Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 36

Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 36
✝ Margrét ÞóraSæmundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. janúar 1959. Hún lést af slysför- um föstudaginn 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Elín Þorsteins- dóttir, skrifstofu- kona, f. 28. ágúst 1926, og Sæmundur Nikulásson, raf- virki, f. 21. desem- ber 1927. Systkini Margrétar eru Ragnheiður Hall- dóra, íþróttakennari, f. 5. jan- úar 1961, og Þorsteinn, jarð- fræðingur, f. 2. október 1963, kvæntur Berglindi Ásgeirsdótt- ur, iðjuþjálfa. Börn Ragnheiðar eru Margrét Unnur, Haukur, Pétur Þór og Ólafur Örn og börn Þorsteins og Berglindar eru Elín María, Sandra Dögg og Trausti Rafn. Margrét giftist Finnboga Oddi Karlssyni árið 1985, en þau slitu samvistum árið 1998. Þeirra börn eru Sæmund- ur Karl, f. 9. febr- úar 1982, Daníel Björn, f. 17. mars 1986, og Júlía Nic- ole, f. 30. desember 1994. Eftirlifandi unnusti Margrétar er Klaus Abel. Margrét lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1979. Árið 1990 fluttust þau Mar- grét og Finnbogi til Houston í Texas til náms, með syni sína tvo og þar fæddist Júlía. Margrét fluttist heim til Íslands árið 1998 ásamt börnum sínum. Hún lauk kenn- aranámi frá Kennaraháskóla Ís- lands síðastliðin áramót. Sam- hliða námi starfaði hún í Vesturbæjarskóla í Reykjavík og starfaði þar fram að andláti sínu. Útför Margrétar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. „Að lifa lífinu í núinu“. Það eru fáein orð sem út- skýra þitt viðhorf til lífsins og hvern- ig ætti að lifa því, en þessi orð hafa oft hljómað í kringum þig. Þessi speki gerði þig einmitt að þeirri manneskju sem okkur öllum þótti svo unaðslegt að umgangast. Ég er mjög feginn að við fengum að ferðast smá saman og kynnast hvort öðru á nýjan hátt. Ferðin til Ítalíu, þar sem ég hitti ykkur syst- urnar, var eitt það skemmtilegasta sem ég man eftir. Aldrei áður hafði ég upplifað eins sérstakan tíma og í þessu dásamlega umhverfi með tveimur „mömmunum“ mínum. Fjallaútilegurnar eða vaðfuglaferð- irnar, eins og þær eru oft kallaðar, voru líka alveg æðislegar. Á meðan við bjuggum í Bandaríkjunum sáum við meira af því landi en flestir inn- fæddir. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku mamma, en ég veit að þú ert í góðum höndum og munt heimsækja okkur aftur innan tíðar. Við gerum okkur ekki grein fyrir tilganginum með ótímabærum dauða þínum en einhver hefur hann verið. Við krakkarnir og fjölskyldan eigum eftir að spjara okk- ur fyllilega, við eigum bæði góða að og áttum þig sem móður, sem er gott veganesti út í lífið. Nú ert þú komin úr púpunni þinni og orðin frjáls eins og fiðrildið sem þú í raun og veru ert. Vertu sæl að sinni, móðir góð, við sjáumst aftur þegar leiðir okkar liggja saman á ný. Bless í bili. Kveðja frá Daníel Birni og Júlíu Nicole. Sæmundur (Sæmi Kalli). Elsku systir. Eins og þú sagðir svo oft við okkur þá eigum við að lifa líf- inu lifandi og njóta hverrar stundar til fullnustu, því lífið er allt of stutt. Þetta voru þín einkunnarorð í lífinu og þú hvattir okkur til þess að fara eftir þeim. Í dag skynjum við enn bet- ur hversu sönn þessi orð þín eru, hvað mikið felst í þeim og hversu mikilvægt það er að njóta hverrar stundar. Þú skilur eftir ógrynni ljúfra minninga sem munu ylja okkur öllum um hjartarætur um ókomna tíð. Það var alveg sama hvar þú komst, alltaf geislaði af þér lífskrafturinn og gleðin. Þú snertir óteljandi hjörtu á þinni lífsleið og alltaf var pláss fyrir alla í þínu stóra hjarta. Þó svo að þessi stund sé okkur öllum erfið þá kveðjum við þig með miklu þakklæti og kærleika í hjarta. Farðu í friði, elsku stóra systir, og guð geymi þig um alla eilífð. Ragnheiður og Þorsteinn. Kæra Magga. Tíminn er eitthvað sem ég hélt að við hefðum nóg af. Aldrei meira en þessa dagana geri ég mér grein fyrir að svo er ekki. Þú tal- aðir um að við þyrftum að njóta hvers augnabliks, því lífið væri svo stutt og dýrmætt. Þitt