Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 25
SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld
risu menn úr sætum og klöppuðu Ís-
lenska dansflokknum óspart lof í
lófa. Yfirskrift sýningarinnar er
Lúna en það var jafnframt heiti
fyrra dansverks kvöldsins sem er
eftir Láru Stefánsdóttur. Láru þarf
vart að kynna en hún er einn af af-
kastameiri danshöfundum landsins.
Verk hennar samanstendur af fjór-
tán dönsurum. Viðfangsefnið er lífs-
valsinn sjálfur; ástin, þráin, vonin,
baráttan og gleðin undir björtu
tunglskini. Tónlistin, Cyrano er eftir
Hjálmar H. Ragnarsson. Hún var
flutt af Rússíbönunum en er upphaf-
lega samin fyrir leikrit um Cyrano
de Bergerac. Tungl í fyllingu blasti
við áhorfendum uppsviðs og hljóm-
sveitin hafði komið sér fyrir aftar-
lega á sviðinu. Verkinu er skipt eftir
tónlistinni í stutta samtengda kafla.
Kvendansarar í ljósum kjólum í anda
rómantíska tímans og karldansarar
birtust á sviðinu. Þau mynduðu
hringlaga form undir tunglskininu
sem síðar leystist upp. Dansari sem
túlka mátti sem eins konar príma-
donnu hópsins dansaði sóló og söng
angurvært. Karlmenn tókust á.
Kona dansaði tregafullt sóló og karl-
dansari lagði sig fram við að lesa í
óræða hegðun kvenna sem oft
hreyfðu sig skoplega í ætt við hænur
og aðrar hópsálir. Ungir og nýir
meðlimir dansflokksins voru í for-
grunni verksins. Þeir nutu sín vel á
sviðinu. Angurvær söngur Nadiu
Banine í lok verksins var eftirminni-
legur. Kaflinn var stuttur og sam-
anstóð af söng Nadiu með innkomu
annarra dansara. Kaflinn dróst sam-
an með söngnum eitt augnablik og
leiddi út í næsta atriði. Þetta stutta
atriði þjónaði vel sínum tilgangi og
var fallegt og hnitmiðað. Hlutverk
Nadiu var notað sparlega. Þegar hún
birtist á sviðinu beindist öll athyglin
að henni. Innkoma hennar dró úr
hraðanum í verkinu og beindi athygli
áhorfenda á aðra braut. Guðmundur
Helgason vakti kátínu meðal áhorf-
enda í hlutverki karlmannsins sem
reynir að lesa í hegðun kvennanna
og dansararnir, ásamt nýliðum
flokksins fóru vel með hlutskipti sitt.
Gleði þeirra og öryggi var eftirtekt-
arverð. Valgerður Rúnarsdóttir og
Steve Lorenz sem hlotið hafa sýn-
ingarreynslu með dansflokknum
vöktu athygli. Þeim fer ört fram og
öll tjáning þeirra var með miklum
ágætum. Rómantískir, léttir og fal-
legir búningarnir voru andstæða við
hreyfingarnar í verkinu sem voru
stórar og grófar. Höfundur notaði
gólfið mikið til að veltast um á. And-
stæða hreyfinganna við íhaldssama
búningana fór vel saman. Sviðið varð
líflegra en ella með tilkomu Rússí-
bananna. Þó hafði lifandi tónlistar-
flutningurinn ekkert úrslitavald fyr-
ir góða útkomu dansverksins.
Tónlistin, sem var leiðandi afl í verk-
inu lagði línurnar um framvinduna.
Kaflaskiptingin í tónlistinni og það
hve tónlistin var dansandi hafði mik-
ið að segja um vel heppnaðan heild-
arsvipinn. Dansverkið var fullt af
gleði, gáska og léttleika og ákaflega
vel dansað. Dansgerðin var hnitmið-
uð og ólíkum hreyfingunum þjappað
saman þannig að heildrænt útlit náð-
ist í dansgerðinni. Þetta var vel lukk-
að dansverk sem ánægjulegt var að
upplifa.
