Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 35 ✝ Guðrún JóhannaJóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1920. Hún lést á líknardeild Landspítala á Landakoti 21. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Jó- hannesdóttir, f. 29.1. 1896, d. 9.11. 1964, og Jóhannes Grímsson, f. 17.1. 1890, d. 2.6. 1945. Þau slitu samvistir. Systkini Guðrúnar eru Hulda Fuller, alsystir, búsett í Mississippiríki í Bandaríkjun- um, ekkja eftir Clayton Fuller. Þau eignuðust þrjú börn. Guð- mundur Jóhannesson, látinn, samfeðra, var bú- settur í Mosfellsbæ, kvæntur Önnu Jónu Ragnarsdóttur. Þeirra börn eru fjögur. Páll Péturs- son, sammæðra, bú- settur á Egilsstöð- um, kvæntur Sigurlaugu Björns- dóttur og eiga þau tvö börn. Guðrún var gift Jóni Einarssyni, f. 20.1. 1918, d. 25.2. 1986. Hann var Reykvíkingur en átti ættir að rekja í Snæfells- og Húnavatnssýslur. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú þegar kær systir, mágkona og frænka er kvödd hinstu kveðju er margt sem leitar á hugann. Minningarnar hrannast upp og eitthvað fer samviskan að láta á sér kræla. Okkur finnst að við hefðum getað gert meira og betur, sérstaklega á síðustu mánuðum þegar alvarleg veikindi sóttu að. En ekki verður því breytt úr þessu, það er víst. Eins víst er það að Dúnna á skil- ið allar okkar þakkir fyrir um- hyggju hennar, gjafmildi og tryggð við okkur. Já, hún var einstök hún Dúnna, svo glæsileg og nákvæm í öllu, sama hvort það var útlitið eða húshaldið, eða þá samskipti við annað fólk, allt vildi hún hafa á hreinu. Henni var mjög annt um heimili sitt og má segja að þar færi aldrei neitt úr skorðum, allt í röð og reglu og ekki sá á nokkrum hlut. Ekki má gleyma fallegu blómunum hennar sem hún hafði yndi af. Hún hafði líka yndi af fal- legum mildum litum, hvort sem það var úti í náttúrunni eða á lér- efti. Hún tók mikið af myndum og naut þess að sýna þær og setja í albúm. Lífið fór ekki alltaf um hana mildum höndum, en hún tókst á við það af æðruleysi og festu, en það var þó stutt í húmorinn ef svo bar undir. Dúnna stundaði nám í Verslunarskólanum og hafði lokið meirihluta þess þegar hún veiktist og var á Vífilsstöðum í heilt ár. Ef- laust hefur hugur hennar staðið til frekara náms, en aðstæður leyfðu það ekki. Fór hún að vinna við verslunarstörf og vann um tíma í versluninni Liverpool. Á þjóðhátíðardaginn árið 1948 gengu þau Dúnna og Jón í hjóna- band. Þau stofnuðu og ráku fyr- irtæki í glerskurði og speglagerð til margra ára. Þau hjónin voru samhent og byggðu upp sitt fallega og hlýlega heimili þar sem gott var að koma og njóta gestrisni þeirra. Það verður tómlegt og skrítið að koma til Reykjavíkur núna eftir að hafa átt vísan samastað á þessu heimili í áratugi og margar eru þær orðnar gistinætur okkar í Sól- heimunum. Að leiðarlokum eru þetta óskir okkar og kveðjur: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurlaug. Mig langar að minnast Dúnnu í nokkrum orðum. Kynni okkar Dúnnu hófust þeg- ar hún var svo góð að hýsa mig í fjóra mánuði árið 1995. Ég var á leið til Ítalíu og var húsnæðislaus. Það hefur eflaust verið skrýtið fyr- ir Dúnnu, þessa róglegu og prúðu konu, að fá mig inn á heimilið til sín, við vorum ekki alltaf sammála en með þessari sambúð okkar varð til vinátta sem hélst allt þar til Dúnna kvaddi okkur. Dúnna var glæsileg kona, hávax- inn, lagleg og bar sig vel. Hún hafði einstaklega prúða framkomu og góðmennska hennar og húmor skein í gegn þegar hún talaði. Dúnna var alltaf vel til höfð, snyrtileg og vel klædd. Heimili hennar var fallegt og