Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 11

Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 C 11 ● Og Vodafone og Bessastaða- hreppur hafa skrifað undir samning um að Og Vodafone taki við allri símaþjónustu hreppsins. Þá hefur „sveitarfélagið“ Latibær samið við Og Vodafone um að taka við allri símaþjónustu Latabæjar, að því er segir í fréttatilkynningu. Þá hefur Og Vodafone gert samninga við Morg- unblaðið, Osta- og smjörsöluna og Rekstrarfélag Kringlunnar um að taka við allri símaþjónustu félag- anna. Nýir viðskiptavinir Og Vodafone Í DAG Kynning Íslenskrar erfðagrein- ingar á Biocentury Future Leaders ráðstefnunni verður send beint út á Netinu í dag kl. 18.50. Á ráðstefn- unni munu forsvarsmenn deCODE kynna fyrirtækið og ræða um nýlega áfanga í starfsemi þess. Útsendingin er aðgengileg á heimasíðunni www.decode.is og þurfa þeir sem vilja hlusta á fundinn að skrá sig á Netinu nokkru áður en hann hefst. Á NÆSTUNNI Aðalfundur Sláturfélags Suður- lands verður haldinn á morgun 2. apríl kl. 14 í félagsheimilinu að Þing- borg, Hraungerðishreppi. Aðalfundur Hampiðjunnar verður haldinn á morgun 2. apríl kl. 16 í fundarsal félagsins, Bíldshöfða 9. Aðalfundur Stáltaks verður hald- inn miðvikudaginn 7.apríl í mötuneyti Slippstöðvarinnar á Naustatanga 1, Akureyri og hefst kl. 14. Aðalfundur Granda verður haldinn miðvikudaginn 7. apríl í matsal fé- lagsins í Norðurgarði og hefst hann kl. 17. STUTTDAGBÓK ● ÍSLENDINGAR greiddu um 387 milljarða íslenskra króna með Visa- kortum á síðasta ári, að því er segir í fréttatilkynningu frá Visa Europe. Þar segir einnig að færslurnar séu 70% af öllum greiðslum sem fóru í gegn- um rafræna posa á árinu. Handhafar Visa í Evrópu notuðu kort sín til greiðslu á vörum og þjón- ustu fyrir samtals 72.500 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða samkvæmt fréttinni, 11% aukningu miðað við árið 2002. Greiðslur Evr- ópubúa með Visa-kortum í netvið- skiptum jukust um 100% á síðasta ári og námu 1.108 milljónum ís- lenskra króna. Borguðu 387 milljarða með Visa ● SKEMMTIGARÐAR Djurs Sommer- land í Danmörku hafa fest kaup á verslunarkerfi frá Landsteinum Streng og Ciber, samstarfsaðila fyr- irtækisins í Danmörku. Um er að ræða kerfi, byggt á Microsoft Navi- sion og Infostore, sem stuðlar að því að auka gæði þjónustu og stytta bið- raðir, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Jón Heiðar Pálsson, sölustjóri fyrirtækisins, segir að meðal mögu- legra viðbóta og aðlagana kerfisins sé að viðskiptamenn geti pantað og greitt fyrir mat og drykki í gegnum þráðlausar handtölvur, sem starfs- fólk þeytist með á milli staða, og losni þannig við að standa í biðröðum. Skemmtigarðar kaupa kerfi frá Landsteinum ◆

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.