Þrá mannfólksins
Verk belgíska danshöfundarins
Stijn Celis var seinna verk á dag-
skrá. Í því fjallar höfundur um þrá
mannfólksins eftir einhverju betra í
lífinu. Hvort það sem það sækist eft-
ir uppfylli þrána er áhorfendum látið
eftir að dæma um. Tónlistin er úr
frægum rómantískum ballett, Chop-
iniana síðar Les Sylphides við tónlist
eftir Frederick Chopin. Upphaflegu
dansgerðina við Chopiniana samdi
ekki minni maður en Mikhail Fokine
brautryðjandi klassíska ballettsins á
síðustu öld. Á sviðinu lágu trédrumb-
ar á víð og dreif. Dansari í óklæðileg-
um slopp með svart þröngt höfuðfat
og yfirvararskegg arkaði inn á sviðið
með hreyfingum í ætt við Chaplin.
Aulalegt yfirbragðið var allsráðandi
og brátt bættust fleiri þöngulhausar
í hópinn. Þeir öpuðu upp hver eftir
öðrum vitleysu og eins konar vinnu-
ferli og líktust æ meir hópdýrum
sem herma hvert eftir öðru hugsun-
arlaust. Loks tók einn úr hópnum sig
til og gerðist frumlegur og ekki leið á
löngu þar til nýtt eftiröpunarferli
með tilheyrandi hópþrýsingi ekki
ólíkt því fyrra var hafið. Ferlinu
mætti líkja við tískuna og hvernig
mannfólkið eltist við hana, hugsun-
arlaust. Hreyfingarnar sem mynda
dansgerð Celis eru óneitanlega
nauðalíkar dansgerð Svíans Mats
Ek, fyrrum stjórnanda Cullberg-
ballettsins í Stokkhólmi. Skopleg og
leikræn túlkunin er einnig náskyld
því sem eftir fyrrnefndan höfund
liggur. Það var furðulegt að sjá verk
Celis svo líkt er það verkum Mats
Ek. Það er óhætt að segja að höfund-
urinn er undir miklum áhrifum frá
starfsbróður sínum í Svíþjóð. Engu
að síður var verkið bráðskemmtilegt
áhorfs. Dansararnir fóru létt með
dansgerðina sem er með eindæmum
athyglisverð og eingöngu mjög
tæknilega færir dansarar ráða við.
Katrín Á. Johnson fór á kostum í
túlkun sinni og hafði dansgerðina al-
gerlega á sínu valdi svo unun var á að
horfa. Seinni hluti verksins endar í
langri senu þar sem óspart er gert
grín að klassíska ballettinum og þá
ballettverkinu Chopiniana. Grínið
var á mörkum þess að keyra úr hófi
fram og verða að fíflalátum. Engu að
síður má klassíski ballett síðustu ald-
ar vel við þessu gríni. Hann má við
því vegna þess að hann býður upp á
það. Sannleikurinn er engu að síður
sá að þrátt fyrir allt stendur listform
hans enn fyrir sínu.
Það er óhætt að segja að áhorf-
endur hafi komið glaðir út af þessari
sýningu. Hún er þess virði að sjá.
Næsta sýning er fimmtudaginn 4.
mars.
Sálarinnar næring – lífsins elexír!
Lilja Ívarsdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
„Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi komið glaðir út af þessari sýn-
ingu. Hún er þess virði að sjá,“ segir Lilja Ívarsdóttir í umsögn sinni.
LISTDANS
Íslenski dansflokkurinn
LÚNA
Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Tón-
list: Hjálmar H. Ragnarsson. Sviðsmynd
og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýs-
ing: Kári Gíslason. Flytjendur tónlistar:
Rússíbanar: Guðni Franzon, Jón Skuggi,
Kristinn H. Árnason, Matthías M.D. Hem-
stock, Tatu Kantomaa. Aðstoðarmaður
danshöfundar: Ingo Diehl. Dansarar: Að-
alheiður Halldórsdóttir, Guðmundur
Helgason, Hannes Þór Egilsson/
Guðmundur Elías Knudsen, Hjördís Örn-
ólfsdóttir, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á.
