Morgunblaðið - 02.03.2004, Page 23
OF ÞUNGIR karlar hafa minna af
karlhormóninu testósteróni en þeir
grönnu, að því er norsk rannsókn
hefur sýnt fram á og greint er frá á
vefnum Forskning.no.
Johan Svartberg gerði rannsókn
á um 1.500 karlmönnum á aldrinum
25 til 84 ára og fann skýra fylgni á
milli ofþyngdar og lítils te-
stósteróns. Hins vegar er ekki ljóst
hvort það er testósterónmagnið sem
hefur áhrif á þyngdina eða öfugt.
Testósterón hefur áhrif á tilfinn-
ingar og ef karlar eru með of lítið
testósterón geta þeir orðið slappir,
Einkenni: Testósterón hefur áhrif á tilfinningar og ef karlar eru með of lít-
ið testósterón geta þeir orðið þreyttir, þunglyndir og misst löngun í kynlíf.
Þungir karlar með
of lítið testósterón
HEILSA þreyttir, þunglyndir og misst löng-
un í kynlíf. Að mati Svartberg gætu
margir öðlast meiri vellíðan með te-
stósterónmeðferð, en slíkt geti ein-
ungis þeir, sem hafa greinileg ein-
kenni of lítils testósteróns, gengist
undir í þeim tilgangi að draga úr
áhættu á að þeir fái sykursýki eða
hjartasjúkdóma.
Ekki hefur verið sýnt fram á or-
sök þess að testósterónmagn minnk-
ar hjá karlmönnum en töluverðar
sveiflur eru í því eftir árstíma og
aldursskeiði. Hvorki alkóhól né lík-
amsrækt virðist hafa áhrif en kaffi-
drykkja reyndist auka testósterón-
magnið að einhverju marki.
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 23
Hugrún Dögg Árnadóttirhefur safnað skóm í umþað bil 10 ár. „Ég kaupialla vega skó bara ef mér
finnst þeir fallegir. Ég kaupi þá hvar
sem er, í skóbúðum, á mörkuðum og
út um allan heim. Stundum koma
tímabil þegar ég er alltaf að rekast á
fallega skó, en svo getur líka liðið
langur tími á milli skókaupa þegar
mér finnst ég ekki sjá neitt spenn-
andi.“ Hugrún segist líka kaupa skó
sem passa ekki á hana, enda skipti
það ekki máli því hún gengur hvort
sem er ekki í fallegustu skónum. „Ég
er kannski alltaf að bíða eftir ein-
stöku tækifæri sem mér finnst þeir
verðskulda. “
Fyrst og fremst safngripir
„Skórnir eru fyrst og fremst safn-
gripir í mínum huga. Ég hef ekki ná-
kvæma tölu á fjölda skópara sem ég
á en þetta eru alla vega nokkur
hundruð pör. Mörg þeirra eiga sér
sögu því eldra fólk kemur gjarnan til
mín og vill að ég fái skó sem það hef-
ur átt og vill ekki fleygja. Þessum
skóm fylgir oftast einhver sérstök
saga.“
En hvar kemur Hugrún öllum
skónum fyrir?
„Reyndar hef ég ekki pláss fyrir
alla skóna mína og þeir eru því
geymdir í kössum hér og þar,“ segir
hún. „Ég vildi að ég gæti séð meira
af þeim og mig dreymir um að geta
haft þá sem mest uppi við, þó ekki
væri nema bara fyrir mig, en helst í
sýningarsal. Oft kemur reyndar fyr-
ir að ég raða mörgum þeirra upp til
að njóta þeirra.“
Þegar Hugrún er spurð að því
hvað þetta sé eiginlega með konur
og skó, hvort þetta sé eitthvað sál-
rænt, segist hún vera búin að velta
þessu mikið fyrir sér. „Já, skór og
konur. Það virðast vera órjúfanleg
tengsl þarna á milli því ég held að
90% kvenna hafi mikinn áhuga á
skóm. Mér finnst konur verða svo
glaðar þegar þær kaupa sér fallega
skó. Ég held að þessi áhugi tengist
alls ekki þunglyndi eða neinu slíku
heldur miklu frekar að konum finn-
ist gott að verðlauna sjálfar sig með
því að fá sér fallega skó. Skór eru
alla vega mikilvægir fyrir konur,
jafnvel ástríða hjá sumum, og það er
alltaf að koma meira upp á yfirborð-
ið. Það er til dæmis fjallað sér-
staklega um þessi tengsl í þáttum
eins og Beðmálum í borginni.“
Flestar kaupa skó til að ganga í
Hugrún segir að þótt sumar konur
séu frægar fyrir að safna skóm, eins
og til dæmis Imelda Marcos, kaupi
flestar konur sér skó til að ganga í.
– En karlar, hafa þeir ekki jafn
mikinn áhuga?
„Ég held ekki, þó einhverjir
þeirra eigi eflaust marga skó. Alla
vega hef ég aldrei séð karlmann falla
í stafi yfir fallegum skóm eins og
konur gera,“ segir hún.
