Vísir - 07.05.1981, Blaðsíða 32
síminner 86611
Veðurspá ■
dagsíns S
Um 600 km suður af Horna'- e
firði er 998 mb lægð, sem þok- I
astaustsuðaustur og grynnist, ■
en 1030 mb hæð, yfir Græn- ■
landi. Enn verður kalt i veðri. |
Suðurland og Faxaflói; Norð-' ■
austan kaldi eða stinnings- &
kaldi viða léttskyjað.
Breiðafjörður; norðaustan “
stinningskaldi og siðar kaldi, |
skýjað, en úrkomulaust.
Vestfirðir, Strandir og |
Norðurland vestra: norðaust- *
an kaldi, él.
Norðurland eystra og Austur- "
land að Glettingí: norðaustan 1
kaldi, eða stinningskaldi,
snjókoma og siðar él.
Austfirðir: norðan eða norð- _
austan kaldi, él, einkum norð- |
an til.
Suðausturland: norðan eða |
norðaustan káldi, viða létt- ■
skýjað.
veörið hér
og har
Klukkan sex:
Akureyri snjóél 4-1, Iielsinki
þokumóða 4, Kaupmannahöfn
léttskýjað 8, ósió skýjað 5,
Reykjavik léttskýjað -=-1,
Stokkhóimur þokumóða 7,
Klukkan átján:
Aþena hálfskýjað 15, Beriin
léttskýjað 14, Chicago létt-
skýjað9, Frankfurt léttskýjað
17, Feneyjarrigning 12, Nuuk
alskýjað 1, London rigning 11,
Las Palmas alskýjað 19,
Luxemburg skýjað 14,
Mallorka léttskýjað 19, New
York alskýjað 19, Parfs létt-
skýjað 17, Róm heiðskirt 17,
Malaga alskýjað 20, Vfn létt-
skýjað 12, Winnipeg léttskýj-
að 14.
Lokl
segir
Fyrst var það verðstöðvun.
Sfðan var sett hert veröstöðv-
un um áramótin. Ætli þessi
sfðasta sé þá ekki forhert
verðstöðvun?
VERK
SEL
SIGI
t dag eða á morgun mun
reiknaö með þvf aö Björgun hf.
selji Eyjabátinn Sigurbáruna,
sem fyrirtækið náði af strandstað
eystra á dögunum. Björgun hf.
aflaði tilboða i viðgerö og bauð
siðan skipið til sölu. Að þvf er Vis-
ir kemst næst, bárust aöeins tvö
tilboð f bátinn. óstaðfest er, að 10
SOLUHAGNAÐUR
6 MILLJðHIR?
milljóna króna tilboö sé nú á
samningaborðinu.
Það eru einnig óstaðfestar
fregnir að tilboð i viögerö nemi
2.3 milljónum króna og að Björg-
un hf. hafi keypt skipið á 750 þús-
und krónur af Tryggingamiðstöö-
inni hf.
Séu þessar tölur eitthvað nærri
lagi og með hliðsjón af björgunar-
kostnaði, virðist söluhagnaður
geta orðið nálægt 6 milljónum
króna. Söluhagnaðurinn skiptist
siðan milli Björgunar hf. og
Tryggingamiðstöðvarinnar hf.,
eftir samningi þar um.
Gunnar Felixson fulltrúi hjá
Tryggingamiðstöðinni hf. sagði,
að samið hefði verið um
grunn-söluverö til Björgunar hf.
og að tryggingafélagið fengi siðan
hluta af söluverði bátsins, ef
björgun tækist.
Kristinn Guðbrandsson, for-
stjóri Björgunar hf., sagði þær
tölur sem hér hafa verið nefndar,
ekki réttar, en vildi engar upp-
lýsingar gefa að svo stöddu.
HERB
SAMDI ÞRÖSTUR t MORGUN? Myndin er frá upphafi samningafundar rfkisins og rikisfóstra, sem
hófst klukkan 9 f morgun, Þröstur ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra að heilsa fóstrunum.
Miklar lfkur voru taldar á samkomulagi. t Garðabæ situr hins vegar allt viðsama. (Vfsismynd: GVA.)
verölagsráð og verðlagsstjóri afgreiddu 37 hækkunarheiðnir í gær
SETUR RÍKISSTJðRNIN
HÆKKANIRNAR I SALT?
