Tíminn - 22.11.1969, Page 3
LAUfiAKDACTTR 32. mðveniber 1969.
IrTMrNN
3
BANDARISKIR HERMENN SAKAÐIR UM
FJÖLDAMORD / ÞORPI í S- VIETHAM
EJ—Reykjavflí, föstudag.
-Á Hetmsblöðin rita mjög í
dag um ásakanir þær, sem fram
hafa komið þess efnis, að banda
rískir hermenn hafi myrt hundr
uð óbreyttra víetnamskra borg
ara — aðallega konur og böm
— í smáþorpi einu í Quang
Nagi-hcraði í Suður-Víetnam.
Gera blöðin, svo sem The Tim
es í London, mikið úr þessu
máli og telja nauðsynlegt að
ítarleg könnun fari fram á því,
hvort bandarískir hermenn hafi
virkilega framið þá óhugnan-
legu stríðsglæpi sem þeir eru
sakaðir um.
ic Quang Nagi-héraðið nær
frá svampmýrunum meðfram
Suður-Kínahafi í austri, og
upp að frumskógasvæðunum
við fjallgarðinn Anmamite í
vsetri. Er þetta eitt fátækasta
héraðið í landinu, allar aðstæð
ur mjög erfiðar og íbúamir
því haiðir og þrautseigir.
Á þessu svæði átti Viet-
minh mikinn stuðning í styrjöld
inni gegn Frökkum og Þjóð-
frelisfylkingin hefur einnig
fengið af þessu svæði fleiri her
menn en flestum öðrum héruð
um landsins. Samt sem áður
telur Saigon-stjórnin, að hún
ráði yfir um 90% af um 700
þúsund íbúum héraðsins.
tAt Upplýsingamar um
fjöldamorðin hafa vakið geysi
lega athygli víða um heim, og
mikla reiði víða — ekki sízt
í Bandaríkjunum, þar sem
margir hafa verið háværir f
kröfum sínum um ítarlega rann
sókn málsins.
Það voru þrír horflokkar úr
11. la n digön guiiðssveiti nni und
ir stjórn Emest Medina, kap-
teins, sem héldu inn í Mai Lai
þorpið í Quanig Nagi-héraði í
Suður-Víetnam 16. marz í
fyrra og framikvæmdiu fjölda-
morð þau, sem nú loksins —
20 mánuðum síðar — hafa bor
izt til eyrna allmennings.
Liðsforiniginn Wiiliam L.
Calley, 26 ára, var foringi eins
herfiokksins. Hann hiefur verið
ákærður fyrir morð á 109 ó-
breyttum víetnömskum borgur
um. Undirfordngi í sama her-
flokki, Daivid Mitehell liðþjálfi,
29 ára, hefur verið ákærður
um morðtilraun.
Fjórir aðrir menn, þ.á.m.
Medina sjálfur, eru til rann-
sóknar vegna miálsins.
Einn maður úr þcssum þrem
ur herfloikkum, Michael Bern
hardt liðþjálfi, hefur lýst því
sem gerðist — og það sama
hafa tveir aðrir bandarískir her
menn gert.
„Þetta var ailt gert með svo
köldu blóði. Þetta var hreint
og klárt morð oig ég stóð þarna
og horfði á“, segir Bernhardt.
Hann kvaðst hafa tafizt að-
eins, þegar herflokkarnir fóru
inn í þorpið, og var því á eftir
hinum hermönnunum, sem voru
undir beinni stjórn Calleys liðs
foringja og herflokks hans. Þeg
ar hann kom inn í þorpið, blasti
hörmuleg sjón við honum:
„Söfnuðu fólki saman
í hópa og skutu það"
— Þeir fmenn Calleys liðs-
foringja) skutu þarna í allar
áttir. En enginn skothríð kom
á móti þeim — það sá ég strax.
Ég hélt því, að við værum að
sækja inn í þorpið.
Ég gdkk inn að þorpinu og
sá þá þessa menn gera furðu
lega hluti. Þeir höguðu sér á
þrennan hátt. 1) þeir báru eid
að byngjum og kofum og biðu
þar til fiólkið kom út úr þeim
og skutu það þá. 2) þeir fóru
inn í byrgin og skutu á ailt sem
þar var og 3) beir söfnuðu
fólki saman í hópa og skutu
það niður.
Þegar ég gekk inn í þorpið
sá ég ihrúgur af fólki um allt
þorpið . . . alls staðar.
Ég sá þá skjóta M79
(sprenigjuvarpa) inn 1 hóp
fólks, sem var enn á lífi. En
þeir notúðu annars aöaltega vél
byssur. Þeir skutu konur og
börn alveg eins og alla aðra.
