Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 41 STÆRÐFRÆÐIKEPPNI fyrir grunnskólanemendur fór fram 18. febrúar og var haldin í samstarfi við Flensborgarskólann í Hafn- arfirði. Stærðfræðikeppnin var haldin í þremur stigum, keppni fyrir 8., 9. og 10. bekk. Til leiks komu 52 nemendur úr Austurbæjarskóla, 47 úr Hagaskóla, 26 úr Hlíðaskóla, 14 úr Landakotsskóla og 42 úr Val- húsaskóla eða alls 181 nemandi, í fyrra voru 152 nemendur í keppn- inni og 67 nemendur árið þar á undan. Nemendur í 10 efstu sæt- unum á hverju stigi fá viðurkenn- ingarskjal frá skólanum. Þrír efstu fengu peningaverðlaun frá Spari- sjóði Reykjavíkur og eru 1. verð- laun 20.000 kr., 2. verðlaun 15.000 kr. og 3. verðlaun 10.000 kr. Sigurvegari í 8. bekk með 98 stig af 100 mögulegum var Arn- björg Soffía Árnadóttir, Haga- skóla, í öðru sæti var Árni Freyr Gunnarsson, Valhúsaskóla, og í 3. sæti Baldur Björnsson, Landakots- skóla. Sigurvegari í 9. bekk með 80 stig af 100 mögulegum var Hlín Önnudóttir, Hagaskóla, í öðru sæti David Frigge, Landakotsskóla, og í 3. sæti Hafsteinn Gunnar Hauks- son, Hagaskóla. Sigurvegari í 10. bekk með 77 stig af 100 mögulegum er Pétur Orri Ragnarsson, Valhúsaskóla, í öðru sæti Rósa Björk Þórólfs- dóttir, Hlíðaskóla, í 3.–4. sæti voru Elvar Karl Bjarkason, Hagaskóla, og Árni Heiðar Geirsson, Hlíða- skóla. Morgunblaðið/Þorkell 181 keppti í stærðfræði- keppni grunnskólanemenda Fræðslufundur Foreldrafélags barna með ADHD verður haldinn í dag, þriðjudaginn 2. mars, kl. 20 í Safnaðarheimili Háteigskirkju, gengið inn frá bílastæðinu. Fyr- irlesari er Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og forstöðumaður Stuðla. Fjallað verður um uppeldi unglinga með ADHD og hvað er til ráða? ADHD stendur fyrir Athygl- isbrestur með eða án ofvirkni. Foreldrafélag barna með ADHD, áður Foreldrafélag misþroska barna. Svölurnar funda Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flug- freyja, verða með félagsfund í dag, þriðjudaginn 2. mars, kl. 20, í Borgartúni 22, 3. hæð. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráð- gjafi er gestur fundarins. Fyrirlestur hjá Sagnfræðinga- félagi Íslands í dag, þriðjudaginn 2. mars, kl. 12.05, í Norræna hús- inu. Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, flytur erindi í fyrirlestraröð Sagn- fræðingafélags Íslands. Erindið nefnist „Nýju stríðin“. Í erindinu verður fjallað um eðli stríðsrekst- urs eftir að kalda stríðinu lauk. Í DAG Fjalla um nýjungar í meðferð á asthma Asthma- og ofnæm- isfélagið og Félag asthma- og of- næmislækna hafa stofnun Asthma- og ofnæmisskóla. Skólinn verður rekinn í röð fyrirlestra um þessa sjúkdóma. Fyrsti fyrirlesturinn verður á morgun, miðvikudaginn 3. mars, kl. 20.30 í húsi SÍBS í Síðumúla 6 í Reykjavík. Á fyr- irlestrinum mun Unnur Steina Björnsdóttir, sérfræðingur í asthma- og ofnæmissjúkdómum og dósent við læknadeild Háskóla Ís- lands, fjalla um nýjungar í með- ferð á asthma. Áhugahópur Gigtarfélags Ís- lands fundar Á morgun, miðviku- daginn 3. mars, kl. 19.30 verður áhugahópur Gigtarfélags Íslands um slitgigt með opið hús í hús- næði félagsins í Ármúla 5, annarri hæð. Kolbrún Einarsdóttir, næring- arráðgjafi á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, ætlar að ræða um mataræði og slitgigt og svara spurningum. Á MORGUN Fræðsluerindi um sálfræðileg sjónarmið og aðferðir við þung- lyndi Á vegum Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði verða haldin átta fræðsluerindi um sálfræðileg sjónarmið og aðferðir við þung- lyndi. Tvö erindi verða flutt hvert fimmtudagskvöld í mars, kl. 20.15– 22 í Námunni, húsnæði Endur- menntunar Háskóla Íslands, Dun- haga 7. Aðgangseyrir er 500 kr. Eftirfarandi klínískir sálfræðingar halda erindi: 4. mars, Oddur Erl- ingsson, 11. mars, Hörður Þorgils- son og Álfheiður Steinþórsdóttir, 18. mars, Auður R. Gunnarsdóttir og Ása Guðmundsdóttir, 25. mars, Gunnar Hrafn Birgisson og Eirík- ur Örn Arnarson. Dagskráin er haldin með stuðningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og verkefnis Landlækn- isembættisins, Þjóð gegn þung- lyndi. Stjórnmálaskóli Samfylking- arinnar verður haldinn dagana 4.