Vísir - 06.07.1981, Side 8

Vísir - 06.07.1981, Side 8
8 Mánudagur 6. júli 1981. VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjori: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aöstoóarfréttastjóri: kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- drup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaöurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig- mundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurösson, Gunnar V. Andrés- son. útlitsteiknun: Magnús Ólafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvöröur: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siöumúla 14, simi 86611, 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611. Áskrif targjald kr. 80 á mánuöi innanlands og verð i lausasölu 5 krónur eintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. verndum náttúru landsins Nú er sá árstími sem erlendir ferðamenn eru hér hvað flestir og ferðir íslendinga um eigið land að ná hámarki, enda má segja að hver sem vettlingi geti valdið bregði sér í styttri eða lengri ferðir í sumarleyfum. Vísir hefur áður hvatt lands- menn til að kynnast landi sínu betur og þeim töfrum sem náttúra þess býr yfir og því óþarfi að fara fleiri orðum þar um. Hins vegar er full ástæða til að minna enn á nauðsyn þess að ganga vel um viðkvæma náttúru óbyggðanna. I viðtali við Helgarblað Vísis segir Árni Reynisson, fyrr- verandi f ramkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs meðal annars, að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær vatnið f Land- mannalaugum verði orðið heilsu- spillandi vegna mengunar og að gróður eigi þar í vök að verjast. Sömu sögu sé að segja f rá Herðu- breiðarlindum, þar séu gróður- skemmdir orðnar miklar. Full ástæða er til að gefa þessum orðum Árna gaum, enda koma þau heim og saman við upplýsingar annarra sem best þekkja til í þessum efnum. Verði ekki gripið til aðgerða nú þegar er hætta á að skemmdir verði slíkar að þær verði seint eða aldrei bættar. Slíkt má ekki henda og verður að grípa til ráðstafana strax til verndunar viðkvæmum stöðum. Þar á Náttúruverndarráð að hafa for- ystu f samvinnu við þá aðila er annast móttöku ferðamanna og flutning á þeim um landið. Svo illa vill hins vegar til, að skilningur stjórnvalda á mik- ilvægi Náttúruverndarráðs og starfa þess virðist takmarkaður. Verkefnum ráðsins fjölgar stöð- ugt, en á sama tima er dregið úr fjárframlögum til að halda starfseminni gangandi. Árni Reynisson segir í fyrrnefndu viðtali, að yfirvöld séu hægt og sígandi að ganga af stofnuninni dauðri með þessum hætti. Von- andi munu þær umræður sem nú eiga sér stað um náttúruvernd verða til þess að opna augu þeirra sem yfir fjármálunum ráða fyrir því, að það kostar fé að gæta þeirra fjársjóða sem viðkvæm náttúra landsins er. Erlendum ferðamönnum hefur verið kennt um hve vinsælir áningarstaðir í óbyggðum eru orðnir illa leiknir. Eflaust eru margir útlendingar sem hingað koma ekki nægilega upplýstir um með hve mikil varkárni þarf að fara um landið svo gróður- skemmdir hljótist ekki af, en hlutur okkar íslendinga er engu betri nema siður sé. óbyggða- farar birta ófagrar lýsingar á skemmdarstarf i manna sem aka afImiklum torfærubílum sínum yfir hvað sem fyrir verður. Hóp- drykkja (slendinga á stöðum eins og Þórsmörk með tilheyrandi spellvirkjum er ömurleg staðreynd sem talar sínu máli. Stórauka þarf fræðslu um náttúruvernd og herða allt eftir- litum leiðog ferðamönnum verði beint á fleiri staði en nú er gert. Strax þarf að hamla gegn sívax- andi umsvifum erlendra ferða- skrifstofa sem fara með stóra hópa vítt og breytt um landið, án nokkurs eftirlits af okkar hálfu. Sumir þessara aðila flytja með sér vistir til landsins og eiga ekki önnur viðskipti hér en olíukaup á bílana sem þeir koma með og ferðast á. ótal dæmi eru um að í þessum hópferðum séu náttúru- verndarsjónarmið lítils metin á meðan þeir aðilar íslenskir, sem annast óbyggðaferðir, eru yfir- leitt kunnir af öðru en að traðka niður gróðurinn. í þessu tilfelli virðist nóg að gera þá kröfu, að þeim lögum sé framfylgt sem í gildieru. Með bættu vegakerfi munu ferðalög íslendinga um eigið land stóraukast í framtíðinni og sömuleiðis er óhætt að reikna með að erlendum ferðamönnum fjölgi verulega á næstu árum. Það er því ekki eftir neinu að bíða hvað varðar eflingu náttúruverndar, svo ekki hljótist af meira tjón en þegar er orðið. Með bættri skipulagningu stafar okkur