Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 44
DEILDARBIKARINN Í STYKKISHÓLMI
44 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Bárður telur að varnarleikur liðs-ins sé þeirra styrkur og hafi
fleytt þeim áfram í efsta sætið. „Það
er gríðarlegur metnaður í leikmönn-
um liðsins og að auki erum við
heppnir að því leyti að útlending-
arnir okkar hafa gaman af því að
leggja sig fram í
vörninni. Sóknin hjá
okkur gæti verið
betri en við höfum
náð stöðugleika í
gegnum varnarleik-
inn og við munum
byggja á því í úr-
slitakeppninni.“
Það eru ekki
margir sem skipa
leikmannahóp liðs-
ins og segir Bárður
að hann geti stólað á
að hafa 10–12 leik-
menn á æfingum
liðsins.
„Við erum með
einn 16 ára pjakk í
liðinu, Daníel A.
Kazmi, og það eru
ungir leikmenn hér í
Hólminum sem geta
náð langt ef þeir leggja sig fram.
Það mun ávallt verða erfitt að halda
mönnum á svæðinu þar sem strák-
arnir sækja suður í framhaldsnám
en við gerum okkur vonir um að það
muni breytast með nýjum fram-
haldsskóla hér á Snæfellsnesi og í
vetur hafa fjórir leikmenn liðsins
getað stundað fjarnám á háskóla-
stigi héðan. Slíkt hjálpar til og gerir
okkur auðveldara um vik að fá leik-
menn á svæðið.“
Spurður um hvort ekki verði erfitt
að halda mönnum við efnið í úrslita-
keppninni eftir að hafa landað deild-
armeistaratitli segir Bárður að það
verði áskorun fyrir hann sem þjálf-
ara og leikmenn liðsins að sýna hvað
í þeim býr.
„Það er alltaf hætta á því að svona
stundir séu nóg fyrir „litlu“ liðin ut-
an af landi. En ég tel
að við séum ekki
búnir að fá nóg.
Vissulega var mikið
fagnað hér í Stykk-
ishólmi er við náðum
að tryggja okkur
efsta sætið en menn
eiga að njóta augna-
bliksins en við mun-
um mæta grimmir til
leiks í fyrstu umferð
úrslitakeppninnar.
Vörnin og baráttan
hefur vissulega verið
okkar aðalsmerki en
við erum einnig með
nokkur tromp uppi í
erminni sem við get-
um notað í næstu
leikjum.“
Bárður var spek-
ingslegur er hann
var spurður að því hvað í leik liðsins
mætti helst laga. „Ég held að það sé
best að ég segi sem minnst um það.
En allir sem horfa á leiki liðsins hafa
skoðun á því en ég ætla ekki að
leysa það á síðum fjölmiðla,“ segir
Bárður en það má skilja hann með
þeim hætti að líklega væri betra fyr-
ir liðið ef boltinn fengi að ganga bet-
ur á milli manna í sóknarleiknum.
„Kannski er það rétt,“ sagði Bárður
er hann gekk inn í búningsherbergi
liðsins og brosti út í annað munn-
vikið án þess að svara spurningunni.
„Erum ekki
orðnir saddir“
ÉG vissi að ég myndi eiga góða daga í lok febrúar hér í Stykkishólmi
en ég hafði ekki leitt hugann að því að við myndum fagna deild-
armeistaratitli á þessum tíma ársins. Við settum markið á eitt af
fjóru efstu sætunum og þetta kemur því flestum á óvart,“ sagði
Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, en hann er á þriðja ári sínu
sem þjálfari og hætti að leika með liðinu árið 2002 er liðið tryggði
sér sæti í úrvalsdeild á ný.
Bárður lyftir deildar-
bikarnum hátt á loft.
UMGJÖRÐ íþróttakappleikja á Ís-
landi hefur breyst til hins betra á
undanförnum árum og má með
sanni segja að „Hólmarar“ séu í
efsta sæti á því sviði, líkt og í deild-
arkeppninni. Það eru margir sem
leggja hönd á plóginn í Stykkishólmi
til þess að skemmta áhorfendum en
þar er Daði Sigþórsson, fyrrum leik-
maður liðsins, með puttann á púls-
inum og er aðalbókari Stykk-
ishólmsbæjar jafnframt kynnir á
leikjunum. Um 400 áhorfendur voru
á leiknum gegn Haukum, 1/3 bæj-
arbúa, og til viðmiðunar mætti taka
Akureyri þar sem að rúmlega 4 þús-
und áhorfendur þyrftu að mæta á
kappleik til þess að ná sama hlutfalli
og í Stykkishólmi.