líf einkenndist af því að sjá tækifærin í lífinu og njóta þeirra. Sama hvað á bjátaði, var stutt í hlát- urinn og blikið hjá þér og einkunn- arorð þín voru að þetta mundi allt bjargast. Þú sást tækifæri í öllu og öllum. Komst fram við alla af virð- ingu og ást. Þú gafst með þessu, mörgum sem þú umgekkst, von í líf- inu. Að einhver trúi á mann er mik- ilvægara en orð fá lýst og getur breytt nótt í dag. Það gafstu mörgum á þinni lífsleið, því þú varst óspör á að kynnast fólki og spjalla við af ást, gleði og umhyggju og nýttir þar hvert tækifæri til þess. Námið við Kennaraháskólann átti sérstaklega vel við þig, enda stóðstu þig með prýði í því. Það að takast á við námið efldi þig sem manneskju, en samhliða því tókstu á við uppeldi á þínum þremur börnum, sinntir vinum og fjölskyldu. Þú kláraðir skólann um síðastliðin jól, en áttir bara eftir að fá prófskírteinið, en formleg útskrift færi fram í vor. Þú starfaðir með námi í Vesturbæjarskóla og áttir að taka við bekk þar 1. mars. Þú til- heyrðir Hringbrautarfjölskyldunni, sem samanstendur af ömmu, afa, ykkur þremur systkinunum, einni mágkonu og tíu systkinabörnum. Þetta er hópur sem hefur staðið sam- an og hjálpast mikið að. Klaus var einnig að koma inn í þessa fjölskyldu. Það er stórt skarð sem þú skilur eftir, skarð sem við ætlum að brúa saman, þó svo að það verði aldrei fyllt. Minning þín mun lifa í börnun- um þínum. Samheldnin og þau órjúf- anlegu tengsl og nálægð sem er á milli systkinabarnanna og okkar allra munum við viðhalda með sömu ást, trú og lífsgleði, sem þú lagðir svo mikla áherslu á. Með samheldni og ást er allt hægt. Elsku Magga, við munum halda ut- an um börnin þín í þessum hóp. Við vitum að þú munt fylgjast með þeim og okkur öllum. Hvíl í friði, elsku Magga. Þín mágkona, Berglind. Elsku Magga. Mikið verður þín saknað. Hvert sem þú fórst og hvað sem þú gerðir geislaði gleði frá þér. Þú lifðir í þinni eigin draumaveröld, þar sem ekkert illt var til, sem gerði það að verkum að þú lést öllum líða vel í kringum þig. Þú snertir líf margra og þó að þú sért dáin, þá lifir þú með okkur í hjarta okkar allra. Þú ert í góðum höndum þarna uppi og ég veit að þú munt vaka yfir börnunum þínum og fjölskyldu. Ég hef lært mikið af þér um lífið og er þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Kristín Helga. Það koma í hugann margar falleg- ar minningar um hana Margréti Þóru, frænku mína og vinkonu, sem lést eftir hörmulegt bílslys föstudag- inn 20. febrúar. Vegir Guðs eru sannarlega órann- sakanlegir. Guð gefur og Guð tekur. Sennilega vantar hann sterkar og kraftmiklar sálir sér til hjálpar á þessum sérstöku tímum. Við Margrét tengdumst sterkum böndum eftir að hún flutti heim frá Bandaríkjunum árið 1998 með börnin sín þrjú, Sæmund, Daníel og Júlíu. Það voru tímamót í lífi hennar, fram- tíðin óskrifað blað, mikill sársauki eftir erfiðan skilnað, hún fluttist á heimili foreldra sinna á Hringbraut og stofnaði þar notalegt heimili fyrir sig og börnin. Hún hóf nám í Kenn- araháskólanum og hafði nú í desem- ber lokið langþráðum áfanga, útskrift framundan og komin með kennara- stöðu í Vesturbæjarskólanum. Hvað ég samgladdist henni innilega, hún hafði líka fundið ástina, bjartsýni og tilhlökkun var í henni, því enn og aft- ur voru ný tímamót í lífi hennar. Það sem einkenndi Margréti var hennar glaðlega viðmót, sama á hverju gekk, hún náði alltaf að kalla fram sitt fallega bros, og frá henni streymdi hlýja og væntumþykja, ekki bara til sinna nánustu heldur allra sem hún hitti. Hún var sannkallaður ljósberi, hún snerti hjörtu þeirra sem hún kynntist og sáði þar fræjum bjartsýni og gleði. Hún lét sér fátt fyrir brjósti brenna og kunni að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða, hafði mjög ákveðnar skoðanir, en var samt alltaf tilbúin að hlusta á og virða skoðanir annarra. Margrét var mikill stuðningur fyr- ir foreldra sína, Sæmund og Elínu, og þau fyrir hana. Börnum sínum var hún bæði góð móðir og félagi. Systk- inum sínum, Ragnheiði og