Vísir - 06.07.1981, Qupperneq 6
VÍSIR
Máiiudagur >G. júli> 1981.
Slríðsástand í Reykjavík vegna laugardagsopnunarinnar: j
„Ég loka ekki fyrr en hanú- j
Iárnin veröa sett á mig” I
allar hellur. Lögreglunni er
sigað á mann án þess að nokkur
tilkynning hafi borist frá
ábyrgum eða óábyrgum aðila,”
sagði Árni.
,,Hef opið hvað sem
tautar og raular”
Úti á Granda hafði lögreglan
lokað hjá Seglagerðinni Ægi.
Þórir Barðdal sagði að verslun-
in hefði reynt að hafa opið, en
það hefði ekki þýtt, þvi að um
leið og viðskiptavinir hefðu stig-
ið fæti inn fyrir þröskuldinn
hefði lögreglan verið mætt og
visað þeim frá.
Harkan virtist þó mest i Þing-
holtunum. Þar voru lögreglu-
þjónar á verði við nokkrar
verslanir, en eigendur þeirra
höfðu staðfastlega neitað að
verða við tilmælum hennar.
„Ég ætla að hafa opið, hvað
sem tautar og raular og eigi að
vera lokað verður að vera hér
lögregluvörður. Hér hefur verið
opið á laugardögum i 20 ár og ég
ætla mér ekki að láta einhverja
gullkálfa i Kaupmannasamtök-
unum segja mér að loka upp úr
þurru”, sagði Haraldur
Haraldsson, kaupmaður i
Freyjubúðinni.
,,Hef opið uns
handjárnin birtast”
í sama streng tók Heiðar Vil-
hjálmsson i versluninni Þing-
holti við Grundarstig.
„Lögreglan hefur komið hér
tvisvar og ég sagði þeim að þeir
gætu jú verið hér en ég myndi
halda áfram að sinna minum
viðskiptavinum til klukkan tólf.
Ég verð hér uns þeir taka mig
og handjárna,” sagði Heiðar.
Sama afstaða kom fram i
máli Eymundar Jóhannssonar i
Finnsbúð við Bergstaðastræti.
„Lögreglan hefur verið hér i
þrjár helgar i röð, en við erum
ákveðin i að loka ekki fyrr en i
fulla hnefana. Raunar er fólkið
mikið til hætt að koma á þessum
tima, en við gefumst ekki upp„”
- segir einn kaupmannanna
■
I
I
k.
„Heyrðu, hvert ert þú að fara?
Engin lausn hefur enn fundist
á deilu kaupmanna i mörgum
verslur.um i Reykjavik og
Kaupmannasamtakanna um
laugardagslokun verslana.
Ljóst er að aukin harka færist i
deiluna með hverjum deginum
oghálfgert striðsástand varaði i
miðborginni siðastliðinn
laugardagsmorgun þegar
blaðamenn Visis óku um bæinn
og fylgdust með samskiptum
kaupmanna, sem höfðu verslan-
ir sinar opnar, og lögreglu-
manna, sem þræddu á milli
■ þeirra og skipuðu þeim að loka.
J ,,Bullandi,,traffik”
i morgun
Við göngugötuna i miðbænum
I var opið i bókaverslun Sigfúsar
■ Eymundssonar, en þar höfðu
félagar úr Verslunarmanna-
| félagi Reykjavikur mætt viku
áður og lokað. Þeir létu hins-
vegar ekki sjá sig á laugar-
| daginn og gengu viðskiptin þvi
greiðlegafyrir sig.
„Við höfum einungis fremsta
hluta verslunarinnar opinn, en
aðrir hlutar hennar eru lokaðir
af. Hér versla nær aðeins
erlendir ferðamenn á þessum
tima, til dæmis er mikið keypt
af kortum og þess háttar. Þetta
er þjónusta, sem alls ekki má
falla niður. Auk þess teljum við
okkur falla undir ákvæði i
kjarasamningunum, þar sem
minjagripaverslunum og fleiri
búðum er leyft að hafa opið á
þessum tima,” sagði verslunar-
stjórinn hjá Eymundsson.
Frá miðbænum lá leið okkar
vestur i bæ. Verslun Árna
Einarssonar á horni Tómasar-
haga og Dunhaga var opin, en
þar hafði lögreglan komið viku
áður og látið loka. Hún hafði aft-
ur á móti ekki komið um morg-
uninn.
„Þaö hefur verið bullandi
traffik hér i allan morgun eins
og raunar alltaf i þau 20 ár, sem
þessi verslun hefur haft opið á
laugardagsmorgnum. Annars
er þessi framkoma fyrir neðan
Haraldur Haraldsson, kaupmaður i Freyjubúðinni, neitaði ákveðið
að loka og þvi var settur lögregluvörður fyrir framan verslun hans
og var öllum viðskiptavinum vísaö frá.