Kynningin á liði heimamanna er
sérlega glæsileg, þar sem ljósin eru
slökkt í íþróttahúsinu og ljós-
myndum af leikmönnum liðsins er
varpað uppá vegg er þeir eru kynnt-
ir. Aldrei er dauð stund meðan á
leiknum stendur, tónlistin glymur í
hljóðkerfinu, börn úr grunnskól-
anum sjá um dansatriði í leikhléum,
gjöfum er skotið til áhorfenda úr
þar til gerðri teygjubyssu og fyrir
leikinn léku tvær stúlkur á gítar og
sú þriðja söng nokkur lög. Það má
því segja að allt bæjarfélagið taki
þátt í að mynda góða stemmningu á
leikjum liðsins.
Lukkudýr liðsins eru tvö að þessu
sinni og í samtali við Morgunblaðið
sögðu þeir Ásmundur Þrastarson og
Aðalgeir Bjarki Þorsteinsson að eft-
irspurnin væri mikil eftir því að fá
að vera „lukkudýr“ á leikjum liðsins.
„Ég þurfti að berjast fyrir því að
fá þetta hlutverk og þetta er rosa-
lega gaman. Maður fær að grínast í
dómurum, leikmönnum og áhorf-
endum. Þetta er rosalega skemmti-
legt.“ Móðir Aðalgeirs saumaði bún-
inginn sem hann er í á leikjum
liðsins, teiknimyndapersónan Kalli
kanína. Ásmundur er klæddur sem
geimvera, en sá búningur var til á
svæðinu.
Aðalgeir og Ásmundur hafa verið
á flestum leikjum liðsins og taka
starfið alvarlega, enda voru þeir
kófsveittir í leikslok eftir átökin. Ætli það sé ekki meiri pressa áokkur að standa okkur í
stykkinu við að skrifa en að spila
þessa leiki. Við-
brögðin við síðunni
okkar hafa farið
fram úr okkar villt-
ustu draumum og nú
þurfum við að hafa okkur alla við að
uppfæra hana. Þetta er bölvað púl,“
segir Hlynur og dæsir.
Sigurður Þorvaldsson situr gegnt
fyrirliðanum í búningsherbergi liðs-
ins en hann er að leika sitt fyrsta
tímabil með Snæfell en hann lék áður
með ÍR í Reykjavík. „Það er fínt fyrir
sveitamann eins og mig að fá að upp-
lifa þessa stemningu. Þetta er allt
annað en það sem hafði kynnst áður.
Hér þekkir maður nánast alla sem
mæta á leiki og við fáum að vita ef við
stöndum okkur ekki. Í Reykjavík
þekkti maður ekki þá sem mæta á
leiki. Það var varla að maður vissi
hverjir voru í stjórninni hjá ÍR,“ seg-
ir Sigurður en hann hefur „stolist“ til
þess að snyrta skegg sitt og skartar
aðeins börtum þessa stundina.
Þeir félagar telja að þrátt fyrir að
margir geri lítið úr því að verða deild-
armeistarar þá sé ástæða til þess að
fagna slíkum titli. „Suðurnesjaliðin
eru svo vön því að vera í efsta sæti að
það eru fjórar til fimm hræður sem
fagna því er liðin þeirra verða deild-
armeistarar. Hér í Stykkishólmi hef-
ur þetta aldrei gerst áður, við fögn-
um því líkt og stuðningsmenn
okkar,“ segir Hlynur og Sigurður
leggur áherslu á að þeir séu ekki
búnir að fá nóg. „Gamla klisjan, einn
leikur í einu, á alltaf vel við. Við mæt-
um með sama hugarfari í úrslita-
keppnina, það er engin pressa á okk-
ur og sjálfstraustið er í botni.
Hlynur segir að umræðan um
launaþakið og þær ásakanir sem hafa
settar fram um að Snæfell sé langt
yfir þeim mörkum sem leyfileg hafi
ekki haft áhrif á liðið. „Menn geta
bullað um þetta fram og aftur. Við
höfum sett markið á að ná langt í vet-
ur og hér á bæ hefur verið hagrætt til
þess að við getum náð því marki. Um-
ræðan um launaþakið er orðin þreytt
og ef við værum að brjóta reglunar
værum við ekki í efsta sæti, enda
væri þá búið að taka af okkur stig og
leggja á okkur sektir,“ segir Hlynur.