Johnson, María Lovísa Ámundadóttir,
Nadia Katrín Banine, Peter Anderson,
Saga Sigurðardóttir, Steve Lorenz, Tanja
Marín Friðjónsdóttir, Unnur Elísabet
Gunnarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir.
Æfing í Paradís
Danshöfundur: Stijn Celis. Tónlist:
Frederick Chopin. Útsetning: Roy Dougl-
as. Sviðsmynd og búningar: Stijn Celis.
Lýsing: Kári Gíslason. Aðstoðarmaður
danshöfundar: Ingo Diehl. Dansarar: Guð-
mundur Helgason, Guðmundur Elías
Knudsen, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á.
Johnson, Nadia Katrín Banine, Peter And-
erson, Steve Lorenz, Valgerður Rúnars-
dóttir.
Borgarleikhúsið. Föstudagurinn 27. febr-
úar 2004.
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 25
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Náðu toppformi
með Silhouette
fyrir sumarið
Silhouette er framleitt til að virka
á þau svæði líkamans sem eru
mest útsett fyrir fitu og uppsöfnun
á fituvef, svo sem mjöðmun, rass-
kinnum, lærum og á kviðnum.
Silhouette inniheldur 4% súrefni
sem gefur öflugt nudd og nær-
ingu til að losa um fitu og úr-
gangsefni innan frá, viðheldur
heilbrigðri, teygjanlegri og fallegri
húð.
Gefur öfluga rakagjöf sem endist
allan daginn. Vinnur á sliti undan
og eftir meðgöngu og einnig eftir
megrun.
...fegurð og ferskleiki...
Kynningar í Lyf og heilsu:
Þriðjudaginn 2. mars Melhaga
Miðvikudaginn 3. mars Firði
Fimmtudaginn 4. mars Mjódd
Föstudaginn 5. mars Kringlu
20% kynningarafsláttur af Súrefnisvörum Karin Herzog w
w
w
.k
a
ri
n
h
e
rz
o
g
.c
h
Villibirta nefnist sakamálasaga eftir
sænska rithöfundinn Lizu Marklund í
þýðingu Önnu Ingólfsdóttur. Bókin
heitir Prime time á
frummálinu. Þrjár
bækur eftir Lizu
Marklund hafa áð-
ur komið út á ís-
lensku hjá Máli og
menningu:
Sprengivargurinn,
Stúdíó sex og
Paradís. Bæk-
urnar eru allar sjálfstæðar sögur en
rauði þráðurinn er líf blaðakonunnar
Anniku Bengtzon. Villibirta fjallar um
frægðarljómann og hversu dýrkeyptur
hann er, samkeppni fjölmiðlafyr-
irtækja og innherjaviðskipti. Sjón-
varpsstjarna er myrt og eru sam-
starfsmenn hennar grunaðir, m.a.
vinkona blaðamannsins Anniku
Bengtzon. Annika dregst inn í valda-
togstreitu á fjölmiðlamarkaðinum.
Síðan er spurningin um hvernig geng-
ur að njóta sín í vinnunni og viðhalda
fögru fjölskyldulífi.
Liza Marklund hefur fengið fjölda
verðlauna og viðurkennigna. Bækur
hennar hafa nú selst í yfir 5 milljón
eintökum í 115 löndum á 26 tungu-
málum. Villibirta var ein vinsælasta
skáldsaga heims árið 2002 skv.
bandaríska nettímaritinu Publishing
Trends, og trónar gjarnan efst á sölu-
listum bókabúða víða um heim. Ný-
lega kom út fimmta bókin um Anniku,
Úlfurinn rauði (Den röda vargen) og
hefur hún einnig tekið sér sess á fyrr-
nefndum heimslista. Áformað er að
gefa hana út á íslensku í haust.
Sjötta og síðasta bókin í röðinni kem-
ur út í Svíþjóð nú í vor. Colin Nutley
hefur kvikmyndað tvær sögur hennar,
Sprengivarginn og Paradís.
