Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á HVAÐA LEIÐ ER PÚTÍN?
Rússar munu á næstunni kjósa for-seta til næstu ára og yfirgnæf-
andi líkur eru taldar á því að Pútín,
núverandi forseti,verði endurkjör-
inn. En jafnframt spyrja Vestur-
landabúar sig oftar og oftar á hvaða
leið Pútín sé. Sumir halda því fram að
Pútín sé smátt og smátt að herða tök-
in, þagga niður í fjölmiðlum og koma
á einhvers konar einræði á nýjan leik.
Aðrir segja að Pútín sé fyrst og
fremst að reyna að skapa einhvers
konar festu í rússneskum stjórnmál-
um sem ekki hafi verið til staðar frá
því að Sovétríkin leystust upp og
rússneska lýðveldið varð að veru-
leika.
En það er ekki einungis vegna þró-
unar innanlandsmála sem spurt er á
hvaða leið Pútín sé. Það á ekki síður
við um utanríkismál. Ekki fer á milli
mála að meiri fjarlægð er að verða á
milli Evrópuríkja og Rússa en verið
hefur um skeið. Samstarf Rússa og
Atlantshafsbandalagsins hefur verið
mjög náið og hið sama má segja um
tengsl Rússa við Evrópusambandið.
Nú er ljóst að sambúð Rússlands og
Evrópusambandsins fer kólnandi.
Þótt hins sama gæti ekki að ráði í
samstarfi Rússa og Atlantshafs-
bandalagsins enn sem komið er getur
þróunin hæglega orðið sú sama á
þeim vettvangi.
Á Vesturlöndum telja menn að Pút-
ín stefni markvisst að því að byggja
upp hernaðarmátt Rússa á nýjan leik.
Það þarf í sjálfu sér ekki að koma
neinum á óvart og ekki við öðru að
búast en stórveldi á borð við Rúss-
land vilji láta taka mark á sér sem
herveldi.
Sumir telja þessa viðleitni Rússa
viðbrögð við tilhneigingu Banda-
ríkjamanna til þess að koma sér upp
aðstöðu fyrir hersveitir sífellt nær
landamærum Rússa bæði í austur-
hluta Evrópu og í Kákasushéruðum.
Aðrir að í þessari þróun felist ásetn-
ingur Rússa um að verða öflugt stór-
veldi á nýjan leik.
Þrátt fyrir þessa framvindu mála
er ljóst að Rússland er ekki ógnun við
nágranna sína með sama hætti og
Sovétríkin voru. Í fyrsta lagi er ljóst
að þrátt fyrir kólnandi sambúð vilja
Rússar eiga góð samskipti við Vest-
urlönd og telja sig hafa hag af því. Í
öðru lagi er ástæða til að minna á að
Rússar verða ekki ógnun við ná-
granna sína á ný fyrr en efnahags-
legur styrkur þeirra hefur margfald-
azt frá því sem nú er.
Hins vegar sýna þeir hnökrar, sem
upp hafa komið í samskiptum Rússa
og Vesturlanda að undanförnu, að
ekki er hægt að ganga út frá neinu
sem vísu. Þess vegna hljóta Evrópu-
ríkin að leggja áherzlu á að byggja
upp öflugan varnarmátt og við Ís-
lendingar að gæta þess að land okkar
verði ekki óvarið með öllu.
UPPREISN Á HAÍTÍ
Upplausn ríkir á Haítí og ígær komu til landsinsbandarískir og franskir her-
menn í því skyni að stilla til friðar.
Forseti landsins, Jean Bertrand Ar-
istide, fór frá Haítí á sunnudag og
kom í gær til Mið-Afríkulýðveldis-
ins. Greint var frá því að foringi
uppreisnarmanna, Guy Philippe,
hefði ekið fram hjá vegatálmum og
rakleiðis inn í höfuðborgina, Port-
au-Prince. Á BBC sagði að ríkt
hefði kjötkveðjuhátíðarstemning
þegar uppreisnarmönnunum var
fagnað.
Á Haítí ríkir ömurlegt ástand.
