Vísir - 18.07.1981, Page 15

Vísir - 18.07.1981, Page 15
,,Ég hef trú á þvi, að hér á Húsavik verði hægt að byggja upp stönduga ferðamannaþjónustu, þvi aliar aðstæður bjóða upp á slikt. Hér i bænum er margt að sjá og skoða og héðan er þægilegt að heimsækja ýmis náttúruundur i Þyngeyjarsýslum i dagsferðum. Ég get nefnt Asbyrgi, Jökuisar- gijúfur, Hijóðakletta, Dettifoss, Mývatnssveit og Goðafoss, svo dæmi séu tekin”, sagði ólafur Skúiason, hótelstjóri á Húsavik, þegar Visir heimsótti Hótel Húsa- vik á dögunum. ólafur tók við rekstri hótelsins 1979, en starf hans hefur lengst af verið tengt ferðamannaþjónustu. t 12 ár var hann til að mynda bryti á gamla góða Gulifossi. ,,Ég sá geysilega mikið eftir Gullfossi þegar hann var seldur, að mig minnir til Arabalanda. Stuttu siðar brann hann og sökk. Fáum annað skip ,,Ég tel að grundvöllur sé fyrir útgerö á sliku skipi frá íslandi. Fólk er farið að þreytast á fluginu og það eru margir sem vildu heldur minni hraða, en njóta þess i stað þæginda og öryggis um borð i vistlegu skip. Ég geri mér fylli- lega grein fyrir þvi, að það yröi ekki grundvöllur fyrir þvi að sigla skipinu héðan yfir vetrarmán- uöina. Það bil mætti hins vegar brúa með þvi að hafa skipið I ferðum milli hafna i suðlægari löndum þann tima. Farþegarnir gætu eftir sem áður verið islenskir, þvi þeir gætu einfald- lega farið i leiguflugi til móts við skipiö. Þetta var draumur okkar á gamla Gullfossi, sem þvi miöur varö aldrei að veruleika”, sagði Ólafur. Ólafur er fæddur og upp- alinn i Reykjavik, var meira að segja Vesturbæingur og þar að auki KR-ingur. Nú styður hann Völsunga, en hvað kom honum til aö fara norður? Glæsilegt hótel „Hótelrekstur og ferðamanna- þjónusta hefur alltaf verið mitt uppáhald. Það freistaði min þvi, þegar stjórnunarstarf við glæsi- legt hótel var i boði og ég sló til. Ég sé heldur ekki eftir þvi, þar sem ég kann vel við mig á Húsa- vik og ég kann sérstaklega vel við þá heimamenn, sem ég hef kynnst”. Hótel Húsavik býöur 34 2ja manna herbergi, auk þess sem hótelið hefur upp á herbergi i einkahúsum að hlaupa, þegar að- sóknin er sem mest yfir sumarið. Þá eru einnig svefnpokapláss i barnaskólanum. Yfir sumar- timann er hótelið nær fullbókað hverja einustu nótt en nýtingin á vorin og haustin ræðst af ráð- stefnuhaldi. Þrátt fyrir það er nýtingin yfir árið ekki nema rétt rúm 30%. Reksturinn gerir þvi ekki betur en að standa undir sér, þannig að vextir og afborganir af lánum hafa lent á eigendum. Þeir eru að stærstum hluta Húsavikur- bær, Kaupfélag Þingeyinga og Flugleiðir. Ýmislegt er i deigl- unni til að ná betri nýtingu á hótelinu yfir vetrarmánuðina, að sögn ólafs, en ekkert er enn full- mótað. „Flugleiðir eru með herferð I gangi til að auka feröalög íslend- inga innanlands meö svonefndum „reisupassa”. Serstök áhersla er lögð á Húsavlk i þessari herferð, en það tekur sinn tima að vinna þetta upp. Þá hefur Ferðaskrif- stofa rikisins boðið upp á hring- ferð i sumar fyrir Islendinga i júli. Það er ánægjulegt aö full- bókað skuli vera i þá ferð og mér er kunnugt um að önnur er i bigerð. Ef til vill eru Islendingar að komast upp á lagið með aö ferðast með áætlunarbilum, þar sem þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Þá hafa heimamenn gert ýmis- legt til að laöa fólk að. Hér eru tveir bátar tilbúnir að fara meö ferðamenn á fengsæl ýsumið með sjóstangir og einnig verður hér hestaleiga i sumar. Þá er hér mjög góð aðstaða til skiðaiðk- unnar, þegar snjór er, og þaö þarf ekki að fara nema rétt út fyrir hóteldyrnar til aö spenna á sig skfðin, þvi brekkurnar eru hér nánast við húsvegginn”, sagöi Ólafur. Þegar Visir var á ferð á Húsa- vik, þá var þar dumbungsveður meö sudda og kulda. Ólafur var aö lokum spurður hvort það hefði engin áhrif á aðsóknina? „Þetta lagast, þvi hér er veður- sæld. Það er bara sunnanlands- Óiafur i gestamóttökunniásamt Auöi Gunnarsdóttur og Asu Otterstedt. veður rétt eins og er”, sagði Ólafur Skúlason og glotti. A matstofu hótelsins. er boðið upp á svokallaðan „sumarmat- seðil”, sem gerir stórum fjölskyldum mögulegt að njóta rikulegrar máltiöar. GS/Akureyr Guörún ólafsdóttir, eiginkona ólafs hótelstjóra, var aö snyrta til við aðaldyr hótelsins. Hvar gerir kaup en í »5 dyra »4 gira þurrkur framan og aftan #Klul bremsuroginnsdgo.fi. •Diskal cc vél 83 ha sa •Rafmagnskæliv kerfi •Halogen-þokuljós — b stæöari u agnsrúðusprautur og ós fyrir han jjafnari •!$ gott loftræsti- ^?M.öfuðpúöar • Rúlluöryggisbelti. « V , v-. # V » #/ FÍATEINKAUMBOÐA ISLANOI Sýningarbilf-á smðnuth — DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. komið, skoðið og geríð góð kaup 11 *™*»*<»*.*<>™<*l«m™. cvvv\ason’ S -v 12 ár _v\a fe°öa ,,Þad er sunnanlandsveður rétt eins og er”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.