–6. mars í Versölum við Hall- veigarstíg 1. Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylking- arinnar, setur skólann fimmtudaginn 4. mars kl. 19. Er- indi halda: Katrín Júlíusdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Andrés Jónsson og Helgi Hjörvar. Föstu- daginn 5. mars hefst skólinn kl. 19. Erindi halda: Ágúst Einarsson, Ágúst Ólafur Ágústsson og Krist- rún Heimisdóttir. Laugardaginn 6. mars hefst skólinn kl. 11.30. Er- indi halda: Stefán Jón Hafstein, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Flosi Eiríksson, Mörður Árnason og Bryndís Hlöðversdóttir. Ráðhús Reykjavíkur verður heimsótt í boði Steinunnar V. Óskarsdóttur, varaforseta borgarstjórnar. Þá verður Alþingi einnig heimsótt en þar kynnir Jóhanna Sigurðardóttir lífið og starfið í Alþingi. Stjórn- málskólanum lýkur með lokahófi kl. 19 á laugardag. Skólastjóri er Helgi Hjörvar. Á NÆSTUNNI ÁLYKTUN hefur borist frá fé- lagsfundi í Dómarafélagi Íslands sem haldinn var 23. febrúar sl. um fjárhagsstöðu héraðsdómstólanna: „Á undanförnum árum hafa verkefni dómstólanna aukist, eink- um vegna ört vaxandi málafjölda, flóknari mála og nýrra lögskipaðra verkefna. Á sama tíma hefur dóm- endum í héraði fækkað úr 50 í 38, þar sem stöður dómarafulltrúa voru lagðar niður árið 1998, án þess að gripið væri til fullnægjandi ráðstafana til mótvægis.“ Þá segir að fjárveitingavaldinu ætti að vera ljós sú skylda, að sjá dómstólunum fyrir fullnægjandi fjármagni til að standa undir eðli- legri starfsemi í samræmi við nú- tíma kröfur. „Hafa dómarar lagt sig fram við að halda málsmeð- ferðarhraða í horfinu, þrátt fyrir að það hafi haft í för með sér vinnu langt umfram það sem eðli- legt getur talist.“ Einnig segir í ályktuninni að dómarar telji afar brýnt að fjár- veitingarvaldið leiðrétti nú þegar fjárveitingar til héraðsdómstóla. „Þá leggja dómarar áherslu á að með lögum verði tryggt að fyr- irkomulag fjárveitinga taki mið af stöðu dómstóla sem eins þriggja þátta ríkisvaldsins. Loks mælast dómarar til þess að hraðað verði breytingum á réttarfarslögum sem leiða til aukinnar hagræðingar við dómsstörf. Dómarar lýsa fullum stuðningi við dómstólaráð, sem sett var á stofn til þess að undirstrika sjálf- stæði dómsvaldsins. Lögð er áhersla á að dómstólaráði verði gert kleift að sinna hlutverki sínu lögum samkvæmt.“ Brýnt að leiðrétta fjárveit- ingar til héraðsdómstóla Á AÐALFUNDI Félags eldri borg- ara sem haldinn var sl. laugardag var samþykkt ályktun þess efnis að ellilífeyrir (grunnlífeyrir) hækki til samræmis við þróun almennrar launavísitölu og frítekjumark al- mannatrygginga verði leiðrétt í samræmi við launaþróun. Þá var einnig samþykkt ályktun um að felldur verði niður eignarskattur á íbúðir sem eigendur búa í og að fjölgað verði dvalar/hjúkrunarrým- um samkvæmt samkomulagi sem undirritað var árið 2002. Jafnframt að auka valkost í búsetumálum fyr- ir aldraða sem þurfa á umönnun að halda. Félagið samþykkti einnig ályktun um að á vorþingi verði frumvarpið um breytingar á lögum um málefni aldraðra afgreitt og að þegar verði gerðar breytingar á hlutverki fram- kvæmdasjóðs aldraðra samkvæmt samkomulaginu sem undirritað var 19. nóv. 2002. Þá vill félagið að endurskoðuð verði lög um málefni aldraðra með það að markmiði að að flytja mál- efni aldraðra frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu til fé- lagsmálaráðuneytisins. Raddir aldraðra heyrist betur Félagið vill að gert verði verulegt átak í því að stytta bið eftir heyrn- artækjum, gerviliða- og augnað- gerðum og gerð er sú krafa að ávallt verði fulltrúar eldri borgara í nefndum og ráðum sem varða mál- efni þeirra. Einnig ályktaði fundurinn um að hvetja ófaglært starfsfólk til að sækja þau námskeið sem eru í boði á vegum stéttarfélaga fyrir fólk sem starfar við umönnun