Tíminn - 22.11.1969, Síða 10

Tíminn - 22.11.1969, Síða 10
10 TÍMINN LAUGAKDAGUR 22. nóvember 1969 Frumsýnirig á leikriti eft- ir Nínu Björk Árnadóttur FB-Reykjavík, föstudag. Litla leikfélagið framsýnir á mánudagskvöidið í Tjar.narbæ, tvo einþáttunga eftir Nínu Björk Árnadóttur. Nefnist sýningin „1 súpunni". FyTri einþáttumgurinn heitir Geimi® og sá síðari Hælið. Leikstjóri er Pétur Eiarsson, leik myndir gerði Jón Þórisson, leik- hljóð og tónlist annast Jónas Tóm asson, Óðmenn o.fl., lýsingu Magn ús AxeLsson, tækniaðstoð Guð- mundur Guðmundsson, aðstoðar- leikstjóri er Guðríður Kristjáns- dóttir og hvíslari Hanna Eiríks- dóttir. í leikskránmi segir, að þessi sýn ing sé nokkurt nýmæli í stuttri sögu Litla leikfélagsins. Fyrri verkefni þess hafi að mestu orðið til á sviðinu í samvinnu leikenda og leikstjóra. Texti, tjö'ld, bún- ingar og öll tæknivinna hafi verið unnin af fólkinu í hópnum, þótt um margt hafi að vísu verið leit- aið fulltingis utanaðkomandi aðila. Hér sé hins vegar í fyrsta skipti kallaður til einn höfundur og einn leiikmyndateiknari, svo sem tíðk- ast í venjulegum leiksýningum. í skránni segir ennfremur: „Nína Björk Árnadóttir er til þessa kunnust fyrir ljóðagerð. Hún niá hins vegar kaliast hagvön í leikhúsi. — Hún lauk námi í Leik listarskóla Leikfélags Reykjvaík- ur eins og langflestir leikendur, sem hér koma fram og tók þátt í nokkrum sýningum bæði hjá FUF Képavogi Aðalfundur FUF í Kópavogi verður haldinn n. k. miðvikudag 26. nóv. að Neðstutröð 4 og hefst kl. 20.30. Dagskrá venjuleg aðab fundarstörf. Stjórnin. Verkir, þreyfa í baki ? DOSI beltin hata eytt þrautum margra, ReyniS þau. I^EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12- Síml 16510 Leikfélaginu og víðar, þegar hún var í skóla, og að námi loknu. — Og þar er trúlega að finna undir- rót þess alð hún snýr sér nú að leikritagerð. Næsta vertkefni okkar er enn þá á umræðugrundvelli. Hins veg- ar er okkur það engin launung að þar er í deiglunni hugmynd að sýningu, sem fetlur undir lausn- arorð æskunnar í dag, „pop“. — Margir hafa látið sig dreyma um að koma upp slíkri sýningu undan farin ár, bæði félagar Litla leik- félagsins og aðrir, einhvers kon- VIETNAM Framhald af bls. 3 4urra ára, sem stóð við gang stíginn inn í þorpið. Hann var særður í öðrum handleggnunl og héit um sárið, en blóðið rann út á miMi fingra hans. „Hann starði á okkur og um- hvertfið . . . hann stóð bara þarna og starði eins og hann skildi ekkert í iþví sem var að gerast, gæti eklki traað því. Þá fyllti loftskeytamaður kapteins ins hann af byssukúlluim.“ Enn eifct vitni að þessum at- burðurn er fyrrum ljósmyndari í bandaríska hernum, Ronald L. Haeberie, sem skýrði frá atburðunum í viðtaíli við blaðið Plain Deaier í Cleveland í Ohdo. Bilaðið birti einnig mynd ir, sem Haeberle tók á staðn um. í viðtailinu segir hann að ýms ir óbreyfctir borgarar ha-fi ver ið skotnir í rúmum sínum. Einn særðist í liði bandaríkjamanna — henmaður, sem fyrir slysni skaut sjálfan sig í fótinn. Síð ar kvaðst Haeberie hafa heyrt, að hann hafi gert það viljandi — hann hafi ekki þoiað það sem gerðist og viljað komast brott. Haeberie kom til þorpsins í flugvéi, og hélt inn í þorpið með öðrum henfllokki. Nokkrir