- MIKIL VÍSITÖLUSPENNA MILLI RÍKISSTJÖRNARINNAR UG ASÍ
t gær afgreiddi Verðlagsráð
allar fyrirliggjandi beiðnir um
hækkanir á vörum og þjónustu,
sem fyrir lágu, I trássi við vilja
rikisstjórnarinnar, sem ætlaðist
til þess að málin yrðu geymd
a.m.k . fram yfir helgi. Hefði hún
þá losnað undan þvi að taka
afstöðu til þeirra fyrir útreikning
vfsitölunnar nú. Þessi mál lágu
þvi þvert á móti öll á borðum við-
skiptaráöherra og ríkisstjórnar-
innar á fundi hennar I morgun.
Það voru 12 mál afgreidd af
ráðinu sjálfu, þar af eitt með
hækkun undir 8% en öll hin með
meiri hækkunum og allt upp i
20%. M.a. má nefna sement og
saltfisk með 18%.
25 mál voru falin verðlagsstjóra
til afgreiðslu i gær, allt svonefnd
iðnaöarmál skv. 5-15% reglu.
Fyrir fundinum lágu ekki upp-
lýsingar um þau mörk, sem gilda
eiga um meðaltalshækkanir, en i
máli ráöherra og þ.á m. forsætis-
ráðherra á aðalfundi Vinnuveit-
endasambandsins hefur komið
fram, að mörkin séu likleg um
8%.
Viðskiptaráðherra á að taka
afstöðu til afgreiðslu Verðlags-
ráðs og verðlagsstjóra á hækkun-
um undir mörkunum, en rikis-
stjórnin öll til hinna meiri hækk-
ana.
Áburðarverð hefur ekki komið
til afgreiðslu, en það mun liklega
verða til meðferðar i Gjaldskrár-
nefnd i dag. Hækkun bilatrygg-
ingaiðgjalda er enn til umsagnar
hjá Tryggingaeftirlitinu.
Nú er það hin sttfrpólitiska
spurning, hvort rikisstjórnin af-
greiðir afgreiðslur Verðlagsráðs
fyrir helgi eða ekki. Það er ekki
sist ASÍ-men, sem biða spenntir.
Deílan um ný-
lisladelldlna:
Mállð er
I blðstððu
„1 gær var haldinn allsherjar-
fundur kennara og nemenda, þar
sem ég mætti og þar varð sam-
komulag um bráðabirgðalausn”,
sagði Einar Hákonarson, skóla-
stjóri Myndlista- og handiðaskól-
ans, þegar hann var inntur eftir
gangi máia varðandi nýlistadeild-
ina.
„Það má segja, að málið sé i
biðstöðu. Sú ákvörðun min stend-
ur, að deildinni skuli lokað innan
tveggja ára, og að þeir 2 til 4 nem-
endur, sem nú sækja um inn-
göngu, gera það þá á sina á-
byrgð”, sagði Einar.
,,Um framhaldið fer siðan eftir
afstöðu ráðuneytisins og fram-
kvæmd þeirra laga, sem um skól-
ann gilda.”
Enn vllla l
getraunaseöll
Eins og margir lesendur blaðs-
ins hafa tekiö eftir, varð slæm
prentvilla i getraunaseölinum i
gær i spurningunni um útfærslu
landhelginnar i 200 milur. Af
þeim þremur möguleikum, sem
gefnir voru upp á réttu svari, var
enginn réttur.
Við veröum þvi að birta seðilinn
aftur I dag og jafnframt að biðja
fólk aö nota ekki seöilinn frá þvi i
gær né heldur seöilinn, sem birt-
ist sl. mánudag. Við birtingu
hans urðu einnig mistök eins og
skýrt hefur verið frá.
Sjá bls. 31.
verðlagsstjóri
mætir ekki á
iðnrekendafundinn
Getur ekkl
skýrt máiini
Hádegisfundur Félags
Islenskra iönrekenda, sem átti að
vera I dag, fellur niður þar sem
ræðumaðurinn, Georg ólafsson
verölagsstjóri, mætir ekki.
Verðlagsstjóri sendi formanni
Fll, Davið Sch. Thorsteinssyni,
þau skilaboö i gærkvöld, aö hann
gæti ekki mætt á þennan marg-
auglýsta fund,þar sem stefnumót-
un I verölagsmálum væri óljós.
HERB