Vísir - 19.05.1981, Síða 9

Vísir - 19.05.1981, Síða 9
Þriðjudagur 19. mai 1981 vísm Mér hefur veriö falið að ræða hvort fjölmiðlar muni breytast á komandi árum. Það er vist ekki góð byrjun á slikri umfjöll- un að segja að enginn maður geti sagt til um, með neinni vissu, hvernig þeir muni breyt- ast, allra sist i stuttu máli. Um þetta hafa lærðir menn skrifað margar og stórar bækur, en marktækur algildur sannleikur fyrirfinnst þar enginn. Flestir eða allir eru þó sammála um að miklar breytingar séu framund- an. Ýmsar tækninýjungar nú- tiðar hafa þegar leyst mörg vandamál framtiðar og það er raunar sennilegt að það veröi ekki fyrst og fremst tækni- vandamál sem hefti framvindu þróunar heldur miklu fremur þjóðfélagsviöhorf, þar á meðal atvinnuréttindi fólks i fjölmiðl- un, höfundaréttarmál hvers konar og svo ýmsar hömlur, sem stjórnvöld kunna að setja á dreifingu efnis. Forsendur breytinga Fjölmiðill og fjölmiölun eru ákaflega viðfeðm orð, og tlmans vegna mun ég einskorða mig hér við hina daglegu fjölmiðla, útvarp, sjónvarp og blöð og minnast einnig á blessaða bók- ina. Raunar verð ég að geta þess strax að þegar horft er til framtiðar ruglast þessi hugtök býsna ört og mörk bókar, blaðs og sjónvarps verða harla óglögg á stundum. Sjónvarpstæki, eða skjár, verður hluti af mestallri fjölmiðlun, hvaö sem liður út- sendingum sjónvarpsstöðva. Eitt af þvi sem mun hafa mikil áhrif á fjölmiölun i náinni framtiö er það, hve öll fjöl- földunartækni er oröin ódýr og auöveld viðfangs. Þaö á við um hvers kyns fjölföldun, hvort heldur er ritaö mál, myndmál og flóknari. Viö verðum enn um sinn aö biða eitthvað eftir þvi að við getum flett listaverkabókum á sjónvarpsskjánum, svo dæmi sé tekið. En þegar tæknivanda- málin verða leyst þar mun slik- ur lestur taka hinum fyrri fram vegna almyndartækninnar, sem vafalit’ið verður handhæg þar i náinni framtið. Slikar myndir geymum við svo I segulminnum og getum framkallað þær eins oft og við viljum á skjáinn. Hætta blöð að koma út? Næst skulum við lita á blööin. Erlendis er talið að skammt sé i þaö hætt verði aö prenta dag- blööin á þann hátt, sem nú er gert. örtölvutæknin og ör þróun i dreifingu upplýsinga eftir lin- um gera það kleift að sleppa algerlega úr prentun og dreif- ingu, skráning upplýsinga inn i móðurtölvu blaöanna verður siðasta stig útgáfunnar. Neyt- endurnir komast siöan i sam- band við móðurtölvuna I gegn- um sina heimilistölvu eftir að hafa gefið upp sitt kódanúmer, rétt eins og menn komast inn á lýsinga i timaritum um sérhæfð efni, sem jafnframt nota mikiö myndefni. Þar mun hún verða samkeppnisfær alllengi enn. Sjónvarp — útvarp Vikjum þá að hlutverki sjón- varps og útvarps i heföbundnum skilningi á komandi árum. Þar mun mjög gæta hinnar ódýru fjölföldunartækni nútimans. Það hefur staðið útbreiðslu myndsegulbanda til notkunar I heimahúsum mjög fyrir þrifum, að framleiðendur hafa ekki komið sér niöur á staðlað kerfi, heldur keppast hver um sig við aö ryðja sinu „patenti” veginn. Úr þessu hlýtur aö greiðast á næstu árum og þá mun þessi tækni verða mjög ódýr, hvert sem áhaldiö veröur, ég kalla þaf myndsegulband hér. Þá verða myndsegulbönd i hverri ibúð, eins og útvarp og simi nú, og verð á snældum veröur mjög lágt, væntanlega eins og á hljóðsnældum nú, eöa lægra. Sennilega veröa þessi tæki öll ekki fyrirferðameiri en litil hljóðsnældutæki eru i dag 't, _ menningu og veita ýmsa þá fræöslu sem staðbundin þörf er fyrir I okkar þjóðfélagi, verðum við sjálf að taka til hendinni. Það munu ýmsir einkaaðilar gera, en varla á öllum sviðum án þess aö rlkisvaldiö létti að minnsta kosti undir. Þar á ég einkum við beint fræðsluefni til notkunar I skólum eöa við