Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4741-5200-0002-4854
4507-4300-0029-4578
4741-5200-0002-5562
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
ÁLFABAKKI
kl. 4 og 6. Ísl tal.
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
i i .i
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
Frábær gamanmynd frá höfundi
Meet the Parents
KRINGLAN
kl. 8. Enskt tal.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5 og 8. b.i. 14 .
HJ. MBL
ÓHT. Rás2
Sýnd kl. 9.10. B.i. 16.
Heimur farfuglanna
Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6 og 9.
ÓHT Rás2
VG DV
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16.
Sýnd kl. 8.05.
Kynnir
SV MBL
DV
SV MBL
HJ. MBL
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
„Yndislegt kraftaverk;
sönn, djúp og fyndin
kvikmynd!“
-Roger Ebert
„Bráðfyndin“
HJ. MBL
„Ótrúlega áhrifarík.
Frumleg, fyndin og
elskuleg.“
-BÖS, Fréttablaðið
Sean Penn
besti leikari
í aðalhlutverki
Tim Robbins
besti leikari
í aukahlutverki
Renée Zellweger
besta leikkona
í aukahlutverki
Skonrokk
HJ MBL
„Fínasta
skemmtun“
B.Ö.S.
Fréttablaðið
Kvikmyndir.com
KVIKMYNDIN Píslarsaga Krists
(The Passion of the Christ) í leik-
stjórn Mels Gibsons var langmest
sótta mynd helgarinnar. Myndin var
frumsýnd á öskudag og hefur aðeins
ein mynd, Hringadróttinssaga:
Hilmir snýr heim, fengið fleiri áhorf-
endur á fyrstu fimm sýningardögum.
Þetta er líka fyrsta mynd ársins 2004
til að fara yfir 100 milljóna banda-
ríkjadala markið.
Í fyrstu var talið að myndin myndi
aðeins höfða til fremur íhaldssamra
kristinna manna en sú hefur alls ekki
verið raunin. Ásakanir um að mynd-
in sé andsnúin gyðingum hafa enn-
fremur komið fram. „Þetta byrjaði
allt með grasrótarherferðinni, sem
við komum af stað, en deilurnar hafa
augljóslega hjálpað til við að vekja
athygli,“ sagði Bruce Davey, sam-
starfsmaður Gibsons í kvikmynda-
gerðinni Icon Productions.
Gibson lagði til mest af því fé sem
myndin kostaði, en kostnaður var
1,75 milljarðar króna, og mun hagn-
aðurinn því að mestu fara til hans.
Stóru kvikmyndaframleiðendurnir í
Hollywood höfðu ekki áhuga á að
koma að myndinni. Eitt af óháðu fyr-
irtækjunum, Newmarket Films, tók
að sér að dreifa myndinni og fær því
hluta af ágóðanum.
Píslarsagan halaði inn meira fé um
helgina en næstu ellefu myndir sam-
anlagt. Aðrar nýjar myndir settu því
ekki mikið mark á listann. Spennu-
myndin Brenglun (Twisted) með
Ashley Judd komst þó í þriðja sætið.
Í djörfum dansi: Havananætur
(Dirty Dancing: Havana Nights) fór
beint í fimmta sætið en myndin segir
forsögu smellsins Í djörfum dansi
(Dirty Dancing) frá níunda áratug-
inum með Patrick Swayze og Jenni-
fer Gray í aðalhlutverkum. Loks
komst hryllingsgrínmyndin Hryll-
ingsklúbburinn (Broken Lizards
Club Dread) í tíunda sætið.
Vinsældir Píslarsögunnar eru enn
merkilegri í ljósi þess að hún var tek-
in upp á tveimur tugumálum, aram-
ísku og latínu, og er með enskum
texta. Mikið er um ofbeldi í myndinni
og þykir lýsingin á krossfestingu
Jesú Krists sérlega ógeðfelld.
„Píslarsagan er einhver ólíkleg-
asta mynd til vinsælda sem ég veit
um. Ég bý ekki yfir nógu mörgum
lýsingarorðum til að geta lýst því
hvað mér finnst,“ sagði Paul Derg-
arabedian, framkvæmdastjóri Ex-
hibitor Relations, sem fylgist með
aðsókn í kvikmyndahús. „Ég býst við
því að fólk sem er ekki trúað hafi líka
flykkst á myndina því þetta er auð-
vitað einn mikilvægasti atburður
sögunnar og allir eru að tala um
þetta.“
! " $ ! #
%& #'%(
%
%(
)*+&
,-.'
/'.-
0./
-./
.0
1.1
1./
2.1
2./
2.
//,.
33.,
0./
/-.,
.0
-.2
/'.3
//.-
,.-
2.
Umdeild mynd Mels Gibsons slær í gegn
Píslarsagan
langvinsælust
Lýsingar í Píslarsögunni á síðustu
stundum Krists eru beinskeyttar.
MYNDLISTARVERÐLAUN Myndlistarakademíu Ís-
lands, Ullarvettlingarnir, féllu að þessu sinni Pétri
Magnússyni í skaut. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega
athöfn á Næsta bar á dögunum.
Í fréttatilkynningu frá Myndlistarakademíunni segir
m.a.: „Pétur á að baki langan feril í myndlistinni bæði
heima og erlendis, þó hann hafi kannski ekki náð inn í
þann hóp sem nú markar sólaruppkomu utanlands í
stórum sölum. Sýning hans í Galleríi Skugga í maí á
síðasta ári markaði um margt á sinn slungna hátt upp-
haf þeirrar sexstrendu sýnar sem þjóðin þekkir í ís-
lensku stuðlabergi og speglast nú á Hafnarhimni í
Reykjavík. Stjórn akademíunnar þótti Pétur sýna þann
dug, þor og frumleika sem nauðsynlegur er til þess að
leita í þann gnægtarbrunn sem geymir forn og ný sann-
indi um eðli þeirrar þjóðar sem kallar sig Íslendinga.“
Pétur Magnús-
son handhafi Ull-
arvettlinganna
Morgunblaðið/Eggert
Benedikt Gestsson, formaður MAÍ, afhenti Pétri
Magnússyni Ullarvettlingana.