Vísir - 02.05.1981, Qupperneq 20

Vísir - 02.05.1981, Qupperneq 20
20 VÍSIR Laugardagur 2. mal 1981. Kaffivagninn er skemratilegur veitingastaöur Kaffivagninn á Grandagaröi Sennilega eru fáir eöa engir veitingastaðir opnir eins lengi yfirsólarhringinn og Kaffivagn- inn á Grandagarði, en þar er opnaö kl. 4 á morgnanna og opið til kl. 23:30 á kvöldin. Það er ekki nema eðlilegt að Kaffi- vagninn hafi opið svona marga timaásdlarhring þvi fjölmargir viðskiptavinir hans eru sjó- menn, sem eru á ferðinni allan sólarhringinn. Einnig venja komur sinar i Kaffivagninn leigubilstjórar og ýmsir þeir sem vinna á „öllum” timum sólarhringsins. Eftir að Kaffi- vagninn var stækkaður hafa æ fleiri Reykvikingar fariö að venja komur sinar þangað. Helsta aðdráttaraflið er senni- lega hið sórstæða umhverfi, sem er höfnin og slippurinn. Við höfnina er ávallt eiihvert lif. bað er frekar sjaldgæft hér á landi að einhver veitingastaður verði þekktur vegna einhvers ákveðins matarréttar sem hann hefur upp á að bjóða. Þetta á þó við um Kaffivagninn Sælkera- siðan hafði heyrt að á matseðli Kaffivagnsins væri úrvals „fiskisúpa”. Það er einkenni- legt að á islenskum veitinga- stöðum er frekar sjaldan boðið upp á fiskisúpur, þrátt fyrir að nóg sé framboðið af góðum fiski hér. Viða i hafnarborgum i lönd- unum við Miðjarðahafið er hægt að fá dásamlega góðar fiski- súpur, nægir þar að nefna hina frægu fiskisúpu „Bouilla- baisse”. Góð fiskisúpa er heil máltið. 1 stuttu máli þá er fiski- súpa Kaffivagnsins mjög góð. Kostar skammturinn af henni kr. 65,00 einnig er á sérrétta- seðli Kaffivagnsins „Blandaðir fiskiréttir” á kr. 52,00 „Soðnir humarhalar i skelinni” á kr. 95,00 og „soðin eða steikt rauð- spretta” á kr. 49.00. Einnig er boðið upp á ýmsa aðra rétti á matmálstimum. Það er upplagt að snæða i Kaffivagninum eitt- hvert sumarkvöldið. Spilakass- arnir mættu hins vegar hverfa, en geltið I þeim er hvimleitt. Þessar aðfinnslur eru kannski óþarfar en þó þarf meira hrein- læti að viðhafa þegar stór hluti gestanna vinnurýmis störf á sjó og landi, sum þeirra óþrifaleg. En Kaffivagninn býður upp á ýmsa möguleika, umhverfið er eins og áður hefur komið fram mjög skemmtilegt. Þeir sem reka Kaffivagninn eru ágætír veitíngamenn, t.d. er þjónustan góð og maturinn ágætur. I dag er Kaffivagninn fyrst og fremst matstaður sjómanna og fólks sem starfar við höfnina en það er vel hægt að sameina það tvennt, að reka matsölustað fyrir þá sem vinna i næsta um- hverfi og aðra borgarbúa. En væri ekki upplagt að opna litinn en góðan fiskiveitingastað i Kaffivagninum? Alla vega getur umhverfið ekki veriö ákjósanlegra. Kínverskur pottréttur Það þarf ekki að taka það fram að kinverskur matur er frábær. Flestir islendingar sem bregða sér til útlanda heim- sækja kinverskan veitingastað. Oðru hverju er hægt aö fá kin- verska réttí á veitinga-stööum hérlendis. það væri þó kannski réttara að segja evrópsk-kfn- verska rétti. Hér kemur upp- skrift af kinverskum pottrétti sem flestum ætti að lika. Ekki sakar það að þaö er mjög auö- velt að Utbúa þennan rétt. í þennan rétt þarf baunaspirur en þær er hægt að fá I sumum verslu um t.d. S.S. versluninni við Háaleitisbraut. 1 réttinn þarf: 400 g. svinakjöt skorið i strimla. 1. púrrulaukur sem er saxaður i strimla. 400 g baunaspirur. 1. matskeið soja sósa. 3. matskeiðar vinedik. 2 matskeiðar sykur. Klnverjar eru ein mesta land- bdnaðarþjóð heimsins, enda er klnverskur matur góöur. 11/2 teskeið salt. Tæp 1/2 teskeið engiferduft. Svartur pipar, eftir smekk. 1 1/2 teskeið kartöflum jöl. 1. dl. vatn. smjör. Skolið baunaspirurnar og púrrulaukinn, steikið kjötið i smjörinu. Þegar kjötið fer að taka lit eru baunaspirunar og púrrulaukurinn settá pönnuna, þetta látið malla i 2—3 minútur. Setjið þvi næst pott á hlóðir og látið sjóða vel saman, sojasósu, vinedikið og sykur, kryddið þessa blöndu með salti, engifer- dufti og pipar. Þarna er sósan komin en áður en hún er til skuluð þið blanda saman kar- töflumjöli og vatni i sósu- hristara, hristið vel og hrærið þessa blöndu út i sósuná. Sós- unni er svo hellt yfir kjötið á pönnunni og rétturinn látinn malla i' 2—3 minútur. Með þessum rétti eru auðvitað borin fram hrisgrjón. Vin og veitingar NU siðustu tvö árin hafa þó nokkur Reykvisk veitingahús opnað. An efa eru allir Reyk- vikingar mjög ánægðir með þessa þróun. Svo virðist sem flestir þessir nýju veitingastaðir gangi mjög vel. Fólk virðist svo sannarlega kunna að meta fjöl- breytnina. Nokkur þessara veit- ingahúsa hafa vinveitingaleyfi og sum þeirra selja eingöngu létt vin, önnur bæði léttar og sterkar veigar. Eins og lesend- ur Sælkerasiöunnar rekur ef- laust minni til. var verðlag á há- degismat á Reykviskum veit- ingahúsum kannað hér á sið- ustu Sælkerasiðu. 1 ljós kom að verð á mat hefur tiltölulega lækkað að jafnaði. Verðið er orðið jafnara, sérstaklega er orðið hagstæðara að snæða há- degisverð á hinum „finni” veit- ingastöðum. Nú hefur Sælkera- siðan kannað hvort hinir nýju veitíngastaðir séu hæfir til að hafa vinveitingaleyfi, hvort fylleri hafi ekki aukist. Starfs- fólk og veitingamenn þeirra nýju veitingastaða sem Sæl- kerasiðan ræddi við, var sam- mála um að þaö væri nær algjör undantekning að visa þyrfti gesti út vegna ölvunar. Sömu sögu sagði lögreglumaður, sem Sælkerasiðan ræddi við. Þessi nýbreytni að þessir nýju veit- ingastaðir skuli hafafengið vin- veitingaleyfi hefur þvi gefist mjög vel. Þakka ber borgaryfir- völdum fyrir að hafa tekið á þessum málum með skynsemi. Þvi er oft haldið fram að við Is- Umsjón: Sigmar B. Hauksson lendingar kunnum ekkert með vin að fara. Svona sleggju- dómar eru auðvitað fáránlegir, auðvitað mætti vinmenning okkar skána en Sælkerasiðan leyfir sér að fullyrða að hér sé kominn visir að vinmenningu og að mikill meirihluti Islehdingá kunni svo sannarlega meö vin aö fara. Stefna okkar íslendinga i áfengismálum, ef stefnu skal kalla, hefur verið hafta og aft- urhaldsstefna, sem engu hefur áorkað allavega ekki til bóta. Sælkerasiðan vill halda þvi fram að t.d. stefna borgaryfir- valda sé rétt, það er að veita góöum veitingastöðum vinveit- ingaleyfi. Þegar áfengismál eru rædd koma þar við sögu þrir hópar. I fyrsta lagi þeir sem aldrei hafa bragðaö vin og eru á móti þvi, vilja útrýma áfengi og hækka verð á áfengi til að gera mönnum eins erfitt fyrir og hægt er að verða sér út um á- fengi. Annar hópurinn eru alka- hólistar, menn sem hafa mis- notaö áfengi. Þriðji hópurinn og sá stærsti eru þeir Islendingar sem ney ta áfengis sér til ánægju og i hófi. Það er athyglisvert að þeir sem ákafastir eru I öllum umræðum um áfengismál eru þeir sem aldrei hafa bragöað vin. Athyglisvert er að heyra skoðanir og umræöu alkóhól- ista, t.d. SAA-manna, sem er öfgalaus og skynsamleg. Þessir menn vita hvað þeir eru að tala um. Þaö er þvi mikilvægt aö sá meirihluti sem notar vin i hófi og kann meö það að fara og hin- ir fyrrverandi drykkjumenn, alkahólistarnir ráði ferðinni, formi stefnuna i áfengismálum. En hinir „sjálfskipuðu” vitring- ar sem allt þykjast vita um vin og vinneyslu veröi ekki látnir ráöa ferðinni, þvf i þessum efn- um er nauðsynlegt að fjallað sé um allar hliðar málsins, ekki aöeins þær dökku. Það hefur nógu lengi verið gert og það án nokkurs sýnilegs árangurs. Reynslan sýnir að það var rétt ákvörðun að veita hinum nýju veit- ingahúsum vinveitingaleyfi. Góöur árgangur Þrátt fyrir að vingeymslur Á.T.V.R. séu hvergi nógu góðar þá geta unnendur góðra vina hér á landi hrósað happi yfir þvi, að hér eru vin ekki verðlögð eftir árgöngum. Það er þvi stundum hægt að „detta” niður á flösku af góðum árangri án þess að borga hærra verð fyrir hana. En hvaða árgangur er góður og hvaða árgangur er slæmur. Þaö væri ýmislegt hægt að segja I þeim efnum. En hér verður ekki farið i smáatriðin. Sælkerasíðunni hefur borist skýrsla franska vinráðsins og samkvæmt henni þá var árið ■ ■■ ■§ WM WM WM ■■ 1978 frábært vinár og flest allar tegundirfrá þvi ári ljómandi. Ef þiö rekist á Allsace vin frá árinu 1976 skulið þið kaupa það en það var eitt besta vinárið i Alsace. Sama má segja um rauðvinin frá Bordeaux frá árinu 1970. Annars var árið 1961 frábært vinár. Þetta eru góðu árin. Hinsvegar var árið 1977 all- slæmt vinár. En árin 76 og 75 allgóð. I stuttu máli þá voru flest vin frá árinum 1978, 76 og 75 allgóð ár. En það er sjaldan sem eldri vfn eru hér á boö- stólnum, þó auðvitað séu til undantekningar. J

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.