aldraðra. Einnig að þeir útlendingar sem ráðnir eru til starfa læri íslensku. Þá telur félagið að raddir eldri borgara heyrist of lítið þegar rætt er um málefni þeirra í ljósvakamiðl- um. Fundurinn hvetur stjórnendur ljósvakamiðla, einkum RÚV, að bæta úr þessu með því að stjórn- endur dagskrárliða gæti jafnréttis í þessu efni. Ályktanir fundar Félags eldri borgara Málefni aldraðra verði flutt til félags- málaráðuneytis ÞAU mistök urðu við frágang kross- gátunnar í Tímariti Morgunblaðsins á sunnudaginn að skýring númer 24 féll niður. Hún á að vera: Líki huskar konungur (8). Ennfremur átti skýr- ing merkt 24 að vera númer 26. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ♦♦♦ UM helgina var tilkynnt um 6 innbrot, 20 þjófn- aði og 16 skemmdarverk til lögreglunnar í Reykjavík. Þá var karlmaður handtekinn að- faranótt laugardags eftir að hafa ógnað fólki með afsagaðri tvíhleyptri haglabyssu. Um sexleytið á föstudagskvöldið var tilkynnt um að reyk legði frá þaki á húsi aldraðra við Þorragötu. Þarna hafði kviknað eldur í pönnu á eldavél. Nokkrar skemmdir urðu í eldhúsi og flytja þurfti tvennt á slysadeild til aðhlynningar. Þegar vísa átti út gesti veitinga- staðar í miðborginni á föstudags- kvöldið brást hann illa við og réðst á dyravörð, sparkaði í hann bæði í andlit og kvið. Var maðurinn hand- tekinn og færður í fangageymslu. Ógnaði veislugestum með haglabyssu Um miðnætti á föstudagskvöldið var tilkynnt um að maður hefði ógn- að fólki með afsagaðri tvíhleyptri haglabyssu í húsi í vesturbænum. Maðurinn mun fyrst hafa kvartað við nágranna undan hávaða og síðan til að leggja enn frekari áherslu á orð sín hafi hann hlaupið inn til sín, sótt haglabyssuna og ógnað og hótað fólki. Síðan fór hann með byssuna inn til sín og fór síðan á brott í bifreið ásamt nokkrum öðrum. Leitað var að bifreiðinni sem fannst skömmu síðar og var umræddur maður hand- tekinn og færður í fangageymslu en hann virtist í annarlegu ástandi. Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um mann sem gerði sér að leik að ganga yfir bíl sem stóð við Hverf- isgötu. Urðu skemmdir bæði á vél- arhlíf, þaki og vindskeið. Er lög- reglumenn komu á staðinn var maðurinn horfinn og fannst ekki þrátt fyrir leit. Skömmu fyrir hádegi á laugardag valt bifreið á Sæbraut við Dugguvog. Það mun hafa atvikast þannig að tvær bifreiðar voru á leið vestur eftir Sæbraut hvor á sinni akreininni er þriðja bifreiðin fór á milli þeirra og fram úr þeim. Við það missti annar ökumaðurinn vald á bifreið sinni sem valt. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. Veiktist hastarlega eftir að hafa sopið á ólyfjan Á laugardagskvöldið var maður fluttur í sjúkrabifreið á slysadeild eftir að hann hafði drukkið einhverja ólyfjan. Maðurinn sem er vaktmaður á sundstað í austurborginni hafði tekið með sér að heiman flösku sem hann hélt innihalda gosdrykk. Inni- haldið mun hins vegar hafa verið eitthvað annað og veiktist maðurinn hastarlega eftir að hafa sopið á því. Skömmu eftir hádegi á sunnudag var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við hús í austurborg- inni. Var maðurinn með verkfæra- tösku og eftir að hafa reynt um stund við útidyrnar tókst honum að komast inn í húsið. Er lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að þarna var viðgerðarmaður á ferðinni. Þarna brugðust hins vegar nágrann- ar hárrétt við og gerðu lögreglu við- vart, þegar þeir urðu þess varir að einhver sem þeir könnuðust ekki við, væri að fara inn í húsið. Á sunndagskvöld urðu lög- reglumenn varir við bifreið sem var ekið á miklum hraða eftir Miklu- braut. Tókst þeim að mæla hraða bifreiðarinnar sem reyndist vera 165 km. Er ökumaðurinn varð lögregl- unnar var, reyndi hann að stinga af og hljóp úr bifreiðinni við Hæð- argarð. Hann fannst skömmu síðar og var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum. Skemmdarverk og þjófnaðir meðal verkefna Helstu verkefni lögreglunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.