Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 7

Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 C 7 NVIÐSKIPTI ÁLFRAMLEIÐSLA Námsstyrkjasjóður FLE auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins, sem stofnaður var með 20 milljóna króna framlagi FLE, er að styrkja bóklega menntun endurskoðenda á Íslandi með því að veita veglega styrki til einstaklinga sem stunda framhaldsnám í endurskoðunar- og reikningsskilafræðum. Við úthlutun styrkja úr sjóðnum skal við það miðað að styrkþegar hafi lokið bóklegu námi til löggildingar sem endurskoðendur og ætli sér í framhaldsnám á því sviði með því markmiði að stunda kennslu í endurskoðun og reikningshaldi á Íslandi að námi loknu. Umsóknir sem greini frá menntun og annarri reynslu ásamt áformum um frekara nám og störf að því loknu berist til skrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 6, fyrir 1. maí næstkomandi. Félag löggiltra endurskoðenda • Suðurlandsbraut 6 • 108 Reykjavík. Sími 568 8118 • fax 568 8139 • tölvupóstfang: fle@fle.is Námsstyrkjasjóður Félags löggiltra endurskoðendaFélag löggiltra endurskoðenda með ábyrga stefnu í umhverfismálum, öryggismálum, sam- félagsmálum og efnahagsmálum. Sjálfbærni er mjög mik- ilvæg og fleiri og fleiri stórfyrirtæki leggja meiri áherslu á að uppfylla þær kröfur á þessu sviði. Þeir mælikvarðar sem notaðir verða til að meta sjálfbærni Fjarðaáls verða að lík- indum t.d. losun efna til sjávar, sem tengist umhverfismál- um, og fasteignaverð á Austurlandi, sem tengist samfélag- inu o.s.frv. Hugsunin er sú að sjá til þess að áhrifin af framkvæmdunum og starfseminni verði til góðs fyrir um- hverfið, fyrir samfélagið og fyrir efnahagslífið í heild. Þetta er mikilvægt verkefni í okkar huga.“ Gott samfélag Tómas Már útskrifaðist sem umhverf- is- og byggingaverkfræðingur frá Há- skóla Íslands. Hann fór í framhaldsnám við Cornell University í Bandaríkjun- um og lauk þar námi í skipulagsverk- fræði, sem er sambland af skipulags- málum og hagverkfræði. „Ég tel að bakgrunnur minn nýtist vel í starfi mínu hjá Fjarðaáli, sérstak- lega vegna þess hvað umhverfismál eru stór þáttur í rekstrinum. Öll reynsla nýtist að sjálfsögðu en ég bý að því að hafa tekið þátt í að undirbúa og vinna að gangsetningu Norðuráls, og jafn- framt að hafa tekið þátt í því að koma álveri inn í samfélag sem þurfi á nýjum tækifærum að halda, eins og Vestur- land þurfti þegar Norðurál kom til sög- unnar. Þessi reynsla mun án efa nýtast vel við að byggja upp álver í Reyðar- firði. Þá er rekstur álvers tæknilega flókinn og því skiptir jafnframt miklu máli að þekkja vel til starfseminnar.“ Hann segir að það sé spennandi verkefni að taka þátt í því að koma á fót mörgum nýjum störfum í tiltölulega litlu sam- félagi, sem Fjarðabyggð sé. „Við erum að koma inn í þrosk- að og gott samfélag og ætlum að vera þátttakendur í því. Við stefnum að því að setja á fót ákveðna samráðsnefnd með helstu hagsmunaaðilum á svæðinu, þar sem við munum geta kynnt hvað við gerum og hvaða þjónustu við munum þurfa, og fáum þá jafnframt vonandi að heyra hvaða áhrif verk- smiðjan mun hafa á samfélagið. Þetta er mjög mikilvægt því við leggjum mikla áherslu á að áhrifin af Fjarðaáli verði sem allra best á samfélagið á Austurlandi. Segja má að á meðan byggingaframkvæmdir við Fjarðaál munu standa yfir, væntanlega frá miðju þessu ári og fram á árið 2007, verði nokkurs konar síldarævintýri á svæðinu í kringum Reyðarfjörð. Um 1.500 til 1.800 manns munu vinna við framkvæmdirnar en í Reyðarfirði búa nú um 650 manns. Byggingaverktakinn Bechtel, sem sér um allar bygginga- framkvæmdirnar ásamt íslensku verkfræðisamsteypunni