Vísir - 02.05.1981, Síða 9

Vísir - 02.05.1981, Síða 9
Laugardagur 2. mal 1981. r----------------— vísnt Sóslalismi I húsnæðismálum Fyrir réttu ári siöan voru geröar allmiklar breytingar á húsnæöismálalöggjöfinni, eink- um er varðar lánakerfið, og spunnust um þær allsnarpar deilur á alþingi. Segja má, aö siöan hafi veriö hljótt um húsnæöismál og þessa löggjöf. Þaö er ekki fyrr en nú á þessu vori, sem athyglin beinist aö þeim á nýjan leik. Aö ýmsu leyti er þaö skiljanlegt. Þaö tekur tima aö hrinda nýrri lög- gjöf iframkvæmd, þróun kemur ekki i ljós fyrr en frá liöur og i svo viöamiklum málaflokki, sem húsnæöisby ggingum, liggur árangur eöa afleiöingar ekki fyrir samstundis. Deildar meiningar. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa veriö fylgjandi þeirri stefnu, aö efla þyrfti lánakerfiö svo húsbyggjgndum og kaup- endum veröi kleift aö fá megin- hluta kostnaöar eöa kaupverös lánaöan. 1 núverandi löggjöf er markiö sett á 80% og um þaö eru ekki deilur. Hinsvegar hafa veriö deildar meiningar um fjármögnun þessa lánakerfis, og umræður á þingi á s.l. voru snerust m.a. um þaö, aö Byggingasjóöi væru settar nýjar skyldur án þess aö séö hafi verið fyrir aukinni fjár- mögnun. Deilur hafa og veriö um þær áherslur, sem lagðar skyldi i húsnæöismálum, aö þvi er varöar mikilvægi félagslegra bygginga og leiguibúöa annars- vegar, og hins almenna frjálsa byggingamarkaðar hinsvegar. Sá ágreiningur hefur veriö af pólitiskum toga spunninn. Sjálfstæöismenn hafa iöu- lega hælt sér af þeirri staö- reynd, aö velflestir Islendingar eigi sinar eigin ibúöir, og hafa viljað byggja kerfiö upp meö þaö aö leiðarljósi, aö sú stefna væri ráöandi. Þeir hafa viöur- kennt nauösyn þess, aö anna þyrfti þörfinni fyrir félagslegar byggingar, en þó innan þeirra marka, sem næði til hinna verst settu, vegna efnaleysis-, veik- inda, aldurs eöa lélegs og heilsuspillandi húsakosts. Hversu langt á að ganga? Sósialistar hafa á hinn bóginn lagt allt kapp á hinar félagslegu byggingar og enginn vafi er á þvi, aö sú löggjöf, sem sam- þykkt var á siöasta vori dró dám af þeirra sjónarmiöum. Þar var fjármögnun til verka- mannabústaöa stórefld og láns- kjör þeirra sem úthlutaö fengju samkvæmt því kerfi, stórbætt. Auövitaö væri æskilegast aö geta gert hvorttveggja, en meöan fjármagn er takmarkað, er óhjákvæmilegt aö átök veröi um þær leiöir, sem til greina koma. Þaö er góö hugsun og falleg, aö vilja rétta verkamönnum og láglaunafólki hjálparhönd. En þaö er hinsvegar spurning hversu langt eigi aö ganga I þeim efnum, ekki aöeins frá peningalegum sjónarmiöum heldur einnig þjóöfélagslegum. Eiga félagar i verkalýösfélög- um aö njóta forréttinda á þessu sviöi? Allir þykjast vilja stuöla aö jafnrétti kynjanna, en þegar fram kemur tillaga á alþingi um aö hlutur kvenna sé réttur, meö þvi aö veita þeim forréttindi til starfa, þá kemur hik á menn. Þaö eru ekki allir sammála þvi, aö réttlætinu sé fullnægt meö forréttindum eins umfram annan. Ósveigjanlegt kerfi. Sama meginsjónarmiöiö hlýtur aö gilda i húsnæöismál- um. Meölimir verkalýösfélag- ana heyja sina kjarabaráttu og vilja rétta sinn hlut, en eiga þeir siöferöislega kröfu til þess, aö njóta annarra og betri kjaca en þeir sem utan félaganna standa, 'þegar kemur aö lánamöguleik- um og húsnæöismálum? Og eins hitt, sem ekki er siöur álitamál. Er þaö vilji okkar aö byggö á lslandi veröi hinum sósialisku sjónarmiöum aö bráö? Viljum viö aö ibúöar- hverfin veröi staölaöar bygg- ingar undir forsjá hins opin- bera, að fólkinu verði skammt- aöar þarfir eöa langanir? Vilj- um viö vera upp á náö og misk- unn opinberra úthlutunarskrif- stofa komin, þar sem húsnæöis- þörf okkar er metin og lánin ákvöröuö eftir ósveigjanlegum reglum eöa pólitiskri mæli- stiku? Lánshlutfallið lækkar. Samkvæmt þeim lögum, sem núverandi rikisstjórn beitti sér fyrir á siöasta vori, hefur verið dregiö stórlega úr fjármagni til Byggingasjóðs rikisins, en þvi beint til Byggingasjóös verka- manna. Hér er auövitaö veriö aö rýra möguleika hins almenna húsbyggjanda, til aö framfylgja þeirri sósialisku stefnu sem nú- verandi stjórn vill fylgja i hús- næöismálum. Þetta hefur þaö I för meö sér, aö Byggingasjóöur fjarlægist enn meir þaö mark- miö, aö lán nái þvi aö mæta 80% af byggingarkostnaöi Ibúöar. A árinu 1959 var