Vísir - 18.07.1981, Page 2

Vísir - 18.07.1981, Page 2
2 VISIR • Láugardagur • 18! júlí 1981 a skotsponum ||| Stjórnad bak vid lás og slá? Einkar frumleg deila hefur komið upp á milli Gunnars Thor- oddsen og húsafriðunarnefndar, ef deilu skuli kalla. Þannig er mál með vaxtavöxtum að Gunnar vill fá tvöfalt gler í Stjórnarráðshúsið þvi að þar mun kalt vera um vet- umætur og erfitt að stjórna óþjóðinni við slikar aðstæður. En þeir i húsafriðunarnefnd kalla sko ekki allt hana ömmu sina þvi að þeir neita forsætisráðherranum eindregið um hina frómu bón. Astæða nefndarmanna ku vera sú að Stjórnarráðshúsið er gamalt og einstakt hús, ergo: þvi má ekki breyta frá upprunalégri mynd.Enþað þarf betri rök til að slá hann Gunnar Thor út af laginu þvi aö nú hefur hann breytt ósk- um sinum til samræmis við við- horf húsafriðunarnefndar. Gunnar greip nefnilega rök- semd friðunarmanna á lofti og sagði sem svo að fyrst húsið ætti að vera sem næst upprunalegri mynd væri vist best að rifa rúð- umar úr og koma tukthúsrimlun- um fyrir á nýjan leik. Hvort eitt- hvað hlýni þar innan dyra við þá ráðstöfun skal ósagt látið en óneitanlega er þetta mjög athygl- isverð hugmynd enda væri það eftir öðru að landi og þjóð væri stjórnað á bak við lás og slá. En spurningin er samt sem áður þessi: munu æðstu embættis- menn þjóðarinnar sitja á kom- andi vetri með trefil og sultar- dropa i nösum við störf sin? Ten- ingunum hefur veriö kastað til húsfriðunarnefndar. Bubbi utangarðs? Nú hefur eitthvað slegist upp á vinskapinn hjá þeim Utangarðs- mönnum en þeir hættu eins og kunnugt er i miðju kafi við hljóm- leikaferð um Skandinaviu fyrr i sumar. Ástæða óeiningarinnar i bandinu er sögð vera sú að þeim Pollock-bræðrum hafi verið i nöp við það hve Bubbi Morthens spil- aði sig mikið númer. Bræðurnir koma sennilega til með að halda áfram með Mennina utangarðs en Bubbi hefur á prjónunum að stofna nýja grúppu. Annars er alls ekki loku fyrir það skotið að Utangarðsunnendur fái að berja goðin augum sameinuð einu sinni enn þvi' að þeir koma jafnvel til með að verða stórt númer á mikl- um útihljómleikum sem fara ein- hversstaðar fram um Verslunar- mannahelgina... Hvad segja stjörnurnar? Stjörnufróðir menn velta nú talsvert vöngum vegna biskups- kjix-s og það ekki að ósekju: Sigurvegari fyrri kosningaum- ferðar, sr. Ólafur Skúlason á sama afmælisdag og forsætisráð- herra landsins. Fari svo að sr. Ólafur sigri i næstu umferð verða þvi bæði veraldlegur og andlegur yfirmaður þjóðarinnar fæddur þ. 29«desember. Hitt kemur stjörnu- fræðingum alls ekki saman um hvort hér sé um að ræða góð tiðindi eða slæm. En samkvæmt stjörnufræðum ættu þeir dr. Gunnar og sr. Ólafur að eiga ýmislegt sameiginlegt, svo sem: „þolinmæði, hæfileika og hagsýni. Þeir eru metorða- gjarnir og ósveigjanlegir og jafn- vel óvægnir en þó ávallt hrein- skilnir. Og i aðra röndina dálitið draumlyndir og elskir að listum. Trygglyndi og vinfesti er þeim i blóð borið” segja stjörnufræðing- arnir. Aö reka eöa reka ekki Það er hart i ári hjá blessuðum KR-ingunum og öðrum vesturbæ- ingum þessar vikurnar. Fótbolta- stórveldið komið út á ystu nöf 1. deildarinnar og sýnist aðeins timaspursmálhvenær fallið kem- ur. Og það hefur fleira breyst en knattspyrnan við Kaplaskjólsveg — a.m.k. virðist hugur manna i innsta búri hafa snúist. 1 fyrra ráku þeir þjálfarann, Magnús Jónatansson og sögðu hann ekki geta náð þvi besta út úr leik- mönnunum. Þá voru KR-ingarnir þó i einu toppsætanna i deildinni. Nú verma þeir botninn undir stjórn vestur-þýska þjálfarans Manfred Stevens og segjast ekki hafa „nógu góðan mannskap '. — En á liðinu sjálfu hefur engin breyting orðið, sömu leikmenn sparka boltanum með Vesturbæj- arveldinu og voru undir stjórn Magnúsar, þegar hann var rek- inn. Vöxtur til grundvallar Nú bíta konur um land- I iö allt í skjaIdarrendur | skotra girndaraugum til | valdastóla í héruöum og I mun skammt að biða * staðfestingar orðrómsins I um kvennalista bæði | norðan heiða og sunnan. ■ „Þeim skal ekki lengur liðast 1 að stjórna i trássi viö hagsmuni I kvenna” hvæsti forgöngukraft- ■ ur kvennasambands ibúasam- ■ taka Glerárgötu I simann, þegar | tiðindakraftur Visis innti hana m eftir stefnuskrá listanna. Samkvæmt upplýsingum for- I göngukraftsins hefur ekki verið ■ endanlega gengiö frá stefnu- I skránni og ekki vitaö hvenær ■ það veröur: „Viö Gunna vorum . alveg búnar að ganga frá þessu, I