Vísir - 19.05.1981, Page 4

Vísir - 19.05.1981, Page 4
4 Laus staða Stafta deildarstjóra i meinatæknadeiid Tækniskóla tslands er iaus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráftuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 12. júni nk. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ, 11. mai 1981 Styrkur til háskólanáms i Frakklandi Laus er til umsóknar einn styrkur til náms I raunvlsindum vift háskóia i Frakklandi háskólaáriö 1981-82. Umsóknum um styrkinn, ásamt staftfestum afritum prófskirteina og meömælum, skal komift til menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 3. júnl n.k. — Umsóknareyftublöft fást I ráftuneytinu. MENNTAM ALARAÐUNEYTIÐ 13. mai 1981 Laus staða Stafta lektors i hjúkrunarfræði vift námsbraut I hjúkrunar- fræfti í Háskóla islands er laus tii umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækiiega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiftar og rannsóknir svo og námsfcril sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráftuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik fyrir 15. júni nk. MENNTAM ALARAÐUNEYTIÐ, 11. mai 1981 BREIÐHOLTI Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti fer fram i Miðbæjarskólanum i Reykjavik dagana 1. og 2. júni nk. kl. 9.00—18.00, svo og i húsakynnum skólans við Austurberg, dagana 3. og 4. júni á sama tima. Umsóknir um skólann skulu að öðru leyti hafa borist skrif- stofu stofnunarinnar fyrir 9. júni. Þeir sem umsóknir senda siðar, geta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti býður fram nám á'7 náms- sviðum og eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviði. Sviö og brautir eru sem hér segir: Almennt bóknámssvið: (menntaskólasvið.) Þar má velja milliö námsbrauta sem eru: eftlisfræöibraut, félagsfræfti- braut, náttúrufræftibraut, tóniistarbraut, tungumálabraut og tæknibraut. Heilbrigftissvift: Tvær brautir eru fyrir nýnema, heiisu- gæslubraut(tilsjúkraliðaréttinda) og hjúkrunarbraut. En hin siðari býður upp á aöfaranám að hjúkrunar- skólum. Hugsanlegt er að snyrtibraut verði einnig starfrækt við skólann á þessu námssviði, ef nemendafjöldi reynist næg- ur. Hússtjórnarsvift: Tvær brautir verða starfræktar. Mat- vælabraut I er býöur fram afaranám að Hótel- og veit- ingaskóla Islands og matvælabraut II er veitir undirbún- ing til starfa á mötuneytum sjúkrastofnana. Listasvift: Þar er um tvær brautir að ræða. Myndlistar- braut bæöi grunnnám og framhaldsnám svo og hand- menntabraut er veitir undirbúning undir nám við Kennaraháskóla Islands. Tæknisvift: iðnfræðslusvið). Iðnfræðslubrautir Fjöl- brautaskólans i Breiðholti eru þrjár: Málmiönabraut, raf- iftnabraut og tréiftnabraut. Boðið er fram eins árs grunn- nám, tveggja ára undirbúningsmenntun að tækninámi og ■ þriggjaára brautað tæknifræðinámi. Þá er veitt menntun til sveinsprófs i fjórum iðngreinum: húsasmiöi, rafvirkj- un, rennismiði og vélvirkjun. Loks geta nemendur einnig tekið stúdentspróf á þessu námssviði, sem og öllum sjö námssviðum skólans. Hugsanlegt er að boðið verði fram nám á sjávarútvegsbraut, á tæknisviöi næsta haust, ef nægilega margir nemendur sækja um þá menntun. Uppeldissvift: á uppeldissvið' eru þrjár námsbrautir i boöi: Fóstur- og þroskaþjálfabraut, iþrótta- og félags- brautog loks menntabrauter einkum taka mið af þörfum þeirra, er hyggja á háskólanám til undirbúnings kennslu- störfum, félagsiegri þjonustu og sálfræði. Viftskiptasvift: boðnar eru fram fjórar námsbrautir: Samskipta- og málabraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, verslunar- og sölufræftibrautog loks læknaritarabraut. Af þremur fyrstu brautunum er hægt að taka aimennt verslunarpróf eftir tvö námsár. A þriðja námsari gefst nemendum tækifæri til að ljúka sérhæfðu verslunarprófi i tölvufræðum, markaftsfræftum og sölufræftum. Lækna- ritarabrautlýkur með stúdentsprófi og á hið sama við um allar brautir viðskiptasviðsins. Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann i Breiðholti má fá á skrifstofu skólans að Austurbergi 5, simi 75600 og er þar hægt að fá bækling um skólann svo og Námsvisi F .B. Skólameistari. t n » * » ♦ 4 VISIR Þriftjudagur 19. maí 1981 Philip Habib, sendimaftur, á rökstóium meft Sarkis Libanonforseta (t.h.), en Habib hefur veriö á stöftugum þeytingi milii Beiriít, Dam- askus og Jerúsalem i leit aft lausn á deilunni, en án sýnilegs árang- urs. Skotpallar sovésku eld- flauganna, sem Sýrlend- ingar hafa reist í Líbanon, hafa leitt til heiftarlegrar deilu milli Sýrlands og (sraels, svo að jaðrað hefur við styrjöld. ihlutun Bandaríkja- stjórnar, sem sent hefur erindreka sinn til þess að reyna að bera vopn á klæðin, afstýrði á síðustu stundu, að Israelsmenn sendu fiugher sinn til þess að eyðileggja skotpallana. Sovétstjórnin hefur á meðan stutt stjórnina í Damaskus og stappað í hana stálinu, svo að mála- miðlun hefur engan ár- angur borið til þessa. Að allra mati er ástandið á meðan i austurlöndum nær það viösjárverðasta, siðan Yom Kippur-striðinu i október 1973 lauk. 1 Israel töldu menn ekki hjá styrjöld komist, og alþýða manna var byrjuð að hamstra nauð- synjar til þess aö búa sig undir óþægindi striðstima. Það var 29. april, sem Sýrland kom fyrir fyrstu skotpöllum fyrir sovéskar eldflaugar af gerðinni SAM-6 í Bekaa-dalnum austur af Beirút. Slikar eldflaugar eru til loftvarna og til höfuðs flugvélum. Daginn áður höfðu einmitt isra- elskar herþotur gripið inn i um- sátur Sýrlendinga um borg krist- inna og grandað tveim herþyrlum Sýrlendinga. Samkvæmt þvi, sem Menahem Begin, forsætisráöherra Israels, telur eru nú fimm skotpallar i Libanon auk fjögurra, sem eru handan sýrlensku landamæranna og þó i góöu skotfæri. Hver skot- pallur er búinn tólf eldflaugum. Seinni árin hafa israelskar her- þotur geta athafnað sig óþvingaö yfir libönsku yfirráöasvæöi bæöi til könnunarflugs og eins til árásarferðaábækistöðvar skæru- liða Palestinuaraba. Með tilkomu eldflauganna er annaö komið upp á teninginn og árásir Israels- manna ólfkt meira hættuspil fyrir þá sjálfa. Begin mótmælti þvi, að Sýrlendingar hrófluðu við „status quo” i Libanon með þessu móti, og hótaði loftárásum á skotstöðv- arnar, sem ákveðnar voru 30. april. Veðurskilyrði hömluöu þvi og á meðan gafst Bandarikja- stjórn ráðrúm til þess aö koma vitinu fyrir Begin. Siðan eru liðnar tæpar þrjár vikur, og upp hefur vaknað i Isra- el gagnrýni á Begin og stjórnina fyrir að hafa hlaupið á sig. Stjórnarandstaðan hefur gert sér mat Ur og ásakar Begin fyrir að hafa að óþörfu nær steypt Israel út i nýja styrjöld. Þykir málið lik- legt til þess að skipta sköpum i þingkosningunum, sem fram eiga að fara eftir sex vikur. Sýrlendingar hafa fyrir sinn hatt haldið þvi fram, að striðs- hættan hafi skapast fyrir ögrandi framkomu Israels og yfirgang. Þeir hafa sett sem skilyrði fyrir þvi, að eldflaugarnar verði fjar- lægðar, að tsraelsmenn hætti loft- árásarferðum inn i Liban- on. — Israelsstjórn, sem telur loftárásirnar bestu vörn landsins Menachem Begin, forsætisráft- herra tsraels: Vildi hann nota eldflaugapallana i Libanon til framdráttar flokki sinum í kosningabaráttunni, sem fram- undan er? gegn hryðjuverkaárásum skæru- liða PLO, er ekki fús til að fallast á slika skilmála. Þarað auki hefur Beginstjórnin heitiö þvi' að rétta kristnum hægrimönnum i Libanon hjálpar- hönd ef að þeim er vegið of grimmilega. Og eins og áður sagði, höfðu sýrlensku „friðar- gæslusveitirnar” setið um sinn um borg kristinna i Bekaa- dalnum og nær kaffært hana i stórskota- og eldflaugahrið. Það sem rak Sýrlendinganna til slikrar árásar, voru aukin umsvif kristinna manna i Bekaadalnum og miklir vopnaaðdrættir, svo að horfði til þess, að þeir næðu daln- um, eöa hernaðarlega mikil- vægum hluta hans á sitt vald. Upp á það gátu Sýrlendingar ekki horft, þvi að um dalinn liggur mikilvægasta aöflutningsleið þeirra frá Sýrlandi. St jórn Begins hefur fallist á, að loftárásum skuli frestað uns reynt hafi verið tii þrautar, hvort meðalganga Philips Habibs, sendimanns Washingtonstjörnar- innar, beri árangur. Bráðustu striðshættunni hefur þvi veriö bægtfrá f bili, en þó ekki meir en svo, að menn biða hvers morgun- dags með öndina i hálsinum. Málið hefur á meðan færst meir yfir á hinn pólitiska vettvang, enda höfðu heitingar Begins i upphafi strax i upphafi boriö þó nokkurn kosningakeim. Ekki dró úr þvi, þegar Begin valdi einmitt þessa viösjálu daga tilþess aö biðja Assad, Sýrlands- forseta, að leyfa þeim 4000 gýð- ingum sem i Sýrlandi búa, að flytjast til tsraels. SU bón á af mannUðarástæðum fullan rétt á sér, þvi að gyðingar i Sýrlandi bUa við þröngan kost kUgun og of- sóknir. En stundin til þess aö vekja máls á kjörum þeirra var hinsvegar afar óheppilega valin. syrlenskur eldfiaugaskotpallur, sem horfir yfir Bekaa-dalinn og þjóftbrautina milli Beirut og Damaskus. Þarna bífta tólf SAM-6 sovéskar eldflaugar til varnar gegn flugvélum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.