Vísir - 19.05.1981, Síða 5

Vísir - 19.05.1981, Síða 5
Þriðjudagur 19. mai 1981 vtsnt 5 Sendu diplðmðlum sprengjur I póstl MíKil sprengju- hræðsla í New York í gær eftir hólanir ofstækra og falskar viðvaranir Heimatilbúnar sprengjur fund- ust i skrifstofum sendinefnda Bandarikjanna og Honduras hjá Sameinuðu þjóðunum i New York i gær . Hefur öryggisviðbúnaður verið stórlega efldur i aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna, enda hafa drifið að sprengjuhótanir, sem ofstækir þjóðernissinnar Puerto Ricana eru taldir standa að. Lögreglan segir, að sprengjurn ar hafi að likindum verið sendar i pósti og af sama öfgahópnum, sem skildi þrjár sprengjur eftir i afgreiðslu Pan Am á Kennedy- flugvelli á laugardaginn. Ein sprengjan úti á flugvelli sprakk og varð einum starfsmanni að bana. Hefur lögreglunni borist yfir- lýsing frá félagsskap, sem kallar sig „andspyrnuhreyfinguna” á Páiínná batavegl Heilsu Jóhannesar Páls páfa hefur fleygt fram dag- lega og var hann i gær fluttur af gjörgæsludeild sjúkrahúss- ins og yfir á venjulega eins manns stofu. Það bar upp á afmælisdag hans i gær, en þá var páfinn 61 árs. Hann sat uppi i stóli i gær i hálfa klukkustund og hlýddi á messu, og fær i dag heimsókn, en þar verður á ferðinni sá fyrsti af fimm erlendum lækn- um, sem læknar páfa hafa kvatt til sér til ráðuneytis. Puerto Rico, og er þar hótað að sprengja diplómata frá Hond- uras, Bandarikjunum, Guat- emala og Argentinu vegna stuðn- ings þessara rikja við stjórn E1 Salvador. Alls vissu menn um 47 sprengjuhótanir eða viðvaranir i New York i gær og urðu þær til þess að þúsundir Nýju Jórvik- inga voru látnir vikja úr skrif- stofubyggingum i öryggisskyni, meðan leitað var að földum vitis- vélum.U hrið var lokað aðalmið- stöð strætisvagna borgarinnar, eftir viðvörun um, að þar væru faldar þrjár sprengjur. Lögregl- an fann þá ekki annað en þrjár tómar ferðatöskur inni á kvenn- asalerni. En sprengjurnar, sem fundust á skrifstofunum hjá sendinefnd- um Honduras og Bandarikjanna, voru hinsvegar engin imyndun. Þær hefðu hver og ein getað vald- ið dauða. Hringt var á nokkrar ritstjórn- arskrifstofur i New York og maður, sem talaði með spænsk- um hreim, sagði, að sprengjurnar væru jafnframt til þess að mót- mæla fangelsun tiu forsprakka FALN, sem eru hryðjuverkasam- tök Puerto Ricana. Þau samtök eru talin eiga sök á 120 sprengjutilræðum á siðustu sjö árum, sem kostað hafa fimm manns lifið. — Sprengjurnar, sem fundust i gær og á laugardag, eru raunar með sama eða svipuðu handbragði og sprengjur, sem FALN notaði. Niu þessara tiu dæmdu FALN- manna hófu i gær hungurverkfall til þess að mótmæla þvi, að sá ti- undi þeirra var fluttur á milli fangelsa og til fangelsis, sem yfirvöld hafa ekki látið uppi, hvert er. Var það gert til þess að vernda fangann sjálfan, þvi að hann hefur tekið upp samvinnu við lögregluyfirvöld. Giscard kveður I dag Valery Giscard D’Estaing, frá- farandi Frakklandsforseti, mun flytja útvarpsræðu i dag, en það verður siðasta ávarp hans til frönsku þjóðarinnar úr forseta- höllinni, áður en hann vikur úr henni fyrir Francois Mitterrand, hinum nýkjörna forseta, á fimmtudaginn. Giscard mun kveðja siðar i dag starfsfólk forsetahallarinnar og ymsa ráöherra sina. A morgun mun hann stýra siðasta rikisráðs- fundi sinum og hlýða á skýrslu Raymond Barre, forsætisráð- herra, um ástandið i efnahags- málum þjóðarinnar. Við þvi er búist, að Mitterrand tilnefni menn i ráðherraembætti strax á fyrsta eða öðrum degi sin- um i forsetastóli. Eru ýmsar get- gátur uppi um, hverjir verði til kallaðir. Lögregluþjónn hjá Sameinuðu þjóðunum leitar aö sprengjum inni I fundarsal öryggisráðsins, en dipló- matar S.