Vísir - 18.07.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 18.07.1981, Blaðsíða 9
9 Laugardagur 18. júlí 1981 vtsm Um síöustu helgi var landsmót ungmenna- félaganna haldið á Akur- eyri. Þar var keppt í flestum þeim íþrótta- greinum sem stundaðar eru á Islandi og þúsundir ungmenna hvaðanæva af landinu fylktu liði undir merkjum sinna félaga. Þar eru hvorki heimsmet né íslandsmet set, en prýði mótsins og styrkur er hin almenna þátttaka og sú gróska sem aug- sýnileg er í ungmenna- félagshreyf ingunni. A þeim timum, þegar blöðin eru full af frásögnum af ung- lingum á villigötum, aukinni fikniefnaneyslu og skrilslátum i Þórsmörk þá ber að gleðjast yfir þeim góða og glaða anda, sem svifur yfir vötnum ung- mennafélaganna og iþrótta- hreyfingarinnar i heild. Sú starfsemi, sem þar fer fram, er vitnisburður um að æskan er ekki afvegaleidd — hún er mót- leikur þjóðfélagsins gegn iðju- og auðnuleysi þó hefur heilbrigt æskulýðsstarf hvorki notið viðurkenningar né velvildar sem skildi. Ráðherra sigri hrósandi Súrálsmálið hefur verið aðal- mál vikunnar. Iðnaðarraðherra hefur látið drýgindalega og telur sig greinilega standa með pálmann i höndunum. Von er að hann sé glaðhlakkalegur og sigri hrósandi. Hann lagði mikið undir þegar hann i desember siðastliðnum bar fram þær ásakanir að sviss- neski auðhringurinn Alusuisse, hefði „hækkað i hafi” verð á súráli um 50 milljónir dollara á siðustu fimm árum. Þessum áskökunum var harðlega mót- mælt af Svisslendingunum, og eftir þvi sem dregist hefur að birta niðurstöður viðurkenndra endurskoðenda, hafði sú skoðun fengið byr undir báða vængi, að iðnaðarráðherra hefði hlaupið á sig. Réttmæt ákvörðun Endurskoðunarskrifstofan i Lundúnum hefur nú gefið út þaö álit sitt að athugasemdir ráð- herra hafi verið réttmætar, að þvi er varðar „hækkun i hafi” um 16milljónir dollara. Þetta er að visu mun lægri upphæð en ráðherrann nefndi i upphafi, en en hún er vissulega nógu há, og staðfestir réttmæti þeirrar ákvörðunar ráðherrans, að rannsóknar var þörf. A þessu stigi málsins hefur Alusuisse ekki látið frá sér heyra, og ekki er að efa að fyrin. tækið mun hafa sinar skýringar á hækkuninni. Auðhringur eins og Alusuisse, er alþjóðlegt fyrirtæki, með ótal dótturfyrir- tæki, félög og sambönd, og hagsmunir þess beinast ekki að íslenska álfélaginu eða rekstri þess hér, nema að takmörkuðu leyti. Þvi hljóta islenskir fjöl- miðlar að taka meira mark á is- lenskum stjórnvöldum heldur en talsmönnum Alusuisse i deilumáli eins og þvi sem nú er komið upp. En auðvitað eiga þeir að njöta sannmælis, og ástæðulaust er að kveöa upp dóma á þessu stigi málsins. Pólitískar hvatir Óhjákvæmilegt er að hafa nokkurn fyrirvara gagnvart iðnaðarráðherra og vinnu- brögðum hans. Hjörleifur Gutt- ormsson er i hópi þeirra stjórn- málamanna, sem alla tið hafa barist gegn samningunum við Aulisuisse og fundið þeim flest til foráttu. Málatilbúnaður hans mótast af pólitiskum hvötum og þeim ásetningi að koma höggi á auðhringinn. Hjörleifur hefur haft skoðanabræður sina við rannsókn málsins og haldið upplýsingum leyndum gagnvart öðrum. Hann hefur túlkað málið einhliða, og beðið endurskoð- unarskrifstofuna i Lundunum um afmarkaðar upplýsingar sem koma i veg fyrir að við- skipti islenska rikisins og Alusuisse séu skoðuð I heild. ingar. Hún á og má ekki verða til þess að hagsmunir íslands, þegar til lengri tima er litið, spillist eða að menn afneiti frek- ari samvinnu við erlend fyrir- tæki 1 orkumálum. Pólitísk fyrirgreiösla? Frétt birtist um það i Visi á dögunum að sjávarútvegsráðu- neytiö hefði margsinnis úr- skurðað skemmtibáta sem fiskiskip. Siglingamálastofnun- in hefur það verk með höndum aö meta til hvers á að nota smá- báta, og hafa þeir sinar reglur til viðmiðunar. Nú hefur það þrásinnis gerst að mat Siglinga- málastofnunarinnar er að engu haft, og ráðherra hefur tekið sér það vald i hendur að úrskuröa báta sem fiskiskip. Menn kunna að spyrja: hverju breytir það hvort bátur er úrskuraður sem skemmti- bátur eða fiskiskip? Skýringin erfólginn i þvi, að af fiskibátum eru felld niður gjöld af vélum og ýmsum tækjum um nálægt 50%, sem þýðir i raun 30—50 þúsund króna lækkun á bát. Hér er með öðrum orðum um beina hagsmunafyrirgreiðslu að ræða, þar sem eigendum báta eru færðar stórar fúlgur upp i hendur. Það er gert meö ráð- herravaldi og gengið þvert gegn áliti og hlutlausu mati sérfróðra manna og lögskipáðrar stofn- unar. Ráðherra þarf að hafa sterk rök og rikar ástæður til að taka slikar