Vísir - 15.04.1981, Qupperneq 20
20
VÍSIR
Miðvikudagur 15. april 1981
Leikritið gerir miklar kröfur til leikaranna svo þeir nái að lýsa innri hugarórum persónanna” sa
ICflirtfAir Inilrct ini*i n rt nlr 1.1 .... X Z A . _í * ■ ■ .. .... *
I nógu var að snúast því æfing var að hefjast hjá
Leikfélagi Vestmannaeyja á 106. verkefni félagsins,
leikritinu Fyrsta öngstræti til hægri. En það verður
frumsýnt í Eyjum á 2. f páskum kl. 20.30. Sigurgeir
Scheving leikstjóri, og Unnur Guðjónsdóttir ræddu
staðsetningu og ýmislegt sem þeim fannst að mætti
betur fara. Síðan snéri Unnur sér að blaðamanni Vfsis
og Ijósmyndara og sagði: „Alveg er það furðulegt að
alltaf þegar viðsetjum upp verk þá virðist aldrei vera
meira af þorski en einmitt þegar við ætlum að fara að
sýna. Ég held bara að þeir í stöðvunum ættu að fara að
gera út á leikfélagift það væri kannski til þess að
alltaf væri nóg af þorski fyrir frystihúsin".
starfsmanns i
Tngu'BC11 ,C,KSlJO“ °8 eKK' er 30 Sja anna0 en pa0 haf' Þegar ‘ekis‘ Þótt enn sé ekki komiö að frumsýn-
Aðbiinaður Leikfélagsins er
mjög góður. Salurinn tekur um
170 manns i sæti og er m jög vist-
legur. Undir sviðinu eru biln-
ingsklefar og kaffistofa, þar
sem bestu rjómapönnukökur
bæjarins voru bornar fram i hléi
milli æfinga. En það fór eins
með rjómapönnukökurnar og
hléið, að mjög fljótlega var við
þærlokiö og æfing hófst að nýju.
Formaður Leikfélagsins Auö-
berg Óli Valtýsson hefur starfað
fyrir það siðan 1951, þá sem
sviðsmaður en sem sýningar-
stjóri siðustu lOárin.Sagði hann
að bæjarsjóður styrkti starf-
semi leikfélagsins verulega, tii
dæmis hefði félagið leikhúsið
svo til endurgjaldslaust en að-
staðan þar er ein sú besta, sem
áhugamannaleikfélag hér á
landi býr við. Hann sagöi einnig
að Vestmannaeyingar væru
mjög velviljaðir leikhúsinu.
„Það er ekki að tómum kofan-
um komið ef eitthvað vantar af
ieikmunum, enda höfum við
aldrei þurft að kaupa leikmuni.
Ég vona að þeir sýni nú áhuga
sinn i verki og komi til að sjá
þetta góða leikrit”, sagði Óli.
Leikritið Fyrsta öngstræti til
hægri er eftir Orn Bjarnason,
sem á ættir sinar að rekja til
Eyja, og er sonarsonur Bjarna
Eyjólfssonar
safnahúsinu.
„óheflaður raunveru-
leikinn á ferð".
t rjómapönnukökuhléinu milli
atriða, náðist að króa Sigurgeir
leikstjóra af en hann hefur i
mörg ár verið ein helsta drif-
fjöður hjá Leikfélaginu, leikið
mörg stórhlutverk og stjórnað
leikritum. Sigurgeir sagði að
þetta verk væri mjög krefjándi
verkefni og marga strengi
þyrfti að stilla svo allt hljómaði
rétt i lokin. „Verkið fjallar um
þjóðfélagsleg vandamál, sem
alls staðar eiga sér stað i þjóð-
félaginu, drykkju og lyfja-
notkun”, sagði Sigurgeir. Aðal-
hlutverkin eru leikin af Hörpu
Kolbeinsdóttir sem lekur Mariu
og Eddu Aðalsteinsdóttur sem
leikur Onnu, en þær vinkonur
leika forfallna drykkjusjúkl-
inga. Leikurinn snýst um þessar
persónur, þó sérstaklega Mariu
og eru hugrenningar hennar um
æskuna felldar inn i leikritið, og
þau atvik er áttu sinn þátt i að
vandamál hennar hrönnuöust
Hörpu, Guðrún Kolbe>nsdóttir.