Landið virðist fast í vítahring fá-
tæktar og ofbeldis, sem ekki verður
rofinn, og undanfarin ár hefur
ástandið versnað. Lífslíkur íbúa
Haítí eru rétt rúm 49 ár, helmingur
íbúanna er vannærður og meðallaun
eru ekki nema 33.600 krónur á ári.
Helsti vandi landsins er á heilbrigð-
issviðinu og hvergi er tíðni alnæmis
meiri í Suður-Ameríku og Karíba-
hafinu. Talið er að 4,5% þjóðarinnar
séu smituð af alnæmisveirunni eða
um 300 þúsund manns. Tíðni berkla
hefur einnig aukist.
Miklu af eiturlyfjum er smyglað
um Haítí og spilling ríkir bæði í
dómskerfinu og röðum lögreglu.
Spilling hefur verið mikil í Haítí
og Aristide, sem íbúar landsins von-
uðu eitt sinn að yrði þeirra bjarg-
vættur, var að því er virðist orðinn
henni samdauna. Uppreisnarmenn-
irnir eru heldur engir englar. Gagn-
rýnendur leiðtoga þeirra segja að
hann hafi ekki hreinan skjöld í
mannréttindamálum og hann er
sagður hafa tengst miskunnarlausri
stjórn Jean-Claude Duvalier. Duv-
alier gekk undir nafninu „Baby
Doc“ og tók við völdum í landinu af
föður sínum Francois „Papa Doc“
Duvalier. Þeir feðgar stjórnuðu af
mikilli grimmd og báru dauðasveitir
þeirra, Tontons Macoute, enga virð-
ingu fyrir mannslífum.
Aristide komst fyrst til valda í
kosningum árið 1990, en var steypt
árið eftir og herforingjastjórn kom-
ið á. Hann komst aftur til valda með
hjálp stjórnar Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta árið 1994. Hann mátti
ekki bjóða sig fram í næstu kosn-
ingum, en árið 2000 bauð hann sig
fram á ný og náði þá kjöri. Banda-
ríkjastjórn, Evrópusambandið og
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn studdu
við bakið á Haítí. Þegar George
Bush komst til valda var sú aðstoð
hins vegar stöðvuð. Demókratar í
Bandaríkjunum hafa gagnrýnt
Bush fyrir það og í Morgunblaðinu
á laugardag birtist harðorð gagn-
rýni hagfræðingsins Jeffrey Sachs,
sem sakar Bush um að hafa vísvit-
andi kippt fótunum undan Aristide.
Það eru ekki til neinar auðveldar
lausnir á málefnum Haítí. Það eru
hins vegar hreinar línur að stuðn-
ingur við uppreisn manna, sem ekk-
ert bendir til að muni bera hags-
muni landsins fyrir brjósti frekar
en þeir valdhafar, sem nú eru að
hrökklast frá, mun ekki verða til
þess að auka velmegun almennings í
landinu. Það er rétt að senda her-
menn til landsins í því skyni að
stilla til friðar og ólíklegt að þeir
muni mæta mikilli mótstöðu. Senni-
lega er það auðveldasti þátturinn í
að endurreisa hið ólánsama ríki.
Á sunnudag stóðu Sam-band íslenskra myndlist-armanna og Listahátíð íReykjavík fyrir ráð-
stefnu um Ísland sem vettvang fyr-
ir alþjóðlega myndlist í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Yfir-
skrift ráðstefnunnar var Heimslist
– heimalist og voru framsögumenn
fjórir: Jessica Morgan, sýningar-
stjóri hjá Tate Modern-safninu í
London, en hún mun stýra mynd-
listarþættinum á Listahátíð 2005,
Ólafur Elíasson myndlistarmaður,
Tumi Magnússon myndlistarmaður
og Elísabet Gunnarsdóttir, for-
stöðumaður vinnustofusetursins í
Dalsåsen í Noregi. Stjórnandi ráð-
stefnunnar var Jórunn Sigurðar-
dóttir dagskrárgerðarmaður.
Hugmyndir að ráðstefnunni
spruttu úr umræðu síðustu missera
um möguleika þess að í Reykjavík
yrði haldinn myndlistartvíæringur.
