Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að kvóti Norðmanna úr norsk-íslenska síldarstofn- inum verði 470.250 tonn á þessu ári. Það er í samræmi við það hlutfall sem Norðmönn- um var ætlað að veiða samkvæmt sam- komulagi strandríkja við Norður-Atlants- haf frá árinu 1996 um veiðar úr stofninum. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segir að ekki sé búið að ákveða hvern- ig staðið verði að úthlutun til íslenskra skipa. Ekki hafi fengist opinber staðfesting frá Norðmönnum á þessari úthlutun. Heildarkvótinn í norsk-íslensku síldinni verður á þessu ári 825 þúsund tonn, sem er nokkur aukning frá síðasta ári. Líklegt má teljast að aðrar þjóðir fylgi fordæmi Norð- manna og haldi sig við samkomulagið frá árinu 1996. Þannig yrði heildarkvóti Íslend- inga á árinu 128.205 tonn eða um 25 þúsund tonnum meiri en í fyrra. Veiðar í uppnámi frá 2002 Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hafa verið í uppnámi frá árinu 2002 þegar Norðmenn settu fram kröfur um aukna hlutdeild í veiðunum. Samkvæmt sam- komulaginu frá árinu 1996 skiptist árlegur kvóti í norsk-íslensku síldinni þannig á milli ríkjanna að Norðmenn fá 57%, Ísland 15,54%, Rússland 13,62%, Evrópusam- bandið 8,38% og Færeyjar 5,46%. Norðmenn hafa sl. tvö ár gert kröfu um það að hlutur þeirra hækki úr 57% í 70%, en hlutur annarra ríkja minnki. Morgunblaðið/Sigurgeir Norsk-íslenska síldin Kvóti Íslands gæti aukist um 25.000 tonn  Norðmenn/13 Pharmaco á athugunarlista HLUTABRÉF Pharmaco hafa verið sett á athugunarlista Kauphallar Íslands. Kaup- höllin varaði við því í tilkynningu fyrir opn- un markaðar í gær að veruleg hætta væri á að ójafnræði gæti skapast eða hefði skapast meðal fjárfesta í tengslum við viðræður Pharmaco við þriðja aðila um kaup á fyr- irtæki. Á föstudag var lokað fyrir viðskipti með Pharmaco vegna mikillar hækkunar á gengi án sýnilegrar ástæðu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphall- arinnar, segir Kauphöllina hafa hvatt Pharmaco til að gefa frekari upplýsingar um þær viðræður sem fyrirtækið eigi í. Hann segir að óvissa ríki vegna upplýsinga sem virðist vera verðmótandi en almennir fjárfestar hafi ekki aðgang að. Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, for- stjóra Fjármálaeftirlitsins, hefur málið ver- ið tekið til skoðunar þar eins og gert sé við aðstæður sem þessar. Halldór Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri samskipta Pharmaco, segir að viðræðurnar séu á frumstigi og birting frekari upplýsinga að svo stöddu gæti haft skaðleg áhrif á gang þeirra. Hann segir að það að fyrirtækið sé á athugunarlista sé ekki merki um að neitt neikvætt hafi átt sér stað, heldur aðeins merking til að vekja at- hygli fjárfesta á að líklegt sé að frétta sé að vænta sem geti haft áhrif á verð bréfanna. Gengi bréfa Pharmaco lækkaði um 6,6% í gær og er nú 45.  Veruleg hætta/12 HESTAR eru kynjaskepnur og misjafnir að skapgerð, en víst er að margir hestar eru gæddir skopskyni og er oft stutt í glottið á þeim. Þá er oft talað um hrossahlátur þegar menn hlæja hátt og með látum. Sigurður Sig- mundsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Flúðum og hestaljósmyndari, hefur afar gott lag á hestum og umgengst þá mjög mikið. Sigurður brá á leik með vinum sínum á dög- unum og gantaðist við þá og var ekki laust við að hann vekti mikla kátínu með ærslum sínum. Morgunblaðið/RAX Hrossahlátur á Flúðum HÁSKÓLINN í Reykjavík stefnir að því að hefja kennslu í verkfræði haustið 2005. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor skólans, segir að undirbún- ingur sé það langt á veg kominn að kennslan gæti hafist næsta haust, en að afstaða mennta- málaráðuneytisins liggi ekki enn fyrir. Námskrá er tilbúin í grófum dráttum og segir Guðfinna að hægt yrði að taka um 50 nemendur á fyrsta ári. Alls gæti deildin orðið um 300 manna deild. Nemendur myndu útskrifast með BS-próf í verkfræði. Þá er einnig í skoðun að hefja kennslu í kennslufræðum við skólann, en Guðfinna segir að mikið sé þrýst á skólann að gera það. Háskólaráð HR samþykkti árið 2001 að stofna verkfræðideild og var þá hafist handa við skipu- lagningu námsins. Guðfinna segir ástæðu þess að skólinn vilji hefja kennslu í verkfræði vera að ekki sé annað hægt en gefa íslenska skólakerfinu falleinkunn hvað varðar tækni- og verkfræði- nám. „Þar skipum við okkur á bekk með þeim þjóðum sem hvað minnst leggja áherslu á þessa menntun í heimi. Ef litið er á hversu margir há- skólastúdentar útskrifast úr verkfræði- og tæknigreinum þá er það ekki nema lítill hluti, u.þ.b. 6–7% af heildarfjölda þeirra sem útskrif- ast,“ segir hún. Á Norðurlöndunum er hlutfallið á bilinu 20–30%. Of lítil áhersla á tæknimenntun Verkfræði er í dag kennd við Háskóla Íslands, en Guðfinna segist vel telja svigrúm fyrir HR að koma þar inn. „Við gætum alveg byrjað í haust ef okkur væri leyft, en það þarf bara að semja við ráðuneytið,“ segir Guðfinna. Hún segir að ekki sé búið að ráða kennara sérstaklega til starfa við deildina, en bætir við að við tölvunarfræðideild skólans séu þó nokkrir verkfræðingar að störf- um. Guðfinna telur að of lítil áhersla hafi verið lögð á tækni- og verkfræðimenntun hér á landi, en of mikil áhersla á hug- og félagsvísindi. „Við höfum lagt hér mikla áherslu á nýsköpun og upp- byggingu atvinnulífsins og að stúdentar sem héðan eru útskrifaðir kunni til verka við að búa til störf og fyrirtæki,“ segir Guðfinna og bætir við að þá komi verkfræðiþekking vel að notum. Vilja bjóða nám í kennslufræðum Þá er á teikniborðinu að taka upp nám í kennslufræðum. Háskólaráð hefur ekki afgreitt umfjöllun um slíka deild, en Guðfinna segir að stjórnendur HR séu stanslaust hvattir til þess að hefja nám fyrir kennaraefni. „Það er tvennt sem ég hef á þessu stigi mikinn áhuga á að gera. Það er annars vegar að mennta raungreinakennara, taka vel menntað raungreinafólk og bæta kennslufræðinni ofan á þá kunnáttu. Hins vegar er spennandi að kenna alls konar kennslufræði- lega nálgun og kennslutækni sem við vitum að virkar en hefur ekkert verið kynnt hérna heima svo ég viti til,“ segir Guðfinna og bætir við að há- skólaráði verði sýndar þessar hugmyndir á næstunni. Háskólinn í Reykjavík vill bjóða nám í verkfræði og kennslufræði Stefnt að því að hefja kennslu í verkfræði 2005 KÁRI Stefáns- son, forstjóri Ís- lenskrar erfða- greiningar, hefur keypt 15% eign- arhlut í Norður- ljósum, sem reka m.a. Stöð 2 og Bylgjuna. Eftir kaupin er Kári næststærsti hluthafi fé- lagsins en Baugur Group er stærsti eignaraðilinn og á rúm 28%. Skv. upplýsingum Sigurðar G. Guðjónssonar, forstjóra Norð- urljósa, keypti Kári allt óselt hlutafé félagsins eða 10,8%, auk hluta af Baugi Group og fleiri að- ilum í hluthafahópnum en við þau viðskipti lækkaði eignarhlutur Baugs úr 30% í rúm 28%. „Það er alltaf gott að fá nýja hluthafa. Eignaraðildin er orðin dreifðari,“ sagði Sigurður í gær. Ekki er gefið upp hvert er kaupverð hlutarins eða gengi í viðskiptunum að sögn Skarphéð- ins Bergs Steinarssonar stjórnar- formanns en hann segir nafnverð hlutafjár félagsins nema rúmum þremur milljörðum kr. Við hluta- fjáraukningu félagsins hefur verið gert ráð fyrir að einn milljarður komi inn í félagið í peningum og kaupir Kári hlut af því að sögn Skarphéðins. Kári Stefánsson kaupir 15% í Norðurljósum Kári Stefánsson ♦♦♦ HITI í febrúar mældist yfir með- allagi í Reykjavík og var hann 23. mánuðurinn í röð þar sem hiti mælist fyrir ofan meðallag sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofu Íslands. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings mældist hiti í nýliðnum febrúar þó eilítið lægri en í fyrra, var 0,9 gráður nú en 2 gráður í fyrra. Meðalhiti í Reykjavík í febrúar er 0,4 gráður. Að sögn Trausta settu nokkrir mjög kaldir dagar fyrri hluta mánaðarins strik í reikninginn. Yfir meðallagi í 23 mánuði Hiti í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.