Okkur var ekki sýnd nein
andspyrna, og ég sá aðeins þrjú
vopn, sem fundizt höfðu. Eng
inn féll eða slasaðist hjé okkur.
Þetta var eins og í hverju öðru
víetnömsiku þorpi — gamlir
menn, konur og börn. Satt að
segja þá man ég ekki til þess
að hafa séð einn einasta mann
á herskyldualdri í þorpinu,
hivorki lifandi eða dauðan“.
Bernhardt kvaðst ekki vita
nákvaamlega hversu margir
þorpsbúa voru drepnir þennan
daginn, en sagði að óopinber
talning líka hefði verið um
300. Han bætti ’yvi við, að hann
hefði síðar heyrt aðrar tölur
— allí frá 170 upp í rúmlega
700.
Hann kvaðst he'ldur ekki
vita hversu marga Calley liðs
foringi drap sjálfur, en „ég
veit að hann drap heilan hedl
ing af fólki.‘
íhúar þarna í nágrenninu
hafa sagt blaðamönnum, að
567 þorpsbúar hafi látið lffið
í þessum aðgerðum bandarísku
hermannanna.
„Alveg eins og nazistarnir"
Annað vitni er óbreyttur
hermaður, Michael Terry.
Þeir gengu beint í gegnum
þorpið og skutu hvern sem
þeir sáu. &vo virðist sem eng
inn hafi sagt neitt — þeir iófcu
bara til við að draga fiólk út
og skjóta það.“
Á einum stað, sagði hann,
röðuðu þeir 20—30 mönnum
upp á skurðarbarmi og skutu
þá. — Þeir höfðu þá í einurn
hópi við skurðinn — alveg eins
og nazistarnir . . einn yfirmað
ur fyrirskipaða ungum her-
manni að skjóta hópinn niður
með vólbyssu, en hann gat það
ekki. Hann fileyigði vélbyssunni
niður og yfiimaðurin tók hana
upp sjáffur . . .
Ég man ekki eftir að hafia
séð karlmenn í skurðinum,
þetta voru yfirieitt konur og
böm.“
Síðar þegar Terry var ásamt
félögum sínum í herflokknum
áð fá sér að borða rétt hjá
skurðinum, tók hann eftir því
„að sumir þeirra önduðu enn —
þeir voru illa særðir. Þeir áttu
ekki að fá neina læknisaðstoð,
svo við skutum þá, skutum
sennilega fimm þeirra . . .“
3—4 ára drengur „fylltur
af byssukúlum"
Annar hermaður seigist muna
eftir litlum dreng, 3ja eða
Framhald á bis 10.
Nokkrir sluppu úr fjöldamorðunum í Mai Lai, einkum með því að liggja sem dauðir innan um
líkin. Einn þeirra er pilturinn á myndinni, sem í dag er 14 ára, en hann missti tvo fingur í skotárás.
W" SERSTOK ^
FÁGUNARMEÐFERÐ
r ALLTAF JAFN Á
ÁFERÐARFALLECTl
nrOGNA EKKT
NE HRUKKAST,
LAUS VIÐ
is^SLITGLJÁA^
FLOSIÐ MJUKT OG
^ FJAÐURMAGNABy
NÍÐSTERK, MEÐ ^
. LIMDUM BOTNlJ
GLUGGATJOLD f
Alullargluggatjöldin frá Últímu hafa hlotið i
sérstaka fágunarmeðferð, umfram önnur gluggatjöld, hérlendis.
Það er m. a. þess vegna að þau halda sér sérlega vel,
eru sem ný eftir hreinsun-alltaf jafn-áferðarfalleg. i
GÓLFTEPPI AKLÆÐI
Hjá Últímu fáið þér gólfteppi úr
alull (verð: kr. 690 m2) og einnig teppi
úr nælon-evlan (verð: kr. 590 m2).
Báðar gerðir eru með límdum botni, svo
að teppin eru sterk og endingargóð.
Alullaráklæðin frá Últímu togna
hvorki né hrukkast. Þessu veldur fjað-
urmögnun ullarinnar. Engin hætta
á að pokar eða fellingar myndist
í sætum húsgagnanna.
Jc Þau krumpast ekki, togna ekki,
bælast ekki.
★ Á þau kemur ekki slitgljái.
Jc Það er auðvelt að hreinsa þau.
Jc Þau endast vel.
Zlltima
Jc Þau fást í f jölbreyttu úrvali
gerða og lita.
Jc Athugið kosti þess að geta, á einum
stað, samræmt liti á gluggatjöldum,
áklæðum og gólfteppum.
KJÖRGARÐI SlMI 22206