Þorsteini, var hún afar kær. Þær systur voru samstiga um svo margt, stóðu þétt við bakið hvor á annarri, hittust oft í viku og voru í stöðugu sambandi. Þær voru ekki bara systur, líka bestu vinkonur. Á undanförnum árum fóru þær í margar skemmtiferðir saman, bæði utanlands og innan, oftast nær með allri fjölskyldunni. Missir fjölskyldunnar allrar er mikill, sorgin yfirþyrmandi, en lífið heldur áfram og vissan um að Mar- grét er komin á eilífan friðsælan stað og að henni líður vel, er huggun harmi gegn. Víða hafa myndast skörð, í Hring- brautarfjölskylduna, frænkuhópana, bænahringinn, vinahópana og svo mætti lengi telja, ég veit hins vegar að Margrét mun fylla upp í skörðin með nærveru sinni í sínum englalík- ama, og halda áfram að senda okkur ljósið frá þeim stað sem hún er nú komin á. Elsku Júlía, Daníel og Sæmi Kalli, þið gangið í gegnum mikla lífs- reynslu, en svona er lífið, það færir okkur hin ólíklegustu verkefni. Á einni svipstundu breytist gleði í sorg, ljós í myrkur, hlátur í grátur. Og hver er tilgangurinn? Það vitum við ekki á þessari stundu, tíminn einn mun leiða það í ljós. Ég bið algóðan Guð að senda ykk- ur og fjölskyldunni allri og öllum þeim sem eiga um sárt að binda, ljós, styrk og kærleika. Guðrún Þórðardóttir. Sumt fólk er þannig að maður þarf ekki að hafa þekkt það lengi til að það verði hluti af lífi manns. Og það verð- ur áfram hluti af lífi manns þótt leiðir skilji, því minningin um yndislegt fólk hverfur ekki eða dofnar, þótt manneskjan sjálf hverfi af sjónar- sviðinu. Margrét var slík manneskja. Hún kom inn í líf okkar stutta stund, en fer þaðan aldrei aftur. Hún bjó um sig í hjarta okkar og þar mun hún alltaf eiga pláss. Hún fór alltof snemma, en hún skilur eftir sig bjarta og fallega minningu og börnin þrjú sem eru hin sanna staðfesting lífsins. Hugur okk- ar er hjá þeim. Gunnar og Zídó. MARGRÉT ÞÓRA SÆMUNDSDÓTTIR MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ  Fleiri minningargreinar um Margréti Þóru Sæmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, FRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Birkilundi 7, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 3. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Gunnar B. Jóhannsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Kristjánsson, Karólína Gunnarsdóttir, Gísli Sigurður Gíslason, Sædís Gunnarsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Hrönn Haraldsdóttir, Gunnar Björn Ólafsson, Már Gíslason, Gunnar Breki Gíslason Una Haraldsdóttir, Eik Haraldsdóttir. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG KRISTÓFERSDÓTTIR, Suðurhólum 30, Reykjavík, verður jarðsungin frá Garðakirkju miðviku- daginn 3. mars kl. 15.00. Kristinn Magnússon, Tryggvi Tryggvason, Magnús Kristinsson, Dóra Birna Kristinsdóttir, Böðvar Örn Kristinsson, Tryggvi Gunnar Tryggvason, Helga Tryggvadóttir, Hildur Tryggvadóttir, tengdabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs fósturföður, bróður og frænda, KRISTINS KRISTJÁNSSONAR frá Bárðarbúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjarta- og nýrna- deildar Landspítalans og til þín, Sveina mín, sem hugsaðir svo vel um hann Didda okkar. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Magnússon, Sigurbjörg Farrell, Elín Guðrún Gunnlaugsdóttir, Ólína Gunnlaugsdóttir, Þorvarður Gunnlaugsson, Kristján Gunnlaugsson, Kristjana Leifsdóttir, Kristján Leifsson. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LEIFS VALDIMARSSONAR, Árskógum 6, Reykjavík. Ingibjörg Gísladóttir, Hrefna E. Leifsdóttir, Þorsteinn Árnason, Heiða K. Leifsdóttir, Auður Leifsdóttir, Guðmundur Gunnlaugson, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HARALDAR ARNAR TÓMASSONAR, Rauðagerði 20. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild E-11 Landspítala við Hringbraut og heimahlynningar Karitasar. Einnig þökkum við stjórn Matvís þann höfðingsskap sem hún sýndi við útförina. Elín Erlendsdóttir og synir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.