óbreyttir borgarar, senniiega um 15 — aðallega konur og börn — bomu gangandi eftir malarvegd. Allt í einu hófu hermennirnir Skothríð, og auk þess notuðu þeir sprengjuvörp ur, sagði Haeberle. Þegar þeir bomu nær þorp inu, héldu þeir áfram að skjóta á fólkið. „Ég man mann einn, sem kom gangandi á móti okk ur með lítið barn á hrvora hönd. Þau sáu okkur og báðu fyrir sér. Minnsta sfcúlkan sagði: „Nei nei,“ á ensku. Ailí i einu heyrðist vélbyssuskofchríð, og þau vora úr sögunni. Þau voru í um sex metra fjarlægð." Vito Wrop Heimilisplast Sjálflímandi plastfilma . . til að leggja yfir köku- og matardiska og pakka inn matvælum til geymslu í ísskápnum. Fæst í matvöruverzlunum. PLASTPRENT H/F. ar „popóperu" eða hvað svo sem sílíkt mætti kall— Hljómsveitin Óðmenn hefur verið fengin til samstarfs við þetta verkefni. Hvort það kemst á svið, oða hve nær það verður, mun tíminin hins vegar leiða í ljós.“ BÓK GUNNARS Framhald af bls. 2 frá því þær hófust árið 1906, eða bveimur árum eftir að fyrsta hrossaræktarfélagið var sbofnað hér á landi. Nokkru síðar byrjaði Theódór á því að skrá hryssur, sem hllutu fyrsfcu verðlaun á sýningum og aðrar frægar ættmœður. Segir Gunn ar Bjarnason í formála, að í stórum dráttum hafi ættbókin verið færð síðan samkvæmt þeirri stefnu sem Theódór mót aði. Æittfræðin er einn gildasti þátturinn í vísindalegum hrossa kynbótum. Og þótt fjörutíu og fimm ár séu liðin síðan hafizt var handa um að skrá úrvals- hross, þá er varía við þvi að búast að ætfcbókin komi út fyrr vegna þess að töluiverðan tíma þarf til að ákvarða kynfestu hinna kynibornu, og einnig er þetta dýrt og mikið fyrirtæki. En þessi útgáfa sýnir, svo ebki verður um vilizt, að ís- lenzki hesturinn lifir nú nýjia dýrðardaga, og er í hávegum hafður ein,s og sá snillingur sem hann er. Gunnar bendir réttilega á, að þegar vinnuvéi arnar komu í lok stríðsins rofn aði hið eðliiega starfssamband milli manns og hests. Áður, eða frá 1920 hafði sívaxandi þörf fyrir dráttarhesta, mótað nokkuð valið til undaneldis. Þetta þýddi að reiðhestseigin- leikar skepnunnar skáru ek'ki úr, heldur það, hversu vel af- kvæmin mundu duga til drátt ar. Með vélunum hurfu lurk- arnir úr sögunni, en tímabil þeirra varð aidrei svo langt að reiðhesbarnir glej'mdust. Þegar hin nýja hestaöld tók Mað- sprettinn, kom á daginn, að út um alilt fsland höfðu m,enn af mikilli ailúð haldið við, oft upp á eigin spýtur, fögram reið hestakynjum, sem með auíkinni ræktun og einbeittni hefur síð- an gjörbreytt stofninum, þannig að hann er nú við hæfi þeirra sem sækja lífsyndið að nýju í samneytið við hið prúða kyn. Það er Bókaforiag Odds Björnssonar á Akureyri, sem hefur gefið út þetta myndar lega og nauðsynlega verk. Hef ur sýnilega ekkert verið til sparað og er það veL í bókinni era á fjórða hundr að myndir aif mönnum og hest um, en aftaist er nákvæm nafna skrá. En fyrst og fremst er það gagn af þessari bók, fyrir utan hivað hún er failleg eign, að af henni má fræðast urn allar hestaættir á fislandi, í aðgengilegu forrni. Gunnar skrifar sjálfur skemmliilegar frásagnir fremst i bókina frá dómarareisum sínum um land ið, á þeim árum, þegar hann var hjvað frægasitur fyrir ferð ir sínar á „mótormerinni", en bifhjól