Góðir í tölvuleikjum
Corey Dickerson hóf leiktíðina
með Snæfell en hann lék tvo leiki
með Grindavík sl. vor er Darell Lew-
is var að jafna sig á meiðslum. Dick-
erson er lipur bakvörður og segir
hann að lífið í Stykkishólmi sé einfalt
en hann er frá stórborginni Phila-
delphiu. „Ef við erum ekki í æfinga-
salnum eða á æfingum er lítið annað
að gera en að horfa á sjónvarpið og
spila tölvuleiki. Við erum bara nokk-
uð góðir í tölvuleikjunum og Edmund
Dortson er líklega sá besti,“ segir
Dickerson og lítur á félaga sinn sem
situr andspænis honum. Dortson
kom til Íslands eftir áramót og hóf að
leika með Snæfell. „Ég hafði ekki
hugmynd um hvert ég var að fara en
mér líður vel hér þrátt fyrir að margt
sé frábrugðið því sem á að venjast í
heimaborg minni Detroit,“ segir
Dortson en þriðji Bandaríkjamaður-
inn í liði Snæfells Dondrell Withmore
er upptekinn við að spjalla við stuðn-
ingsmenn liðsins og hefur í nógu að
snúast.
Dickerson er ekki í vafa um að liðið
geti náð enn lengra og telur að liðs-
heildin sé þeirra sterkasta vopn. „Ég
tel að við séum með bestu vörnina og
að auki erum við ekki að hugsa um
„okkar tölur“ en í mörgum öðrum lið-
um eru útlendingarnir of uppteknir
við að skora og taka fráköst til þess
að þeir líti vel út á tölfræðiblaðinu.“
Dortson tekur undir orð félaga síns
og segir þá vera að ná betur saman.
„Það geta allir skorað í þessu liði og
ef við finnum veikleika í vörn and-
stæðinga okkar tel ég að við getum
farið langt í úrslitakeppninni.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Edmund Dotson lyftir bikarnum hátt á loft og Hafþór Gunn-
arsson, félagi hans í Snæfellsliðinu, skemmtir sér vel ásamt
Dondrell Whitmore, Corey Dickerson og Andrési Heiðarssyni.
„Engin
pressa
á okkur“
„VIÐ erum að safna skeggi til þess að sjá hvernig Hafþór Gunn-
arsson muni líta út með rautt alskegg,“ segir Hlynur Bæringsson,
fyrirliði Snæfells, er hann var inntur eftir myndarlegu skeggi sem
nokkrir leikmenn liðsins hafa safnað frá því byrjun desember. „Það
er ekki ætlunin að raka þetta af fyrr en við höfum tapað leik í deild-
inni og það er langt síðan,“ segir Hlynur en hann er einn af þeim
sem halda úti „bloggsíðuni“ negrinemi.blogspot.com þar sem að
hann ritar pistla ásamt Hafþóri, Lýð Vignissyni og Sigurði Þorvalds-
syni.
Kófsveitt lukkudýr – Ásmundur Þrastarson og Aðalgeir Bjarki
Þorsteinsson taka hlutverk sín sem lukkudýr mjög alvarlega.
Frábær umgjörð
SNÆFELL lék í fyrsta sinn í úr-
valsdeild veturinn 1990–1991 en
keppnistímabilið var nokkuð sér-
stakt hjá liðinu sem lék þá heimaleiki
sína á Grundarfirði þar sem íþrótta-
húsið í Stykkishólmi var enn í bygg-
ingu.
Liðið bjargaði sér frá falli þann
veturinn með því að leggja ÍR að
velli í hreinum úrslitaleik í Stykk-
ishólmi.
Frá þeim tíma hefur Snæfell leikið
tvívegis til úrslita í bikarkeppni KKÍ
og tapað í bæði skiptin fyrir Kefla-
vík.
Liðið varð í sjöunda sæti deildar-
innar 1998–1999 og féll úr keppni í
fyrstu umferð úrslitakeppninnar
gegn Njarðvík.
Gengi liðsins á undanförnum árum
hefur verið upp og ofan en árangur
þess í vetur sá besti frá upphafi.
9. sæti í úrvalsdeild 1991–1992,
næstneðsta sæti.
5. sæti í úrvalsdeild 1992–1993,
komst ekki í úrslit.
6. sæti í úrvalsdeild 1993–1994,
komst ekki í úrslit.
12. sæti í úrvalsdeild 1994–1995,
féll í 1.deild.
3.–4. sæti í 1.d eild, 1995–1996.
2. sæti í 1.deild, 1996–1997.
1. sæti í 1.deild, 1997–1998.
7. sæti í úrvalsdeild, 1998–1999.
11. sæti í úrvalsdeild, 1999–2000,
féll í 1.deild.
5. sæti í 1.deild, 2000–2001.
1. sæti í 1. deild, 2001–2002.
9. sæti í úrvalsdeild, 2002–2003.
1. sæti í úrvalsdeild, 2003–2004.
Skin og
skúrir
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson