Vísir - 02.05.1981, Qupperneq 4

Vísir - 02.05.1981, Qupperneq 4
4 Laugardagur 2. maí 1981 VÍSIR ..reglugeröin um fangavist þverbrotin meö þvf aö geyma okkur hér”. „íslensk fangelsi eru ekki ,,betrunarhús”, það fer fjarri þvi. Nær væri að kalla þau ,,niðurrifs- hús”, þvi það hlýtur að heyra til undantekninga ef út úr þeim kemur já- kvætt fólk, eins og að- búnaðurinn er. Það þarf járnvilja til að standa vistina af sér, þannig að viðkomandi sé fær um að standa á eigin fótum og verða nýtur þjóð- félagsþegn að fangavist lokinni. Árangurinn er fleiri beiskir einstakl- ingar, sem þýðir verra þjóðfélag. Hvað er þá unnið með fangavist- inni?” Viö erum komin í heimsókn ir kvennafangelsiö á Akureyri. Til- vitnunin hér aö framan er höfö eftir Erlu Bolladóttur, sem þar „situr inni”. Hún var dæmd til þriggja ára fangavistar, þar sem dómstólar komust aö þeirri niöurstööu, aö hún hafi veriö viö- riöin Geirfinnsmáliö margum- rædda. 1. Ekkert kvennafang- elsi ti I. Auk Erlu eru tvær konur i fangelsinu á Akureyri. önnur þeirra kom I fangelsiö samtimis Erlu 27. október sl. Var hún dæmd til 5 ára fangavistar og 6 mánuö- um betur. Venjan hefur veriö sú, aö þessi timi er styttur um helm- ing, ef fanginn hagar sér sóma- samlega. Þá eru fordæmi fyrir þvi, aö kvenfangar hafi fengiö enn frekari styttingu, þar sem ekkert sómasamlegt kvenna- fangelsi hefur veriö til staöar. Erla Bolladóttir var fyrst hand- tekin skömmu fyrir jól 1975. Gangur þess sakamáls var tiundaöur svo rækilega I fjölmiöl- um á sinum tima, aö ástæöulaust er aö rifja þaö grannt upp hér. A Þorláksmessu 1976 var Erlu sleppt úr gæsluvaröhaldi. Þá haföi henni veriö haldiö i gæslu 8 mánuöi af árinu. Ari slöar var um sakborningum i Geirfinns- málinu, en þaö var ekki fyrr en 1. janúar 1980, sem hæstiréttur sagöi sföasta oröiö. 1. ágúst nk. gerir Erla sér vonir um aö geta gengiö frjáls feröa sinna. Þá er máliö búiö aö taka 6 ár I lifi Erlu. Ég spuröi hana fyrst, hvort þetta hafi ekki veriö erfiöur timi? ,,Jú, vissulega, sérstaklega voru fyrstu árin virkilega erfiö. Ég var gersamlega stöönuö i hugsun, kúguö og hrædd, þegar ég kom út úr gæsluvaröhaldinu. Þaö tók mig áriö aö jafna mig.” 2. 26 ára aö taka Ot refs- ingu fyrir þaö sem á aö hafa gerst þegar ég var tvítug. Oft hefur veriö á þaö bent, aö hér á landi liöi of langur timi, frá þvi aö dómur er kveöinn upp, þar til aö þvi kemur, aö sá dæmdi tek- ur út refsinguna. Dæmi eru þess, aö dæmdir menn hafi veriö búnir aö koma undir sig fótunum i lif- inu, þegar þeim einn góöan veöurdag hefur veriö „stungiö inn” vegna löngu liöins atburöar. Allt er brotiö niöur og óvist hvort viökomandi tekst aö taka upp þráöinn aftur aö lokinni fanga- vist. Ég spuröi Erlu næst um þetta atriöi? „Þetta er persónubundiö eins og annaö, en i heildina er biötim- inn neikvæöur. Þaö hefur t.d. far- iö verst meö mig, hvaö máliö hef- ur tekiö langan tima. Ég er 26 ára aö taka út refsingu fyrir þaö sem á aö hafa gerst þegar ég var tvi- tug. Rannsóknaraöilar Geirfinns- málsins höföu séö til þess, aö nafn mitt var oröiö landsfrægt þegar ég kom úr gæsluvaröhaldinu. Mér gekk illa aö fá fasta atvinnu. Ef hún á annaö borö stóö til boöa, þá strandaöi máliö á þeirri staö- reynd, aö ég átti eftir aö fara i fangavist. Þaö sem er enn verra, sakborn- ingur er oft á tiöum ekki upplýst- ur um framgang mála eftir aö dómur hefur veriö kveöinn upp. Menn eru dæmdir eins og kjöt bollur niöur I dós og hafi þeir ekki duglega lögfræöinga getur fariö illa. Hæstaréttardómur i minu máli kom loks i janúar 1980. Ég fékk siöan tilkynningu um hvenær ég ætti aö hefja afplánun. Ég haföi rétt á aö sækja um frest, sem ég og geröi. En þaö eru ekki allir sem vita um þennan mögu- leika.” 3. Átti aö hýsa okkur í einangruna rálmu. önmir samfanga Erlu var ein af þeim. Hún vissi ekki fyrri til en boöunarmenn komu I heimsókn til hennar einn daginn. Erindiö var aö boða hana i fangelsi. Hún var ekki viðbúin sliku, átti eftir aö ganga frá sinum málum og koma börnum sinum fyrir, svo eitthvaö sé nefnt. „Ég gat ekkert annaö gert en brostiö I grát. Þarna höföu oröiö mistök vegna þess aö ég vissi ekki hver framgangur málsins yrði- Enginn hafði heldur haft fyrir þvi aö gera mér þaö ljóst. Sem betur fer fékkst þetta leiörétt og ég fékk frest”, sagði samfangi Erlu. — Næst var Erla spurö um for- leikinn, áöur en hún kom til Akur- eyrar? „Fyrst átti að fara meö mig i hegningarhúsiö viö Skólavöröu- stig. Þangaö neitaöi ég aö fara, minnug vistarinnar þar á meðan á gæsluvaröhaldinu stóö. Siöan geröist ekkert i málinu fyrr en i september. Þá stóö til aö setja okkur konurnar á Litla-Hraun. Atti að hýsa okkur i einangrunar- álmu, sem byggö var fyrir sér- staklega erfiöa fanga. Þegar leiö aö förinni þangaö, þá var hringt frá ráðuneytinu. Var mér til- kynnt, aö búiö væri aö ákveöa aö koma á fót kvennafangelsi á hún dæmd i sakadómi ásamt öör- Hvernig er lifid á bak vid rimla og luktar dyr? „Hverjum er verið að þóknast?” — Visir heimsækir kvennafangelsið á Akureyri og ræðir við Erlu Bolladóttur og eina samföngu hennar

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.