Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 33 þá dýralæknaþætti sem þar eru sýnd- ir og varst jafnvel búin að finna fyrir mig mann í einum þessara þátta. Elsku amma, takk fyrir samfylgd- ina. Ég mun geyma minningu þína í hjarta mínu þar til við sjáumst á ný. Þín Bergþóra. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur og við eigum bara minningarn- ar eftir. Það er gott að vita að þér líð- ur betur núna og ég veit líka að þú hefur örugglega fengið góðar mót- tökur hjá honum afa sem er búinn að bíða lengi eftir þér. Að vita það, að þið eruð sameinuð á ný, hlýjar mér um hjartarætur. Amma mín, ég á eftir að sakna þín sárt, þú varst svo sterk og ákveðin kona, þú lést sko ekki segja þér fyrir verkum og hélst alltaf þínu striki og fékkst þínu fram. Við krakkarnir reyndum óspart að gera grín að þér, en þú lést það sem vind um eyru þjóta, skaust bara til baka á okkur og settir upp þinn óborganlega stríðnispúkasvip. Þú hafðir líka einstaklega gaman af því að stríða okkur pínulítið, svona bara rétt til að athuga viðbrögðin. Þú lást aldrei á skoðunum þínum og sagðir alltaf það sem þér fannst og þá var sko engin miskunn, en það segir mér bara það eitt að við skiptum þig máli og þú vildir okkur vel. Það eru margar minningar sem standa upp úr, amma mín, og man ég alveg sérstaklega eftir því þegar við Eggert vorum lítil og vorum í pössun hjá þér. Þá var mikið skrafað og hleg- ið, það var svo gaman að það endaði með því að þú misstir röddina og gast hreinlega ekkert talað og við ætluð- um aldrei að hætta að hlæja yfir þess- um ósköpum. Og allar stundirnar sem við áttum saman þegar ég kom og hjálpaði þér með húsverkin, og þú eldaðir fyrir okkur á meðan eitthvað sem mig langaði að borða. Lamba- hryggurinn þinn og brúnuðu kartöfl- urnar voru nú alltaf í uppáhaldi hjá mér. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því sem við krakkarnir vorum að gera og vildir alltaf fylgjast með, þú varst stolt af okkur öllum barnabörnunum þínum og tókst okkur öllum vel, hverju og einu, eins og við erum ólík. Þú naust félagsskapar okkar enda varstu mikil félagsvera og tókst fullan þátt í lífinu á meðan þú hafðir heilsu til. Þú varst okkur á margan hátt góð fyrirmynd, þú varst svo sterk og dug- leg, þú kvartaðir aldrei yfir lífinu heldur tókst á móti því á þinn ein- staka hátt og kryddaðir vel með þín- um skemmtilega húmor sem við gát- um öll skemmt okkur konunglega yfir og eigum örugglega eftir að minnast um ókomna tíð. Elsku amma, ég veit að þú fylgist með okkur þarna einhvers staðar og passar upp á okkur. Ég elska þig og mun alltaf minnast þín með bros á vör. Þín Arnheiður. Við fráfall Sigríðar mágkonu minn- ar streyma minningarnar fram. Ég man þegar hún kom í fyrsta sinn að Akri í fylgd með manni sínum, Egg- erti eldri bróður mínum, en þau voru þá nýlega gift. Hún var glæsileg stúlka, ljós yfirlitum og grannvaxin og viðmótið var glaðlegt og hlýtt. Þau tilefni voru ekki alltaf merkileg, en þau voru afar mörg sem urðu til þess að geislandi bros breiddist yfir andlit- ið. Hún var fljót að falla inn í fjöl- skyldu tengdafólksins og þegar ferð- um hennar fjölgaði að Akri tók hún virkan þátt í flestum þeim verkum sem þar var verið að vinna af áhuga og dugnaði. Sérstaka ánægju held ég að hún hafi haft af því að sýsla við veiðiskap, sem þar var stundaður á þeirri tíð. Þau hjónin stofnuðu heimili sitt í Reykjavík, fluttu þaðan um skeið til Akureyrar og síðan aftur til Reykja- víkur, vegna þeirra starfa sem Egg- ert tók að sér. Þetta voru góð ár en stundum annasöm, eins og iðulega er hjá ungu fólki sem er að koma sér áfram. Stundum kom ég í heimsókn til þeirra og naut þá í ríkum mæli glaðværðar, risnu og