Vísir - 25.05.1981, Side 22

Vísir - 25.05.1981, Side 22
I V* * |r;f1 TJ'I I *»* *;%■» * •;/ x V • %' 22 rasœ Mánudagur 25. maí 1981 Spandan Ballet Steinar gefa út erlendar plötur: Hefur í för meö sér verölækkun verulega Fyrir skömmu gerðu Steinar hf. einkasamning við hljomplötu- útgáfuna Chrysalis og fölur þessi samningur meðal annars i sér öll réttindi til framleiðslu Chrysalis hljómplatna á Islandi. Nú hafa Steinar gefið Ut fyrstu fjórar plöt- urnar á Chrysalis merkinu hér á landi. Þetta eru plöturnar Auto- american með bandarisku hljóm- sveitinni Blondie, Crimes of Passion með bandarisku söng- konunni Pat Benatar og Vienna með bresku hljómsveitinni Ultra- vox. Fyrir skömmu var platan Journeys to Glory með bresku hljomsveitinni Spandan Ballet gefin út hér á landi. Þessar plötur hafa allar verið fáanlegar hér á landi af og til og þá kostað 189.-krónur, en það er mjög algengt verð á innfluttum erlendum plötum Nú þegar þess- ar plötur eru að öllu leyti fram- leiddar hér heima — þ.e. platan er pressuð i Alfa og umslögin eru prentuð i Prisma i Hafnarfirði — lækkar verðið til muna og kostar hvert eintak þessara platna að- eins 138,- krónur. Samsvarandi kassettur eru einnig framleiddar hérá landi og er verð þeirra einn- ig 138.- krónur. Eins og nærri má geta þá munar verulega um þessa verð- lækkun og er það liklega eins- dæmif landi.þar sem verðbólgan á ársgrundvelli er um 50% að hægt sé að kaupa hljómplötur á sama verði nú og þær kostuðu fyrir ári siðan. Bein verðlækkun er 27% á þessum plötum og munar um minna. Debbie Harry, söngkona hljóm- Pat Benatar. sveitarinnar Blondie. Ultravox. Meiri ost, meiri ost, hann er ómissandi.segir Sigurður Demetz við Ragnar Borg, varakonsúl ttaliu. Italskir dagar á Rán: Ekki bara ostur og pasta Ostur og pasta dettur ábyggi- lega fleirum i hug en mér. þegar minnst er á italskan mat, enda hvort tveggja mjög dæmigert. En þeir borða vist fleira á Italiu ef marka má þær krásir sem boðnar eru á itölsku dögun- um á veitingahúsinu Rán þessa dagana og blm. fékk að kynnast nýlega, ásamt fleiri boösgest- um. Þegar við mættum á staðinn stóð Ómar veitingamaður Hallsson og tók á móti gestun- um, enþvegnir og stroknir þjón- ar með rauða mittislinda buðu fordrykk. Hvergi sást bóla á Sigurði Demetz Franssyni, söngkennara, sem stendur yfir pottunum i Rán meðan á itölsku vikunni stendur. Innan tiðar birtist hann þó með friðu föru- neyti, bauð gott kvöld, á itölsku að sjálfsögðu.og færir kvenfólk- inu rauða rós. Siðan tók hann til viðaöútlista matseðil kvöldsins fyrir viðstöddum með tilheyr- andi tiiburðum Matseðillinn samanstóð af „aðeinssex réttum.þará meðal næfurþunnum skinku- og salami sneiöum með sýrðri gúrku, kjöt- seyði með einhvers konar fyllt- um pastabögglum og Lasagne með ekta parmesan osti. Kálfa- snitsel, ættað frá Sikiley með steiktu blómkáli og blönduðu salati frá Hveragerði fylgdi á eftir. Og rúsinan i pylsuend- anum var léttur, italskur is. AUt var þetta frábærlega gott og skolaðist vel niður með itölsku rauðvinu. Sigurður tók lagið við gitar- undirleik meðan borðað var, en annars lék orgelleikari húss- ins þægilega dinnertónlist fyrir gestina. —JB „O sole mio”— syngur Sigurður og Páli Eyjólfsson leikur undir á gitar. Bona sera, signorita. Rut Ragnarsdóttír, kona Ömars veitinga- manns. fékk að sjálfsögðu rauða rós líka.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.