Tíminn - 28.11.1969, Qupperneq 7
FOTUDAGUR 28. nóvemÍH'r 1ÍM!9.
TIMINN
7
Litla leikfélagið:
Tveir einþáttungar
í SÚPUNNI
út í geiminn. L»ífið þarna er von-
eftir Xínu Bjtfrk Árnadótíur.
Leikstjóri: Pétur Einarsson.
Leikmyndir: Jón Þórisson.
Lýsing: Magnús Axelsson.
Lcikhljóð og tónlist:
Jónas Tómasson, ÓSmenn o. fl.
Litla leikfélagið frumsýndi á
mánudagskvöldið í Tjarnarbæ, tvo
cinþáttunga, GEIMTÐ og HÆLIÐ
eftir Ninu Björk Árnadóttur.
Nína Björk hefur fram að þessu
verið alþjóð kunnugri fyrir ljóð
sín, enda er þetta frumraun henn-
ar sem leikrita'höfundur og árang
urinn er vissulega athygli verður.
Einþáttungarhir bera samheitið
,,í súpunni“ og er nafnið tekið úr
þeim fyrri, Geiminu, þar sem
..einn og einn fer í súpuna“ ann-
að slagið.
Sc haldið áfram að líkja þessu
við súpu, má segja, að þarna sé
borin á borð súpa, sem ai-lir ættu
að geta komið niður, þótt sum-
uid yrði hún kannske nokkuð tor-
melt..
Verkin eru ólík, en þó eiga þau
það sameiginlegt, að mannfólkið
sem um er fjal'lað, rseður ekki
1-engur lífi sínu o<g háttum, ýmist
vegna gerða sinna eða annarra.
Því er nauðúgur cinu kostur.
í Geimitui''er dei'lt á þá, sem
láta sei- ekki naegja j'örðina, held-
ar viljá komast.yfir himinninn og
stjörnurnar líka, en gæta þess
ekki, að í ákafanum er leitað
Ian-gt yfir skammt og þegar hér
er komið sögu, er mannlífið á
jörðinni að deyja út. Geimið ger-
ist árið 1990 í geienstöð. Þá hefur
fyrir nokkru verið gripið til þess
ráðs, að flytja fó®k af jörðinni og
r-—----------- --------------------
ieysi og ekki er eftir neinu að
bíða, neraa verða tekinn „í súp-
una“ sem er síðan fæða þeirra,
sem eftir eru.
Hlutverkin ki’efjast ekki mikilla
filþrifa og ekki er hægt að tala
um neitt aðalhlutverk, þau eru öll
svo tiT jafn stór — eða litil.
Jón Hjartarson leitour Halla,
sem á að vera gamall maður, en
leit al-ls ekki út fyrir að vera það.
Þórunn, sem situr og prjónar,
milli þess sem hún rýkur upp í
skapvonaku, er rétt vel túlkuð af
Sigríði Eyþórsdóttur. Ljúfust, er
ljúf, hrifnæm sál, svolítið „vönk-
uð“. Anna Kristín Arngrímsdótt-
ir skilar því hlutverki eins vel og
það gefur tilefni til. Hreinn,
skáldið unga, sem ýmist er þung-
lyndur, reiður eða kátur, er leik-
inn af Guðmundi Magnússyni, svo
lítið vandræðalega. Eftirminnileg-
asta persónan er tvímælalaust
sjónvarpsstjarnan Mínví, hún er
skemmtilega leikin af Helgu Jóns-
dóttur. Hún er nýfcomin frá jörð-
inni og lýsir ástandinu þar: „Það
er bara a-llt í striði þarna niðri,
lvölvaður hávaði og vesen“. Mími
er með einkennilegan handiegg,
og segir að hann sé svona af „van-
einhverju". Sigurður Karlsson í
gervi hr. Ónefnds. sem reynist
vera skrattinn sjálfur, kemur eins
og úr sauðarleggnum inn á svið-
ið, dökkur og virðulegur. Ljúfust
hrífst og segir ,.að þetta sé mik-
ill maður, sem ráði yfir miklu.“
Ekki skilst mér, hvers vegna hann
er yfirleitt látinn koma þarna.
í geimádeilu þessari kemur
fram. að máninn hefur lýst yfir
vandlætingu sinni á því að menn
væru að spígspora á sér. með því
að slökkva á sér einn góðan veð-
urdag og hefur verið kolsvartur
síðan.
Siðari þátturinn, Hælið, er að
öllu leyti tilþritfarneira verk. Það
geri-st á betrunarhæli í nútíman-
um, en eftir þvi, sem bezt verður
séð, er hæpið, að nokkur verði
betri af veru sinni á svona stað.
Skemmtileg tilbreyting er, að
þegar þátturinn hefst, er enginn
á sviðinu, heldur eru allir leik-
endur fyrir aftan áhorfendur.