taliö aö ián Byggingarsjóös stæöu undir 28% af byggingarkostnaði ibúöa. A árinu 1971 nam þetta hlutfall 42%, en miöað viö þær lánsfjáráætlanir sem nú liggja fyrir, er hlutfalliö komiö niöur i 33%. Hér þarf ekki aö fara fleiri oröum um hvert stefnir. A sama tima eiga þeir, sem eiga rétt til kaupa á ibúö i verkamannabústööum, aö fá lánaö 90% af byggingar- kostnaöi. ímyndað lénsriki. Landssamband iönaöar- manna hefur sent frá sér at- hyglisverða greinagerö, þar sem lýst er áhyggjum vegna þessar þróunar. Eftir aö hafa ritstjórnar pistill Eilert B.Schrara ritstiéri skrifar rakiö þær reglur, sem settar eru til uppfyllingar á lánum segir orörétt I þessari greinagerö: „Svona ósveigjanlegt kerfi væri ef til vill brúklegt i imynd- uöu lénsrfki þar sem aöeins eru tvær stéttir, hinir fátæku og hinir riku. Svo er hinsvegar ekki málum háttaö á Islandi, nú á timum og kerfi þetta þvi hvorki heppilegt né réttlátt”. Hér hitta iðnaöarmenn nagl- anna á höfuöiö. Hugmyndir sósialista eru reistar á þeirri marxisku hugmyndafræði, aö annarsvegar séu öreigarnir, hinir fátæku, hinsvegar aröræn- ingjarnir, hinir riku. Þjóöinni er skipt upp i andstæöar fylkingar, sumir eru réttlátir aörir rang- látir, og völdin eru notuö til aö búa til kerfi, sem felur i sér mis- rétti, og mismunun. Einstaklingarnir ráði. I nýútkomnu hefti Stefnis, timarits ungra sjálfstæöis- manna er húsnæöismálum gerö góö skil. Þar eru margar ágætar greinar birtar og útilokaö aö gera þeim skil, þótt full ástæöa væri til. Þorvaldur Garöar Kristjáns- son alþingismaöur gerir itar- lega sögulega úttekt á þróun húsnæöismála. Hann minnir á þá stefnu sjálf- stæöismanna aö gera hverjum einstaklingi kleift aö byggja miðaö viö efnahag sinn og fjár- hagsgetu. A þann hátt sniöi hver einstaklingur sér stakk eftir vexti og taki sjálfur ákvöröun um, á hvern hátt hann skiptir tekjum sinum milli húsnæöis og annarra þarfa. A þann hátt veröi komiö I veg fyrir, aö rlkis- valdiö skipi mönnum fyrir I þeim efnum. Þorvaldur leggur einnig áherslu á, aö sumir einstakl- ingar hafi ekki f járhagslegt bol- magn til aö standa undir mann- sæmandi húsnæöi af ýmsum ástæöum, og hann vill aö hiö opinbera leggi þvi fólki liö. En þau framlög, segir Þorvaldur eiga ekki aö miöast viö heilar stéttir, heldur aðeins þá ein- staklinga sem aöstoöarinnar þurfa viö. Hin almennu lánakjör eiga aö vera þannig aö allar stéttir manna geti notiö þeirra. Ljóst hvert stefnir. Þorvaldur Garöar fullyröir aö meö þeirri stefnu sem nú hefur verið tekin upp, sé veriö aö grafa undan framtaki einstakl- inga, og frjálsri byggingarstarf- semi, sem hefur staöiö undir 90—95% allra Ibúöabygginga i landinu. Erlendur Kristjánsson fast- eignasali upplýsir aö á sibustu tveim árum hafi ástandið i fast- eignamálum stórversnaö. Byggingarkostnaöur hefur vaxiö hrööum skrefum og fjár- mögnun gengiö ver. Byggingameistarar, segir Er- lendur, kvarta mjög undan þvi, aö geta ekki selt sinar fbúöir og hafa jafnvel gripiö til þess örþirfaráös, núna I kringum áramótin, aö bjóöa verka- mannabústööum allar sinar byggingaframkvæmdir til kaups. Af þessum ummælum má ljóst vera hvert stefnir I bygg- inga- og ibúöamálum. Félagslegt ranglæti. Arni Sigfússon blaöamaöur lýsir afleiöingum hins nýja lánakerfis, þar sem gert er upp á milli manna, meb hliðsjón af tekjum þeirra. Arni bendir á aö nokkur hundruð þúsund króna munur I tekjum skipti litlu, þegar byggingarkostnabur nemur tugum milljóna viö venjulega Ibúö. En tekjumörk geta hinsvegar ráöiö þvl, hvort viökomandi fær lán fyrir 20%, af byggingakostnaði eöa 90%. „Hér er um mismunun aö ræöa i svo grófum mæli, aö hún hefur aukiö á félagslegt rang- læti I þessum efnum. Sá sem hefur fyrir stórri fjölskyldu aö sjá, vinnur myrkanna á milli hennar vegna og hefur laun i hlutfalli viö þaö, gengur ekki og sækir fé i Byggingasjóð verka- manna, hann verbur ab láta sér nægja fimmta hluta byggingar- kosnaöar”. Hér verður ekki gripiö til fleiri tilvitnanna, enda þeirra ekki þörf. Ljóst er að sú kúvend- ing, sem átt hefur sér staö I hús- næöismálum, mun hafa varan- leg áhrif, stefna sjálfstæðis- manna I húsnæöismálum hefur oröið aö lúta i lægra haldi fyrir sósialiskum viöhorfum. Ríkis- stjórnin hefur markaö sin spor. Ellert B. Schram (

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.