engin hætta af auknum ferðalögum um landið. iíiý kýnsióð Þcgar Alþýðubandalagið und- irbjó sig undir kosningabaráttu snemmaárs 1978 meö kröfugerð um „samningana í gildi’’ og bauð mönnum að kjósa gegn „kaupránsfiokkunum ”, var verkalýðsforysta Alþýðubanda- lagsins látin efna til útfiutnings- banns. Til að hvetja sína menn tildáöa og efla áræöi Guömund- ar J. var ritstjórapenna Þjóð- viljans stýrtaf miklum eldmóði. Þáverandi ritstjóri Þjóðviljans var Svavar Gestsson núverandi ráðherra og formaður verka- lýösflokksins. i leiðara blaðsins á þessum tfma mátti lesa mergjaðar setningar á borð við þessa: „Alþingi götunnar þarf að sýna hrokagikkjum valdsins við Austurvöll, hver það er, sem ræöur úrslitum um allt efna- hagslff þessa þjóðfélags.” Ahrif Alþýðubandalagsins I forystu verkalýðshreyfingarinnar voru notuð til hins ftrasta gegn rfkis- stjórn, sem leyfði sér aö leggja fram lög á Alþingi um skeröingu vfsitölubóta. Alþýðubandalagið fær lyklavöldin Einhelzta ástæða þess, að Al- þýðubandalagið var leitt til válda í ndverandi rikisstjórn var sú, aö með þeim hætti væri hægt aö tryggja hlýðni og undir- gefni Alþýöubandalagsforyst- unnar í verkalýöshreyfingunni. Ýmsirtelja nefnilega, aö ekki sé hægt að stjórna landinu án þátt- töku kommiínista, ef tryggja á vinnufriðinn. A þessari trii örl- aði strax eftir kosningar hjá mörgum þ.á.m. sumum sjálf- stæöismönnum og það var þessi þjóðsaga, sem færði Alþýðu- bandalaginu lyklavöldin að fs- lenska þjóðarbúinu. Af þessari trú stafar lýðræðinu mikil hætta, þviað hér er verið að við- urkenna misbeitingu valds þeirra manna, sem sjaldnast eru kjörnir i kosningum, en hafa hreiðrað um sig á ritstjórnar- skrifstofu Þjóðviljans og i for- ystusVeit verkalýöshreyfingar- innar. A sama hátt er verið að rýra gildi lýðræðislegra kosn- inga til Alþingis. — Þegar vant- ar upp á pólitiskan styrk Al- þýðubandalagsins á Alþingi er krafturinn sóttur i verkafalls- rétt verkalýðshreyfingarinnar, neöanmóls „Ástæðan fyrir því að Alþýðubandalagið lætur ekki skerast i odda nú í varnarmálum og á öðrum sviðum, þar sem þeir hafa sérstöðu, er einfald- lega sú, að nýir foringjar hafa tekið upp nýjar að- ferðir — ný vinnubrögð." Friðrik Sophusson alþm. lýsir vinnubrögðunum í þessari grein. - ní vinnuDPöflD Forystumenn Alþýðubandalagsins vinna að þvl aö koma sér fyrir í kerfinu til aö eftirleikurinn veröi auöveldari. sem knýr fram pólitískar ákvarðanir i félagsmálapökk- um. Nú vinnubrögð Astæöan fyrir því, að Alþýöu- bandalagið lætur ekki skerast i odda nú i varnarmálum og á öðrum sviðum, þar sem þeir hafa sérstöðu, er einfaldlega sú, að nýir foringjar hafa tekiö upp nýjar aðferðir — ný vinnubrögð. Uppgjör innan rikisstjórnarinn- ar, hentarekki á þessari stundu, þvi aö forysta Alþýðubanda- lagsins ætlar sér fyrst að treysta völd sfn i kerfinu og styrkja þannig stöðu sina t.d. með stöðuveitingum. Að þvi loknu veröur eftirleikurinn auð- veldari. Þessum viðhorfum er óspart veifaö innan flokksins til að sætta göngumóöa flokks- menn viö stjórnarsamstarfið. Dagskipanir Svavars og Ólafs Ragnars eru: Gangið oftar, gangið lengra —, en gangið i nafni friðar og réttlætis, — en gangið samt ekki að stjórnar- samstarfinu dauðu — fyrr en betur stendur á. Aö undanförnu hefur ekki bor- ið mikið á skrifum eins og þeim, sem vitnaö er til i upphafi þessa greinarkorns, þrátt fyrir bráða- birgðalög um visitöluskerðingu launa. Nú er verkalýðurinn ekki eggjaöur til átaka. Nú nefnir málgagn þjöðfrelsis ekki Al- Jxngi götunnar. Nú stunda framámenn verkalýðshreyfing- arinnar hins vegar sólböð viö Svartahaf og félagsmálaráð- herrann situr við simann til að þurfa ekki að óhreinka sig við lausn læknadeilunnar. Nú þarf tíma til að koma sér fyrir i ke.rf- inu. Og þegar stöður eru veittar gegn vilja eigenda fyrirtækj- anna minnist Þjóðviljinn að sjálfsögðu ekki á „hrokagikki valdsins” við Arnarhvol. Nýja kynslóðin kann sitt fag Nýja kynslóöin i forystu Al- þýðubandalagsins telur þessa stundina heppilegt að setja upp krataandlitíö og sýnast ábyrg á meðan hún festir sig i sessi i stjórnkerfinu. Aöferðimar eru aö sönnu nýjar. — En hver trúir þvi aö markmiðinhafi breyt*ír Meö nýjum aöferðum * abná betri árangri en þeil geröu Ein- ar og Lúðvík Nýja kynslóðin i AlþýðuKaiidalagsforystunni kann sitt fag - og treystir á „frjálslyndi” samstarfsmanna úr öörum flokkum. F riörik Sophusson alþingismaöur

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.