Margir hafa talið að með slíkum
stórviðburði kæmist Ísland með af-
gerandi hætti inn á hið menning-
arlega heimskort. Á Listahátíð á
næsta ári verður samtímamyndlist í
forgrunni og hafa margir bundið
vonir við það að í framhaldi af því
mætti efna til alþjóðlegs myndlist-
artvíærings í borginni. Engar
ákvarðanir hafa þó verið teknar um
áframhald, hvorki á vegum Listahá-
tíðar né annarra aðila en það veltur
á því hvernig til tekst árið 2005. Ás-
laug Thorlacius, formaður Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna,
ávarpaði frummælendur og gesti og
bauð þá velkomna og sagði meðal
annars að myndlist á Íslandi stæði
nú á krossgötum. Myndlistin væri í
hávegum höfð en myndlistarmenn
teldu listgreinina ekki njóta sann-
gjarnra styrkja úr þeim sjóðum
sem veita fé til lista. Áslaug sagði
listamenn eyða mikilli orku í að
fanga athygli og verða einhvers
metnir, að kallað hefði verið eftir
opinberum stuðningi við þá lista-
menn sem hafa verið að sýna er-
lendis. Hún sagði ennfremur að al-
þjóðlegur myndlistarviðburður
haldinn á Íslandi gæti orðið þunga-
miðja í þróun myndlistarlífsins hér
á landi. Þá sagði Áslaug að fyrir um
hálfum mánuði hefði endanlega ver-
ið gengið frá stofnun KÍM, Kynn-
ingarmiðstöðvar íslenskrar mynd-
listar, í samvinnu ráðuneyta og
samtaka myndlistarmanna, en KÍM
mun hafa það hlutverk að að eiga
frumkvæði að og efna til samstarfs
um sýningar á íslenskri myndlist á
erlendum vettvangi, standa fyrir
heimsóknum erlendra blaðamanna,
sýningarstjóra og fleiri aðila til að
efla tengsl við alþjóðlegt listaum-
hverfi og veita ráðgjöf um kynningu
á íslenskri myndlist erlendis. Ás-
laug sagði að fagna bæri þeirri öru
þróun sem nú ætti sér stað í ís-
lensku myndlistarlífi eftir hæga
framför liðin ár, hún færði íslenska
myndlist skrefi framar. „Við getum
ekki lengur látið eins og ekkert sé
og hangið í gömlum slagorðum.
Orðræða myndlistarinnar þarf að
komast á nýtt stig líka. Nýir tímar
kalla á nýja sýn og við listamenn
þurfum að meta stöðu okkar upp á
nýtt og ef til vill viðhorf okkar einn-
ig. Í stað þess að beina gagnrýni
okkar að samfélaginu og yfirvöld-
um, þyrftum við oftar að líta í eigin
barm og spyrja hvað við viljum og í
hvaða áttir við viljum sjá okkar mál
þróast. Hvað getum við sjálf unnið
að því að gera okkur gjaldgeng í al-
þjóðlegu samhengi – eða með öðr-
um orðum sjáum við Ísland sem
hluta af hinum alþjóðlega lista-
heimi? [...] Svo lengi sem við lítum
svo á að við búum á hjara veraldar
mun umheimurinn einnig líta svo
á.“ Áslaug sagði það tímabært að
ræða hvað við tæki eftir Listahátíð
2005, hvaða möguleikar væru fyrir
hendi og hvernig myndlistarmenn
hygðust fylgja þessari þróun eftir.
Jessica Morgan hefur langa
reynslu af sýningastjórnun, og var
meðal annars sýningarstjóri róm-
aðrar sýningar Ólafs Elíassonar í
Tate galleríinu í London í vetur þar
sem hún starfar. Hún hefur nú ver-
ið ráðin sýningarstjóri Listahátíðar
árið 2005, þegar sjónum verður
beint að alþjóðlegri samtímamynd-
list. Gert er ráð fyrir að verk ís-
lenskra myndlistarmanna verði
sýnd þar með verkum þekktra er-
lendra listamanna.
Þau Morgan og Ólafur voru með
sameiginlega framsögu á ráðstefn-
unni og skiptust á að velta upp hug-
myndum sínum.
