Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 43
DAGBÓK
KANADAMENN komust í
8-liða úrslit NEC-mótsins í
Japan, en lágu fyrir Eng-
lendingum í fyrsta útslátt-
arleiknum. John Carruthers
var í liði Kanada og hann
stakk að samlanda sínum og
ritstjóra mótsblaðsins, Eric
Kokish, athyglisverðu spili
frá raðkeppninni:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ÁG84
♥83
♦D72
♣10642
Vestur Austur
♠973 ♠KD106
♥KG10542 ♥9
♦G53 ♦10864
♣7 ♣Á985
Suður
♠52
♥ÁD76
♦ÁK9
♣KDG3
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 lauf
2 hjörtu Dobl * Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Þrjú grönd vinnast með
hjarta út, en víða kom út
spaði og þá er erfitt að finna
níunda slaginn. Carruthers
og Joey Silver voru í varn-
arhlutverki í spilinu gegn
japönsku konunni Yuku
Yamada og Carruthers valdi
að koma út með spaðasjöuna.
Yamada lét lítinn spaða úr
borði og Silver fór upp með
tíuna til að skipta yfir í
hjarta. Yamada drap strax
með ás og sótti laufásinn.
Silver kom aftur með lauf, og
nú tók sagnhafi slagina sína í
láglitunum og endaði heima:
Norður
♠ÁG8
♥8
♦–
♣–
Vestur Austur
♠93 ♠KD6
♥KG ♥–
♦– ♦10
♣– ♣–
Suður
♠5
♥D76
♦–
♣–
Í þessari lokastöðu spilaði
Yamada spaða á áttuna og
fékk þannig níunda slaginn á
spaðagosa í lokin.
Þetta er vel spilað, en það
er augljóst að vörnin gat gert
betur. Það hefði leyst allan
vanda AV ef Carruthers
hefði byrjað á spaðaníu, en
Silver gat líka bjargað
spilinu með því að láta spaða-
sexuna undir sjöuna. En það
er langsótt vörn, því vestur
gat átt sjöuna aðra.
Carruthers er að fylgja
þeirri varnarreglu að spila
miðjuspili frá þremur hund-
um (MUD=Middle, Up,
Down), sem Zia segir að sé
réttnefnd „leðja“, því ómögu-
legt sé fyrir makker að lesa í
útspilið. Því sé betra að spila
annaðhvort lægsta eða
hæsta.
Það hefði alltént reynst
betur í þessu spili.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
ÞORBJÖRN KÓLKA
Á áttæringi einn hann reri,
ávallt sat á dýpstu miðum.
Seggur hafði ei segl á kneri,
seigum treysti hann axlaliðum.
Enginn fleytu ýtti úr sandi,
ef að Þorbjörn sat í landi.
Vissu þeir, að veðurglöggur
var hann eins og gamall skarfur,
hjálparþurfum hjálparsnöggur,
í hættum kaldur bæði og djarfur.
Forystu garpsins fylgdu allir,
en – flestir reru skemmra en kallinn.
Spölur er út að Sporðagrunni,
Spákonufell til hálfs þar vantar,
og hverfur sveit í svalar unnir,
sækja færri þangað skatnar.
Einn þar færi um gildar greipar
í góðu veðri Þorbjörn keipar.
