Tíminn - 28.11.1969, Side 1
/
\
\
o
s
% SAMVINNUBANKJ
\ -7VIINN
JBANKJNN
^ANtö
&
*N«S».7 ^
#
Samband ísJ. samvinnufélaga hefur nú, fyrsf íslenzkra fyrirtækja, fengiS ieyfi til a3 nota alþjóSagæðamerkiS
Woolmark á ullarvörur sínar. ÁSur en samningar voru undirritaSir, fór fram gæSamat á vörunum. Á mynd-
inni sjást f. v. Fulltrúi I.W.S, Stein Fjellskálnes, Harry Frederiksen, framkvæmdastj. ISnaðardeildar SÍS, Jón
Arnþórsson, sölustjóri útflutningsdeiidar og Kjell Skl, frá I. W. S. skoSa ullarvörur frá Gefjun og Heklu, en
fremst á borSinu sést umrætt gæSamerki. (Tímamynd: GE).
SJÁ BAKSÍÐU
Heyverkun
og innlend
fóðuröflun
EJ-Reykjavik, miðvikndag.
★ Nefnd sú, sem ríkisstjórnin
skipaði til að semja drög að nýrri
löggjöf um eftirlit með einokUD
hringamyndunar og verðlagi ,skil
aði drögum að frumvarpi ásam-
greinargerð til ríkisstjórnarinnar
um síðustu mánaðamót, og hafa
þau drög verið nokkuð til um
ræðu undanfarið á almennum
fundum. f nefndinni áttu sæti full
trúar hagsmunasamtaka og stjórn-
málaflokka, og klofnaði hún.
Fimm menn skiluðu séráliti, þar
sem þeir hafna þeim drögum að
frumvarpi sem meirihlutinn lagði
fram.
★ Ætlunin er, að þetta frum-
varp verði lagt fram á yfirstand
| andi alþingi og komi í stað nú-
I verandi löggjafar um verðlags-
| eftirlit. Er frumvarpið mjög snið
ið eftir svipuðum lögum á Norð-
urlöndum, einkum í Danmörku,
og talið að þau feli f sér aukið
frjálsræði m.a. hvað álagningu
snertir. Þungar refsingar liggja
við brotum á ákvæðum frumvarps
ins, ef að lögum verður.
Nefndin var skipuð snemma árs
1967 og starfaði nokkuð það ár —
gekk m.a. frá drögum að frum-
varpi — en síðan lágu störf henn
ar niðri í tæp tvö ár, eða fram
1 júní síðastliðinn, að lokaundir-
búningur að gerð frumvarpsins
sitji fyrir öðrum til-
raunaverkefnum
Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins
LL-Reykjavík, fimmtudag.
Á Alþingi í dag mælti Stefán
Valgeirsson fyrir frumvarpi,
sem hann og fjórir aðrir þing-
menn Framsóknarfl. flytja, og
fiallar um Framleiðnisjóð
landbúnaðarins. Er gert ráð
fyrir tveim breytingum frá nú-
verandi löggjöf um sjóðinn, að
tilraunir með innlenda fjáröfl-
un o-; heyverkun sitji fyrir öðr
um verkefnum, svj og að hald-
ið verði áfram að greiða fé til
sjóðsins úr ríkissjóði, en í nú-
verandi lögum segir, að því
skuli hætt á næsta ári.
Stefán Valgeirsson rakti nokk
uð sögu sjóðsins, sem stofnað-
ur var 1966 með 20 millj. kr.
framlagi úr ríkissjóði, en síðan
átti að greiða 10 millj. á ári
í 3 ár.
Fyrsta framlag til sjóðsins
kvað hann hafa farið til þess
að jafna halla útflutningssjóðs,
svo að aðeins 30 millj. hefðu
farið til rau verultgs hlutverks
sjóðsins.
Það væri því augljóst, að fé
ájóðsins næði skammt, miðað
við þau verkefni, sem aðkall-
andi eru Las Stefán upp áskor
un frá fjórðungsþingi Norðlend
inga um að sjóðurinn skuli
starfa áfram með framlögum
ríkissjóðs, t. d. til aðstoðar við
endurbyggingu sláturhúsa.
Engum ætti að vera dulið
hve aðkallandi þetta mál væri,
Framhald á bls. 3
Fíknilyf fundust við
húsrannsókn - Bls. 16
2000 ný sjónvarpstæki
bætast við í desember
Ólafsfirðingar, Siglfirðingar, Seyðfirðingar og Norðfirðingar fá sjónvarp um helgina
SB-Reykjavík, fimmtudag.
Samkvæmt öllum áætlunum
fá Norðaustur- og Austurland sjón
varp um mánaðamótin, og þá
verða teknar í gagnið stöðvarnar
á Vaðlaheiði og Gagnheiði. Ekki
munu þó þessar tvær stöðvar ná
til allra útkjálka, þannig að á
ýmsum stöðum þarf viðbótarstöðv-
ar og þar getur orðið nokkur bið
á að myndin birtist á skerminum,
þvi víða vantar enn tæki í stöðv-
arnar.