heimanám. Vegna hinnar ódýru afritunartækni, sem viö blasir, verður hugtakiö skólasjónvarp sennilega fljótlega úrelt, ekkert verður þvi til fyrirstöðu aö skól- ar og kennarar og nemendur i heimanámi fái efnið til notkun- ar eftir þörfum en þurfi ekki aö binda sig viö útsendingartima. Einkasjónvarpsstöðvar Sennilega gengur á næstunni yfir nokkur alda I þá átt að menn tengja saman hús og koma sér upp litlum einkasjón- varpsstöðvum, eins og talsverö brögð eru nú þegar aö. En einn- ig þetta mun fljótlega heyra sögunni til, veröa áfangi i þróunarbraut, þvi slikar eining- ar minnka væntanlega enn, niö- tækni I þjónustu sina og finna auglýsingum slnum þann far- veg, sem beinastur og æskileg- astur er. Þetta hlýtur að hafa I för með sér að auglýsingatekjur stóru fjölmiölanna munu drag- ast saman miðað við óbreyttar aðstæður. Það gæti bitnað illi- lega á þeim stöðvum útvarps og sjónvarps, sem reknar eru ein- göngu eöa aðallega fyrir aug- lýsingatekjur. Frelsi i efnisvali Sú öra þróun i fjölföldunar- tækni og dreifingu, sem ég hefi gert hér að umtalsefni hlýtur aö hafa mikil áhrif á útvarp og sjónvarp i framtiðinni. Dreifing efnis á þennan hátt mun engin landamæri þekkja. Þótt járn- tjald verði dregið fyrir gervi- hnetti munu slikar afritanir næstum berast fyrir vindinum hvert á land sem er. Stóru fjöl- miðlarnir neyöast til þess aö taka tillit til þeirra i efnisvali. Þeir neyðast til að taka þátt i samkeppni, hvort sem þeim fellur betur eða verr. Frelsi manna I efnisvali eykst aö mikl- um mun. 011 upplýsingadreifing verður mun auðveldari. Allt þetta finnst mér af hinu góða. En enginn skyldi halda að skuggahliðar fyrirfyndust ekki. Hlutfall milli framleiðslu- kostnaöar og dreifingar- kostnaðar skekkist hrikalega frá þvi sem nú er. Þótt fjölföld- un og dreifing kosti litið veröur samt ávallt dýrt að framleiða gott efni. Og ef hver sem er get- ur á ódýran hátt og einfaldan hátt afritaö efni án þess að greiða fyrir —á hreinni Islensku stolið þvi, hver borgar þá fram- leiðslukostnaöinn? Hvaö veröur um höfundaréttinn? Höfundarbann leggist niður Þótt margir hafi yndi af list- Fjðlmiðlun framtiðarinnar eöa hljóð. Þessi þróun er kannski llkari stökkbreytingu en þróun i heföbundnum skiln- ingi, aö minnsta kosti ef við lit- um yfir þó ekki sé nema eitt ævi- skeið manns. Annaö er hvers kyns fjarskiptatæknl. Þar á ég ekki einungis við gervihnetti og jarðstöðvar, heldur einnig allt að þvi ævintýralegar framfarir I dreifingu upplýsinga eftir lin- um. Ég fer ekki út I að útskýra það nánar hér, en erlendis eru þegar i jörðu kerfi af linum sem geta dreift svo miklu magni upplýsinga samtimis að I okkar skilningi hér eru þvi litil tak- mörk sett. 1 þriöja lagi er þaö svo örtölvubyltingin margum- rædda, sem gerir það að verk- um að unnt er að koma fyrir geysilegu magni upplýsinga á örsmáum flísum, sem kosta sama og ekki neitt I framleiðslu, að minnsta kosti ef miöað er við þær aðferðir sem hingað til hafa verið notaðar. Bókatölvur Þá langar mig til að reyna aö gera nokkrum tegundum fjöl- miölunar eða aöferðum nokkur skil. Viö skulum þá fyrst lita á bókina, þetta aöalsmerki is- lensku þjóöarinnar aö fornu og nýju. Hún er gott dæmi um hina nýju fjölföldunartækni, sem ég gat um áðan. Nú er ekkert þvi til fyrirstööu tæknilega séö að koma meöalstórri bók fyrir á litilli silikonsflis, sem stinga má I tölvu, stóra eöa smáa og lesa hana þar. Til eru þegar „bóka- tölvur”, sem fara þægilega i vasa. 1 þeim erunnt að velja um leturtegundir og stærðir, eftir smekk og sjón hvers og eins og einnig lestrarhraöa. Innan skamms munu stórar bækur og heil ritverk komast fyrir á slik- um flisum, smækkuninni eru litil takmörk sett. Þegar