Útgefandi er nýtt bókaforlag, ARI út-
gáfa. Bókin er 360 bls., prentuð í
Odda hf. Pétur Baldvinsson, teiknari,
hannaði útlit og Diljá Þórhallsdóttir
auglýsingahönnuður annaðist um-
brot. Verð: 1.790 kr.
Sakamálasaga
Norræna húsið kl. 12:05 Valur
Ingimundarson sagnfræðingur
heldur erindi í fyrirlestraröð Sagn-
fræðingafélags Íslands, „Hvað er
(um)heimur?“ Erindið nefnist
„Nýju stríðin“. Aðgangur er ókeyp-
is.
Í erindinu verður fjallað um eðli
stríðsrekstrar eftir að kalda stríð-
inu lauk. Sjónum verður beint að
kenningu Mary Kaldor um „nýju
stríðin“ og „einkavæðingu“ hern-
aðar, en einnig að hlutverki banda-
rískra hátækni- eða „sýning-
arstríða“ og verndar- og
hernámssvæða á vegum al-
þjóðastofnana og vestrænna ríkja.
Valur Ingimundarson er dósent í
sagnfræði við Háskóla Íslands.
Jón forseti kl. 21 Skálda-
spírukvöld. Davíð Á. Stefánsson,
Ófeigur Sigurðsson, Fríða Bonnie
Andersen, Hörður Gunnarson og
Kristín Ómarsdóttir lesa ljóð.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Slagverk á háskólatónleikum
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor-
ræna húsinu á morgun, miðvikudag,
leika slagverksleikararnir Frank
Aarnink og Steef van Oosterhout
verk eftir Ton de Leeuw og Astor
Piazzolla. Tónleikarnir hefjast kl.
12.30. Aðgangseyrir er 500 kr. en
ókeypis er fyrir handhafa stúdenta-
skírteina.
Ton de Leeuw (1926–1996) var eitt
af fremstu tónskáldum Hollands.
Hann var mikill áhuga- og fræðimað-
ur um austræna tónlist og menningu
sem hafði áhrif á mörg verk hans.
Meðal nemenda hans voru Gunnar
Reynir Sveinssson, Jónas og Haukur
Tómassynir og Snorri Sigfús Birg-
isson.
Ton de Leeuw kom til Íslands á
UNM-hátíðina 1982 þar sem nokkur
verk eftir hann voru flutt.
Astor Piazzolla (1921–1992) samdi
þriggja kafla tangósvítu fyrir gít-
ardúó 1984. Bandaríkjamaðurinn
Kevin Super umritaði verkið fyrir
ásláttarhljómborð. Á þessum tón-
leikum verður annar kaflinn leikinn.
KARLAKÓRINN
Fóstbræður efnir til
árlegra vortónleika
sinna í Langholts-
kirkju í kvöld og
annað kvöld kl. 20
og á laugardag kl.
16.
Á tónleikunum
mun kórinn m.a.
flytja lög eftir Jón
Ásgeirsson, fyrrver-
andi söngstjóra kórs-
ins, í tilefni af 75 ára
afmæli hans nýverið.
Vegna vænt-
anlegrar utanferðar
kórsins til Péturs-
borgar í Rússlandi í júní mun
kórinn flytja hluta verksins Öedi-
pus Rex eftir Stravinskíj, sem
hann mun flytja ytra
ásamt fílharm-
óníuhljómsveit borg-
arinnar og fimm ein-
söngvurum frá
fjórum þjóðlöndum,
þar af tveimur ís-
lenskum.
Elín Ósk Ósk-
arsdóttir er annar
þeirra einsöngvara
en hún mun einnig
koma fram á vortón-
leikunum.
Aðrir einsöngvarar
á þessum tónleikum
eru Stefán Helgi
Stefánsson og Smári
Sigurðsson.
Stjórnandi Fóstbræðra er Árni
Harðarson.
Árlegir vortón-
leikar Fóstbræðra
Jón Ásgeirsson
Fréttir
í tölvupósti