Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR í íraska fram- kvæmdaráðinu náðu í gær sam- komulagi um bráðabirgðastjórnar- skrá og er stefnt að því að undirrita hana á morgun. Erfiðustu málin voru staða íslams, sjálfstjórn Kúrda og þátttaka kvenna í íröskum stjórn- málum. Fulltrúar helstu fylkinganna í framkvæmdaráðinu, sjíta, súnníta og Kúrda, lýstu yfir ánægju með samkomulagið og einnig fulltrúar ýmissa smærri hópa, til dæmis krist- inna manna. Fulltrúi Túrkmena, sem eru þriðja stærsta þjóðarbrotið í Írak, var hins vegar mjög óánægður og sagði samkomulagið mistök. Sagði hann Túrkmena ekki geta fall- ist á, að þeir væru skilgreindir sem minnihlutahópur. Í bráðabirgðastjórnarskránni, sem er í 60 liðum, er kveðið á um réttindi borgaranna, til dæmis tján- ingarfrelsi, trúfrelsi og fundafrelsi. Þar segir einnig, að íraski herinn skuli vera undir borgaralegri stjórn og almennar þingkosningar eiga að fara fram ekki síðar en fyrir lok jan- úarmánaðar 2005. Viðkvæmasta málið í umræðunum um stjórnarskrána var staða íslams og varð það niðurstaðan, að ísl- amstrú yrði ein af undirstöðum hennar og óheimilt verður að setja lög, sem ganga gegn henni. Áður hafði Paul Bremer, ráðsmaður Bandaríkjastjórnar í Írak, hótað að beita neitunarvaldi ef stjórnarskráin yrði eingöngu byggð á íslam og rétt- indi annarra hópa virt að vettugi. Kúrdistan verður sambandslýðveldi Með stjórnarskránni er staða Kúrdistans sem sambandslýðveldis tryggð og jafnframt er opnað fyrir, að önnur héruð geti öðlast þá stöðu einnig. Kemur það til kasta nýrrar bráðabirgðastjórnar að fjalla um það. Eitt merkilegasta ákvæðið er, að konum skuli tryggður fjórðungur þingsæta á nýju þingi og því fyrsta, sem kosið verður beint. Höfðu sam- tök þeirra að vísu krafist 40% þing- sæta en hlutfall þeirra verður samt hærra en í nokkru öðru landi í Mið- Austurlöndum. Samkomulag um stjórnar- skrá í Írak Tryggir tjáningar- og trúfrelsi og konur fá 25% þingsæta Bagdad. AFP. HVER ræðumaðurinn á fætur öðr- um fer upp í púlt og talar. Alls tekur gríðarlega fjölmennur kvennafund- urinn meira en sjö tíma þar sem þátttakendur krefjast frelsis, lýð- ræðis og jafnréttis. Hins vegar fæst engin niðurstaða. Þær vita ekki hvernig þær eiga að ná fram þessum markmiðum í ofur- íhaldssömu samfélagi þar sem jafn- vel hámenntaðar konur þora ekki að brjóta gegn ströngum hefðum eða efast um gildi íslamskra laga. Ráðstefnan er til marks um ring- ulreiðina sem konur upplifa nú eftir stríðið í Írak. Tugir kvennahópa hafa orðið til eftir að stjórn Sadd- ams Hussein var komið frá völdum, en þær vita ekki hvernig þær geta krafist réttinda sinna. Á meðan setja stjórnmálamenn saman nýja stjórnarskrá sem markar framtíð þeirra. Tíminn er líka að hlaupa frá þeim því 30. júní nálgast óðum en þá munu Bandaríkjamenn færa stjórn landsins í hendur Íraka. „Það er ör- lítil von um lýðræði og hana eigum við að nota og koma kröfum okkar á framfæri,“ segir Samira Hussein sem er úr kvennahreyfingunni. Hún segir að eina leiðin til þess sé þó með því að „hvetja konur“ til að láta í sér heyra en það kann að taka fleiri ár. Raja al-Khuzaei er meðlimur íraska framkvæmdaráðsins og sjálf- kjörinn málsvari réttinda kvenna þar. Hún segist reyna að mæta á hvern einasta fund hjá nefndinni sem vinnur að því að búa til stjórn- arskrá, til að sjá til þess að kröfur þeirra gleymist ekki. En hverjar eru kröfurnar? „Að fá að kjósa, bjóða okkur fram, tala, velja okkur eiginmann… ég vona að þetta verði frjálslynd lög,“ segir hún. Eftir ráðstefnuna stendur al- Khuzaei á fætur og tilkynnir þær kröfur fundarins sem hún mun bera á borð fyrir stjórnarráðið: að konur verði 40% ríkisstjórnarinnar og þingsins og að ákvæði 137 verði fellt úr gildi. Harðlínumenn láta til sín taka Ákvæði 137 var samþykkt í íraska framkvæmdaráðinu fyrir jól en með því voru hin frjálslyndu lög um per- sónufrelsi, frá dögum Saddams, af- numin og þar með einnig lög um fjölskyldumál. Í staðinn var hverjum trúarhópi fyrir sig leyft að setja sín eigin lög en Abdul-Aziz al-Hakim, sjíti og harðlínuklerkur, sem stjórn- aði ráðinu í desember, þröngvaði ákvæðinu í gegn með því að nota sér fjarveru ákveðinna meðlima í ráðinu. Konur mótmæltu harðlega í kjöl- farið enda líklegt að ákvæðið skerði réttindin sem þær höfðu áður. Það hefur hins vegar ekki enn tekið gildi því Paul Bremer, æðsti stjórnandi Bandaríkjahers í Írak, sem þarf að undirrita öll ákvæði sem samþykkt eru í ráðinu, hefur ekki undirritað það og ekki sýnt nein merki um að hann hyggist gera það. Harðlínumaður úr röðum súnní- múslima, Mohsen Abdul-Hamid, sem nú fer fyrir ráðinu hefur einnig valdið áhyggjum hjá þeim sem bera hag kvenna fyrir brjósti því hann hefur krafist þess að íslam verði „grundvöllurinn“ að íröskum lögum. „Ég vil ekki að íslam verði eini grundvöllurinn,“ segir al-Khuzaei, kvensjúkdómalæknir sem ber þunna blæju. „Við viljum ekki verða eins og Íran.