ákvarðanir, svo þær flokkist ekki undir pólitiska fyrirgreiöslu af spilltasta tagi. Dýrt ævintýrl. Seinheppni borgaryfirvalda varðandi margfrægt útitafl við Lækjargötu er með eindæmum. Akvarðanir eru teknar án þess að borgarstjórnin hafi haft - nokkra hugmynd um stærð taflsins eða umfang fram- kvæmdanna. Þetta mál er dæmigert fyrir það þegar vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gerir. Sagt er að kostn- aður muni aukast úr 5 þúsund krónum i 200 þúsund viö það eitt að stærð taflmananna reyndist meiri en skákáhugamennirnir i borgarstjórninni höfðu gert sér grein fyrir. Ekki eru þetta vönduð vinnubrögð. Siðan koma hinir „ábyrgu” höfuðpaurar, Kristján Benediktsson og Sigur- jón Pétursson fram i fjölmiðlum og segja að ekkert sé einfaldara en að moka yfir taflið og þekja brekkuna að nýju, ef Reykvik- ingum liki ekki við taflborðið. Þeir eru ekki blankir i borgar- stjórn Reykjavikur, ef þá munar ekki um slikt 200 þúsund króna ævintýri i tilraunarskyni. Fiðringur i borgarstjórn Þetta útitaflsmál er ef til vill ekki stórt i sniðum, en er eitt af mörgum klúðursmálum meiri- hlutans, sem safnast hafa i sarpinn til áfellis og áfalls. Borgarstjórnarkosningar eru á næsta ári, og strax er kominn fiðringur i þá sem hugsa sér til hreyfings. Cthlaup Sjafnar Sigurbjörnsdóttur á dögunum, þegar hún bar fram tillögu um takmarkað vald borgarráös i sumarleyfi borgarstjórnar er - augljós en sniðug auglýsinga- brella. Sögusagnir eru uppi um nýja lista ýmist á vegum grænbylt- ingarmanna eöa kvenna, og sifellt eru menn að velta fyrir sér framboðsmálum sjálf- stæðismanna. Það væri sosum i samræmi við undanfarandi ógæfu þess flokks, ef sjálf- stæðismönnum tækist ekki að koma sér saman um uppstill- ingu, nú þegar meirihlutinn blasir við þeim að nýju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á sð skipa fjölmörgum ágætum mönnum, bæði innan borgar- stjórnar, sem utan, sem munu sóma sér vel á lista flokksins. Auðvitaö er það fráleitt að ein- staklingar eða klikur geti ráðið þvi fyrirfram hver skuli skipa efsta sæti listans. Þar hljóta að ráða úrslitum prófkjör og lýð- ræðislegar ákvarðanir i full- trúaráöi. Nema að þær aðferöir hafi verið endanlega jarðaðar með siðustu stjórnarmyndun. Það kemur i ljós. Ellert B. Schram Slagsmál um súrál Skýrsla endurskoðendanna ber þess vitni, og reyndar eru allar niðurstöður þeirra með þeim fyrirvara, að ekki séu öll kurl komin til grafar. Það er margtekið fram af þeirra hálfu, að svigrúm þeirra og umboð til rannsóknar hafi verið of þröngt til að unnt væri að taka tillit til annarra þátta i samningum og viðskiptum álverksmiðjunnar. Skattgreiöslur álfélags- ins Þá er þess að geta, að þær 16 milljónir dollara, sem „horfið hafa i hafi”, er ekki sú upphæð sem islenska rikið hefur verið hlunnfarið um. Sú upphæð hefur hinsvegar áhrif á skattgreiðslur álfélagsins þar sem rekstur fyrirtækisins kemur bókhalds- lega ver út, þegar hraefnið er dýrara i innkaupum. Hversu mikil áhrif þetta hefur haft á skattgreiðslur og rekstraraf- komu álfélagsins hefur ekki verið reiknað út. 1 þessu sam- bandi hefur einnig verið bent á, að á móti hafi Alusuisse gefið margvislegan afslátt hagrætt afskriftum og haldið uppi ál- Ámælisvert sinnuieysi Athyglisvert er, að islenska rikisstjórnin hefur rétt til að fylgjast með og rannsaka súrál- viðskiptin á hverjum tima. Það hefur ekki verið gert sem skyldi. Tvisvar áður, 1973 og 1974 fóru slikar kannanir fram. 1 siðara tilvikinu, þótti sannað, að súrálverðið væri hærra en eðli- legt gat talist miðað við við- skipti milli óskyldra aðila, eins og segir i samningunum. Þessum niðurstöðum var haldið leyndum fyrir alþingismönnum og almenningi, en voru notaðar til þess að fá fram hagstæðari samninga við Alusuisse varð- andi skattgreiðslur og raforku- verð. 1 fimm ár eða allt til siðasta árs þótti ekki^stæða til þess af hálfu islenskra stjórnvalda, aö fylgjast með súrálverðinu. Þaö sinnuleysi verður að teljast ámælisvert og skrifast á reikn- ing þeirra, sem meö iðnaðar- og orkumál fóru á þessu timabili. Hvað um það, nú skiptir máli að tslendingar standi fast á þeim rétti sinum að samningar séu virtir. Deilan má ekki leys- ast upp i flokkspólitiskar ýf- verðinu sjálfu, til að bæta stöðu álfélagsins. Þegar upp er staöið kann þvi svo að fara, að skatt- greiðslur hefðu ekki orðið meiri, þótt súrálverðið hafi ekki „hækkað i hafi”. ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrilar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.