Vísir - 02.07.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 02.07.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. júll 1981 vtsm Begin hinn harörlöi Það orð fór af Meachem Begin, þegar hann kom til embættis sem fimmti forsætisráðherra Israels (ijúli 1977), að hann væri róttæk- ur þjóðernissinni og harðjaxl. — Innan tveggja ára hafði hann orð- iðtil þess fyrstur leiðtoga ísraels- rikis að undirrita friðarsamninga við eitt arabaveldanna. Friöarsamningarnir Friðarsamningur israels og Egyptalands, sem undirritaður var i mars 1979, var uppskera á- tján mánaða samningaþófs, sem hófst með sögulegri heimsókn Anwars Sadats Egyptalandsfor- seta til Jerúsalem i nóvember 1977. Var þetta löng meðganga og erfið fæðing. Fyrir þrýsting Bandarikjamanna neyddist Beg- in til þess að láta af hendi allan Sinaiskagann, sem ísraelar her- námu i striðinu 1967. Með þvi tókst eðlileg sambúð við Egypta og bæði rikin opnuðu sendiráð i hvors annars landi. Að striðshaukurinn Begin skyldi verða til þess að ná fram friðarsamningum er ekki eins mótsagnakennt og það hljómar. Með annan eins feril að baki og orðstir gatenginn landa hans tor- tryggt tilgang hans, eða grunað þjóðernissinnan um vilja kaupa friðinn, hvaða verði sem fengist. Aðrir stjórnmálamenn hefðu átt erfiðara um vik að sannfæra gyð- inga. En friðarsamningarnir voru hápunkturinn á embættisgengi Begins. Eftir þá tók að halla und- an fæti fyrir samsteypustjórn hans, sem fyrst og fremst komst til valda til þess að glima við efnahagsvandamálin, en varð lit- ið ágengt á þvi sviði. Tveir á- hrifamiklir ráðherrar stjórnar Begins sögðu af sér og aðrir ráð- herrar báru deilur sinar á torg. Skoðanakannanir sýndu dvinandi vinsældir og álit Begins, sem þó braggaðist aftur siðustu vikurnar fyrir kosningar. Afstaðan tii hernumdu svæðanna Ræðusnilld þessa herskáa fyrr- um skæruliða ávann Begin þús- undir fylgismanna um árin, þótt með timanum miidaðist ögn harkan i málflutningnum. Hann boðaði þó harðlinustefnu i utan- rikismálum og engin vettlinga- tök i efnahagsmálum. Æ ofan i æ klifaði Begin á þvi, að hernumdu svæðin á vesturbakka Jórdan (Júdea og Samaria eins og hann kaltar þau) væru af guði gefin gyðingum og ísrael mundi aldrei láta þau af hendi við Palestinuar- aba. Enda koðnuðu fljótt niður samningaviðræður við Egypta og USA um sjálfstjórn til handa Palestinuaröbum á vesturbakk- anum og á Gazasvæðinu. Sam- timis rak Begin hart fram land- námsstefnu Israels á þessum svæðum. Hattar undan Beginstjórnlnnl Það brast i undirstöðum Begin- stjórnarinnar, þegar þeir sögðu af sér Moshe Dayan utanrikisráð- herra, sem ekki gat fellt sig við afstöðuna til sjálfstjórnar Paíe- stinuaraba, og Ezer Weizman, varnarmálaráðherra, sem gagn- rýndi framkvæmd stjórnarstefn- unnar á nær öllum sviðum. Við það veiktist samt staða hinna hófsamari i rikisstjórninni og Begin gat komið fleiri harðlinu- mönnum i stjórn, eins og Yitzhak Shamir utanrikisráðherra. Verðbólgan i Israel jókst upp i 130% (á ársgrundvelli) og tókst ekki að minnka hraða verðbólgu- skrúfunnar þrátt fyrir ýmis ör- þrifaráð til þess að skera niður opinber útgjöld. Jafnhliða reittist þingmeirihlutinn af stjórninni, þótt henni tækist að bægja frá sér öllum vantrauststillögum. Alvarlegast var þó kannski hitt, að harðdrægni Begins varð til þess að kulnaði nokkuð vinátta Israels og Bandarikjanna, að heita má, að undir henni hafi ver- iðkomið sjálfstæði Israelsrikis og mestur varnarmöguleiki. Carter- stjórnin gagnrýndi landnáms- stefnu Begins á hernumdu svæð- unum og harmaði tilburði til að herða eignartökin á austurhluta Jerúsalem, sem Israelsmenn sömuleiðis höfðu hernumið. Og þannig var komið samheldni þessara tveggja bandamanna, að jafnvel eftir forsetaskiptin greiddu Bandarikin þvi samt at- kvæði á dögunum i Sameinuðu þjóðunum að fordæma Israel fyrir sprengjuárásina á kjarn- orkuverið i írak. í hiiðarsðium Um 29 ára bil, áður en Begin varð forsætisráðherra, hafði hann að mestu haldið sig i hliðargöng- um stjórnmálanna. 