Vísir - 07.05.1981, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 7. mai 1981
VÍSIR
útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð-
mundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon,
Fríða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir,
Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón
Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaður á
Akureyri: GIsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur'
O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. Útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Ölafsson. Safnvörður:
Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, slmi 86óll, 7 línur
Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla 8, simar8661l og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 krónur
eintakið.
Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14.
UTBURBUR A NYLIST
Fyrir • nokkrum. vikum
gafst íslenskum sjónvarpsáhorf-
endum kostur á því að sjá allund-
arlega uppákomu á skjánum sem
kallaðist nýlist. Það lýsir senni-
lega vel umburðarlyndi landans
að ekki hefur verið gert umtals-
vert veður út af þessum þætti.
Viðbrögð manna voru frekar f þá
áttina að brosa að þeim afkára-
skap heldur en að hneykslast á
honum. Við erum orðnir ýmsu
vanir og hversvegna þá að kippa
sér upp við óskiljanlega framúr-
stefnu ef einhver hefur á henni
áhuga? Hvað þá ef það flokkast
undir list. Um listina er talað af
svo mikilli alvöru að það vogar
sér enginn út í þá umræðu nema
hann kunni skil á hrognamáli
menningarvitanna. Þá er betra
að þegja helduren að verðauppvís
að fafræði. Auk þess er okkur
sagt að listin sé svo auðgandi og
merkileg, að enginn megi leggja
stein f götu I istamannsins enda sé
hann smáborgari ella.
Þessi uppákoma í sjónvarp-
inu er hér rif juð upp vegna þess,
að staðið hef ur yfir deila í Mynd-
lista-og handíðaskólanum vegna
þeirrar ákvörðunar skólastjór-
ans að svokölluð nýlistadeild
skuli lögð niður.
Ef sjónarmið skólastjórans eru
rétt túlkuð, þá mun ákvörðun
hans byggjast á því, að deildin sé
dýr í rekstri án þess að fé hafi
fengist til að standa undir rekstri
hennar og þess vegna. sjái hann
sér ekki fært að haldá uppi sér-
stakri deild í skólanum fyrir
þessi fræði.
Ekki er hægt að álasa skóla-
stjóra f yrir að sníða skóla sínum
stakk eftir vexti af fjárhagsá-
stæðum. Með allri virðingu
fyrir listinni, hlýtur hver venju-
legur borgari að finna til sam-
stöðu með þeim manni, sem telur
einhver takmörk vera fyrir því,
hversu langt er hægt að ganga til
móts við vitleysuna.
í nýl istadei Idinni ganga nem-
endur nánast sjálfala og námið
nær hápunkti þegar iðnaðarmenn
eru kallaðir til og látnir útfæra
þau huglægu fyrirbæri sem í-
myndunaraflinu þóknast.
Nú er það flestum að meina-
lausu þótt einhver ungmenni
finni hjá sér hvöt til að leggja
stund á slík frumlegheit, og
sjálfsagt má telja það listinni og
tjáningunni til gildis. En þeir hin-
ir sömu verða að af saka þótt hinn
venjulegi og hversdagslegi mað-
ur velti því fyrir sér hvort hann
eigi að standa straum af nýlist-
artiltækjum með skattpeningum
sínum. Geta menn ætlast til þess
að íslenskir skólar séu opnir f yrir
hverskyns framúrstefnum, upp-
ákomum og dellumakaríi sem
hásnobbuðum menningarvitum
dettur í hug að kalla list?
Það er eftir annarri vitleysu í
i þessu agalausa þjóðfélagi okkar,
að nemendur tóku fram fyrir
hendur skólastjórans og telja.að
þeir sjálfir eigi að ráða því hvað
kennt sé við Myndlista- og hand-
iðaskólann. Þeir efndu strax til
verkfalls í mótmælaskyni eins og
gjarnan tfðkast hjá þeim sem
valdið hafa.