alúðar. Árið 1958 fluttu þau til Keflavíkur, þar sem Eggert var fyrst bæjarstjóri og síðan bæjarfógeti. Þar leið þeim afar vel, þau eignuðust fjölda vina eins og annars staðar, húsið þeirra var rúmgott, heimilið fallega búið og heimilisfaðirinn í góðri stöðu. Lífið blasti við þeim og hamingjusól þeirra virtist vera að nálgast hádegisstað. En skyndilega hrundi þessi veröld eins og spilaborg. Heimilisfaðirinn varð bráðkvaddur, aðeins 43 ára gam- all. Á einni svipstundu stóð Sigríður, sem við raunar kölluðum alltaf Siggu, ein uppi með börnin þeirra þrjú, 36 ára að aldri. Höggið var snöggt og má nærri geta hve sorgin var þung og áfallið gríðarlegt, bæði fyrir hana og börnin. En það kom í ljós að Siggu mág- konu minni var ekki fisjað saman. Hún flutti til Reykjavíkur með börnin sín, eignaðist þar húsnæði og fékk vinnu í Búnaðarbankanum, þar sem hún starfaði til loka starfsaldurs. Kjarkurinn og dugnaðurinn brugðust henni ekki. Hún háði sína baráttu og sigraði, hún stóð alltaf á eigin fótum. Börnin uxu úr grasi og eru öll atgerv- isfólk. Hún hélt í höndina á þeim á meðan þau voru að komast til manns, síðan urðu þau hennar bakhjarl. Sigga var félagslynd og mann- blendin og gat leikið á als oddi í góðra vina hópi. Hún var góður briddsspil- ari, hafði ánægju af ferðalögum og að renna fyrir fisk ef því var að skipta. Aldrei bar hún sorg sína á torg, en ég hygg þó að sorgin hafi aldrei yfirgefið hana að fullu. Þeim mun mikilvægara var að hún skyldi líka geta átt sínar gleðistundir. Fyrir sex eða sjö árum brast heils- an og Sigga lamaðist svo að eftir það var hún bundin við hjólastól og við rúm sitt á hjúkrunarheimili. En skap- styrkur hennar brast ekki. Aldrei heyrði ég hana æðrast eða kvarta yfir hlutskipti sínu. Ég hafði orð á þessu við hana eitt sinn og hún svaraði ein- faldlega: Til hvers væri það? Hún mætti því sem lífið bauð henni; með fögnuði meðan allt lék í lyndi, en með aðdáunarverðri hetjulund þegar áföllin dundu yfir. Börnin hennar sýndu henni óbifan- lega ræktarsemi, m.a. með því að hjálpa henni til þess að mæta þar sem fjölskyldan kom saman, hvort sem til- efnið var gleði eða sorg. Vafalaust var hún hvíldinni fegin þegar hún kvaddi, farin að kröftum. Hún átti virðingu og þökk okkar allra sem þekktum hana eða höfðum fylgst með henni. Ég þykist viss um að hún hafi gengið brosandi til nýrra heim- kynna. Þar biðu vinir í varpa. Við Helga biðjum henni blessunar um leið og við flytjum börnum hennar og fjölskyldum þeirra og öðru vensla- fólki einlægar samúðarkveðjur. Pálmi Jónsson. hafði hann byggt tvisvar sinnum yfir sig og sína. Fólk úr byggðarlaginu að norðan kom af og til í heimsókn til hans í Garðabæ. Og hann fylgdist langan tíma grannt með högum þess. Þó fór svo að hann eignaðist marga kunningja og vini á nýja staðnum og kunni að síðustu þar vel við sig. Ég man þó alltaf er ég spurði hann eitt sinn hvað honum fyndist til dæmis vera að. „Það er ekkert útsýni hérna,“ svaraði hann. En þegar hann var að fullu sestur í helgan stein kunni hann að meta þá þjónustu sem Garðabær veitti eldri borgurum og þá bætti hann við: „Hér er best að vera.“ Faðir minn lést eftir 10 daga dvöl á sjúkrahúsi. Hann náði því að verða 91 árs gamall. Sama dag og hann lést var ég á leiðinni að heim- sækja hann og kom 5 mínútum of seint. Ég bar með mér blómvönd, hvítar liljur ásamt meiru og lagði þær ofan á dánarbeðinn. Hann hafði reyndar dreymt fyrir því öllu saman og gefið mér það í skyn. Hann vildi engin blóm. „En,“ sagði ég, „ef þau milda hug þeirra er koma að dán- arbeðinum?