Mjög mikið hefur verið keypt
af sjónvarpstækjum fyrir austan
undanfarið og er búizt við, að þeg-
ar þessar nýju stöðvar eru komn-
ar í ga0nið, hafi bætzt við um
2000 tæki, þannig að þá verða lík-
lega um 35 þús. sjónvarpstæki í
notkun í landinu öllu. Svarar það
til þess, að 4 af hverjum 5 fjöl-
skyldum eigi sjónvarp, eða sjötti
hver landsmaður.
Endurvarpsstöðin á Vaðlaheiði
verður væntanlega cekin í notk-
un 1. desember. Stöðin. sem þar
hefur verið hingað til, er bráða-
birgðastöð. Nýja Vaðlaheiðarstöð-
in hefur bví hlutverki að gegna,
að senda geislann áfram austur
í Gagnheiðarstöðina, en þar að
auki þjónar hún vissum byggðum
beint, þ.e.a.. Ólafsfirði og Siglu-
firði, sem erv nýir staðir. Auk
þessa verður hún svo aðalsjón-
varpsstöð fyrir Akureyri og Eyja-
fjörð. Húsavík fær einnig sjón-
varp frá Vaðlah. gegn um Foss-
hól, einnig mun þessi stöð verða
til uppfyllingar á öðrum stöðum,
t.d. Mývatnssveit og Suður-Þing-
eyjarsýslu, sem hafa haft geislann
frá bráðabirgðastöðinni.
Þegar geislinn er kominn aust-
ur í Gagnheiðarstöðina (Fjarðar-
he ' ) d-d-ist hann þaðan í allar
áttir. Kaupstaðirnir Neskaupstað-
ur og Seyðisfjörður fá sjónvarpið
um leið og sú stöð kemst í gagn-
ið, en á ýmsum stöðum á Aust-
fjörðum hafv veriö byggðar litlar
endurvarpsstöðvar. Vegna þess, að
þessir staðir voru ekki með i fram
kvæmdaáætlunum ársins um sjón-
varp, hefur Ríkisútvarpið veitt
þessum stöðum aðstoð við að koma
upp stöðvum til að flýta fyrir að
sjónvarp nái til þeirra, en stað-
irnir kaupa síðan sjálfir þessar
stöðvar.
Þessar „heimastöðvar" eru á
Djúpavogi. Biei* alsvík. 'Stöðvar-
hYamhald á bls. 3
Drögin að frumvarpi um verðgæzlu og eftirlit með samkeppnishömlum
BYGGÐ Á LÖGGJOF
ÁNORDURLÖNDUM
hófst. Var því starfi lokið í októ-
ber síðastl.
Nefndin klofnaði í málinu. Að
þeim drögum að frumvarpi um
verðgæzlu og eftirlit með sam-
keppnishömlum ásarat greinargerð
sem fram voru lögð, standa: Árni
Jónsson, fulltrúi Stéttarsambands
bænda, Björgvin Schram, Fél. ísl.
stórkaupmanna, (með yfirlýsingu
varðandi gildistöku frumvarps-
ins), Davíð Sch. Thorsteinsson,
Fél. ísl. iðnrekenda; Erlendur
Einarsson, SÍS; Helga Magnúsdótt
ir, Kvenfélagasambandi fslands
(með fyrirvara um 3 atriði); —
Hjörtur Torfason. dömsmálaráðu-
neytinu; Kristján G. Gíslason,
Verzlunarráði fslands (með yfir-
lýsingu varðandi gildistökugrein-
ina); ólafur Björnsson, Sjálf-
stæðisflokknum, Óttarr Möller,
Vinnuveitandasambandi íslands,
Otto Schopka, Landssambandi iðn
aðarmanna, Sigurður Magnússon,
Kaupmannasamt'ökunum (með yfir
lýsingu varðandi gildistökugrein-
ina); Sveinn Ásgeirsson, Neytenda
samtökunum (með fyrirvara um
eitt atriði); Sverrir Júlíusson LÍÚ,
Þórhallur Ásgeirsson, tilnefndur
af ■'dðskiptamálaráðherra, og val-
geir Ársælsson, einnig tihiefndur
aí Viðskiptamálaráðherra.
Fimm menn voru andvígir frum
varpinu og skiluðu séráliti, en beir
eru: Hannibal Valdimarsson, ASÍ,
Hermann Jónsson. BSRB, Jón Sig
urðsson, Alþýðuflokknum, Kristj-
án Gíslasop, verðlagsstjóri, til-
nefndur af ráðherra og Þröstur
Ólafsson, Alþýðubandaiaginu.
Framhald á bls. 14.