hans vakti víða kátínu meðal hiestamanna, og þótti ekki m..kilegt farartæki mianns sem kominn var til að dæma mestu djásn þeirra í lífinu. Og fyrst ættirnar eru skráðar væri ekki úr vegi að koma með bók, sem kenndi hinum fjöl mörgu nýju hestaeigendum í landinu að umgangast hesta og reiðtygi. SÍS Framhald af bls. 1. litserindi, sem Erlendur Einars- son forstjóri SÍS, flutti um stöðu Sambandsins og kauipfélaganna á liðnum tveimur áram. Benti hanu á að hagur Sambandsins hefði batnað á yfirstandandi ári og allar deildir þess aukið umsvif sín og veltu nema Véladeild, og ætti það eðlilegar orsaikir. Eftir erindi Erlendar Einarsson ar, fluttu Sigurður Markússon, framikvæmdastjóri, og Þorbergur Eysteinsson, deildarstjóri, erindi um hagræðingar- og skipulagsmál. Ræddu þeir einkum um þörf fyrir aukna skýrslu- og áætlaoiagerð kaupfélagainna og viku einnig að fyrirætlunum um að koma á fót sérstakri ráðunautaþjónustu fyrir smásöluverzlun kaupfélaganna. Yrði sú þjónuista rekin sameigin lega af Sambandinu og kaupfélög unum. Þessu næst genði Eriendur Ein arsson fundarmönnum grein fyr- ir drögum að nýju lagaframvarpi um verðlagsmál, en síðan hófust almennar umræður. Fundinum verður haldið áfram á morgun. TÝNDIR Framhald af bls. 1. ætlaði þarna aið sigra, er 7-600 metra hár. Læknirinn hefur farið leit- arferðir í þyrlu og þegar ha.nn bom úr síðustu ferðinni í dag, gaf hann út til&ynninguna. Flugmaður þyrlunnar sagði ,að þeir hefiðu farið allt upp í 6.400 metra hæð og þar bafi veður verið mjög slæmt. Sást ekkert til mannanna fimm eða farangurs þeirra. Utanríkisráðuneytið í Nepal tilkynnti í dag, að fimm menn úr leiðangrinum hafi ríðast sézt í um það bil 7300 metra hæð, þann 12. nóvember. í leiðangrinum vora upphaf- lega átta menn og eru þeir þrír sem eftir eru, nú á leið til Beni, til móts við lækninn. TUNGLFARAR Framhald af bls. 1. enn getað fundið neina skýr ingu. Þegar ferðalangarnir detta niður í Kyrrahafið á mánudags kvöldið, lýkur þessu sögulega ferðalagi, sem þá hefur staðið í 10 daga og fimm klukku- stundir. Lendingarstaðurinn er um 800 bm. suðu-austur af Samoaeyjum. Sennilega er þetta dýrasta tíu daga ferðalag, sem nokk- um tíma hefur verið farið, kostaði 375 miljónir dollara. 3—4 MILLJ. Framhald af bls. 1. ekki er annað sýnna en að þessum málum hafi gjörsamlega verið siglt í strand. Ýmislegt væri ef- laust hægt að gera til þess að biarga úr þessu strandi, ef vilji og skilningur ráðamanna þjóðar- innar væri fyrir hendi, en hann virðist vægast sagt mjög takmaik aður í dag“ — sagði Friðrik Ás- mundsson úr Eyjum í ræðu um bátaflotann, sem hann flutti á þingi Farmanna- og fiskimanna- sambands fsianðs. I ræðu sinni sagði Friðrik, að allir „sem hugsa um uppbyggingu vélbátaflotans geta sótt eitthvað“ til reynslu Eyjamanna í þeim efn- um,- Benti hann á, að meðalaldur Eyjaflotans er í dag kominn yfir 20 ár, og hefur bátum fækkaö um % á s. 1. 