Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 19 - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 8.000kr. Bókaðu fyrir 15. mars ogtryggðu þér 8.000 kr. afsláttí valdar brottfarir. afsláttur ef þú bókar strax. Beint vik ulegt leiguflug Þúsundir Íslendinga hafa heimsótt þennan heillandi áfangastað til að njóta sólar og alls hins besta er finna má á eftirsóknarverðum sumarleyfisstöðum suður Evrópu. Gylltar vogskornar strendur Algarve eiga fáa sína líka hvað snertir náttúrufegurð og eru samanlagt 270 km að lengd. Ánægðir farþegar Terra Nova skipta þúsundum. Vinsælasti áfangastaður Terra Nova Frá kr. 43.890 M.v. 2 í studio á Cantinho do Mar, 26. maí - vikuferð með 8.000 kr. afslætti. Frá kr. 36.195 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára á Cantinho do Mar, 26. maí - vikuferð með 8.000 kr. afslætti. Portúgal Algarve KA-MENN hafa ástæðu til að brosa breitt þessa dagana eftir að hand- knattleikslið félagsins í meistara- og 2. flokki urðu bikarmeistarar um helgina. Í báðum tilfellum voru það Framarar sem urðu að lúta í gras fyrir KA-mönnum, sem höfðu mikla yfirburði í báðum leikjunum. Sjö handknattleiksmenn KA urðu tvöfaldir meistarar, á laugardag með meistaraflokki og á sunnudag með 2. flokki. Þetta eru þeir Arnór Atlason, Einar Logi Friðjónsson, Ingólfur Axelsson, Árni Björn Þór- arinsson, Magnús Stefánsson, Andri Snær Stefánsson og mark- vörðurinn Stefán Guðnason. Einnig tóku þeir Jóhannes Bjarnason, þjálfari meistaraflokks, og Reynir Stefánsson, þjálfari 2. flokks og að- stoðarþjálfari meistaraflokks, þátt í báðum leikjunum. Vissum að við værum sterkari Ingólfur Axelsson, fyrirliði 2. flokks, sagði að fyrir leikinn á sunnudag hefðu liðin mæst þrívegis í vetur, KA unnið tvo leiki og jafn- tefli í einum leik. „Við vissum að við værum mun sterkari en þeir og þetta var því í raun búið áður en við mættum til leiks. Eftir að stað- an var 2:2 tókum við leikinn í okkar hendur, komumst í 10:4 og unnum svo öruggan sigur. Það var búið að ákveða það fyrir tímabilið að vinna bikarinn í báðum þessum flokkum og þetta er toppurinn. Þetta var líka eini titillinn í yngri flokkunum sem við áttum eftir að vinna.“ Það mæddi mikið á þeim Arnóri og Einari Loga um helgina, enda leika þeir stórt hlutverk í báðum í flokkum. Arnór skoraði 13 mörk í meistaraflokksleiknum en Ingólfur sagði að hann hefði verið heldur rólegri daginn eftir og skoraði þá aðeins fjögur mörk. „Aðrir voru mjög hressir og það var ekki hægt að sjá að við hefðum verið að halda upp á bikarsigurinn daginn áður.“ Reynir þjálfari sagði að menn væru í skýjunum eftir þessa frá- bæru helgi. „Þetta er virkilega gaman og ekki síst fyrir þá stráka sem eru að fara að leika erlendis [Arnór Atlason og Einar Loga Frið- jónsson]. Þá er þetta líka ein- staklega ánægjulegt fyrir mig sem fyrrverandi Framara.“ Reynir, sem flutti til Akureryrar árið 1998, er uppalinn Framari og lék með yngri flokkum félagsins. Hann þjálfaði einnig yngri flokka félagsins í 12– 13 ár og þjálfaði m.a. nokkra þeirra sem spiluðu með meist- araflokki félagsins gegn KA á laug- ardag. Allir leikmenn KA komu norður eftir sigurinn á laugardag til að fagna með sínu fólki en daginn eft- ir fóru leikmenn 2. flokks og þjálf- ararnir suður aftur í hinn bikars- laginn. Þeir þurftu svo að keyra norður eftir leik og voru komnir til bæjarins á fimmta tímanum í fyrri- nótt. Framundan er lokabaráttan á Ís- landsmótinu í handknattleik og þar ætla KA-menn sér stóra hluti í báð- um flokkum. „Við höfum sett stefn- una á að vinna tvöfalt, við eigum titil að verja í 2. flokki og titlil að krækja í í meistaraflokki,“ sagði Reynir þjálfari. Sjö leikmenn og þjálfarar KA tvöfaldir bikarmeistarar í handbolta Stefnan sett á tvöfaldan sigur á Íslandsmótinu Morgunblaðið/Kristján Tvöfaldir bikarmeistarar: Glaðbeittir KA-menn með sigurlaun helgarinnar, fremri röð frá vinstri, Stefán Guðna- son, Árni Björn Þórarinsson, Einar Logi Friðjónsson og Arnór Atlason. Aftari röð frá vinstri, Reynir Stefánsson, Magnús Stefánsson, Andri Snær Stefánsson, Ingólfur Axelsson og Jóhannes Bjarnason. Lögfræðitorg | Ágúst Þór Árnason flytur í dag fyrirlestur á Lög- fræðitorgi Háskólans á Akureyri. Fyrirlesturinn