en þegar við lögðum þaö fyrir i | morgunkaffinu i morgun hjá ! henni Jónu, þú kannast viö I hana, hún er mamma hans ■ Bubba sem Þórdis var aö slá sér [ upp meö á ballinu i Gjögri i | haust og, já þá varö Jóna alveg | snar, þvi henni finnst alls ekki 1 rétt að fara fram á niðurlagn- | ingu gjalda á Tampax, hún seg- ■ ist aldrei nota þaö og sér alls " ekki hvað þetta er þýöingar- | mikið fyrir allar landskonur. , Við getum auðvitað alls ekki I gert aö þvi þótt aö hún noti ekki I Tampax, ég meina þessir . tappar eiga fyrir löngu aö vera I skyldaðir, þeir segja jú I auglýs-. L.......... ingunum að maður verði frjálsari af að nota þá, en þetta er nú auðvitaö alveg eftir henni Jónu, hún er auðvitaö bara af- brýðissöm fyrir Bubba hönd siðan Gaggi stakk undan honum og þau eru m.a.s. búin að trúlofa sig, hann og Þórdis....”, sagði forgöngukrafturinn. Auk þess sagði hann: „Það liggur að sjálfsögðu i augum uppi að svona mál hljóta að veröa númer eitt, tvö og þrjú og það er einmitt ágætt að þú hringdir þvi þaö er eins og enginn skilji þetta. Forsenda þess að konur bjóða fram sér- stakan lista — fyrirgefðu get- urðu sagt mér hvaö klukkan er? Hálf tólf, guð! Ég er alveg i drasli þvi eldhúsklukkan er biluö og ég er alltaf að minna hann Jón á að gera viö hana, en þú veist hvernig þessir karlmenn eru, koma engu i verk. En ég verö aö drifa mig, I FRÉTTA- SKUGGANUM: geturðu beðið á meðan ég set upp kartöflurnar, hann Jón verður alveg snar ef maturinn er ekki til þegar hann kemur heim úr vinnunni.” Hlé. „Fyrirgeföu, ég veit þú skilur þetta, þú ert jú eins vaxin og ég ekki satt! Við verðurn að standa saman. Eins ogégvarað segja, þá er forsenda listans sú að viö erum jú allar eins, við fáum brjóst á vissum aldri og við höf- um blæðingar og allt það. Þetta setur okkur auðvitað i allt aöra aðstöðu en þá. Ég bara skil ekki hvers vegna það skilja þetta ekki allir.” — En hvað um stjórnmála- legan ágreining meðal kvenna, Ad visu ekki til Sviss, en... Þær sögur hafa gengið af Magnúsi Gunnarssyni forstjóra Arnarflugs, að hann sé á leiðinni til Alusuisse i góða stöðu — hvorki meira né minna. Helgarblað Visis leyfir sér að fullyrða að enginn fótur er fyrir þeim sögum. Aftur á móti er hitt alveg rétt, að Magnús er að yfirgefa Arnarflug. Hann mun hafa i huga að stofna ein- hvers konar ráögjafaþjónustu fyrir viðskiptalifið. Hver kemur í staðinn? Brottför Magnúsar frá Arnar- flugi vekur aftur upp aðra spurningu, m.fl. þá hver komi til með að fylla skarð hans þar. Böndin berast nú að Bergþóri Konráðssyni, fyrrum hjá SIS en nú aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Arnarflugi. Þvi embætti hefur hann gegnt i rétta tvo mánuði og sem sagt, sagan segir að hann stefni i forstjórastólinn. 1 nú eru alls ekki allar konur sammála um ja t.d. hvort herinn á að vera eða fara? „Ég get bara alls ekki skilið hvers vegna það ætti að skipta máli. Auk þess dettur okkur ekki i hug að fara að stjórna svoleiðis hlutum, það var ein- mitt þetta sem Alla spurði um, hún þú veist hún sagðist alls ekki geta hugsað sér að fara að vera i félagi meö Sullu þvi Sulla vill að herinn fari, Sulla vill nú að allir karlar fari en það er annað mál. Ég meina, hvað kemur það málinu við, eigum við aö fara að skipta okkur að svona löguðu. Mér finnst bara við ættum að láta malbika i kring um kaupfélagið, ég meina ■ þetta er alveg ferlegt eins og er. Og svo þarf auðvitaö aö fella niöur skatta af þvottavélum og þurrkurum. Konur verða að standa saman. Og um leið og við erum búnar að ganga frá þessari stefnuskrá þá geri ég ráð fyrir að listinn verði settur saman. Ég veit bara ekki hvað ég á að gera við Jónu, hún þver- neitar að vera með, en eins og ég sagði, það er nú bara út af Bubba. Nú heyri ég fótatakið hans Jóns, ég verö að hlaupa.” Ekki tókst að hafa upp á Jónu til að fá hennar hlið á málinu, enda er eiginmaður hennar ekki i simaskránni. En ef marka má orð forgöngukraftsins liggur likamsvöxtur kvennanna til grundvallar sameiginlegu framboði þeirra. Blaöið reyndi aö hafa upp á öörum félaga- samtökum, sem leggja vöxt meðlimanna til grundvallar, en þau reyndust engin til utan Samtaka fatlaðra. 1 leitinni hitti tiðindamaður þó formann múrarafélagsins og kvaöst hann hafa þær fréttir að færa að skipta ætti félaginu niöur i deildir eftir háralit. En nær varö ekki komist sambæri- legum hagsmunasamtökum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.