Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 9
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 B 9
„ÞAÐ er að sjálfsögðu mjög svekkj-
andi að fara ekki heim með bikar
en við lögðum okkur 100% fram og
getum borið höfuðið hátt eftir
þennan leik. Við ætluðum að halda
sóknarleik okkar skynsamlegum og
lögðum upp með það að keyra
hraðaupphlaup á þær því að þær
eru seinar til baka. En á sama tíma
ætluðum við að gæta okkar á því að
missa ekkiboltann fyrir framan þær
því að styrkleiki þeirra liggur í
hraðaupphlaupunum. Það gekk
ágætlega framan af en undir lok
fyrri hálfleiks kom smá hik á okkur
og við misstum einbeitinguna sem
við höfðum haldið mjög vel fram að
því. Þær voru alltaf skrefinu á und-
an okkur í seinni hálfleiknum og við
náðum ekki að halda almennilega í
við þær. Við reyndum að berja frá
okkur það almenna viðhorf sem var
fyrir leikinn, að þær ættu sigurinn
vísan. Við komum sömu leið og þær
í þennan bikarúrslitaleik og við átt-
um jafna möguleika á sigri. En það
verður ekki af ÍBV tekið að þær er
með hörkulið, þær hafa haft mikla
yfirburði í deildinni í vetur og í
þessum leik voru þær betri en við.
En við eigum möguleika á að svara
fyrir okkur á miðvikudag þegar við
mætum þeim í deildinni í Hafnar-
firði og ég vona að við fáum jafn-
mikinn stuðning í þeim leik eins og
við fengum í leiknum í dag,“ sagði
Ragnheiður Guðmundsdóttir, fyrir-
liði Hauka.
„Erfitt að sitja á bekknum“
„Ég verð að viðurkenna það að
ég var dálítið stressuð og eiginlega
meira stressuð fyrir þennan leik
heldur en marga þá leiki sem ég hef
tekið þátt í sjálf. Það er rosalega
erfitt að sitja á rassinum á bekkn-
um og geta ekki gert neitt. En ég er
ótrúlega stolt af stelpunum í dag og
mér fannst þetta fínn leikur. Fyrir-
fram var ÍBV með sigurstranglegra
lið og hefur staðið sig betur í vetur
en bikarleikir eru alltaf öðruvísi og
mér finnst stelpurnar eiga hrós
skilið fyrir góðan leik,“ sagði
Harpa Melsted, fyrrverandi fyrir-
liði Hauka, sem er barnshafandi.
Mér fannst þetta einn besti bik-arleikur sem ég hef séð í
fleiri, fleiri ár og hann hafði ekki
þennan leiðinda-
stimpil á sér sem svo
margir bikarleikir
hafa haft, að liðin
liggja í vörn. Bæði
liðin spiluðu á fullri ferð. Mér fannst
við spila góða vörn en það er bara
þannig að á móti þessu liði þá kemst
maður ekki oft í vörn, þær eru rosa-
lega agressífar. Ég óttaðist það ekki
að liðið mitt myndi springa þrátt
fyrir þennan mikla hraða sem var í
leiknum, það er ekki venjan. Það
sem mig vantaði voru nokkur
grömm af reynslu. Það hljómar e.t.v.
eins og einhver klisja en það komu
nokkur augnablik í leiknum þar sem
við þurftum að gera þeim aðeins erf-
iðara fyrir, setja aðeins meiri pressu
á þær, en það tókst ekki. Þær náðu
of snemma að komast inn í leikinn
og líða vel.“
Þurfum ekki að vera með
höfuðið niðrí bringu
Hvaða áhrif hafði það að missa
Kristinu markvörð af velli?
„Maður verður bara að setja
næsta mann inn á. Bryndís var dálít-
ið lengi í gang en hún varði mjög vel
þegar það fór að líða á leikinn. Hún
er ein efnilegasta handknattleiks-
kona landsins og efnilegasti mark-
vörðurinn sem við eigum. Við þurf-
um ekki að fara heim með höfuðuð
niðri í bringu, þetta voru ekki 10–15
mörk. En markmiðið er alltaf að
vinna þessa leiki og maður er alveg
ferlega svekktur, ef ég á að segja
þér alveg eins og er,“ sagði Ragnar.
Söknuðum reynslunnar
frá Hörpu Melsted
„Þetta var mjög erfiður leikur en
við gerðum okkar besta, sem því
miður dugði okkur ekki til sigurs
hér í dag. Við söknuðum þess mjög
að hafa ekki Hörpu Melsted með
okkur í dag og alla þá reynslu sem
hún hefur yfir að ráða. Handboltinn
hefur breyst mikið á síðustu árum,
nú byggist allt upp á hraðaupp-
hlaupum og við reyndum að beita
þeim í dag og að stöðva þau hjá
Eyjaliðinu. Það er alltaf erfitt að
tapa en ég held að við getum glaðst
yfir því að hafa leikið góðan hand-
knattleik og sýnt hvað kvennahand-
knattleikur getur verið skemmtileg-
ur,“ sagði Sandra Anulyte, leik-
maður Hauka.
Morgunblaðið/Þorkell
Bikarmeistarar ÍBV hafa verið hreint óstöðvandi að undanförnu. ÍBV varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð og er komið í 8-liða úrslit í Áskorendakeppni Evrópu.
Ragnar Hermannsson, þjálfari Haukaliðsins, eftir leikinn gegn ÍBV
Vantaði nokk-
ur grömm
af reynslu
„VIÐ tókum ekkert mark á spám fyrir leikinn sem sögðu að ÍBV væri
líklegra til að sigra í þessum leik. Við vorum bara að hugsa um okk-
ur sjálf og þó að við höfum tapað illa fyrir þeim úti í Eyjum fyrir ára-
mót þá truflaði það okkur ekki neitt. Við fórum í þennan leik með
fullu sjálfstrausti. Við vissum hvað við þurftum að gera og við gerð-
um það í 52 mínútur, en þessar 8 mínútur sem eftir standa voru dýr-
ar og skildu liðin að þegar upp var staðið,“ sagði Ragnar Hermanns-
son, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið, eftir ósigurinn gegn Íslands-
meisturum ÍBV í Laugardalshöll á laugardaginn.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
„Við getum
borið höf-
uðið hátt“