Menntamálaráðherra hefur
lýst yf ir því‘,að lokun deildarinn-
ar hafi ekki verið ákveðin í sam-
ráði við hann og helst er að heyra,
að hann hyggist opna aftur allar
gáttir nýlistamönnum til upp-
hefðar.
Vel má vera að skólastjórinn
hafi ekki uppfyllt öll forms-
atriði þegar hann lokaði fyrir ný-
listadeildina, en auðvitað er það
aukaatriði f málinu.
Það sem skiptir máli er sú
spurning hvort hægt sé að bjóða
skattgreiðendum upp á að standa
undir hvaða vitleysu sem er:
hvort það sé listinni til fram-
dráttar að ofbjóða heilbrigðri
skynsemi? Um það snýst málið.
Hvep'sO'Íeii’gíTiíip
r
Magnús Bjarnfreðsson
skrifar hugleiðingu um
stöðu ríkisstjórnarinnar,
og segir bæði á henni kost
og löst* Hann telur að
ríkisst jórnin hafi ennþá
byr, þótt ekki sé af öðru
heldur en því, að enginn
annar raunhæfur mögu-
leiki til stjórnarmyndun-
ar er í augsýn eins og á
stendur.
Hversu lengi lifir hún?
Ég minntist i grein minni
siöastliðinn fimmtudag á svo-
kallaðar efnahagsaögerðir nú-
verandi rikisst jórnar, sem
óneitanlega bera keim áf fyrri
ráðstöfunum bæöi þessarar
stjórnar og annarra i endalaus-
um feluleik við visitölu og verö-
bætur. Efnahagsmálasérfræö-
ingum ber yfirleitt saman um
að viðnámsaögerðir þær, sem
enn hafa séð dagsins ljós, séu
eins og stífla, sem byggö er i á.
Bak við hana safnast saman
meiri og meiri vatnsþungi, uns
hún brestur, sé ekki gert ráð
fyrir nauðsynlegu rennsli viö
stiflugerðina. Um þetta deila
menn að ég held ekki, hvaða af-
stöðu sem þeir hafa til stjórnar-
innar, hitt greinir menn á um
hversu farsælt f ramhaldið verð-
ur.
Hvernig stendur stjórnin
svo?
En hvernig stendur stjórnin
svo? Ég hefiþaðá tilfinningunni
að út á við standi hún býsna vel.
Ég held að hún njóti enn stuön-
ings meirihluta þjóöarinnar og
að sá stuðningur hafi litið
minnkað, ef nokkuð. Sá stuðn-
ingur er af ýmsum toga spunn-
inn. Enn eimir eftir af þeirri
skoðun mikils fjölda manna að
önnur leið hafi vart verið fær,
þegar stjórnin var mynduð, og
án hennar heföi stjórnleysi rikt.
Enginn getur i raun bent á aðra
möguleika enn þann dag i dag,
enda þótt ýmsar aðstæður hafi
breyst. Engin önnur stjórn
„liggur á borðinu” og að
minnsta kosti fyrir landsfund
Sjálfstæðisflokksins verður að
teljast algerlega óraunhæft að
bollaleggja um slika stjórnar-
myndun.
Fram hjá þvi veröur heldur
ekki gengið að stjórninni hefur
tekist aö hægja á verðbólgunni,
og úr þvi henni hefur tekist það
er engin leið aö fullyrða að ekki
verði á þvi áframhald. Þótt
stiflan safni enn öllu á bak við
sig getur enginn sannað það
fyrirfram aö ekki verði séð fyrir
hæfilegu rennsli. Sist af öllu i
þjóöfélagi þar sem fólk er vant
þvi að allir barmi sér og kveini,
ef ekki er i einu og öllu farið eft-
ir kröfum þeirra, og álit sér-
fræðinga bera á sér meira og
minna pólitiskan blæ. Þótt há-
værir smáhópar, sem yfirleitt
eru vel settir með laun, vekji
öðru hverju ókyrrö á vinnu-
markaði með upphlaupum sin-
um, sættir almenningur i land-
inu sig við þær byrðar, sem
hann hefur tekið á sig, uns ann-
að tveggja gerist: Stiflan brest-
ur eða menn þykjast sjá annan
raunhæfan og betri kost á
stjórnarsamstarfi.
Víða góð staða..
Sé litiö til einstakra mála-
flokka er staöan misjöfn. Rikis-
fjármálin virðast i góðu lagi,
söngurinn um landbúnaðarmál-
in er hljóðnaöur, og þrátt fyrir
allan gauraganginn i sjávarút-
veginum passa menn þar hver
annan það vel að stórfrétta er
vart þaöan aö vænta. Þótt orku-
ráðherra hafi verið svifaseinn i
ákvarðanatöku getur hann með
góöri samvisku bent á þaö eftir
rafmagnsskömmtun siðasta
vetrar að fleiri orkuráðherrar
hefðu mátt hugsa sig vel um.
Frumvörp um stuðning rikisins
við ný stórfyrirtæki hafa litið
dagsins ljós og viða i iðnaðinum
eru i gangi hagræðingaraðgerð-
ir, sem stórbæta aðstöðu fyrir-
tækjanna og rikisvaldið hefur
stutt. I menntamálum gerist svo
sem ekki neitt, enda virðist
engu máli lengur skipta hver
situr þar á stóli, hjörðin gengur
sjálfala.
...annars staöar verri.
Mig grunar að sá málaflokkur
sem stjórnin stendur höllustum
fæti f séu dómsmálin. Margvis-
legar endurbætur á „kerfinu”
virðast ekki skila sér i raun.
Dómskerfið sýnist jafn svifa-
seintog áður og löggæslu virðist
hafa hrakað. Þegar æ fleiri lög-
hlýönir borgarar heyrast segja
aö enga þýöingu hafi að láta lög-
gæsluna vita af lögbrotum, og
að þvi hljóti að koma að sein-
þreyttir borgarar taki til sinna
eigin ráða, er forráðamönnum
dómssmála óhætt að trúa þvi að
stólarnir eru orðnir heitir. Það
má mikið vera ef gömul og
margþvæld umræða um dóms-
málin á ekki eftir aö koma upp
að nýju, en kannski i eitthvað
breyttri mynd. En svo mikið er
vist að þótt refsigleöi og stétta-
mismunum i dómsmálum hafi
runnið sitt skeið þá vill meiri-
hluti þessarar þjóðar enn þá
halda lög og reglu. Það ætti að
vera óþarft að segja dóms-’
málayfirvöldum svart á hvitu.
Lifir stjórnin þá lengi?
Komist hún fram úr efna-
hagsmálunum getur hún gert
það. En kannski veröa það ekki
stóru málin, sem varða þjóðar-
hag, er verða henni að fótakefli.
Hagsmunatogstreitan kann að
sjá fyrir þvi. Þar eru orkumálin
skýrt dæmi. Menn greinir ekki
svo mjög á um stefnuna, en það,
hverjir steypa og hverjir fá
skaðabætur gætihæglega valdið
stjórnarslitum. Að ekki sé nú
minnst á hvert skuttogari, sem
þjóðin hefur enga þörf fyrir,
lendir. Og viö skulum ekki
gleyma nýju fyrirtækjunum
hans Hjörleifs!
Kannski verða örlög þessarar
stjórnar svipuð og sumra þeirra
fyrri að hún falli dcki fyrst og
fremst á eigin verkum, heldur
þvi aö geta fullnægt öllum kröf-
um áróðurssnjallra þrýstihópa i
heimtufrekasta þjóðfélagi
norðurhvels — sem áhöld eru
um hvort í raun eigi bót fyrir
boruna á sér.
Magnús Bjarnfreösson.
J