þ. eru ekki óvanir þvi, aö öflugur öryggisviðbúnaður sé hafður um skrifstofur þeirra og fundar- sali samtakanna. Thatcher rak flota- málaráöherrasinn Margaret Thatcher forsætis- ráðherra Breta, hefur vikið Keith Speed, flotamálaráðherra, úr rikisstjórn sinni, eftir að hann hafði gagnrýnt stefnu stjórnar- innar i framlögum til varnar- mála. I ræðu, sem Speed hélt i kjör- dæmi sinu, varaði hann við þvi, að það striddi gegn hagsmunum Bretlands að láta flotann sitja á hakanum og með þvi væri um leið hundsaðar staðreyndir i öryggis- málum Breta sem NATO-rikis. Honum var vikið úr stjórninni i gærkvöldi, en i dag eiga að hefj- ast umræður i breska þinginu um varnarmálin. Undanfarna daga hafa breskir fjölmiðlar fjallað um afleiðingar sparnaðar i varnarmálum fyrir flotann. I þeim vangaveltum hef- ur þvi verið spáð, að flotinn muni missa helminginn af freigátum sinum og tundurspillum, og að vikingasveitirnar, sem eru úr- valssveitir landgönguliða, verði leystar upp. Blaðið „Daily Telegraph’’ spáði þvi i gær, að Thatcher lumaði á áætlunum um að skera niður framlög til flotans um upphæðir, sem samsvöruðu 8 milljörðum dollara á næstu tiu árum. ftalir vílja fóstureyð- ingar. en ekki tiðmlulausar Kjósendur á Italiu hafa hafnað tilraun kirkjunnar manna til þess að herða ákvæöi fóstureyðingar- laga svo, að jafngilt hefði banni við fóstureyðingum. — Dugðu Þinglð greiðlr atkvæðl um nvja stjórn Falldins ekki einu sinni til bænstafir páf- ans. 35 milljónir Itala gengu til þjóðaratkvæðis á sunnudag og i gær um þessar tillögur og greiddu 68% atkvæði á móti. Um leið sýndu þó kjósendur, að þeim hugnaðist ekki heldur róttækni á hinn bóginn, þvi að 89,5% var á móti tillögu róttæka flokksins um, að konur gætu fengið fóstureyð- ingu eftir pöntun. Sænska þingið mun i dag ganga til atkvæðagreiðslu um nýja tveggja flokka minnihlutastjórn, sem Thorbjörn Fálldin, forsætis- ráðherra og leiðtogi Miðflokksins, hefur myndað. Þykir vist, að hin nýja stjórn verði samþykkt. Þingforseti lagði til i gær, að Falldin myndaði með aðstoð Frjálslynda flokksins nýja stjórn i stað þriggja flokka samsteypu- stjórnar Miöflokks, Frjálslyndra og Hægri flokksins, sem sprakk fyrr i þessum mánuði vegna ágreinings um skattlaga- breytingar. Að sænskum stjórnskrárlögum getur forsætisráðherra myndað minnihlutastjórn, nema ef meiri- hluti þingheims (349 fulltrúar) standi gegn þvi. Hægri flokkurinn, sem sagði sig úr samsteypustjórn Félldins, hef- ur heitið þvi að sitja hjá i at- kvæðagreiðslu um vantraust á stjórnina. Vitað er, að sósial- demókratar og kommúnistar muni kappkosta að fe'la tillögu þingforseta um stjórnarmyndun Falldins, en þá vantar eitt at- kvæði upp á meirihluta. Thorbjörn Fálldin, forsætisráð- ^ herra Svia, freistar þess að W mynda minnihlutastjórn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.