einu sinni er búið að setja ritverk inn á slikar flisar kostar fjölföldun þeirra sama og ekki neitt, að- eins nokkrar krónur fyrir hvert eintak, ef það nær þá einni ný- krónu. Þetta þýðir, að 1 raun lýk- ur kostnaði viö bókaútgáfu, þeg- ar endanlegri vélritun handrits inn á textavinnsluvélar lýkur. En hér er ég að tala um einfall lesefni. Þegar til myndefnis kemur veröur þróunin hægari tölvur I dag, og þannig getur bæði verið um fasta áskrift eða lausasölu að ræða. Lausasalan og raunar fastaáskriftin lika, geta bæði tekið til ákveðins efnis, svo sem iþróttaefnis, er- lendra eða innlendra almennra frétta eða þrengra sviðs og greiðsla verður engum ann- mörkum háð, hún fer annað hvort fram með ákveönu milli- bili eða færist strax i tölvum viðskiptabanka viðkomandi fjölmiðils og kaupanda. Þetta er ekki miklum vand- kvæöum bundið, þegar fréttir eiga i hlut. Málið vandast hins vegar þegar kemur að ýmsu ööru efni, sem blöðin flytja. Flest eða öll hafa þau einhvern boöskap að flytja, fréttir eru notaðar sem agn til að selja vör- una og boðskapurinn flýtur með, annaö hvort I formi rit- stjórnargreina eða annarra greina. Hver lausnin verður á þessu vandamáli skal ósagt lát- iö, en þaö mun væntanlega reynast nokkru erfiöara að fá fólk til þess að lesa slikt efni á tölvuskermi en papplr fyrst i stað. Sama máli gegnir einnig um auglýsingar. Erlendis velta menn þvi mjög fyrir sér hver þróun blaðaauglýsinga svo- kallaðra verður, þegar blöö i hefðbundnum skilningi verða ekki lengur til. Litill vafi er á þvi að upp munu spretta upplýs- inga- og auglýsingabankar sem hafa tiltækar upplýsingar um öll svið viðskiptalifsins, verð á fast- eignum, verö og úrval af brauð- um jafnt sem gúmmistigvélum, fargjöld og farmgjöld með öll- um flutningatækjum og þannig mætti lengi telja. Jafn vist er að það verður ómissandi fyrir alla, sem vilja vera meö i samkeppn- inni að hafa upplýsingar um sig og fyrirtæki sitt i þessum upp- lýsingamiðstöðvum, sem heimilistölvurnar munu leita ókeypis upplýsinga I. Hinar svokölluðu hörðu aug- lýsingar munu að minnsta kosti um sinn halda velli i útvarpi og sjónvarpi, en þær munu einnig leita nýrra farvega, eins og ég minnist siöar á. Liklega heldur prentlistin velli um nokkurt skeið að minnsta kosti við dreifingu upp- Á velheppnadri ráð- stefnu, um framtið Rikis- útvarpsins, sem menn- ingarnefnd Sjálfstæðis- flokksins efndi til um heigina, voru flutt mörg stórgóð erindi. Magnús Bjarnfreðsson var einn frummælenda, og hefur Visir fengið leyfi hjá Magnúsi til að birta er- indi hans að mestu óbreytt. og verð sambærilegt eða lægra. A þennan hátt veröur gifur- legu magni myndrita dreift til neytenda á komandi árum. Þarna verður að ég hygg fyrst og fremst um aö ræða það efni, sem viö köllum afþreyingar- efni, og svo hvers kyns áróðurs- og fræðsluefni, sem fjársterkir aöilar — þar með talið rikisvald — sjá sér hag 1 að dreifa. Tungu- mál verða þarna vart mikill þrándur i götu, þvi þýöingar- tölvur munu snúa einu tungu- máli yfir á annað, annaöhvort á töluöu máli eða skráðu á skjáinn eins og við þekkjum i dag. Þessi þróun er þegar langt komin á tilraunastigi, það fer svo eftir markaðslögmálum hvenær þessi þýðingartækni veröur svo ódýr aö hún verði almennings- eign. Eftir verður samt ávallt tómarúm, ekki sist hjá litilli þjóð eins og okkur. Þaö efni, sem verður dreift á þann hátt, er ég ræddi hér um, verður fyrst og fremst alþjóðlegt. Ef við ætl- um að standa vörð um okkar ur I hverja fölskyldu fyrir sig. Aftur á móti er ekki óhugsandi að starfræktar verði 1 rikari mæli en nú er stöövar, sem leigja út efni eftir linum á svipaðan hátt og blöðin, sem ég gat um áðan, nokkurs konar myndritasöfn, sem