HRV, mun byggja upp sérstakt þorp í útjaðri bæjarins. Við munum leggja mikla áherslu á að sambúðin við heimamenn gangi vel og að okkur takist í sameiningu að leysa þetta mik- ilvæga verkefni af hendi. Þegar til lengri tíma er litið mun tilkoma Fjarðaáls án efa skapa mörg spennandi tækifæri í Fjarðabyggð og á Austurlandi. Ég hlakka til að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls. Að sögn Tómasar Más er það misskilningur að vinna í ál- veri eigi frekar við karla en konur. Í nútímalegum álverum sé ekki gert ráð fyrir því að starfsmennirnir séu að rogast um með þunga hluti eða að fást við annað sem krefst mikils líkamlegs styrks. Álver eru það tæknivædd í dag að mestu máli skipti að kunna að stjórna þeim tækjum og tólum sem þurfi til framleiðslunnar. „Við stefnum að því að Fjarðaál verði eftirsóknarverður vinnustaður fyrir bæði kynin, konur jafnt sem karla.“ Hraður vöxtur í álframleiðslu Álframleiðsla í heiminum hefur vaxið um 5½% á ári síðast- liðna hálfa öld og um 3,8 % síðastliðinn áratug. Spár um framhaldið eru einnig jákvæðar og ál- verð er gott um þessar mundir. Tómas Már segir að út frá sjónarmiði fyrirtæk- isins sé þó ekki rétt að horfa of mikið á álverðið á hverjum tíma, því orkusamn- ingur þess við Landsvirkjun sé til fjöru- tíu ára. Markmiðið sé að sjálfsögðu að starfsemin verði farsæl og fjárfesting fyrirtækisins skili sér þannig að fram- hald geti orðið á rekstrinum að þessum 40 árum liðnum. „Á síðasta ári voru framleiddar um 27 milljónir tonna af áli í heiminum og spár gera ráð fyrir því að til að svara aukinni eftirspurn þurfi framleiðslan að vera komin í 40 milljónir tonna árið 2010. Það er því varla ástæða til að hafa áhyggjur af því að ekki verði markaður fyrir fram- leiðslu Fjarðaáls. Á ýmsum mörkuðum, eins og til dæm- is á umbúðamarkaðinum, hefur náðst ákveðinn stöðugleiki í notkun á áli. Aukningin í eftirspurninni eftir áli er hins veg- ar í flutningaiðnaði, þ.e. í bílum, flugvélum og öðrum far- artækjum. Álið er í auknum mæli að koma í stað annarra efna í þessari framleiðslu. Álnotkun er til að mynda um tvö- falt meiri í framleiðslu bíla í dag en var fyrir um áratug. Þetta er mjög hagkvæmt, því léttari bílar eru sparneytnari. Neytendur hafa því ávinning af aukinni notkun áls í iðnaði. Því meira sem ál leysir þungmálma af hólmi því hagkvæm- ara fyrir neytendur.“ Stefnumótun um sjálfbæra þróun Ríkisstjórn Íslands, Landsvirkjun og Alcoa hafa markað ákveðna stefnu að því er varðar sjálfbæra þróun. Lands- virkjun og Alcoa hafa ákveðið að vinna saman að því að meta sjálfbærni virkjunarframkvæmdanna á Austurlandi og ál- versins í Reyðarfirði. „Hugmyndin um sjálfbæra þróun hvílir á þremur stoð- um, þ.e. umhverfisvernd, samfélagslegri ábyrgð og efna- hagslegum ávinningi. Hugsunin er m.a. sú að við sem lifum í dag göngum ekki þannig á auðlindir jarðarinnar að lífs- afkomu komandi kynslóða sé ógnað. En sjálfbær þróun þýð- ir einnig heilbrigt samfélag og heilbrigt efnahagslíf. Farið verður af stað með verkefni þar sem breiður hópur hagsmunaaðila verður fenginn til að móta mælikvarða til að meta og fylgjast með því hversu sjálfbærar virkjunarfram- kvæmdirnar og álverksmiðjan verða. Lagt verður mat á það hvort framkvæmdirnar og starfsemin séu í samræmi við þau markmið sem stjórnvöld, Landsvirkjun og Alcoa hafa hvert um sig sett sér varðandi sjálfbæra þróun. Hluti af því að vera með sjálfbært fyrirtæki er að vera 0 í um 40 löndum. m er um 27 milljónir mar 4 milljónir tonna. tilkoma Fjarðaáls sé framleiðslu fyrirtæk- miðju sé hægt að ná kka framleiðslukostn- i af rekstrarkostnaði r að staðarvali nýrra . oa vilji ná hagstæðum þáttur haft mikið að arð fyrir valinu fyrir tjórnarfar hafi einnig liðnum áratugum og aupum á starfandi ál- ðaál er fyrsta nýja ál- tugi. Ísland hefur því era sér eflaust grein endurskilgreiningu á ækið enn samkeppn- nig liður í því að auka við framleiðslu á áli, rslu á.