Breytt landslag í
alþjóðlegri myndlist
Jessica Morgan sagði að þegar
hún hefði verið beðin um að fjalla
um það hvort fýsilegt væri að efna
til myndlistartvíærings hér hefðu
hennar fyrstu viðbrögð verið, í ljósi
þess hve myndlistarviðburðum af
því tagi hefði fjölgað í heiminum, að
segja að ekki væri ákjósanlegt að
efna til myndlistartvíærings í
Reykjavík. Hún sagði landslag
myndlistarinnar á alþjóðlega vísu
hafa breyst á síðustu misserum og
hlutverk tvíæringsins þar með. Hún
nefndi fimm atriði sem vörpuðu
ljósi á þetta.
„Í fyrsta lagi vil ég nefna nokkuð
sem ætti kannski frekar að kalla
umkvörtun en gagnrýni, þess efnis
að myndlistartvíæringar þjóni helst
elítunni og örfáum sýningarstjórum
sem þeysast milli landa til að fylgj-
ast með þeim listamönnum sem þar
sýna. Oft eru það líka sömu lista-
mennirnir sem sýna á hverjum
tvíæringnum á fætur öðrum.“
Morgan sagði að þá væri einnig tal-
að um að tvíæringarnir þjóni ekki
öðrum á þeim stöðum þar sem þeir
eru haldnir, en fjármála- og menn-
ingarelítu staðanna, en myndlist-
inni ekki nema að litlu leyti, þar
sem meiri áhersla væri á listamenn-
irnir sem valdir væru féllu að
ákveðnu þema hverju sinni eða sér-
stökum hugmyndum hvers sýning-
arstjóra en að myndlistarlíf staðar-
ins nyti góðs af.
Í öðru lagi nefndi Jessica
þá gagnrýni sem sýning
héldu hvað helst á lofti o
um efni eða þema tvíær
„Það eru allt of fáir sýning
sem eru tilbúnir að taka
stórar hugmyndir, þemu,
fangsefni á hugmyndafræ
grunni.“ Hún sagði marg
myndlistarviðburði þó ver
saman af minni þemum,
myndum, til dæmis Fene
inginn, en víða, eins og þa
að unnið væri út frá he
mynd. „Kannski að tím
myndlistarviðburðanna s
vegna þess að þá vantar
kjarna,“ sagði Morgan.
Í þriðja lagi nefndi hún
listamannanna, sem teldu
að sýningarstjórar væru
ekki nógu hlutlausir í vali á
Verkum listamanna væri þ
inn í sögu eða þema sýnin
ans, hverju sinni, og það kæ
mönnunum ekki endilega t
fjórða lagi spurði Jessica
hvort fjöldi tvíæringa vær
lega ekki orðinn nægur o
nokkra slíka sem hefðu ve
niður að undanförnu.
Hún sagði erindi stóru
anna í dag að sumu leyti úr
eyjatvíæringurinn hefði ti
upphafi gegnt því hlutverk
markaður fyrir myndlist
æva, en í dag væri sú stað
sem er gæti í raun sýnt hva
Nýir tvíæringar, hefðu sum
ir annars konar hlutver
væru þeir byggðir á anna
hugsun. „Sumir þeirra var
ákveðið land, þeim er ætlað
bæði það myndlistarumhv
þeir eru í og tengsl við aðr
ingarstofnanir. Þeim er
varpa ljósi á listamenn stað
einnig að draga alþjóðlega
þetta svæði. Með ofansögð
komið fram að hlutverk tv
ins eða stórra sýninga er
sem það var áður, og þei
spegla ákveðnar breyting
félaginu, en þeir geta lík
nýju hlutverki með nýju
myndum.“
Strúktúrinn í krin
verður að lúta listi
Ólafur Elíasson tók un
myndir Morgan og beind
að því hvernig framsaga
kæmi við íslenskan verule
Tvíæring e
Málþing um myndlist var haldið í Listasafni Reykjavíkur á
um hvort íslensk myndlist eigi erindi í alþjóðlegt myn
alþjóðlegs myndlistartvíærings í Reykjavík og hvernig st
myndlistarheim. Bergþóra Jónsdóttir sat þingið og rekur h
framsögumenn þar voru þau Jessica Morgan frá Tate Galler
Jessica Morgan, Ólafur Elíasson, Tumi Magnússon og Elísabet G