þá yröu hlið- stæð bókasöfnum nútimans, þegar dreifikerfi innanlands verður orðið nægilega öflugt til þess Eitt er þó það svið fjöl- miðlunar sem fjölföldunartækni og dreifikerfi megna ekki aö hrófla við, en það er daglegur, hraður fréttaflutningur. Hann mun að minu áliti verða hlut- fallslega stærri og stærri hluti fjölmiðlunar hinna stóru fjöl- miðla, útvarps og sjónvarps. Að minnsta kosti eru ekki 1 sjón- máli neinar þær nýjungar, svo mér sé kunnugt, sem breyta þessu. Það mun fyrst og fremst verða þetta efni, sem laöar aug- lýsingar að útvarpi og sjón- varpi, þvi fréttum munu menn áfram fylgjast með og einnig beinum sendingum frá ýmsum fréttnæmum atburöum. Ég ætla ekki aö gera hér aö umræðuefni hina gifurlegu almennu upp- lýsingamiölun sem mun eiga sér staö i framtlöinni milli manna, stofnana og þjóða með aðstoð tölvanna. Þaö er efni i margar ráðstefnur að ræöa slikt, enda fremur beint tengt fræöslumálum en almennri fjöl- miðlun. Þaö er eftirtektarvert að þær hljóðritanir, sem dreift hefur verið á snældum á almennum markaði eru fyrst og fremst af- ritaðar grammófónplötur, en ekki sérstakar hljóöritanir ætlaðar til sllkrar dreifingar. Ekki er ósennilegt að á þessu verði nokkur breyting. Þaö er ekkert þvl til fyrirstöðu að heil- um dagskrám sé dreift á þennan hátt til notkunar á heimilum, vinnustöðum og annars staöar. I slikum dagskrám yröi aö sjálf- sögðu komiö fyrir ýmiss konar upplýsingum, auglýsingum og áróðri, sem ætla má að hafi áhrif á þann hóp fólks, sem vel- ur sér hina eða þessa dagskrána til neyslu. Hið sama gerist i myndritunum, sem dreift verð- ur á hinum almenna markaði. Auglýsendur munu i sivaxandi mæli taka hina nýju dreifingar- sköpun er hætt við að flestir snúi sér aö öðrum störfum, ef þeir fá ekki greitt fyrir verk sin. Ég fæ ekki séð neina leiö til þess að tryggja mönnum höfundarlaun i framtiðinni i hlutfalli við notkun efnis, hvorki svokölluöum skapandi né túlk- andi listamönnum, svo úrelt skilgreining sé notuð. Skefja- laus afritun án endurgjalds hlýtur að leiða til þess aö æ færri sjái sér hag I útgáfu og dreifingu listaverka listarinnar vegna. Þar þurfa önnur sjónarmiö að koma til, það þarf aö vera hægt að nota listina til þess að koma öðru á framfæri, upplýsingum, auglýsingum, áróðri. Fjársterk stórfyrirtæki munu kaupa vinnu þeirra listamanna sem talið er að nái til f jöldans og nota hana i hagsmunaskyni. Þau munu krefjast þess að listamaðurinn afsali sér öllum rétti, þvi þaö verður þeirra hagur aö sem flestir afriti efnið og dreifi þvi. Rikisvaldið á heldur ecki aðra leiö færa, þvi enginn getur sam- ið um greiðslur vegna afritana. Hvaða leiðir veröa þá farnar til þess aö gera listsköpun fyrir sjónvarp og útvarp eftirsóknar- veröa? Spyr sá, sem ekki veit og efast um aö aðrir viti heldur. En mig hryllir viö þeirri til- hugsun, að listamenn sem skapa listaverk til flutnings i fjölmiðlum eða dreifingar kunni aö eiga einskis annars úrkosta en láta einhverja rikisskömmt- unarstjóra raöa sér I launa- flokka eftir geöþóítaákvörðun- um. Ég hef óttast þaö frelsi, sem ég hefi lýst hér að framan verði látiö hömlulaust, geti það leitt til einokunar i listsköpun til dreifingar og I fjölmiðlum og þá er illa farið. Góöir áheyrendur, ég hefi timans vegna aöeins stiklað á fáum steinum þeirrar brautar, sem fjölmiðlun framtlðarinnar gæti sveigt inn á. Ég hefi sett fram starhæíingar, sem ekki er hér timi tL 1/ess að rökstyðja, en ég bið ykkur að hafa i huga að ég er ekki að reyna að gerast spámaður. Þaö sem ég hefi nefnt hér eru möguleikar sem tæknin býður upp á. Hvernig hún veröur svo notuð er mann- anna aö ákveöa. <<>rl. stytt)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.