“ margan hátt hentugur dsins mitt á milli Evr- arkaðurinn sé breyti- eigjanleiki í því hvert með að meirihluti af en með tilliti til stað- setningar sé einnig hentugt að flytja ál héðan til Norður- Ameríku. Þannig verði staðsetning Fjarðaáls á Íslandi mik- ilvægur hlekkur í álframleiðslu Alcoa. Samsvörun við sjávarútveg Hann segir að um margt megi líkja álframleiðslu við sjávar- útveg. Eins og í sjávarútveginum sé í álframleiðslunni verið að framleiða hráefni, sem flutt sé út til frekari vinnslu. Hér á landi sé ekki notendamarkaður fyrir það ál sem framleitt er í áliðnaðinum frekar en fyrir mestan hluta þess sjávarafla sem veiddur sé á Íslandsmiðum. Álframleiðslan sé því í raun útflutningur á orku. Hér sé orka sem hagkvæmara er að flytja út í formi áls, og bæta við þeim virðisauka og atvinnu- sköpun sem framleiðslan hefur í för með sér, heldur en að flytja orkuna út um sæstreng. „Áliðnaðurinn er stöðugt að verða öflugri undirstaða í efnahagslífinu hér á landi. Með Fjarðaáli og fyrirhugaðri stækkun Norðuráls verður útflutningur á áli tæplega 40% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Þessi iðnaður er því að verða raunverulegur stóratvinnuvegur hér á landi. Fjarðaál verður íslenskt fyrirtæki með íslensku starfs- fólki en hluti af Alcoa-fjölskyldunni. Fjarðaál verður því á sama tíma alþjóðlegt fyrirtæki sem mun starfa á alþjóða- markaði. Ekki liggur fyrir hve starfsmenn fyrirtækisins verða margir nákvæmlega. Hins vegar er áætlað að heildar- áhrifin af verksmiðjunni á vinnumarkaðinn verði þau að skapast muni í kringum 800 ný störf á Austurlandi. Þá eru bæði taldir þeir sem munu starfa í verksmiðjunni auk þeirra starfa sem verða til annars staðar í samfélaginu vegna ál- versins, s.s. í þjónustuiðnaði, við kennslu, í heilbrigðisþjón- ustu og á ýmsum öðrum sviðum.“ an í raun útflutningur á orku Morgunblaðið/Jim Smart son segir að Fjarðaál verði eftirsóknarverður vinnustaður fyrir bæði kynin. gretar@mbl .................. „ H u g s u n i n e r s ú a ð s j á t i l þ e s s a ð á h r i f - i n a f f r a m k v æ m d - u n u m o g s t a r f s e m - i n n i v e r ð i t i l g ó ð s f y r i r u m h v e r f i ð , f y r i r s a m f é l a g i ð o g f y r i r e f n a h a g s l í f i ð í h e i l d . “ .................. r af arki- eiknistof- dslagi. ls var og sóttu alls 90 manns um starfið. Tómas Már Sigurðsson var ráðinn for- stjóri í febrúar síðastliðnum. Hönnun hafin Hönnun álversins er hafin í Montreal í Kanada á vegum verktakafyrirtækisins Bechtel. Samstarfshóparnir HRV og TBL starfa að hönnuninni með hönn- uðum Bechtel. Útboð á vormánuðum Áætlað er að fyrstu útboð vegna jarðvinnu við byggingu Fjarða- áls fari fram á vormánuðum. Fyrirhugað er að jarðvinnu- framkvæmdir hefjist á miðju þessu ári og að eiginlegar bygg- ingaframkvæmdir hefjist sum- arið 2005. Uppsetning á tækjabúnaði hefst á árinu 2006. Flest starfsfólk verður ráðið á árinu 2006. Framleiðsla áls hefst í apríl 2007. Áætlað er að verksmiðjan verði komin í fullan rekstur í október 2007. Kostnaður um 80 milljarðar Kostnaður við álverið er áætl- aður um 80 milljarðar íslenskra króna. Alls er reiknað með að unnin verði í kringum 2.300 ársverk við smíði álversins og að um 1.500 starfsmenn muni vinna við framkvæmdirnar þegar mest verður árið 2006. mkvæmda Morgunblaðið/Helgi Garðarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.