Segja má að leiiksviðið sé í raun-
inni allt í kring í salnum og leik-
ararnir koma og fara ,,hérna:
megin“ við sviðið, þarna er ekkert
,,bak við.“
í Hælin.u leikur allur hópur-
inn, þetta er ein heitd, þar sem
enginn sker sig verulega úr. Fólk
ið er vandræðafólk, með galtóm-
an and'litssvip. Inni fyrir eru þó
tilfinningar, sem annað slagið
brjótast út, stundum ofsalega.
Kór sex kvenna talar, hrópar, eða
kveður undir samræður einstakl-
inganna, svona til frekari áherzlu.
Sá eini, sem er eitthvað frá-
brugðinn, er vörðurinn. Hann er
ekki klæddur strigapokafötum,
eins og allir hinir. Þeg'ar þær
Lilla (Soffía Jakobsdóttir) og
kærastan hans Gumma (Þórunn
Sigurðardóttir) koma í heimsókn.
stendur Þórir Steingrímsson í
hlutyerki varðarins, með skeið-
klukku. sem tikkar óhugnanlega
hátt, í hendinni,,tilbúinn að blása
í flautuna, sem virðist stjórna lifi
vesalinganna á hælinu að mestu
le.vti.
Samtöl Gumma (Guðmundar
Magnússonar) og kærustunnar, er
það eina í þættinum, sem hægt er
að brosa að. Hitt er allt vesöld og
volæði.
Ðftir því, sem bezt verður sóð.
gera leikararnir allir h’vtverkum
sínum góð skil. Sé litið á kórinn
sem heild, fer .hann með mesta
og athyglisverðasta hlutverkið og
það vel.
Leikmyndir eru mjög einfald-
ar, en kannske er fullmikið af
svarta litnum rikjandi. Fullmikið
hringl er í Ijósunum í seinni þætt-
inum, iafnvel truflandi stund-
um.
Litla leikfélagið fékk Pétur Ein
arsson til að annast leikstjórn-
ina en áður hafa leikendur sjálfir
stjórnað í sameining'U. Pétri hef-
ur þarna tekizl mjög vel, þ\'í ekki
er vafi á, að talsverður vandi er
að setja verk eins og Hælið á svið
svo ágallalaust sé.
Framtak þessa fóiks, sem í
þessum verkum og túlkun þeirra'
fitjar upp á ýmsu, er mjög at-
hyglisvert og haldi Litla leikfél-
agið áfram í þessúm dúr, er ekki
ólíklegt, að þgð verði einn góðan
veðurdag „Stórt“ leikfélag.
„Ekki er áætlað að sýna „í
súpunni“, nema þrisvar sinnum,
en að mínu viti, er það vel þess'
virði, að sýna það oftar.
Snjólaug Bragadóttir.
SJÓNVARPID OG
,NIÐURSKURDARMENNIRNIR‘
Spyrill sjónvai'psins: „Hvaða
hlutverki á leikgagnrýni að
gegna?“
Eg hugsa, að það væri nær
að spyrja sem svo: „Hvaða
kröfur eigum við að gera til
leikdómara?“
FjTsta krafan, sem leikdóm-
ari verður að fullnægja er sú,
að hann kunni að setja fram
skoðanir sínar skýrt og skipu-
lega, af því að geri hann það
ekki, þá getur sérþebking hans,
hversu mikil sem hún kann
annars að vera, aldrei notið
sín til fúlls. Frum'krafan er
þess vegna sú, að lei'kdómarar
séu ritfærir menn og skýrir í
hugsun.
í öðru lagi ber leikdómur-
um að hafa staðgóða og vfir-
gripsmikla þekkingu á leik-
list. Það skiptir ekki höfuð-
máli hvernig eða hvar þeirrar
þekkingar hefur verið aflað. ís-
lenzkum leikdómurum hefur
verið fundið það til foráttu, að
|>eir hafi ekki sérhæft sig nóg-
samlega. Ég veit þó dæmi til
þess, að minnsta kosti einn
þeirra hefur verið lengur i
leikskóla en sumir af beztu
leikurum landsins. Hinir hafa
afiað sér þekkingar eftir öðr-
um leiðuim.
í þriðja lagi er hlutverk
gagnrýnenda fólgið í því að
kryfja leikrit og kveða á um
að hve miklu eða litlu leyti
höfundur hefur verið grund-
vallarhugmynd sinni trúr, og
með hvaða árangri hann hefur
unnið úr henni, segja álit sitt
á vinnubrögðum leikstjóra og
frammistöðu leikenda o.sv.frv.
Ég hugsa, að þegar nýstárleg
verk eins og t.d Beðið eftir
Godot og Yvonne voru frum-
sýnd hér, þá l.afi megin þorra
leikbúsgesta þótt þau æði tor-
skilin. Setjum svo, að engin
gagnrýni hefði verið um þau
skrifuð, þá er ég anzi smeyk-
ur um, að þessi snilldarverk
hefðu farið fyrir ofan garð og
neðan hjá flestum leikhúsgest-
um.