– – –
Grímur Thomsen
LJÓÐABROT
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
FISKAR
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert upptekin/n af fjármál-
unum en ættir þó að hafa það í
huga að vegna afstöðu stjarn-
anna þarftu á meiri hvíld að
halda en venjulega.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir að nota daginn til að
tala við systkini þín, sér-
staklega systur þína. Samræð-
ur ykkar munu skila góðum
árangri.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þig langar til að kaupa þér föt
í dag og ættir að láta það eftir
þér ef þú mögulega getur. Þú
nýtur mikillar athygli þessa
dagana og þarft því að huga að
ímynd þinni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Tunglið hefur alltaf mikil áhrif
á þig og nú er það í merkinu
þínu. Þetta getur gert þig
óvenju viðkvæma/n en það vill
þó svo vel til að hlutirnir ættu
að ganga þér í hag í dag.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefðir gott af svolítilli ein-
angrun í dag. Farðu ein/n í
kaffi ef þú getur. Þú þarft tíma
til að hugsa um þær ákvarð-
anir sem þú þarft að taka á
næstunni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Reyndu að hitta vini þína og
kunningja í dag. Þú munt
njóta þess að tala um heim-
ilislífið, matreiðslu og aðra
hversdagslega hluti.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú munt líklega eiga
skemmtilegar samræður við
móður þína eða yfirmann í
dag. Fólk hefur tekið eftir því
hvað þú hefur lagt hart að þér
að undanförnu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú getur hugsanlega talið vin
þinn á að flýja hversdagsleik-
ann með þér. Þetta er góður
dagur til að gera ferðaáætl-
anir og leggja drög að námi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Heimilið og fjölskyldan eru í
brennidepli hjá þér þessa vik-
una. Þú þarft líka að fara yfir
fjármálin og huga að sameig-
inlegum eignum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Tunglið er beint á móti merk-
inu þínu og því þarftu að
leggja þig alla/n fram í sam-
skiptum við aðra í dag.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ert ekki viss um hvernig
eigi að taka á málunum í vinn-
unni í dag. Ef þú tekur á hlut-
unum af alvöru og sjálfsaga
muntu finna farsæla lausn.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þetta er tilvalinn dagur til
daðurs og skemmtana. Þú
munt einnig njóta þess að
leika við börnin. Við þurfum
stundum á því að halda að
brjóta upp hversdagsleikann.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert kraftmikil/l og traust/
ur og hefur frjótt ímyndunar-
afl. Þú átt það til að týna þér í
vinnunni og þarft því að leita
að jafnvægi í lífinu.
70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 2.
mars, er sjötug Lillian
Anne-Lise Guðmunds-
dóttir, Dalbraut 16, Reykja-
vík. Hún og eiginmaður
hennar, Þorvarður Guð-
mundsson, verða að heiman
á afmælisdaginn.
1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. e3 e6 4.
Bd3 c5 5. b3 b6 6. Bb2 Bd6
7. 0–0 0–0 8. Rbd2 Bb7 9.
De2 Re4 10. c4 Rd7 11.
Hac1 Hc8 12. Bb1 f5 13. Re5
Rdf6 14. f3 Rxd2 15. Dxd2
De7 16. Hfe1 Hfd8 17. Df2
Hc7 18. Dh4 De8 19. cxd5
Rxd5 20. e4 Be7 21. Dg3
fxe4 22. fxe4 Rf6 23. d5 Bd6
24. Dh3 Bc8 25.
Dd3 Dh5 26. Rf3
Bf4 27. Bxf6 gxf6
28. Hcd1 e5 29.
De2 Hg7 30. Kh1
Kh8 31. Hg1
Staðan kom upp
í Meistaramóti
Taflfélagsins
Hellis sem lauk
fyrir skömmu. Jó-
hann Helgi Sig-
urðsson (1.970)
hafði svart gegn
Sigurði Ingasyni
(1.780). 31. –
Bxh2! 32. g4 Bxg4
33. Hxg4 Bg3+ 34. Hh4
Bxh4 og hvítur gafst upp.
Lokastaða efstu manna varð
þessi: 1. Björn Þorfinsson 6
vinninga af 7 mögulegum. 2.
Davíð Kjartansson 5½ v. 3.
Sigurður Daði Sigfússon 5 v.
4.-5. Jón Árni Halldórsson
og Jóhann Helgi Sigurðsson
4½ v. Þetta er í sjötta skipti
sem Björn verður meistari
félagsins en hann ku ætla að
vinna það tíu sinnum áður
en hann hættir að taka þátt í
mótinu!
Svartur á leik.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
FRÉTTIR
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Hákon, sími 898 9396.
RAÐHÚS Í FOSSVOGI
ÓSKAST
Mér hefur verið falið að leita eftir raðhúsi
í Fossvogi fyrir fjársterkan aðila sem er að
flytja til landsins. Æskilegt að eignin sé í
góðu ástandi. Verðhugmynd 26-30 millj.
Kaupandi getur veitt ríflegan afhendingar-
tíma. Áhugasamir vinsamlega hafi sam-
band og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
Flughræðslunámskeið
Vegna mikillar þátttöku heldur undirritaður í
samvinnu við Flugfélag Íslands, annað
námskeið til að takast á við flughræðslu.
