsson
markvörður sem hefur sjaldan á ferl-
inum átt betri leik. Mörg ótímabær
og óyfirveguð skot leikmanna Fram
strönduðu á Hafþóri. Vörn Fram stóð
sína vakt nokkuð vel, einkum í fyrri
hálfleik, 6/0 vörn lengst af, en það var
ekki vörnin sem var stóra vandmálið
hjá Fram heldur sóknin, og veikleik-
ann nýttu KA-menn sér til hins ýtr-
asta, skoruðu sjö af tólf mörkum sín-
um í fyrri hálfleik upp úr hröðum
upphlaupum. Eftir 23 mínútna leik
var forysta KA orðin fjögur mörk,
11:7. Þá brugðu Framarar á það ráð
að taka Arnór Atlason úr umferð, en
hann var helsta vopn KA-manna.
Þetta bragð virkaði um tíma og þegar
við bættist stórgóð frammistaða
Petkeviciusar í marki Fram þá tókst
aðeins að minnka muninn fyrir hálf-
leik, en þá munaði tveimur mörkum á
liðunum, 12:10, KA í vil.
Tvö mörk KA úr hröðum upp-
hlaupum gáfu tóninn fyrir seinni hálf-
leikinn. Frömurum tókst að klóra að-
eins í bakkann og minnka muninn í
eitt mark en eftir sjö mínútna leik í
síðari hálfleik var ljóst hvert stefndi.
Forysta KA var orðin fjögur mörk og
þegar frá leið seig frekar á ógæfu-
hliðina hjá Fram heldur en hitt, engu
breytti þótt Jónatan Magnússon væri
einnig klippptur út úr sóknarleik KA
í viðbót við Arnór. KA-menn höfðu
ráð undir rifi hverju og inn á komu
óþreyttir menn eins og Sævar Árna-
son og Ingólfur Axelsson og sáu um
að skora hvert markið á fætur öðru.
Munurinn jókst stig af stigi og var-
mestur níu mörk. Sóknarleikur Fram
var í molum, Hafþór markvörður KA,
varði hvert skotið á fætur öðru og
þegar við bættist að mörg önnur skot
leikmanna biluðu og enduðu í mark-
stöngunum var ljóst að bilið yrði ekki
brúað. Leikmenn KA léku við hvern
sinn fingur og hreinlega léku sér að
lánlitlum Frömurum, þar sem fæstir
leikmenn liðsins voru klárir í slaginn
þegar stóra stundin rann upp.
Eins og fyrr segir þá var það
greinilegt frá upphafi að leikmenn
KA voru tilbúnir til að fórna sér full-
komlega í úrslitaleikinn. Allt tal um
að liðið vantaði reynslu var látið sem
vind um eyru þjóta. Enda sagði Arn-
ór Atlason í samtali við Morgunblaðið
eftir leikinn að leikmenn liðsins hefðu
mikla reynslu, væru búnir að leika
úrslitaleiki um Íslands- og bikar-
meistaratitla upp alla yngri flokkana.
Allt tal um reynsluleysi væri út í hött
enda kom það á daginn. Arnór fór á
kostum í leiknum ásamt Hafþóri
markverði. Sömu sögu má segja um
Andrius Stelmokas, jafnt í vörn sem
sókn. Jónatan lék af yfirvegun og
eins Einar Logi Friðjónsson, sem þó
fór á köflum illa með skot sín. Árni
Björn Þórarinsson stóð vel fyrir sínu
í horninu og þeir Sævar og Ingólfur
voru sterkir þegar þeir voru kallaðir
til leiks. Þá munaði mikið um reynslu
og dugnað Þorvaldar Þorvaldssonar í
vörninni, en hann er hinn eini í liðinu
sem var með KA-liðinu þegar það
varð síðast bikarmeistari fyrir átta
árum. Hraði og leikgleði skein úr
HIÐ unga og sterka lið KA vann verðskuldaðan stórsigur á Fram í
úrslitaleik bikarkeppni karla á laugardaginn og sýndi það og sann-
aði að liðið er fyrir löngu meira en efnilegt. Lokatölur, 31:23, í leik
þar sem ljóst var stundarfjórðungi fyrir leikslok að bikarinn færi
norður yfir heiðar í fyrsta sinn í átta ár, slíkir voru yfirburðir KA-
manna með þá Arnór Atlason og Hafþór Einarsson markvörð
fremsta í flokki meðal jafningja. Ef ekki hefði komið til góð frammi-
staða Egidijusar Petkeviciusar, í marki Fram, lengst af leiknum þá
hefðu leiðir liðanna skilið miklu fyrr – hann hélt lifandi þeirri litlu
von sem leikmenn Fram höfðu fram eftir leiknum.
Ívar
Benediktsson
skrifar
Arnór Atlason átti mjög góðan leik með KA. Jónatan Magnússon, fyrirlið
!
"#
$#
%
" &'
(
KA-menn voru
sterkari á
öllum sviðum