„Ég er sannfærður um að
þetta leikrit á erindi til alls al-
mennings, enda óheflaður raun-
veruleikinn á ferð. Leikritið
gerir miklar kröfur til leikar-
anna svo þeir nái að lýsa innri
hugarórum persónanna. Við
höfum þvf æft sleitulaust I 7
vikur, svo til daglega. Þetta er
mjög samstilltur hópur og ég
vona að bæjarbúar fjölmenni á
leiksýningarnar, þvi til þess er
leikurinn gerður”, sagði Sigur-
geir.
„ Frábærar móttökur".
Harpa Kolbeinsdóttir leikur
Mariu, aðal sögupersónuna.
„Ég hef leikið i einu hlutverki
áður, Aumingja Hönnu, þannig
að það er mjög gaman að takast
á við svona stórt hlutverk”,
sagði Harpa.
— Nú sýnduð þið Aumingja
Hönnu I Kópavogi, hvernig var
að leika fyrir áhorfendur seih
þú þekktir ekki?
„Það var alveg dýrlegt að
leika i Kópavogi og sjá alla
þessa Vestmannaeyinga sem
komu langan veg að til þess að
sjá okkur leika. Þetta er alveg
eins og að vera hér heima,
undirtektirnar hjá þeim voru
frábærar sem varð svo til þess
að þegar við komum aftur heim,
jókst aðsókn til muna.
Nú kallaði Sigurgeir leik-
stjóri, svo ekki var lengur til
setunnar boðið. Edda Aðal-
steinsdóttir leikur önnu. Hún
hefur leikið fyrir leikfélagið i
mörg ár. „Ég held að Anna sé
eitt erfiðasta hlutverk sem ég
hef fengist við. Anna er svo for-
fallinn sjúklingur að erfitt er að
setja sigí spor hennar, þar sem
ég þekki enga manneskju sem
svo langt er leidd. En ég reyni,
og við höfum æft vel, svo þetta
verður örugglega allt i sóman-
um”, sagði Edda og var rokin
upp á sviðið.
Aðrir leikendur eru: Móðir:
Jóhanna Jónsdóttir, faðir: Hall-
dór Óskarsson, sonur: Hrafn
Karlsson, Pétur: Róbert Vil-
hjálmsson, lögreglur: Halldór
Óskarsson og Sæfinna Sigur-
geirsdóttir, starfsstúlka á geð-
deild: Sæfinna og hjúkrunar-
konu á geðdeild leikur Unnur
Guðjónsdóttir, sem birtist nú i
enn einu gervinu og enn blossar
frá henni krafturinn, og fjörið.
Unnur hefur nú skemmt Vest-
mannaeyingum i 31 ár, leikstýrt
og leikið jafnhliða. Tveir rónar
eru leiknir af Sigurgeir leik-
stjðra og Runólfi Gislasyni.
Auðberg Óli Valtýsson er sýn-
ingarstjóri, Ingvar Björnsson
frá Þjóðleikhúsinu hefur sett
upp lýsinguna, en hann sá ein-
mitt um lýsingu við frumsýn-
ingu verksins á Akureyri 1979.
Ljósameistari er Hjálmar
Brynjólfsson. Magnús Magnús-
son, Auðberg Óli og Hjálmar sjá
um leikmyndagerð, sem er
mjög vönduð en leikmynd er
eftir Sigurjón Jóhannesson.
Hvislari er Heiða Hilmars-
dóttir.
Sýningar eftir frumsýningu
eru þriðjudaginn 21. april og á
sumardaginn fyrsta 23. april.
Ásm.FR. Vm
m töjj
Ljósmyndir:
Guðmundur
Si gfússon.
upp. Mariu yngri, leikur systir ,,»
Texti: Ásmund-
ur Friðriksson.
U\\ö \w á J irums'i
w.
jf’yrsta öngstrætitilhægn •
ínn vaski hópur leikara l
Hinn
Milli atriða var ýmislegt gert til dundurs, eins og þessi mynd ber meö sér, og ekki var þá alvörunni fyrir
Tværsem villst hafa af leiö á tali viöeina sem veit sfnu viti.
aö fara.