Vísir - 06.07.1981, Blaðsíða 15
Mánudagur 6. júli 1981
15
Geysilegt úrval — lægsta verð
myndalistar
HUSGACNA
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK
HUSGOGN
HOLLIN
SÍMAR: 91-81199-81410
íallt undir einu þaki
þú verslar í
w- húsgagnadcild „ tcppadeild
byggingavorudeild ^ raf deild
þú færö allt á einn og sama
kaupsamninginn/ skuldabréf
og þú borgar allt niður i
20% SEM ÚTBORGUN,
og eftirstöðvarnar færðu lánaðar allt að
9 MÁNUÐUM.
Nú er að hrökkva eða stökkva, óvist er hvað þetta tilboð stendur lengi tokkur getur snúist hugur
hvenær sem er). Þegar þú hefur reitt af hendi útborgunina og ritað nafn þitt undir
KA UPSA MNINGINN,
- kemur þú auðvitað við i
MATVÖRUMARKAÐNUM
og birgir þig upp af ódýrum og góöum vörum.
OPIÐ:
Allar deildir eru opnar til kl. 22 f immtudaga og
Matvörumarkaðurinn opinn til kl. 22
föstudaga en aðrar deildir til kl. 19 Jón Loftsson hf.
LOKAÐ LAUGARDAGA. Hringbraut 121
Simi 10600
Barnahúsgögn
kr. 500 út
og kr. 500
á mánuði
víslr
Reynslan hefur sýnt það að það
er ekki sfður við hæfi kvenna að
vera prestar” sagði Þórður örn
Sigurðsson, „og prestkonum
fjölgar örugglega i framtíðinni.
Sr. Valdimar Hreiðarsson.
..,,Ég get ekki verið án Presta-
stefnunnar.”
.011 erfilt lyrir
ungan prest aö
hefja störf
úti á landí”
„Staða prestastéttarinnar
hefur breyst” sagði sr. Valdi-
mar Hreiðarsson prestur á
Reykhólum í Austur-Barða-
strandasýslu. „Það er ekki eins
afgerandi munur á prestum og
almenningi og var. Samfara þvl
tel ég að mun mcira sé leitað til
presta með veraldleg efni en áð-
ur fyrr. Þetta er ánægjuleg þró-
un. Mér býðst þá tækifæri til að
sinna hluta af þeim störfum sem
ég hef verið kallaður til”.
En nii situr þií i litlu sveitar-
prestakalli. Hvernig er það fyrir
ungan prest að hefja störf Uti á
landi?
„Það er mjög erfitt, en jafn-
framt ánægjulegt. Oft þarf að
hefja störf með þvi að koma af
stað ýmiskonar starfssemi, svo
sem kirkjukórum, sem hefur
legiðniðri. Ogi þvi eru oft erfið-
leikarnir fólgnir. I stærri
prestaköllum i fjölmenninu er
þetta sjálfvirk „smurmaskina”
sem bara gengur og gengur.
Nýiítskrifaðir guðfræðingar
eru mjög illa undirþað biinir að
takast á við preststörf, en hins-
vegar vel bUnir fræðilega. Það
má skrifa þetta á reikning guð-
fræðideildar Háskólans” sagði
Valdimar.
Hver er þýðing Prestastefn-
unnar fyrir þig?
„Ég tel m ig ekki geta verið án
hennar. Hér hitti ég kollega
mina, við skiptumst á skoðun-
um og ræðum málin” sagði sr.
Valdimar Hreiðarsson.
M
Sr. Gunnar Björnsson.
...Svakalega finnst honum ég
vera sætur.”
Algjðrl æði að
vera prestur
„Æðislegt, algjört æði” sagði
sr. Gunnar Björnsson prestur i
Bolungarvik þegar blaðamaður
spurði hann að þvi hvernig það
væri að vera prestur. Um leið
hnippti hann i dr. Björn Björns-
son og hvislaði: „Tungutak
dagsins”.
„t samskiptum við fólk er
best að vera sem óprestlegast-
ur” sagði sr. Gunnar.
Leitar fólk mikið til presta
með vandamál sin?
„Já, það hefur mikið sam-
band viö okkur og reynir að
flækja okkur I allskonar við-
fangsefni”.
Þegar þetta langt á viðtalið
var liðið hafði Emil ljósmyndari
verið að munda myndavélina i
grið og erg og sr. Gunnar sagði
„Svakalega finnst honum ég
vera sætur.” Við blaðamann:
„Ég er alltaf svona léttur þegar
ég er nýbúinn að spila, eins og
nUna áðan”.
Asamt preststörfum leikur sr.
Gunnar mikið á selló og æfir
stift.
„Ég tek æfingarnar æðislega
alvarlega, æfi tvo tima á hverj-
um degi. Það er mjög brýnt að
fella engan dag Ur. Ef það gerist
finn ég muninn strax. Falli tveir
dagar Ur finnur konan það og
öskrar Ur eldhúsinu: Hvað er
þetta maður, er þér að fara aft-
ur. NU, ef það falla hins vegar
þrir dagar Ur kem ég næst að
hljóðfærinu sem gestur”.
Geturðu ekki hugsað þér ann-
að starf?
„Nei, preststarfið er mitt
óskastarf, ásamt sellóleik. Það
kemst ekkert annaö fyrir” sagöi
sr. Gunnar Björnsson.
Sr. Dalla Þórðardóttir. ...,,Ég
finn mig strax sem ein Ur hópn-
um.”
fV'
.Prestsem-
bættið er alltai
sérstakt”
„Ég finn mig strax sem ein
Ur hópnum’’ sagði sr. Dalla
Þórðardóttir, nýskipaður prest-
ur á Bíldudal.
„Prestembættið er alltaf sér-
stakt og á að vera það. Það er
ekkert slæmt við það.”
Hvað ræður þvi að fólk leitar
til presta með vandamál sin?
„Embættið, tel ég, en jafn-
framt persónuleiki prestsins”
sagði Dalla.
Sr. Ingólfur Ástmarsson. ...Ég
er Guði þakklátur...
Ungir prestar
eru ákaflega
áhugasamir”
Eins og alkunna er lætur Hr.
Sigurbjörn Einarsson biskup
yfir tslandi af störfum I haust.
Jafnframt honum hætta þrir
aldraðir prestar störfum og
blaðamaður náði tali af einum
þeirra, sr. Ingólfi Astmarssyni,
presti f Mosfellsprestakalli i
Grímsnesi. Sr. Ingölfur hefur
verið prestur I 39 ár, þar af átta
ár sem biskupsritari. Hann var
spurður að þvl hvaö honum væri
efst I huga á þessum tlmamót-
um.
„Þakklæti. Þakklæti til Guðs
að hafa gefið mér tækifæri til að
vera sóknarprestur svo lengi.
Starf prestsins er og verður
alltaf sérstætt. Það á ekki sinn
h'ka, þvi öll prestverk eru hátið-
legar athafnir. Mér hefur alltaf
fundist skimin og fermingar-
undirbiiningurinn vera yndis-
legustu athafnimar.
Nokkur orð um unga presta?
„Mér finnst ungir prestar
vera ákaflega áhugasamir og
vakandi. I þeim hópi eigum við
bráð-efnilega menn bæði vel
ménntaða guðfræðinga og
áhugasama starfskrafta” sagði
sr. Ingólfur Ástmarsson.