ber heitið Stjórnar- skrá: Stjórnmál eða lögfræði, og hefst kl. 16.30 í stofu 24 í Þingvallastræti 23. „Nú þegar sextíu ár eru liðin frá stofn- un lýðveldisins hef- ur enn ekki tekist að endurskoða stjórnarskrána með þeim hætti sem lofað var í aðdraganda lýðveldisstofn- unarinnar,“ segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. „Í erindi sínu á Lögfræðitorgi ætlar Ágúst Þór Árnason að fjalla um þá hugmyndafræði sem liggur að baki því að ríki byggi stjórnskipan sína á sérstökum lagabálk sem vana- lega er saminn og samþykktur með vandaðri hætti en önnur lög og kall- aður er stjórnarskrá upp á íslensku.“    Mat í leikskólastarfi | Kristín Dýrfjörð, lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri, flytur erindi á fræðslufundi á vegum Skólaþróun- arsviðs deildarinnar í dag, þriðju- daginn 2. mars, í Þingvallastræti 23. Hann nefnist: Ytra mat í leikskóla- starfi. Í fyrirlestrinum fjallar Krist- ín um hluta af MA-rannsókn sinni við HÍ á viðhorfum hagsmunaaðila leikskólans til ytra mats mennta- málaráðuneytisins. Fræðslufund- urinn hefst kl. 16.15 í stofu 16.    Brotist inn | Brotist var inn í Blómahúsið við Hafnarstræti á laug- ardagsmorgun og við það fór þjófa- varnarkerfið í gang. Öryggisvörður frá Securitas og lögreglan komu á staðinn skömmu síðar en þjófurninn var þá á bak og burt. Ekki var að sjá að hann hefði tekið annað en nokkr- ar flöskur af Víking léttbjór, segir í yfirliti lögreglu um helstu verkefni. Þá kemur einnig fram að tvær minniháttar líkamsárásir hafi komið til kasta lögreglunnar og eitt fíkni- efnamál.    Þetta er ágætt starf fyrir þásem það hentar, en vissu-lega hentar það ekki öll-um. Mér hefur alltaf líkað vel,“ sagði Hreinn Tómasson sem bauð starfsfélögum sínum í Slökkvi- liði Akureyrar upp á veglegar veit- ingar í tilefni af því að 30 eru eru um þessar mundir liðin frá því hann hóf að ganga vaktir hjá slökkviliðinu. Gamlir félagar, m.a. þeir sem voru með honum á fyrstu vaktinni fyrir þremur áratugum, þeir Gunnlaugur Búi Sveinsson og Víkingur Björns- son, drukku síðdegiskaffi með Hreini á stöðinni í gær. Erling Þór Júlínusson afhenti Hreini af þessu tilefni dagbókarfærslu sem gerð var að lokinni fyrstu vaktinni, en í þá daga tíðkaðist að menn handskrif- uðu nöfn sín á þar til gert skjal að lokinni vakt. „Það var grenjandi stórhríð fyrsta daginn minn hjá liðinu,“ sagði Hreinn, en hann hóf störf 27. febrúar árið 1974. „Við fórum m.a. í sjúkra- flutning fram að Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit,“ sagði Hreinn þeg- ar hann var inntur eftir því hvort eitthvað hefði borið til tíðinda á fyrstu vaktinni. Þeir böðluðust tveir fram í fjörð, hann og Víkingur á aft- urhjóladrifnum bíl, „það gekk ágæt- lega, Víkingur er svo góður bíl- stjóri,“ sagði hann. „Við sluppum í það minnsta klakklaust báðar leiðir.“ Áður starfaði Hreinn í 8 ár í Áhalda- húsi bæjarins, „Marri réð ekkert við hann,“ sagði Gunnlaugur Búi og glotti um leið og hann stakk upp í sig vænum bita af rjómatertu. Vísaði þar til Hilmars Gíslasonar sem um áratugaskeið var bæjarverkstjóri á Akureyri. „Þess vegna var hann sendur til okkar.“ Allir eiga fé- lagarnir að baki langt starf við Slökkvilið Akureyrar, Gunnlaugur Búi var þar í 50 ár og Víkingur var þar næstum jafnlengi, en Hreinn er enn að. „Jú, þeir eru nokkrir,“ sagði hann spurður um helstu eldsvoða sem hann hefur barist við ásamt fé- lögum sínum. Nefndi m.a. mikinn bruna á Gullbrekku í Eyjafjarð- arsveit, Vör, Sjallanum og í Breka. Mér hefur alltaf líkað vel Morgunblaðið/Kristján Gamlir samstarfsmenn: Hreinn Tómasson slökkviliðsmaður fyrir miðju með þeim Víkingi Björnssyni t.v. og Gunnlaugi Búa Sveinssyni. Þrjátíu ár eru um þessar mundir frá því Hreinn Tóm- asson fór að ganga vaktir hjá Slökkviliði Akureyrar Óhöpp í umferðinni | Sex umferð- aróhöpp urðu í umdæmi lögreglunn- ar á Akureyri um helgina. Engin slys á fólki urðu í þeim óhöppum en nokk- urt eignatjón. Lögreglan hafði af- skipti af fjölda ökumanna fyrir ýmis umferðarlagabrot. Sex voru m.a. kærðir fyrir of hraðan akstur, átta fyrir að vera ekki með bílbelti, þrír fyrir að vera með of marga farþega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.