snyrtilegt og bar vott um ríkt fegurðarskyn hennar. Það sem mér fannst aðdáunar- vert í fari Dúnnu var það hversu dugleg hún var á efri árum og eftir að hún varð ekkja að njóta lífsins. Hún ferðaðist mikið ein eða með vinkonum sínum erlendis, hún tók þátt í starfi aldraðra og naut þess sem lífið bauð upp á. Dúnna hafði sérstaklega gaman af því að taka myndir og tók mikið af myndum á ferðalögum sínum og einnig af fjölskyldu og vinum. Og það var svolítið lýsandi fyrir Dúnnu því ljósmyndarinn er ekki sá sem er í sviðsljósinu, hann gerir aðra að stjörnum, hún vildi alltaf að aðrir nytu sín í hennar návist og varpaði athyglinni af sér á þá sem með henni voru. Segja má að í ljós- mynduninni hafi Dúnna getað sam- einað útrás fyrir listræna hæfileika og væntumþykju sína gagnvart fjölskyldu og vinum. Mér er minnisstætt bæði þegar ég eignaðist dóttur mína og Dúnna kom austur og einnig þegar ég heimsótti hana með stelpuna nokk- urra mánaða hvað hún samgladdist mér og fannst mikið kraftaverk að þessi litla manneskja væri komin í heiminn. Því miður fékk Dúnna ekki að upplifa það að verða móðir sjálf því það hefði orðið henni mikil gleði. Við dóttir mín fengum að njóta þess hversu gjafmild Dúnna var og mér þótti það sérstakt hvað hún var góð við okkur því ekki vorum við tengdar henni nema gegnum vináttuna. Í síðasta skipti sem ég hitti Dúnnu, nú í haust, var mér boðið í mat heim til hennar ásamt fleirum. Það var allt fínt og strokið og Dúnna sjálf leit ótrúlega vel út þrátt fyrir að hafa verið mikið veik í sumar og sjálf vissi hún að hverju dró. Það var notaleg stund sem við áttum þarna saman, nokkrar kon- ur, og veislu slegið upp eins og alltaf þegar gesti bar að garði. Mér þykir leitt að hafa ekki get- að kvatt Dúnnu og sagt henni hversu þakklát ég er fyrir það sem hún gerði fyrir mig. Ég minnist Dúnnu með virðingu og þakklæti. Herdís. GUÐRÚN JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR áhrif á sögu Siglufjarðar um langan tíma. Allir Siglfirðingar, hvar sem þeir bjuggu, þekktu þessa einstak- linga og vissu hve dýrmætir þeir voru í lífi kaupstaðarins og þá um leið kirkjunni og öllu kirkjustarfi. Þessir voru þau Kristine Þorsteins- son sem var formaður nefndarinnar, ein af fyrstu konunum hér á landi, sem veitti sóknarnefnd forstöðu í svo stóru prestakalli. Aðrir í nefnd- inni voru þau Hinrik Andrésson, gjaldkeri, Jónas Björnsson ritari, Skúli Jónasson og Jón Dýrfjörð meðstjórnendur og Júlíus Júlíusson sem var safnaðarfulltrúi. Þau Krist- ine, Hinrik, og Jónas eru látin fyrir nokkrum árum og Júlíus er kvaddur frá Siglufjarðarkirkju í dag. Blessuð sé minningin fagra um þau öll. Við fyrstu komu mína í kirkjuna fyrir nærri þrjátíu árum, tók ég eftir hve vel Júlíus sagði frá sögu kirkj- unnar og þá um leið sögu kaupstað- arins. Strax kom upp í huga minn að án efa hefði þessi maður, sem kom svo vel fyrir, reynt fyrir sér á vett- vangi leiklistarinnar. Flutningur hans var afar góður og skýr. Síðar átti hann eftir að hafa áhrif á flutn- ing alls talaðs máls í kirkjunni. Júlíus var kirkjunnar maður. Hann tók þátt í starfi hennar og átti sitt fasta sæti í kirkjunni þá er guðs- þjónustur voru fluttar. Sem safnað- arfulltrúi fór hann víða með sókn- arprestinum á fundi. Lagði hann ávallt mikið til málanna hvort sem það var á svonefndum héraðsfund- um eða sóknarnefndarfundunum. Hann var með ferskar og nýjar hug- myndir um allt kirkjustarf, sem skil- uðu sér inn í safnaðarstarfið. Sjáfur hafði Júlíus fengið að reyna það á lífsgöngunni að trúin skiptir máli. Trúin var kletturinn sem skipti máli í lífi hans og hana ræktaði hann vel. Oft bárust um- ræðurnar að því að fólk leitaði á margan hátt eftir aðstoð í lífinu. Að- stoð sem við þyrftum öll á að halda. Umræða Júlíusar endaði ávallt á einn veg: „ég þarf ekkert annað í baráttu lífsins en trúna, trú á þann sem sigraði sjálfan dauðann og gaf okkur eilíft líf.