“ Þá skipti hann um skoðun, síðan bætti hann við, menn ættu að gæta að hugsunum sínum við slíkar aðstæður. Reyndar ráða menn ekki við þær, en ég held í heild- ina hafi þær ekki verið illar. Hjalti Ingimundur Þórðarson. Síðan ég frétti af láti Þórðar hafa margar minningar komið upp í huga mér. Eitt atvik frá fyrstu kynnum mín- um af honum er mér minnisstætt. Ég var á leið í nám erlendis, hafði ekki oft komið á Smáraflötina en leit við til að kveðja. Hann spurði margra spurninga. Hvaða vit var í því að læra tungumál, var eitthvað upp úr því að hafa, hvaða réttindi gaf það? Ég var ekki alveg viðbúin þessum spurningum og það varð fátt um svör. Ég átti eftir að kynnast Þórði bet- ur og skilja hvað hafði mótað hann frá unga aldri, hvernig hann hafði komist áfram með fyrirhyggju og dugnaði. Hann var kappsamur og ósérhlífinn í sérhverju sem hann tók sér fyrir hendur og ætlaðist til þess sama af þeim sem með honum unnu. Hann var eftirsóttur sem múrari og flestir þeir sem hann vann fyrir urðu vinir hans eða kunningjar. Þegar frístundir gáfust var hann kominn í vinnugallann og farinn að laga eitt og annað í húsinu sínu, gera við og mála. Fram á síðustu ár fór hann upp á þak og hans nánustu jafnt sem nágrannar stóðu á öndinni hvort hann kæmist óhultur niður aft- ur. Mér er hann líka minnisstæður við spilaborðið á hátíðum. Þar var hann öllum fremri, gaf góð ráð og var ótrúlega þolinmóður þótt mótspilar- inn væri óreyndur og gerði mistök. Það var hreinlega eins og spila- mennskan væri honum í blóð borin. Á spilakvöldum kom hann iðulega heim með heiðursverðlaun og það er ekki svo langt síðan hann hætti að taka í spil með félögunum einu sinni í viku. Þórður lét sér annt um sína nán- ustu, hjálpaði, gaf ráð og fylgdist með allt fram undir það síðasta. Í janúarbyrjun var ég aftur komin til að kveðja. Við ræddum saman smástund, hann óskaði mér góðrar ferðar og góðrar heimkomu. Ég ósk- aði honum þess sama. Hann var rólegur og æðrulaus, bú- inn að skila drjúgu ævistarfi. Ég vil þakka honum trausta vin- áttu um árabil. Guðrún. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÚN PÁLSDÓTTIR kennari, Grandavegi 47, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánu- daginn 1. mars. Útförin auglýst síðar. Þórður Jónsson, Páll Þórðarson, Þorbjörg Einarsdóttir, Sigurlaug Þórðardóttir, Birna Þórðardóttir, Jón Þórðarson. Ástkær eiginkona mín, dóttir mín, móðir ok- kar, tengdamóðir og amma, ELÍN B. BRYNJÓLFSDÓTTIR, Seiðakvísl 36, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 29. febrúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Hjörtur Benediktsson, Brynjólfur Karlsson, Brynjólfur Hjartarson, Edda Björk Viðarsdóttir, Benedikt Hjartarson, Jóhanna M. Vilhelmsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, amma og tengdamóðir, FJÓLA SIGMUNDSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 27. febrúar sl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. mars nk. kl. 15.00. Halldóra Halldórsdóttir, Hildur Fjóla Antonsdóttir, Pétur Halldórsson, Ólöf Árnadóttir, Brynja Pétursdóttir, Ágústa Halldórsdóttir, Gunnar Júlíus Gunnarsson, Kristján Birkir Guðmundsson, Halldór Pétur Gunnarsson. Móðir okkar, amma og langamma, ÁRNÝ KOLBEINSDÓTTIR, Víðihvammi 2, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 4. mars kl. 15.00. Rósa Björk Ásgeirsdóttir, Ingvar Ásgeirsson, ömmubörn og langömmubarn. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samhug og heiðruðu minningu ÞORSTEINS C. LÖVE. Aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 29. febrúar. Magna Baldursdóttir, Sigurður Guðlaugsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Þórir Gunnarsson, Rafn Baldursson, Unnur Einarsdóttir, Örn Baldursson, Kristín Gísladóttir, Ingibjörg Baldursdóttir, Tryggvi Axelsson, ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.