Námskeiðið verður haldið laugardaginn 6. mars.
kl. 8.30 til 17 að Hótel Lofleiðum.
Dagana á eftir verður farið í flug með Flugfélaginu.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 849 6480
og runargu@simnet.is
Rúnar Guðbjartsson,
sálfræðingur
og fyrrverandi flugstjóri
Veitingastaður
Aktu-taktu afhenti
nýlega Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra
barna 250.000 kr. sem
er hluti af hagnaði
flugeldasölu staðarins
um síðustu áramót.
Bjarni Stefán Gunn-
arsson frá Aktu-taktu
afhenti Rósu Guð-
bjartsdóttur fram-
kvæmdastjóra SKB
styrkinn.
Aktu-taktu styrkir
krabbameinssjúka
STJÓRN Félags CP á Íslandi mót-
mælir fyrirhugaðri lokun endur-
hæfingardeildar í Kópavogi og
skorar á stjórn Landsspítala – há-
skólasjúkrahúss að endurskoða
áform sín nú þegar. CP er skamm-
stöfun fyrir Cerebral Palsy sem
hefur verið þýtt sem heilalömun
eða heilalæg lömun á íslensku.
„Íslendingar sýndu hug sinn til
fatlaðra í verki í söfnun fyrir Sjón-
arhól, við erum rík þjóð og þurfum
ekki að láta það bitna á fjölfötl-
uðum þó þurfi að draga úr þjón-
ustu á einhverjum sviðum.
Á endurhæfingardeild í Kópa-
vogi hefur skapast sérþekking á
þjálfun og hjálpartækjamálum fjöl-
fatlaðra sem ekki er til annars
staðar. Í þessari þekkingu eru
fólgin verðmæti sem ekki má kasta
á glæ. Það er algjörlega óviðun-
andi að hróflað sé við þjónustu
endurhæfingardeildar á nokkurn
hátt án þess að góð framtíðarlausn
sé fundin.“
Lokun endurhæfing-
ardeildar mótmælt
voða með harðvítugum deilum um
kaup og kjör hjúkrunarfólks og skor-
ar á ríkisvaldið og heilbrigðisráðherra
að beita sér fyrir sanngjarnri lausn
þeirrar deilu.“
Þá vekur félagið athygli á því að
greiddur er 38,58% skattur af eftir-
launum og ellilífeyri.
„Það er algerlega óþolandi, því að
þarna er verið að tví- eða þrískatta
þessar tekjur,“ segir í ályktun fund-
arins. „Fundurinn krefst þess að
skattprósenta af eftirlaunum/ellilíf-
eyri verði tafarlaust lækkuð niður í 10
%, en það er sama skattprósenta og
fjármagnsskattur er miðaður við í
dag.“
Ennfremur skorar fundurinn á al-
þingismenn og ríkisstjórn að beita sér
fyrir því að lágmarkseftirlaun/ellilíf-
eyrir hækki í 140 þúsund krónur á
mánuði strax á þessum vetri.
STOFNFUNDUR 60+ í Hafnarfirði
var haldinn sl. laugardaginn.
Félagið er fyrir Samfylkingarfólk
60 ára og eldra. Jón Kr. Óskarsson
var kjörinn formaður.
Félagið er umræðuvettvangur um
málefni jafnaðarmanna og þá sér-
staklega aldraðra og vinnur að hags-
munamálum þeirra. Eftirfarandi
ályktunartillögur voru samþykktar
m.a. samhljóða á fundinum:
„Sveitarfélögum og ríki ber því
skylda til þess að sjá um að alltaf sé í
boði hentugt húsnæði fyrir aldraða,
bæði eignarhúsnæði og leiguhúsnæði.
Jafnframt verður að stilla fasteigna-
gjöldum aldraðs fólks mjög í hóf,
þannig að þau taki mið af minnkandi
tekjum þess, eftirlaunum og lífeyri.
Fundurinn átelur harðlega hvernig
heimahjúkrun og aðhlynningu ör-
yrkja og aldraðra hefur verið stefnt í
Félagið 60+ stofnað
í Hafnarfirði
MEÐ MORGUNKAFFINU
Lekur báturinn ennþá, Jónas…?
ÁRNAÐ HEILLA