„Ég ætla bara aðkaupa kaffiogeina kók.”
„Nei, þú mátt ekki versla við þessa búð. Þú verður að fara annað.”
sagði Eyvindur.
Þannig er ljóst af þessari
stuttu ferð um miðbæ
Reykjavikur að aukin harka er
að færast i deiluna um laugar-
dagsopnunina og virðist hvor-
ugur aðilinn ætla að gefa sig.
— TT.
- Heimingur bíianna komsl í mark
Hótelralliö á Húsavfk var
haldið nyrðra á laugardaginn var
og gekk á ýmsu eins og við mátti
búast. Rallið hófu 24 bilar, en
aðeins helmingur þeirra komst i
mark. Leiöin var þvi æði erfiö og
torsótt en keppnin tókst þó i alla
staði mjög vel.
Það voru helst tvær sérleiðir i
öxarfirði, sem reyndust ökuþór-
unum erfiðar. Meðal annars var
Ómar lét sig ekki muna um að
prila upp á skyggni anddyrisins á
Hótel Húsavik I sigurvimunni og
flytja stutta tölu eins og honum er
einum lagið. (Visismyndir: GS-
Akureyri).
komið að þeim Jóni Bragasyni og
Bjarna Haraldssyni þar sem þeir
sátu á þaki bfls sins úti i miðri á
og var þaö endirinn á þeirri öku-
ferð. A næstu sérleið endastakkst
Escortinn hans Hafsteins Hauks-
sonar út i móa og mun billinn
vera nær ónýtur.
Það voru þeir Jón og Ómar
Ragnarssynir sem börðust hat-
rammri baráttu við bræðurna
Gunnlaug og Ragnar Bjarnasyni,
um fyrsta sætið. Svo fór að lokum
að þeir ömar og Jón sigruðu á
Renaultnum sinum og fengu þeir
4 refsiminútur. Gunnlaugur og
Ragnar urðu i öðru sæti á Ford
Escort með 5.22 refsiminútur. I
þriðja sæti urðu Eggert Svein-
björnsson og Magnús Jónasson á
Mazda RX7 með 6.23 refsiminút-
ur.
Þess má geta að ein kona tók
þátt i Húsavikurrallinu, en það er
engin önnur en Marianna
Friðjónsdóttir. Hún komst i mark
en hafnaði i 11. sæti. Hún lét það
ekki aftra sér frá þvi aö ganga i
það heilaga i gær og sá heppni er
einnig nafnkunnur rallkappi,
Birgir Bragason.
— TT.
Sigurvegararnir Ómar og Jón Ragnarssynir við Renaultinn sinn að
rallinu loknu.
HötelralliP á Húsavik:
Omar og Jón slgruðu
Bandarikjafarar komu saman I félagsheimili skáksambandsins og þar
hlýddu þeir m.a. á sovéska stórmeistarann Alexei Suetin. Eftir erindiö
tefldi hann fjöltefli viö islensku ungmennin og tapaði fjórum skákum.
22 ungir skákmenn til Bandariktanna:
Keppa viö úrvalsiið
jafnaldra sinna
Siðdegis i dag munu 22 ungir
og efnilegir skákmenn halda utan
til Bandarikjanna þar sem þeir
munudveija í vikutima við æfing-
ar og keppni. Það er Skáksam-
band islands og Taflfélag
Reykjavikur, sem standa fyrir
þessari för, i samvinnu viö
bandariska skákmanninn John
Collins, sem er islenskum
skákunnendum að góðu kunnur,
og heimsótt hefur island meö
nemendum úr skákskóla sinum.
íslensku krakkarnir, sem eru á
aldrinum 11 til 17 ára munu m.a.
etja kappi við jafnaldra sina
bandarisku og mæta hálfgerðu
unglingaiandsliði Sáms frænda,
sem Collins hefur valið, bæði úr
skákskóla sinum, sem er
viðkunnur, og einnig úr öðrum
fylkjum Bandarikjanna. Meðal
annarra i islenska hópnum verða
þeir Elvar Guðmundsson og Karl
Þorsteins, en þeir koma til móts
við hópinn i kvöld eftir að hafa
keppt á World-open skákmótinu i
New York-fylki undanfarna daga.
A laugardag kom hópurinn
saman til skrafs og ráðagerða og
á þeim fundi fiutti sovéski stór-
meistarinn Alexei Suetin tölu yfir
Bandarikjaförunum. Að fundin-
um loknum tefldi hann fjöltefli
við 17 af þeim og bar það til
tiðinda að hann beið lægri hlut i
fjórum skákum. Er það til marks
um styrkleika krakkanna, sem
verða á faraldsfæti vestra.
— TT.