1 kosningun- um 1977 vann hægri- og miðflokka samsteypa hans (Likud) 45 þing- sæti i Knesset og i stjórnarbræð- ingi við aðra smáflokka öðlaðist stjórn hans 77 þingsæta öruggan meirihluta. En verkamannaflokkurinn, sem stýrt hefur Israel frá stofnun þess rikis 1948, gat aldrei gleymt erjunum frá þvi i sjálfstæðisbar- áttunni við manninn, sem veitti andspyrnuhreyfingunni neðan- jarðar forystu i Palestinu. Skæruiiða loringi Kurteis og hæglátur i dagfari og með þykk gleraugu sem milda hvassan augnsvipinn, ber Begin meir yfirbragð prófessors eða kennimanns heldur en skæruliða- foringja. Hann var þó leiðtogi Irgun Zvai Leumi-neðanjarðar- hreyfingarinnar á siðustu um- boðsárum Breta iPalestinu. Hétu Bretar 10 þúsund sterlingspunda fé til höfuðs honum. úr felustöð- um i öngstrætum Tel Aviv stýrði Begin skærum Irgun-samtakanna Guðmundur Pétursson skrifar gegn Bretum, en þau sprengdu t.d. upp hluta af Davið konungs- hótelinu þar sem breska her- stjórnin hafði aðalstöðvar sinar. Nær eitt hundrað manns létu lifið i sprengingunni. Fæfldur I Pöllandi Begin fæddist 13. ágúst 1913 i Brest-Litovsk, sem þá var hluti af Póllandi, en heyrir nú til Sovét- rikjunum. Lauk Begin lagaprófi frá Varsjárháskóla snemma á fjórða áratugnum. Hann gekk ungur i samtökin Betar, sem var félagsskapur ungra gyðinga i Póllandi. I þeim hópi lærði hann 15ára gamall að fara með vopn. 1 byrjun siðari heimsstyrjaldar handtók sovéska hernámsliðið Begin i Póllandi og flutti til Si- beriu. Þegar Þjóðverjar gerðu innrásina i Sovétrikin 1941, var honum sleppt lausum. Hann kom til Palestínu 1942 eftir skamma dvöl i pólska hernum. Eftir stofnun Israelsrikis að lokinni sjálfstæðisbaráttunni stofnaði Begin hinn róttæka flokk þjóðernissinna Herut (Frelsis- flokkinn), ásamt öðrum Irgun-- foringjum og veitti honum forystu i Knesset. Þar lét hann æ meir að sér kveða i gagnrýni á stjórn verkamannaflokksins fyrir það, sem hann kallaði „friðardúfu- stefnu” hans. 18 ár i stiornarandsloðu Sex daga striðið hafði áhrif á stjórnmálaferil Begins. Eftir 18 ár í stjórnarandstöðu var Herut þegar runnið saman við frjáls- lynda flokkinn og búinn að mynda Gahal-sambandið, sem gekk inn i þjóðstjórn Levi heitins Eshkol. Var Begin þar ráðherra án ráðu- neytis og átti mikinn þátt i að móta þá stefnu ísraels að skila ekki aftur unnum landsvæðum úr striðunum við araba. 1970 hætti flokkur Begins þátttöku i stjórn- inni, þegar tók að blása byrlega fyrir friðartilraunum Banda- rikjamanna i austurlöndum nær, en þær áætlanir fólu i sér afsal hernumdu svæðanna. 1973 gekk Gahal til'liðs við aðra smáflokka i myndun Likud-flokkasamsteyp- unnar eða kosningabandalagsins. Afstaða Begins til hernumdu svæðanna öðlaðist aftur fylgi með þjóðinni eftir heimsóknir Henry Kissinger þáverandi utanrikis- ráðherra USA 1974. Á maraþon- samningafundum Kissingers og ísraelsstjórnar á skrifstofum Goldu Meir, forsætisráðherra stóðu fylgismenn Begins jafnan mótmælavörð fyrir utan. Menachem Begin á kosningavöku I hópi stuöningsfólks Staldraðu við! frá ^SskiÍM TOSHIBA geturðu veittþér, þvi verðið er einstakt »« m n A A hSX hlSSSi?™ AamnÁnFa við Toshiba' Japan og engra millilida, getum við boóið þetta af bragðs sett á verði, sem vekur athygli. Fyrir aöeins kr. 3.911.- Cjérðu þetta allt: 1 lwllw útgangskraftur » 3 bvlgjur, FM-stereo Möguleikar á tónblöndun (Mic Mixing) Skemmtilegt frvrir þá sem æfa söng Kassettan sett i tækið að framan ’ Vökvadempaö kassettulok 1 Sjálfvirk upptaka 1 Gevmsla fyrir kassettur • Finstilling á hraöa plötuspilarans • Keimdrifinn diskur • Slekkur á sér sjálfur • Sér tónstillir fyrir bassa og hátóna • 2 stórir hátalarar • Ljós i skala • Fallegur litur á tæki og hátölurum EF Þetta er glæsilegt tæki á einstöku verði. Láttu ekki Toshiba SM 2750 samstæðuna renna þér úr greipum. Littu viðog við sýnum þér úrval stereosamstæða á verði viðallra hæfi Nær 10 gerðir og ein þeirra hentar þér örugglega. EINAR FARESTVEIT &, CO. HF. Greiðsluskilmálar BERCSTAOASTRÆTI 10 A Simi 16995. Ábyrg þjónusta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.