20 árum og munu nú vera um 60 talsins. „Það er því auð- séð að bara í þessari einu ver- stöð þarf stórt átak til að bæta úr“. Sagði hann, að i fyrsta lagi þyrfti að fjölga bátum ,og í öðru lagi þyrfti að stóryngja flotann. Hann benti á, að afkastageta innlendra skipasmíðastöðva í dag er um 3500 rúmlestir á ári, en til þess að viðhalda stærð flotans eins og hún er í dag, þurfi að smíða um 3000 rúmlestir á ári, og sé þyí auðséð „að nieð mögu- leikum í innlendri sikipasmíði er eingöngu haldið í horfinu með stærð flotans, þá er eftir viöhald og aukning. Á þessu sézt að enn um sinn verður að sækja feetta aUveralega til annarra land)a.“ Friðrik fjailaði einnig um það, hvaða bátastærðir væru heppileg- astar, og um gerð þeirra. Lagði hann áherzlu á, að skip, sem byggð eru til toglínu og þorska- netaveiða séu höfð með skuttogs- lagi og þilfar sem mest Wkaið. gæzlan Framhald af bls. 1. hafi, standast ekki lengur á móti þeim kröfum, sem reynslan hefur sýnt okkur að vi® þurfum að gera til sjókortanna. Þegar við höfum fengið tilkynningakerfið inn á sjókortin okkar, verður öll vinna við skipulag og framkvæmd björg unaraðgerða að miklum mun auö- veldari, fljótvirkari og öruggari.“ Hann ræddi einnig um þær skyldur, sem Islendingar hafa við erlend skip á Norður-Atlantshaf- inu, hvað björgunarstarfi viðvíbur, og lagði fram í því sambandi til- tögu um að stofnaið verði björg- unarráð íríenzkra björgunaraðila, hvar sem starfssvið þeirra er og með þátttöku þeirra allra. Mark- mið ráðríns verði efling íslenzka björgunankerfisins, en tilgangur að vinna að samvinnu björgunar- aðila, auka þeKkingu á björgunar kerfinu og koma fram fyrir hönd björgunarkerfisins í heild. Gat hann þess, að samstarf björgunar aðila hér á landi væri ekki nægj anlega gott, og þyrfti nauðsynlega meira samstarf. Óttafur vék miáli sínu nokkuð að örygginu við strendur landsins og þátt Landhelgisgæzlunnar og trygg ingarfélagamra í því sambandL Sagði hann, að tryggingarfélögin væra að gefast upp á útgerð björg uoarskips: „Eldingunni hefur verið lagt, og Landhelgisgæzla Islands hefur losað sig við björgunarbáit- ana- Landhelgisgæzlan hefur verið dregin saman af þessum orsökum, Nú byggir hún gæzlu sína á stór- um skipum, sem era það fá að þau geta ekM einu rínni gætt 12 míln anna, því nú fara útlendingarnir ekki inn fyrir einn og einn, heldur í hópum. EkM er annað sjláanlegt, en hið opinbera þurfi nú að styrkj'a út- gerð tryggingarfélaganna, og verð ur þróun þessi þá bomin í kring“. Ólafur sagði, að „nú á síðustu mánuðum hefur það skeð æ oftar, að bátur, sem beðið hefur um að- stoð varðskips, hefur þurft að bíða eftir varðskipinu jafnvel yfir 15 tíma. Þegar slíkt er farið að endur taka sig, þá er ástandið orðið ófært. Fjöldi variðsMpanna á haf- inu er greinilega of 1Í1H1“. Sagði Ólafur, að aldrei hefði heyrzt frá Landhelgisgæzlumni sjáttfri, ,hvað hún telji til örygg- is á hafinu, eða hvað hún þurfi mikinu rekstur til að viðhalda ein hverju ákveðnu öryggi. Það er orð ið tímabært, að menn geri sér grein fyrir þvi, að þegar fiskveiði landhelgin er ekM nógu vel varin og bátar þurfa endurtekið að bíða í 15 tíma eftir aðstoð, þá verður að hætta getgátuspili, og gera sér raunhæfa grein fyrir gæzluþörf- inni og vinna síðan að því að sú gæzla fáist framkvæmd". AÐ TJÁ SINN EIGINN TÍMA Framhald af 8. síðu „Þetta har að gera — en hitt eklc, ógert láta‘ eru Jesú-um- mæli sem tjá merg málsins einnig í þessu efni. Reykjavik, 15. október 1969. Björn O. Björnsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.