“ Við hlið sér hafði Júlíus eiginkonu sína hana Svövu, traustan lífsföru- naut, og leiddust þau saman um lífs- ins braut. Við í kirkjunni fengum að njóta krafta þeirra beggja um ára- tuga skeið, en Svava hefur sungið í kór Siglufjarðarkirkju um langt ára- bil. Júlíus tók ekki aðeins þátt í kirkjustarfi kaupstaðarins heldur tók hann einnig virkan þátt í marg- háttuðu félagsmálastarfi, leiklist og stjórnmálastarfi sem um margt var líflegt á Siglufirði á sinni tíð. Áhugi Júlíusar á kirkju og trú- málum risti afar djúpt. Hann hafði yndi af uppbyggingu kirkjunnar sinnar. Það var bjart yfir honum og öðr- um sóknarnefndarmönnum sem nefndir eru hér að framan þegar kirkjan eignað ist sitt safnaðarheimili á fimmtíu ára vígsluafmælinu árið l982. Kirkj- an á Siglufirði á mikið að þakka Júl- íusi og samferðafólki hans sem lögðu mikið til þess að kirkjulífið væri svo blómlegt. Við Elín viljum þakka Júlíusi og Svövu alla vináttu og tryggð á liðn- um árum. Við biðjum Guð að blessa og styrkja Svövu og fjölskyldu. Megi minningin bjarta og góða er tengist honum Júlíusi lifa þótt ár og dagur líði. Vigfús Þór Árnason. Elsku afi Júlli. Nú hefur þú kvatt okkur, en minningin um góðan og ynd- islegan afa lifir endalaust. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Nú kveð ég þig í bili afi minn, við sjáumst seinna. Þín Vigdís. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Júlíus Júlíusson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta GESTUR JÓNSSON frá Vallholti, Blönduósi, áður til heimilis á Skagabraut 42, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 3. mars kl. 16.00. Jónína Þorvaldsdóttir, Margrét Þorvaldsdóttir, Þorlákur Þorvaldsson og aðstandendur. Systir mín, INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Ólafshúsi, Blönduósi, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 24. febrúar. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 6. mars kl. 13.30. Bjarni Pálsson. Ástkær vinkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNA KRISTÍN GEORGSDÓTTIR, Baugsstöðum, Stokkseyrarhreppi, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 21. febrúar verður jarðsungin frá Gaulverja- bæjarkirkju laugardaginn 6. mars kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Guðmundur Eggertsson, Páll Siggeirsson, Svanborg Siggeirsdóttir, Pétur Ágústsson, Elín Siggeirsdóttir, Konráð Ásgrímsson, Þórarinn Siggeirsson, Ólafía Guðmundsdóttir, Guðný Siggeirsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÖGNVALDUR K. SIGURJÓNSSON píanóleikari, Álfheimum 64, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 28. febrúar. Þór Rögnvaldsson, Inga Bjarnason, Geir Rögnvaldsson, Guðlaug Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg systir mín, SVANDÍS ELIMUNDARDÓTTIR frá Dvergasteini, Hellissandi, sem andaðist miðvikudaginn 25. febrúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. mars kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Hallbjörn Elimundarson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför HELGA KRISTINS HELGASONAR sjómanns. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkr- unarheimili aldraðra, Víðinesi, fyrir góða umönnun. Börn hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.