Hugrún hefur rekið skóverslunan
Kron á Laugaveginum í fimm ár.
Þar selur hún bæði heilsuskó og
venjulega skó og lifir því og hrærist
með skóm alla daga. „Ég hef gott
tækifæri til að skoða alls konar skó
og það er mjög skemmtilegt að hafa
tækifæri til að kaupa inn fallega skó
fyrir verslunina. Það hjálpar líka að
ég hef haft brennandi áhuga á skóm
alveg frá unglingsárunum. Svo lærði
ég fatahönnun í París þar sem ég bjó
í nokkur ár og sem safnari þekki ég
allar gerðir af skóm. Allt þetta kem-
ur sér vel þegar ég er að leiðbeina
viðskiptavinunum í versluninni við
val á skóm,“ segir Hugrún Dögg
Árnadóttir.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Ji
m
S
m
ar
t
Morgunblaðið/Sverrir
Skósafnari: Hugrún Dögg Árnadóttir hefur ekki tölu á fjölda skópara sem
hún á en þau eru að minnsta kosti nokkur hundruð.
Morgunblaðið/Jim SmartMorgunblaðið/Jim Smart
Fellur í stafi yfir
fallegum skóm
Hvers vegna hafa margar konur
áhuga á skóm? Ásdís Haralds-
dóttir leitaði svara hjá Hugrúnu
Dögg Árnadóttur skókaupmanni
sem safnar líka skóm og sýnir þá
í Gerðubergi um þessar mundir.
asdish@mbl.is
ÁHUGAMÁL
Í ÞESSARI skoðun fékk ég stað-
festingu á því að ég væri komin
sex vikur á leið. „Sex vikur?“ sagði
pabbi þinn í spurnartón og ég sá
að í huganum var hann að reikna
út að fyrir sex vikum var hann úti
á sjó. „Já,“ svaraði ég mæðulega.
„Meðgönguvikurnar eru taldar frá
síðasta degi síðustu blæðinga sem
gera sex vikur hjá mér.“ Þetta
voru reyndar nýjar upplýsingar
fyrir mig líka, en mér fannst við
hæfi að tala við hann eins og þetta
væru upplýsingar sem allir ættu
að vita! Síðar reiknaði ég reyndar
út hvenær ég tel að þú hafir orðið
til. Það var nóttina sem pabbi þinn
byrjaði að hrjóta og því segi ég oft
í gríni: „ Já, já, hann bara barnaði
mig og fór að hrjóta sömu nótt, ég
átti mér því ekki undankomu auð-
ið!“ Þú átt tvö hálfsystkini. Systir
þín verður 12 ára á árinu, bróðir
þinn varð 6 ára í ársbyrjun. Þegar
systir þín fékk fréttirnar fór hún
fyrst og fremst að velta því fyrir
sér hvort þú yrðir stelpa eða strák-
ur. Ég held að það hafi verið
spenningur og hugsanlega smá af-
brýðissemi þarna fyrst um sinn.
Bróðir þinn var eiginlega fyndn-
ari. Hann fékk fréttirnar síðar, ég
var komin 16 vikur á leið og farið
að sjá verulega á mér. Hann hafði
ekki séð mig í töluverðan tíma og
þegar það kom loks að því var það
að morgni til í náttkjól. Eitthvað
hefur hann mælt mig út vegna
þess að í trúnaði sagði hann við
pabba ykkar: „Ekkert vera að
segja það við hana, en mér finnst
hún vera orðin svolítið feit!“ Við
pabbi þinn hlógum mikið að þessu
og sjálf hló ég mest að því hve
strákar læra það greinilega
snemma að tala ekki of hátt um
kílóin við okkur konurnar! Til að
fyrirbyggja allan misskilning og
sefa hégómann í mér, fannst mér
þetta rétti tíminn til að segja bróð-
ur þínum fréttirnar og spurði hann
því: „Hvað segirðu, finnst þér ég
vera orðin svolítið feit?“ Bróður
þínum dauðbrá við spurninguna,
pabbi hans hafði greinilega kjaft-
að frá. Eldrauður í framan stamaði
hann lágróma: „Já kannski soldið.“
Þegar ég útskýrði hið rétta fyrir
honum, brosti hann hins vegar út
að eyrum og sagði að reyndar
hefði hann verið búinn að fatta
þetta. Allan þennan dag og næstu
daga spurði hann mikið út í ólétt-
una. Hann sagði líka: „Þetta verð-
ur sko rosalega sárt þegar þú ert
að fæða litla barnið, en það verður
síðan allt í lagi vegna þess að þú
verður síðan bara rosalega ánægð
þegar litla barnið er komið, sko þó
að þetta hafi verið vont.“ Ég sam-
sinnti honum alvarlega og sagði að
þetta hefði ég einnig heyrt. Hann
var greinilega með þessa vitneskju
frá mömmu sinni og var nægilega
ábyrgur til að fræða mig aðeins
um hverju ég þyrfti að búast við!
DAGBÓK MÓÐUR
Orðin svo-
lítið feit
Meira á morgun.