“ Hún er þó hörð á því að það sem íslam segi um rétt kvenna, t.d. hvað varðar arf og vitnaleiðslur fyrir rétti, eigi að vera í lögum. Í flestum útgáfum íslamskra laga, eða sharia, erfa konur einungis helming af því sem karlar erfa og vitnisburður eins karlmanns er á við vitnisburð tveggja kvenna. „Staðreyndum sem þegar eru í Kóraninum verður ekki breytt,“ segir al-Khuzaei. „En að öðru leyti erum við jöfn.“ Þegar hún er spurð hvernig konur geti verið jafnar mönnum er þær eru aðeins metnir sem hálfdrættingar á við þá, segir hún aðeins ákveðin: „Við munum aldrei breyta því. Þetta verður eins og það er ritað í Kóraninum.“ „Konur gleymnar“ Þetta viðhorf er ríkjandi hjá flest- um múslimakonum í Írak, ólíkt því sem er hjá stallsystrum þeirra í Íran sem eftir að hafa þolað tveggja ára- tuga íslamska stjórn, hafa komið af stað kraftmiklum umræðum og nýrri gagnrýnni túlkun á trúnni. Þar hefur öflugum hreyfingum íslamskra femínista tekist að koll- varpa mörgum hinna stífu laga sem áður takmörkuðu rétt kvenna, eins og t.d. lögum um forræðisrétt yfir börnum en áður fékk faðirinn alltaf fullt forræði. „Við getum ekki farið inn á svið Guðs,“ segir Suhair al-Saasi, lög- fræðingur í Bagdad. „Kóraninn sviptir mig ekki réttindum. Hann takmarkar þau aðeins.“ Þegar hún er spurð hvers vegna Guð segi að tvær konur þurfi til að bera vitni á móti hverjum einum karlmanni, hugsar hún sig um í nokkrar mínútur en segir síðan að það geti verið af því að „konur séu gleymnar“. Vill fá skilnað Samira Daeood, sem var á fund- inum, hafði hins vegar ákveðnar kröfur og frjálslyndu lögin frá tím- um Saddams virtust ekki einu sinni sanngjörn í hennar augum. Fyrir sex árum fékk eiginmaður hennar sér nefnilega aðra konu eins og Kór- aninn leyfir, af því að hún gat ekki átt börn. Hún segir að hann hafi ekki sinnt þeim skyldum sínum að koma jafn vel fram við hana og áður og ekki séð fyrir henni fjárhagslega eins og lög gera ráð fyrir. Reyndar hefur hún ekki heyrt frá honum í tvö ár og vill skilnað. „Ég vil ekki lög sem byggð eru á íslam að minnsta kosti ekki um allt, sérstaklega hvað varðar hjónaband og skilnað,“ segir Dawood sem er með blæju. „En við getum ekki mótmælt því, eða hvað?“ Íraskar konur í kapphlaupi við tímann Krafa þeirra er frelsi, lýðræði og jafnrétti AP Írösk stúlka, sem er of ung til að klæðast kufli, gengur hér með eldri frænkum sínum. Bagdad. AP. ’Að fá að kjósa,bjóða okkur fram, tala, velja okkur eiginmann… ég vona að þetta verði frjálslynd lög.‘ ÞRJÁTÍU metra hár loftbelgur í líki málarans Vicent van Gogh svífur hér yfir Sydney í Ástralíu. Stýra honum landar listamannsins, Hollendingar, sem ætla að taka þátt í árlegri loftbelgjahátíð í Canberra 6. til 15. þ. m. AP Van Gogh yfir Sydney FORSETI Rússlands, Vladímír Pút- ín, tilnefndi í gær nýjan forsætisráð- herra í stað Míkhaíls Kasjanovs sem hann vék úr embætti fyrir skömmu. Nýi ráðherrann er nær óþekktur maður, 53 ára gamall, og heitir Míkhaíl Fradkov. Hann er nú fulltrúi Rússa hjá Evrópusamband- inu en var áður yfirmaður skatta- lögreglunnar. Fradkov gegndi að sögn fréttave- fjar BBC tvisvar embætti við- skiptamálaráð- herra á tíunda áratugnum. Ákvörðunin kom á óvart en bent er á að Fradkov geti ef til vill verið bráðabirgðalausn, annar maður taki fljótlega við. Pútín sagði er hann skýrði frá ákvörðun sinni að erfitt hefði verið finna rétta manninn til að taka við af Kasjanov sem var síðasti liðsmaður fyrrverandi forseta, Borísar Jeltsín, í æðstu röðum. Víst er talið að Pútín verði endurkjörinn forseti 14. mars en fylgi við hann er um 80% í könn- unum. Stjórnmálaskýrendur segja aftur, að nú sé engu hægt að spá um það hver muni taka við af honum þegar næsta kjörtímabili hans lýkur árið 2008. Oft er talið að embætti for- sætisráðherra sé heppilegur stökk- pallur fyrir þá sem ala með sér vonir um forsetaembættið. Forsætis- ráðherra tilnefndur Míkhaíl Fradkov Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.