List er þess eðlis, að hún
höfðar ekki aðeins til skynsem-
innar, heldur orkar hún líka
á tilfinningarnar, og það er
einmitt þetta tvíþætta eðli
hennar, sem gerir listmal bæði
vandasamt verk og vanþakk-
látt. Hvað eiga gagnrýnendur
að gera? Hverju eiga þeir að
treysta? Geta þeir treyst öðru
en eigin dómgreind, þekkingu
og smekk? Er hægt að ætlast
til þess, að þeir snúist eins og
vindihanar eftir skoðunum úr
ólíkustu áttum? Nei. Undir-
tektir gagnrýnenda eru því ein
stakiingsbundnar og dómar
þeirra persónulegir í jákvæð-
ustu merkingu þess orðs.
Sú skoðun virðist vera út-
breidd meðal leibhúsmanna, að
leikdómar séu skrifaðir fyrir
þá og naumast nokkra aðra,
en þetta er vitanlega mesti
misskilningur, vegna þess að
þeir eru ekki síður skrifaðir
fyrir áhorfendur, sem leggja
síðan sinn mælikvarða á þá
eða vega á eigin vogarskálum.
Öllu fólki er því gagnrýni í
blóð borin. Sjónarmið, sem sett
eru fram af skilningi á við-
fangsefninu og studd eru méð
traustum og haldgóðum rök-
um, hljóta að vekja menn til
umhugsunar og fá þá til að
brjóta heilann um hugðarefni
sín og þetta er sennilega helzti
kosturinn við leikdóma.
Ég veit ekki, satt að segja,
hvernig gagnrýnendum væri
l)ezt lýst, en ég hugsa að það
. væri ekki fjarri lagi að segja,
að þeir séu nokkurs konar full-
trúar fyrir andleg nej’tenda-
samtök áhoríenda.
Það hefui' verið kvartað und
an því, að leikgagnrýni væri
ekki nógu jákvæð hér og nauð-
synlegt væri að bæta hana.
Mönnum hefur hins vegar al-
veg láðst að skUgreina, hvað
þeir eigi við meff jákvæðri
' gagnrýni, en mig grunar, að
hér sé á ferðinni illa dulbúin
ósk eftir meira lofi. 3fe kki ein
tómu lofi. Væri nú ekki þjóð-
ráð að leysa þetta mikla vanda
mál í eitt skipti fyrir öll niéð
því að veita þjóðleibhússtjóra
eða öðrum þjóðleikhúsmanni
I svo og leikhússtjóra L.R eða
I öðrum Leikfélagsmanni, einka-
rétt á leikdómum og mundu
þeir þá vitanlega skrifa hver
um sitt leibhús. Við það yrði
gagnrýnin áreiðanlega jábvæð
ari, en hvort hún yrði nokk-
uð betri, skal látið ósagt hér.
Svo gætu þeir auðvitað skipt
um hlutverk — og þó.
.Listamenn eru þannig gerð-
ir, að þeir taka það jafnan
óstinnt upp, þegar vérk þeirra
eru vegin og léttvæg fundin,
og er það ef til vill ekki nema
mannlegt. Þeim er það engu að
síður mikið kappsmál að fá
þau vegin og metin og biða
því í ofvæni eftir úrskurði
dómara sinna, en aldrei eru
þeir samt ánægðir. Ef þeir
væru það, þá væri áreiðanlega
tímabært fyrir listdómara að
athuga sinn gang, af því að þá
væri eitthvað alvarlega bog-
ið við gagnrýni þeirra.
í viðtali við einn ritstjóra
Morgunblaðsins taldi Ustinov
gagnrýnendur gjörsamlega ó-
þarfa milliliði. Það mun hins
vegar ekki hafa verið skoðun
skáldabróður hans, Shakespear-
es, .sem lætur Hamlet leggja
leikurum listreglurnar af rök-
festu og sbarpskyggni og Míf-
ir þeim' hvergi. Sjónleiksins
vegna hefði alveg mátt sleppa
þessu atriði, en einhverra hluta
vegna hefur höfundi þótt full
ástæða til aö gagnrýna leíkend-
ur sína og það harðlega. Hann
áleit því, að gagnrýni hefði
þörfu hlutverki að gegna og
ég ætla mér ekki þá dul að
fara að andmæla skoðunum
Shakespeares.
— Mergurinn málsins er sá,
að enginn er hafinn yfir gagn
rýni, hvorki höfundar, leikstjór-
ar, leikarar,' gagnrýnendur, uc
þeir, sem gagnrýna gagnrýn-
endur eöa spyrja þá.
(Éirtist.óstytt).
Ilalldór Þorsteinsson.